Helgarpósturinn - 13.10.1994, Síða 24

Helgarpósturinn - 13.10.1994, Síða 24
24 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 ísprinsessan leggur Indland aðfótum sér Leoncie hefur dvalið undanfarna þrjá mánuði á Indlandi þar sem hún hélt sjö konserta og alls staðar þar sem hún kom fram var troðfullt. Samkvæmt þessu er Leoncie, sem er hætt að kalla sig indversku prinsess- una — listamannanafnið er ísprins- essan, bjartasta von íslands á tón- listarsviðinu. MORGUNPÓSTURINN sló á þráðinn til stjörnunnar. „Já, ég var á Indlandi og það gekk mjög vel en nú þarf ég að hvílast því þetta var erfiður túr. En ég ætla aftur út þó að það sé ekki ákveðið hvenær það verður. Ég er með samning við indverskt plötuíyrirtæki og þarf ekki að hafa peningaáhyggjur næstu þrjú árin. Tónlistin mín hljómar nú á 150 Leoncie „Ég er rík, maður. Ég er einstaklega rík í útliti og í kollinum og svo er ég svarta- galdurskona." útvarpsstöðum víðs vegar um Ind- land, meðal annars á stærstu út- varpsstöðinni „All India Radio“ en Leoncie fór í fjölda viðtala þar ytra: „I have my contacts there, baby! Fyrir jól kemur fyrsta platan mín í Indlandi út og til að byrja með verð- ur hún gefin út í 750.000 eintökum.“ Leoncie er ánægð að vera komin heim aftur þó að það sé ekki eins mikið að gerast hér og þar, hún Það er makalaust hvað Gíó & Co eru endingagóðir í að setja upp verk eftir Shakespeare. Það er líka alveg makalaust hvað Helgi Hálfdanarson er endingagóður í að verja Shakespeare fyrir þeim félög- um. Hann heldurþví fram út í rauðan dauðann að Macbeth í Héðinshúsinu sé ekki eftir Shakespeare heldur eftir Gíó & Co. sem ogflestar Shakespe- are-sýningar sem þeir hafa staðið að. Enda er svo komið að Frú Emelía styðst við þýð- ingu Matta Joc en ekki Helga. Mustsífyrir áhugamenn um Gíó, Helga og Shakespeare. Fimmtudagur Sannar sögur af sálarlifi systra, Litla sviðlð, Þjóðleikhúsinu, kl. 20:30. Viðar Eggertsson leikstýrir eigin leik- gerð upp úrsögum Guðbergs Bergs- sonar. Leynimelur 13 Borgarieikhúsið kl. 20:00. Gamall farsi. Menn eru ekki á eitt sáttir hvort hann hafi elst vel eða illa. Þröstur Leó i aðalhlutverki. Óskin Litla sviðið, Borgarleikhúsinu kl. 20:00. Uppselt. Hárið Islenska óperan kl. 20:00. Föstudagur Gaukshreiðrið Þjóðl. kl. 20:00. Dóttir Lúsifers ★★★ Þjóðleikhúsið, Litla sviðið kl. 20:30. „Bríeti tekst með glans að hafa áhorfendur spennta frá upphafi til enda. “ (MÖ) Sannar sögur af sálariífi systra Þjóðleikhúsinu, Litla sviðið kl. 20:30. Leynimelur 13 kl. 20:00. Óskin kl. 20:00. BarParL.A. Sýnt í Þorpinu kl. 20:30. Hárið kl. 20:00 og kl. 23:00. Laugardagur Karamellukvömin L.A. kl. 14:00. Sænskt bamaleikrit. Gauragangur Þjóðleikhúsinu kl. 20:00. SöngleikureftirÓlafHauk. Dóttir Lúsrfers ★★★ Litla sviðið, Þjóðleikhúsinu kl. 20:30. Leynimelur 13 kl. 20:00. Óskin kl. 20:00. Uppselt. Macbeth Héðinshúsinu kl. 20:00. Frú Emilía með sína útgáfu á morðleik Shakespeares. BarParkl. 20:30. Hárið kl. 24:00. (Miðnætursýning). Sunnudagur Karamellukvömin L.A. kl. 14:00. Gauragangur Þjóðleikhúsinu kl. 20:00. Söngleikur eftir Ólaf Hauk. Býr islendingur hér Borgarleikhús- inu kl. 20:00. Islenska leikhúsið með sýningu til minningar um Leif Muller. Óskin Litla sviðið, Borgarieikhúsinu, kl. 20:00. Uppselt. Nafn: Stephan Vaxelaire Fæðingardagur: 19. september 1971 Hæð: 178 cm Þyngd:68 kg Háralitur: Brúnn Augnlitur: Brúnn H. ver? Stephan er blaðafulltrúi franska sendiráðsins í Reykjavík. Hann hóf störf hjá sendiráðinu í september og verður hér á landi í rúmt ár. Hirað? „Ég valdi að taka út herskyldu mína á borgaralegum vettvangi og þess vegna er ég hér,“ segir hann. „Ég útskrifaðist úr blaðamanna- skóla í júní og i stað þess að starfa sem einkennisklæddur hermaður í tíu mánuði kaus ég að gera eitt- hvað sem ég tel koma mér meira að gagni þótt ég þurfi að vera hálfu ári lengur. í sendiráðinu sé ég um að fylgjast með hvað er í fréttum hérlendis og hafa samband við ís- lenska fjölmiðla og kynna franska menningu á íslandi.“ Þar verða sýndar sex athyglisverðar franskar kvikmyndir auk þess sem frönsk kvikmyndagerð og César- verðlaunin verða kynnt.“ Hvaðan? Stephan er fæddur og uppalinn rétt fyrir utan París þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin ár. H. Ivert? „Mig langar að skila þessu starfi vel áður en ég hugsa lengra,“ segir Stephan. „Það getur allt gerst í framtíðinni og því fer ég varlega í að fullyrða nokkuð um hana. Eg gæti þó vel hugsað mér að starfa við þáttagerð í útvarpi.“ H vernig? „Ég er milligöngumaður á milli franska sendiráðsins og íslenskra fjölmiðla þannig að það er hægt að líkja mér við hátalara fyrir sendi- ráðið,“ segir Stephan. „Á laugardaginn hefst frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói í samvinnu við Alliance Francaise og ég er að kynna hana þessa dagana. H. Ivers vegna? „Þetta er lifandi starf og maður hittir mikið af spennandi fólki. Ég hef gaman af að ferðast erlendis til að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast ólíkum menningarheim- um. Þá er það skemmtileg áskorun að vera fjarri fjölskyldunni og vin- unum í svona langan tíma og þurfa að spjara sig í öðru landi sem mað- ur þekkir ekki mikið.“ ■ Fimm nýjar franskar Það verður ekki annað sagt en að úrval kvikmynda á franskri kvik- myndaviku sem hefst á laugardag- inn sé með allra besta móti. Á hátíð- inni verða fimm nýlegar myndir þar sem ýmsir meginspámenn franskrar kvikmyndagerðar koma við sögu. Gestur hátíðarinnar er kannski ekki enn kominn í þann hóp, en hann þokar sér þó markvisst upp á við. Þetta er ungur leikstjóri, aðeins tæplega þrítugur, og heitir Alex- andre Jardin. Hann gaf út verð- launaskáldsögu þegar hann var tutt- £ ugu og eins árs og hefur síðan verið rithöfundur. í fyrra sneri hann við blaðinu og gerði gamanmyndina Fanfan, en í aðalhlutverki þar er ung og mjög rísandi stjarna, þokka- dísin Sophie Marceau. Flestir kvikmyndaáhugamenn þekkja líklega Alan Resnais. Hann hefur gert myndir sem mörgum þykja ef til vill erfiðar, en eru þó nær undantekningalaust fyrirhafn- arinnar virði. Nægir að nefna Hiros- hima mon amourogL’année derniére d Marienbad. Nýjasta mynd þessa jöfurs verður sýnd á há- tíðinni og nefnist hún Smoking - No smoking. Hún fékk fimm César- verðlaun í ár en það er hið franska ndin sem ígildi Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn, besta handrit, besta leikara, bestu leikmynd og fyrir að vera besta kvikmyndin að mati César- nefndarinnar. “ Ungi Wertherer mynd sem gerist í nútímanum en stuðst er við fræga skáldsögu Goethes um hinn óláns- sama ástsjúkling. Hún fjallar um sjálfsmorð unglings og ráðgátuna um hvers vegna hann greip til slíks óyndisúrræðis. ToxicAffairergam- anmynd með þeirri frægu og draumfögru Isabelle Adjani, en enn skærari stjarna er í aðalhlutverki í myndinni Ma saison Préférée, sjálf Catherine Deneuve. Þetta er gaman- ^ mynd með alvarlegum undirtóni og er leikstýrt af André Téchine, geysi- virtum kvikmyndagerðarmanni. Gunnar Smári Egilsson er heltekinn af krísu, sem er svo ómerkileg að hann hálf fyrirverður sig fyrir hana. Hún er svo ómerkileg að um hana hafa verið skrifaðar endalausar bækur og hún hefur meira að segja fengið sinn sérstaka sjónvarpsþátt. Þetta rann upp fyrir honum þegar hann lá uppi í rúmi og hlustaði á fuglana og rifjaði upp það sem strætis- vagnabílstjórar hafa kennt honum í gegnum tíð- ina. Þegar það liggur fyrir manni aoverða á á laugardaginn í næ Þegar ég vaknaði á mánudags- morguninn lá ég í rúminu og starði út í ioftið eins og ég er vanur. Mér er nefnilega frekar illa við að vakna. Alveg eins og mér er illa við að sofna. Þegar ég er vakandi vil ég vaka sem lengst og þegar ég er sof- andi vil ég sofa sem lengst. Það er eins og ekkert í vökunni kalli beint á svefn og ekkert í svefninum sé þesslegt að mig langi til að vakna. Ef ég væri spurður vakandi, segðist ég vilja vaka endalaust. Ef ég væri spurður sofandi, myndi ég ekki einu sinni umla og snúa mér á hina hliðina. Ég lægi steinsofandi og virti engan svars. En hvað um það. Þar sem ég lá þarna á mánudagsmorguninn og var að reyna að sætta mig við að vera vakandi, heyrði ég í fuglunum í garðinum. Þeir tístu eins og óðir væru og allir í einu. Þetta var eng- inn söngur og þess síður neitt dirr- indí. Ég gat ekki heyrt betur en þeir væru allir bálvondir og komnir upp á háa c-ið af illindum. Þegar ég hafði hlustað á þá í smástund fór ég að skilja hvað þeir voru að tísta um. „Hvaða helvítis hálfviti stakk upp á því í vor að við rifum okkur upp og flygjum hingað norður eftir? Maður er ekki fyrr kominn hingað, búinn að verpa og koma sér upp fjölskyldu en það skellur á grimmt andskotans haust. Og maður verð- ur að drífa sig suður eftir aftur. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega?“ Ég hætti að hlusta á fuglana og komst þar af leiðandi ekki að því hvort einhver þeirra gæfi sig fram og segði: „Ekki bað ég ykkur um að elta mig. Mín vegna hefðuð þic- mátt verða eftir fyrir sunnan þótt mig hafi langað norður. Og ef þið viljið endilega vita það, þá er ég orðinn meira en lítið þreyttur á að geta ekki flogið spönn frá rassi án þess að hafa ykkur í eftirdragi. Og það er ekkert skárra þótt þið reynið að fljúga eins og Rauðu örvarnar - í oddaflugi eins og einhver bjánaleg- ur sýningarflokkur. Mér flnnst það í hæsta máta hallærislegt.“ Ég heyrði engan tísta þetta því ég lá sem steinrunninn í rúminu með galopin augun. „Það er komið haust,“ var það eina sem komst að í huganum. „Og ég sem tók varla eft- ir því að það hefði komið sumar.“ Þetta var eitt af þeim augnablik- um sem ég átta mig á að tíminn flýgur áfram. Svo hratt, að áður en ég veit afverður allt búið. Einn dag- inn verður allt breytt. Ég sofna, og öfúgt við hingað til, vil ég endilega vakna en get það ekki. Ég verð dauður. Af öllum þeim strætisvagnabíl- stjórum sem ég hef ekið með hafa fyrst og fremst þrír kennt mér eitthvað sem situr eftir í sál- inni. Lærdómurinn sem tveir þeirra gáfu mér tengist tímanum en sá þriðji kenndi mér mikilvægi réttrar afstöðu til vinnunnar. Og þar sem það er utan við efni þessar- ar greinar ætla ég að segja fyrst frá honum. Ég var unglingur á leið upp í Breiðholt um kvöld. Eins og aðrir unglingar var ég að fóta mig áfram í heimi fullorðinna. Ég settist því ekki aftast í vagninn, þar sem ég hafði átt rnitt sæti frá því mamma fór að treysta mér einum í strætó, heldur hlammaði ég mér í sætið beint fyrir aftan bílstjórann, tók upp „pocket“bók og þóttist vera upprennandi menningarviti. Það var vetur, dimmt úti og einhvern veginn kjörið að vera íhugul týpa, jafnvel örlítið í þunglyndari kantin- um. Hvað urn það. Bílstjórinn lagði af stað frá Hlemmi, ók greitt en af ör- yggi. Maður fann það í beygjunum hvað hann naut þess að hafa full- komið vald á fimm tonna vagnin- um. Þegar við vorum komin að Sig- túni á Suðurlandsbrautinni kom áfallið. Það hringdi einhver bjöll- unni og ég heyrði bílstjórann dæsa „ooh“. Og þannig var það alla leið- ina upp í Breiðholt. Hann gaf í til að koma vagninum á skrið frá stoppustöðvunum og þegar hann var kominn á góða siglingu dingl- aði eitthvert fíflið aftur í og eyði- lagði allt. Og alltaf dæsti bílstjórinn „ooh“. Ég lokaði bókinni og hugs- aði „váá“ - sem er upphaf allrar unglingahugsunar - „af hverju fær maðurinn sér ekki aðra vinnu?“ Seinna komst ég að því að það hefði engu breytt fyrir þennan mann. Ég átti eftir að kynnast heil- um hellingi af fólki sem eyddi meirihluta tíma síns í óánægju yfir að hlutirnir væru ekki eins og það vildi helst. Fólki sem væri á góðum skrið ef ekki væri sífellt verið að stoppa það með einhverju dingli. Hinir strætóbílstjórarnir sem ég lærði af hétu Jón glanni og Jón draugur og keyrðu Leið 3 - Nes Háaleiti þegar ég var barn í Lambastaðahverfinu úti á Nesi. Þetta var á þeim árum þegar ein- hver festa var í tilverunni. I hverju hverfi var kaupmaður á horninu, sjoppa í eigu fyrrverandi sjómanns, sem hafði fengið leyfi til að reka sjoppu út á upplogna bakveiki, þar hékk hverfisfyllibyttan og það voru alltaf sömu mennirnir sem keyrðu strætó. Nú er kaupmaðurinn á Horninu farinn á hausinn og kom- inn á lagerinn í Hagkaup, sjopp- urnar ganga kaupum og sölum á þriggja mánaða fresti, hverfisfylli- byttan hefur verið þurrkuð og vaktaplanið hjá Strætó er svo út- þvælt af kjarasamningum að eng- inn veit hver keyrir hvaða strætó lengur. Jón glanni og Jón draugur voru tengiiiðir hverfisins við umheim- inn, eins konar Karonar sem fluttu mann yfir fljótið gegn borgun. Jón glanni var ungur og ákafur og hafði þann akstursstíl að hann stöðvaði vagninn aldrei alveg. Þeir sem ætluðu inn þurftu að vera til-

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.