Helgarpósturinn - 13.10.1994, Side 25

Helgarpósturinn - 13.10.1994, Side 25
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 25 kvartar undan mengun á Indlandi. Platan er tilbúin en hún er að velja myndir á umslagið. Tónlistin er poppdanstónlist og að venju leikur Leoncie á öll hljóðfærin sjálf. En á hún von á því að verða rík poppstjarna nú á næstunni? „Ég er rík, maður. Ég er einstaklega rík í útliti og í kollinum og svo er ég svartagaldurskona. Ég verð aldrei gömul, það vita þeir sem hafa séð myndir af mér. Ég lít alltaf jafn vel út. Það er vegna þess að ég stunda svartagaldur." Leoncie á von á því að koma eitthvað fram á Íslandi en nú er hún að hvíl- ast. Hún segir að það sé alls konar pakk á skemmtistöðum með for- dóma og þar sé mengun, sígarettu- reykur. En það lætur ágætlega við hana að skemmta í einkasamkvæm- um og hún kemur til með að halda Leoncie „Nú er kominn tími fyrir mig að vera ísprinsessa." því áfram: „I like big money and short timings.“ En hvað veldur því að hún hefur breytt um listamannsnafn? „Nú er kominn tími fyrir mig að vera ísprinsessa. Indverjar eru að vísu stoltir af sinni indversku prins- essu en svona er ég - alltaf fullt af óvæntum uppákomum þegar ég er annars vegar og það er ekki hægt að verða leiður á mér.“ ■ fit M Í:'. í ■ \ ittræður eða dauður stuviku búnir og hoppa um borð á hárréttu augnabliki ef þeir vildu hitta á dyrnar. Þeir sem vildu út þurftu að þjálfa með sér tækni til að geta stokkið út úr bíl á ferð. Og sumar kerlingarnar á Nesinu höfðu náð svo góðum tökum á þessu að James Bond hefði verið stoltur af. Alla vega minnist ég þess ekki að hann hafi í öllum sínum stökkum af bíl- um á ferð verið nokkurn tímann með innkaupapoka í annarri hendi og Carmen-rúllur í hárinu. Jón draugur var rólyndari en Jón glanni. Reyndar svo rólyndur að ef við krakkarnir vorum á leið í þrjú- bíó og lentum á Jóni draugi, þá vorum við heppin ef við náðum hléinu. Þegar ég hugsa aftur man ég eftir fáu sem gerðist í vagninum hjá Jóni draugi. Alla vega miðað við hasarinn hjá Jóni glanna. Og reyndar minnir mig að það hafi einmitt akkúrat ekkert gerst hjá Jóni draugi. Og að fólkið í vagnin- um hafi verið að tapa glórunni ein- mitt út af því. Reyndar man ég eftir einum at- burði þegar ég skrifa þetta. Þá sat ég í aftasta sætinu ásamt Agli bróður og vinum hans. Egill sat í miðjunni. Þegar Jón var nýbúinn að beygja inn Hafnarstræti frá Vesturgötu hleypur köttur fyrir vagninn og fyr- ir eitthvert kraftaverk þá hemlar hann svo snöggt að Egill tekst á loft, svífur fram eftir vagninum, maga- lendir rétt framan við miðju og rennur eftir gólfinu þar til hann rekur hausinn í stefnið við hliðina á bílstjóranum. Jón draugur leit nið- ur á hann þar sem hann lá og mælti hægt og með áherslu: „Þú átt að halda þér.“ Það sem ég tel mig hafa lært ung- ur af þeim Jóni glanna og Jóni draugi er að tíminn er afstæður. Suntir telja sig eiga nóg af honum á meðan hann rennur úr greipum annarra. Og þar er ég aftur kominn að sjálfum mér þar sem ég ligg uppi í rúmi síðastliðinn mánudagsmorgun, heltekinn af því að tíminn sé að fljúga frá mér. Mér finnst eins og það sem gerðist fyrir ári hafi gerst í gær, það sem gerðist í hitteðfyrra í síðustu viku, og með sömu stigmögnun verð ég orðinn áttræður eða dauður á laugardag- inn eftir viku. Ég er í krísu. Ég er tiltölulega ný- búinn að uppgötva að ég er ekki ei- lífur. Og mér finnst ég þurfa að endurmeta allt líf mitt út frá þessari uppgötvun. Það sem svíður sárast er að ég finn það i blóðinu að í Ameríku er búið að skrifa átján hundruð bækur um þessa krísu mína. Og veit - þrátt fyrir að ég þori varla að hugsa um það - að þættirnir sem fyrrver- andi kona mín lá yfir fyrir nokkr- um árum og ég sá stundum brot og brot úr útundan mér - Thirty so- mething - íjölluðu meira og minna um þessa krísu mína. Það liggur því við að ég fyrirverði mig fyrir þessa krísu mína. Ein af þeim kennisetningum sem ég pirra samstarfsmenn mína reglulega með er eftirfar- andi: „Blaðamaður gerir eins vel og hann getur á þeim tíma sem hon- um er skammtaður.“ Hugmyndin er sú að þessi kennisetning afhjúpi tvennt. Annars vegar mikilvægi tímans í starfi blaðamanna og hins vegar muninn á blaðamanni og rit- höfundi. Blaðamaðurinn gerir eins vel og tíminn leyfir honum. Rithöf- undur gerir eins vel og hann getur. Jólabókavertíðir hafa náttúrlega fyrir löngu dregið úr þessum mun og rithöfúndar eru ðestir orðnir nokkurs konar pistlahöfundar á ársriti - en það er önnur saga. Ástæðan fýrir þvi að ég rifja þessa kennisetningu upp er sú að hún af- hjúpar þriðja atriðið einnig, sem er barnslegt lífsviðhorf mitt. Þar sem ég þroskast frekar seint og illa er ég enn að burðast með lífsafstöðu unglingsins, að eitthvað í þessari veröld sé óháð tíma. Að ef ásetn- ingur manns sé nógu sterkur fái maður ef til vill þann tíma sem rnaður þarf til að ná að gera eitt- hvað óumræðanlega vel. Þetta er sem sagt bull. Og það pirrar mig þessa daga að vita af því. Eins og það pirrar mig að þurfa að lifa lífinu eins og blaðamaður nálg- ast verkefni sín, í stað þess að fá nægan tíma til að lifa því einhvern veginn í líkingu við hvernig ég taldi mér löngum trú um að rithöfundar sinntu sínum. ■ Dönsk tilraunamennska Danskir haustdagar hafa tekist mjög vel segir Halldóra Káradóttir, fram- kvæmdastjóri, sem hefur veg og vanda af framkvæmd þeirra. Síðasti dagurinn verður á sunnudaginn. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að efla menningartengsl með íslcndingum og Dönum svo og efla áhuga á dönskukcnnslu í skólum. í vikunni hafa íslendingar átt þess kost að sjá ótal dönsk atriði á menningarsviðinu, meðal annars Boxiganga, sem er tilrauna- leikhús. Leikhópurinn hefur verið með sýningar í Myndlista- og handíðaskólan- um og á Sólon íslandus, en verður nú á föstudag í Norræna húsinu klukkan io.oo. Boxiganga leitast við að sameina ýmsar listgreinar með „Croquis“-sýning- um eða „Body Art“. POPP Fimmtudagur Kaffi Fteykjavík er með dúettinn Sigurð Dagbjartsson upplyft- ingarmann og Kristján Úskarsson á sínum snærum. N1+ verðurá Gauki á Stöng. Sigga Beinteins bætir stöðugt við aðdáendahóp sinn. Maus er með útgáfutónieika í Ró- senberg. Maus unnu músíktilraunir þetta árið. Föstudagur Sólon l'slandus verður með Jasstríó Reykjavíkur i horninu. Amma Lú verður með Egil Ólafs- son til skemmtunnar matargestum en er líða tekur á kvöldið breytist Egill iAgga Slæ og Tamlasveitin leikur undir hjá honum. SSSól kyndir upp fyrir útkomu breiðskífu frá bandinu á Hótel Is- landi. Lipstick Lovers með Finnann i fararbroddi verða á Gauknum. Tveir vinir og annar ifríi bjóða upp á Sniglabandið einu sinni sem oftar, sem ætla að kynna dúettinn The Toys. Vikingasveitin heldur uppi vík- ingastemmningu í Fjörukránni. Sveitina skipa Hermann Ingi og Smári en þeir hafa spilað þarna í ein tvö ár. Kaffi Reykjavik býður upp á Tríó Georgs Grosman en það eru menn frá Suður-Ameriku og leika þeir létta salsamúsik. Fánar, hljómsveit útvarpsstjörn- unnar Manga Ein, verður á Café Royale i Hafnarfirði. Rósenberg á von á þýskum blaða- mönnum og sjónvarpsmönnum á „Show-case“ tónleikum. Jet Black Joe eiga að sýna hvað þeir geta. Laugardagur Á Sólon Islandus verður Tríó- djamm: hvað svo sem það nú er. Egill Ólafsson og Jóhanna Linnet skemmta matargestum á Ömmu Lú. Festi í Grindavik fær SSSól til að trylla lýðinn. Gaukur á Stöng er með hljómsveit- ina Lipstick Lovers innan veggja. Sniglabandið, þessir bráðfjörugu og fyndnu drengir, halda sig sem si/o oft áður á Tveimur vinum og öðrum i frii enda fint að þurfa ekki að róta. Bó Halldórs er með sitt stórshow á Hótel íslandi og við taka Hljóm- ar og Ðe Lónlí Blú Boys. Fjörukráin með Víkingasveitina. Tríó Georgs Grosman á Kaffi Reykjavík. Café Royale: Fánar. Sunnudagur Kvennakór Reykjavíkur verður með skemmtikvöld í ítölskum anda að Ægisgötu 7 og má búast við dúndurfjöri enda Magga Pálma i broddi fylkingar. Hótel Island fær lið úr ferðabrans- anum i heimsókn en þar er upp- skeruhátið. Egill Ólafsson er veislustjóri, Jónas Þórir, Davíð Þór, Borgardætur og Snigla- bandið sjá um að skemmtun. Tríó Georgs Grosman á Kaffi Reykjavík. Atburður helgarinnar á sviði skemmtana er líkast til stór- sýning Björgvins Halldórsson- ar á Hótel íslandi. Þessi Elvis íslands heldur ekki bara sínu heldur bœtir stöðugt við að- dáendahóp sinn. Fremsti söttgvari þjóðarinnar rekur feril sinn í máli, myndum og tónum. Silfurtónar eru enn að og þeir verða á Gauki á Stöng. Djasskvartett Jespers Lunga- ards verður í Súlnasalnum á Hótel Sögu. Jass i heimsklassa. Hátfðartónleikar með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Þessir tón- leikar eru orðnir árviss viðburður þar sem sigurvegari tónlistar- keppni Rikisútvarpsins kemur fram með Sinfóniunni. Keppnin, sem heitir Tónvakinn, er ætluð tónlistarfólki innan við þritugt, en einnig eru veitt heiðurslaun sem einhver eldri og reyndari hlýtur. I þetta sinn var það Guðrún Mar- ía Finnbogadóttir söngkona, sem kom, sá og sigraði, en Þor- kell Sigurþjörnsson tónskáld hreþþti aftur á móti heiðurslaunin. Á efnisskránni eru þrjú verk eftir Þorkel og svo auðvitað óþeruar- iur, sem eru eftir Pucchini, Mozart og Ardite. Ekki missa af debút- tónleikum uþþrennandi söng- stjörnu. Háskólabíó, kl. 20.00 Kammersveitin Ensembe Nord, flytur klassísk verk. Þessir tónleik- ar eru hluti fyrirbæris sem nefnist Danskir haustdagar. Norræna húsið, kl. 20.00. Föstudagur Pro Arte-kórinn syngur á klass- ísku nótunum. Húrra, enn meira af dönskum haustdögum. Áskirkja, kl. 20.30. Sunnudagur Þorsteinn Gylfason flytur erindi í tengslum við sýningu á Ijós- myndum, nótnahandritum og fleiru úr sögu íslenska einsöngs- lagsins. Einnig mun Signý Sæ- mundsdóttir söngkona syngja við raust, og verður undirleikari hennar Þóra Fríða Sæmunds- dóttir. Gerðuberg, kl. 14.00. Mánudagur Hið eina sanna Trio Nordica, en það samanstendur af Auði Haf- steinsdóttur fiðluleikara, Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur selló- leikara og Monu Sandström pí- anóleikara. Á efnisskránni er með- al annars verk eftir Clöru Schu- mann, en hún var eiginkona Ró- berts sem var eitt af mestu tón- skáldum sögunnar. Þau hjónin voru uppi á öldinni sem leið; Clara var mikill píanóleikari en tónsmið- ar hennar eru sjaldan fluttar nú á dögum. Bústaðakirkja, kl. 20.30. ó n I i s t G a u k s n n s t u k u FIMMTUDAGUR 13. október FÖSTUDAGUR 14. október LAUGARDAGUR 15. október SUNNUDAGUR 16. október MÁNUDAGUR 17. október ÞRIÐJUDAGUR 18. október N1 + LIPSTICK LOVERS LIPSTICK LOVERS SILFURTÓNAR SVARTUR PIPAR SVARTUR PIPAR MIDVIKUDAGUR 19. október ÞÚSUND ANDLIT

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.