Helgarpósturinn - 13.10.1994, Page 22

Helgarpósturinn - 13.10.1994, Page 22
22 MORGUNPÓSTURINN SPORT FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 r Skýringar á gröfum Gröfin sýna gengi tið- anna á getraunaseðlinum það sem afer leiktimabilinu. i upp- hafi timabils byrja öll lið með sama gildi og nýtt gildi er siðan reiknað út eftir hvern leik liðsins. Þvi haerra gildi sem lið hefur, þvi betra hefur gengi þess verið að undanförnu. Þegar gildin eru reiknuð er tekið tillit til hvort liðið sé að leika gegn sterkara eða lakara liði. Þannig að til dæmis jafntefli milli tveggja mis- sterkra liða þýðir að gildi lakara liðsins hækkar og sterkara liðsins lækkar. i öllum gröfunum erheimaliðið táknað með svartri linu og liðið sem keppirá útivelli með grárri.U 1. uDto V Gautaborg - Landskrona Gautaborg er í harðri bar- áttu um sænska meistara- titilinn og gefur því ekkert eftir í þessum leik. Liðið er V enda mjög gott, 2:1 sigur á Barcelona segir allt sem segja þarf. 35 /0 2. Halmstad - Fröiunda Halmstad er sigurstrang- legra í þessum leik en þó er jafntefli allt eins líkleg úrslit. Liðunum hefur vegnað nokkuð svipað upp á síð- kastið. 65%---------- 50%-^-------- 3. Helsingborg - Öster Getraunaspekingar blaðs- ins eru ekki bjartsýnir fyrir hönd heimamanna í þess- um leik. Öster hefur verið á nokkurri siglingu á sama tima og leiðin hefur legið niður á við fyrir Helsing- borg. Þó eru liðin líklega jöfn að styrkleika. 4. Hacken - AIK Eins og sést á grafinu eru liðin nokkuð áþekk að getu um þessar mundir. Hacken er gömul íslendinganýlenda en vegur hennar hefur legið niður á við eftir brotthvarf þeirra. 5. Trelleboftj - Norrköping Trelleborg eru hátt uppi þessa dagana. Gengi liðs- ins er ágætt og bjart er framundan fjárhagslega hjá félaginu. Liðið hefur enda verið að gera mjög góða hluti í Evrópukeppninni, sló meðal annars úr milljónalið- ið Blackburn Rovers fyrir tveimur vikum. 6. Örebro - Degerfors Það er ekki spurning með hverjum á að halda í þess- um leik. Hlynur Stefáns- son og Arnór Guðjohn- sen eru í Örebro og ef það er ekki nóg þá veit ég ekki hvað er nóg. Þar að auki komu gestirnir illa fram við Einar Pál Tómasson og það gerir valið enn auð- veldara. Undradrengurinn Robbie Fowler Arftaki lan Rush hjá Uverpool Fyrir nákvæmlega einu ári og tuttugu dögum betur kom geysi- lega efnilegur leikmaður fram á sjónarsviðið í Chelsea. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Li- verpool á Stamford Bridge þann 25. september í fyrra, þá átján ára gamall, og stóð sig með afbrigðum vel. Síðan hefur leiðin legið upp á við hjá þessum leikmanni. Hér er að sjálfsögðu átt við undradreng- inn Robbie Fowler. Það var ljóst strax í upphafi að hér væri mikið efni á ferð. Dreng- urinn þótti með afbrigðum mark- heppinn og skoraði alls átján mörk fyrir lið sitt á tímabilinu, þar af tólf i deildinni. Til samanburðar skor- aði gamli markahrókurinn lan Rush nítján mörk á tímabilinu, þar af fjórtán í deildinni. Það sem af er þessu tímabili hefur Fowler skorað níu mörk í deildinni og er í sjöunda sæti yfir markahæstu menn, hefur skorað þremur mörk- um færra en Andy Cole, sem er markahæstur. Hann á ellefu lands- leiki fyrir England að baki, fimm með undir 21 árs liðinu og sex með unglingaliðinu. Alls hefur hann skorað tíu mörk í þessum leikjum, þar af átta með unglingaliðinu. Nú, rúmu ári eftir að Fowler steig sín fyrstu spor með aðalliði Liverpool, hefur hann þroskast mikið sem leikmaður og öðlast dýrmæta reynslu. Hann hefur þeg- ar skorað eina þrennu á tímabilinu og um síðustu helgi lagði hann grunninn að sigri liðs síns gegn As- ton Villa, 3:2, er hann skoraði tvö mörk. Hér er án efa kominn arf- taki Ian Rush sem verður 33 ára á fimmtudag næstkomandi. Rush er búinn að vera lengi í boltanum og einhvern tímann kemur að því að hann leggur skóna á hilluna. Það er ljóst að forráðamenn Liverpool ætla Fowler, sem er fjórtán árum yngri en Rush, að taka við krún- unni af honum. ■ Robbie Fowler Undrabarnið í herbúðum Liverpool. Menn kalla hann arftaka lan Rush og er þá ekki leiðum að líkjast. ÍSLANDSMÓTIÐ í TIPPI 39. leikvika ® C O £ (0 «0 u. 'O a D OJ O Hörður Magnússon Kristinn Guðbrandsson Hörður Már Magnússon 4^ Salih Heimir Porca (^) Marteinn Geirsson Sighvatur Blöndahl Hlynur Birgisson <2} Baldur Þór Bjarnason 2 1 Gautaborg - Landskrona 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 2 Halmstad - Frölunda X X 1 X 1 X X 1 1 X 4 6 0 3 Helsingborg - Öster 2 1 2 2 X 1 2 X X 2 2 3 5 4 Hacken - AIK X 2 X 2 1 X X 2 2 2 1 4 5 5 Trelleborg - Norrköping 2 2 X X X 2 1 1 2 1 3 3 4 6 Örebro - Degerfors 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 7 Arsenal - Chelsea 1 1 1 1 1 1 X 2 1 1 8 1 1 8 Blackburn - Liverpool 2 2 1 2 X X 2 X X 2 1 4 5 9 C. Palace - Newcastle 2 X 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 9 10 Ipswich - Sheff. Wed. X 2 2 X 1 X X X 2 X 1 6 3 11 Leeds - Tottenham 2 X 1 2 2 1 1 1 1 2 5 1 4 12 Leicester - Southampton 2 2 2 1 X 2 2 2 X 2 1 2 7 13 QPR - Manchester City X 1 1 2 1 X 1 X 1 X 5 4 1 Árangur hingað til 4 4 5 6 4 5 5 4 3 7 7. Arsenal - Chelsea Heimamönnum gengur fátt í haginn þessa dagana og þær raddir gerast æ hávær- ari sem segja að George Graham, framkvæmda- stjóri liðsins, verði að stokka upp leik liðsins og brydda upp á meiri sóknar- leik. Öhelsea hefur verið að sækja í sig veðrið. 65% 8. Blackbum - Lw»p«Krt Þetta er stórleikur umferð- arinnar og annar af þremur stórleikjum sem Blackburn leika á þremur vikum. Sá fyrsti var við Newcastle og sá þriðji verður við Manc- hester United um næstu helgi. Liverpool er á mikilli uppleið og í raun er engin leið að spá í þennan leik. 9. C. Palace - ffewcasöe Staða liðanna er afskaplega ólík. Heimamenn eru í þriðja neðsta sæti deildarinnar og hafa tapað sex leikjum en gestirnir eru í efsta sæti deildarinnar án taps. Með- almennskan er allsráðandi hjá Palace. Kannski Guðni Bergs reddi máiunum. 10. Ipswich - Sheff. Wéd. Þetta er botnleikur, báðum liðum hefur vegnað illa í upphafi móts og þurfa sár- lega að rétta úr kútnum. Sheffield-menn hafa verið sterkari í undanförnum leikjum og verða að vinna, því framkvæmdastjóranum Trevor Francis hefur verið hótað uppsögn ella. 35/0 11. Dö /0 Leeds - Tottenham Þetta gæti orðið mjög skemmtilegur leikur. Bæði lið eru góð en geta hitt á hræðilega leiki inn á milli. Leeds voru auðmýktir í vik- V unni og féllu út fyrir 3. deild- arliði Mansfield á sama tíma og Tottenham töpuðu fyrir Watford sem leikur i 2. deild. 35% 12. Leicester - Southampton í þessum leik er afar freist- andi að setja táknið 2 án nokkurar umhugsunar. Southampton er í feikna formi með snillinginn Matt- hew LeTissier í broddi fylkingar og vinnur nú hvern leikinn á fætur öðrum. 13. QPR - Man. CHy QPR hefur átt í nokkrum erfiðleikum í undanförnum leikjum og þrátt fyrir góða frammistöðu framherjans Les Ferdinand er staða liðsins slæm. Öity lifir enn í skugga United en gerir góða hiuti inn á milli. t-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.