Helgarpósturinn - 22.12.1994, Page 4

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Page 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 Friðrik Pálsson framkvæmda- stjóri SH. „Okkar starfsemi getur ómögulega fallið undir lög um samkeppni." Niðurstaða Sam- keppnisstofnunar „Heiðurs- manna- samkomu- lagið“ löglegt Samkeppnisstofnun hvggur ekki á frekari aðgerðir vegna ummæla Friðriks Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hinn 1. nóv- ember síðastliðinn. í viðtölum við fjölmiðla þann dag sagði Friðrik, að fram að þeim tíma hefði ríkt það sem hann kall- aði „heiðursmannasamkomulag" milli Sölumiðstöðvarinnar annars vegar og Islenskra sjávarafurða hins vegar, um að reyna ekki að hafa viðskipti hvort af öðru. I kjölfar þessara ummæla Frið- riks fór Samkeppnisstofnun fram á skýringar, þar sem grunur lék á að um hugsanlegt brot á samkeppnis- lögum lægi þar að baki. Forsvars- menn Sölumiðstöðvarinnar urðu við tilmælum Samkeppnisstofnun- ar og samkvæmt heimildum MORGUNPÓSTSINS eru menn þar fyllilega sáttir við þær skýringar sem fram hafa komið og hyggja því ekki á frekari aðgerðir. Að sögn Friðriks Pálssonar átti hann aldrei von á öðrum málalokum. „Það var aldrei nein spurning íyrir okkur, hvernig þetta færi,“ sagði Friðrik í samtali við blaðið í gær. „Við stundum engin viðskipti á Islandi og allt sem við seljum er í umboðs- sölu. Okkar starfsemi getur því ómögulega fallið undir nokkur lög um samkeppni hér á landi. Við bentum á þetta í bréfi okkar til Samkeppnisráðs og þeir féllust á þetta sjónarmið enda ekki annað hægt. Það er ósköp eðlilegt að þeir hafi farið fram á skýringar í fram- haldi af því sem ég sagði, ég skil það mætavel. Nú hafa þeir fengið þær og málið er úr sögunni.“ -æöj Undirbúningur málshöfðunar Ríkisábyrgðasjóðs á hendur eigendum raðsmíðaskip- anna svokölluðu, vegna vanskila þeirra við sjóðinn er á lokastigi. í millitíðinni hefur útgerðarmaður eins þeirra hins vegar fengið óvæntan glaðning frá ríkinu Tólf milliónir á sitfurfati bann nmfpmKpr cirtactlir^ínn ^ ' • ' 'i'y' " kílllDíinnR íi rsðsmiðílskÍniinU Þann 16. nóvember síðastliðinn var rækjukvótinn aukinn um 13.000 tonn og var kvótaaukning- unni dreift niður á skip í samræmi við þann kvóta, sem þau höfðu fýr- ir. Utgerð Gissurar AR 6 í Þorláks- höfn fékk 300 tonn í sinn hlut. Skipið var hins vegar þegar fullnýtt og því seldi útgerðin aukakvótann fyrir 12 milljónir króna. Þetta gerist á sama tíma og Sigurður Thor- oddsen, lögfræðingur Ríkis- ábyrgðasjóðs, keppist við að ljúka undirbúningi vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar á hendur útgerðar- félags Gissurar og hinna raðsmíða- skipanna þriggja, vegna vanskila við sjóðinn. Hvorki Sigurður né Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, vissu af þessari dýru gjöf ríkisins til útgerðar- mannanna, þegar MORGUNPÓST- URINN hafði samband við þá í vik- unni. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Magnús, „og það hljómar óneitanlega undarlega ef Jöfur ÍS 172, eitt raðsmíðaskipanna fjögurra. Á meðan lög- fræðingur Ríkisábyrgðarsjóðs reynir að ná inn einhverju af þeim hundruðum milljóna, sem útgerðarmenn raðsmíðaskipanna skulda sjóðnum, færir önnur ríkisstofnun, Fiskistofa, sömu út- gerðarmönnunum milljónaverðmæti að gjöf. Magnús Pétursson „Ég hafði ekki hugmynd um þetta og það hljómar óneitanlega undarlega ef verið er að út- hluta svona kvóta algjörlega óháð getu viðkomandi skipa til að nýta sér hann.“ verið er að úthluta svona kvóta al- gjörlega óháð getu viðkomandi skipa til að nýta sér hann.“ Unnið hefur verið að undirbúningi máls- höfðunarinnar á hendur útgerðar- mönnunum fjórum í allt haust, en enn hefur lítið sem ekkert fengist greitt af lánum þeim, sem fallið hafa á ríkisábyrgðasjóð vegna kaupanna á raðsmíðaskipunum. „Ég hef verið að reka á eftir Sigurði Thoroddsen og þeim í lánasýslunni út af þessu máli að undanförnu. Málshöfðunin mun vera tilbúin að öðru leyti en því að Landsbankinn á eftir að grafa upp einhver skjöl. Mér finnst þetta ganga alltof seint og ætla að hafa samband við bankastjóra og biðja þá að flýta fyr- ir afgreiðslunni. Þetta mál er mér til mikillar armæðu og ekki bæta svona fréttir úr skák,“ sagði Magn- ús að lokum. Samkvæmt upplýsingum Indr- iða Kristinssonar hjá Fiskistofu, er eingöngu miðað við þann kvóta sem skip hafa fyrir, þegar auka- kvóta er úthlutað. Ekkert tillit er tekið til veiðigetu skipanna eða skuldastöðu þeirra við ríkissjóð. Ekki náðist að komast að því því hvað hin skipin þrjú, Nökkvi FfU 15, Oddeyrin EA 210 og Jöfur ÍS 172 fengu mikinn aukakvóta, áður en blaðið fór í prentun. -æöj Jól í Rauða Kross-húsinu Astleysi er erfiðasta vandamálið Aðeins einn unglingur verður ör- ugglega í neyðarathvarfi Rauða Krossins um jólin en á síðustu stundu bætast gjarnan fleiri í hóp- inn. Vandamálin eru í flestum til- fellum erfiðar heimilisaðstæður eða samskiptaörðugleikar. Þau sem koma gera það oftar en ekki á síð- ustu stundu því að þau bíða og vona að þetta verði góð jól. I janúar fjölg- ar gestum um helming frá mánuð- unum á undan. Þau voru kannski ekki svo góð eftir allt saman þessi jól. Neysla foreldra meirí en unglinganna Frá upphafi athvarfsins við Tjarn- argötu 35, sem var sett á laggirnar fyrir níu árum síðan, hafa komið 700 einstaklingar og þar af 66 á þessu ári. Unglingarnir sem leita sér aðstoðar að eigin frumkvæði geta leitað til athvarfsins á nóttu sem degi og flestir koma utan hefðbundins vinnutíma og hringja þá á undan sér eða banka uppá. Athvarfið átti upphaflega að vera fyrir unga vímuefnaneytendur sem hefðu ekki í önnur hús að venda og gætu fengið aðstoð við að ráð bót á vímuefnaneyslunni. Það hefur þó komið á daginn að þörfin var ekki mest þar. Af þeim sem hafa dvalið í athvarfinu í ár voru aðeins 14 vímu- efnaneytendur en 9 leituðu þangað vegna neyslu forráðamanna. Það er þó ljóst, að sögn forstöðukonunnar Ólafar Helgu Þór, að áfengis- og vímuefnaneysla foreldra spilar oft og tíðum stóra rullu hjá þeim 40 gestum sem leituðu þangað vegna samskiptaörðugleika og erfiðra heimilisaðstæðna en þar koma aðrir hlutir til og ekki er alltaf gott að sjá hvað er orsök og hvað er afleiðing, til dæmis bágar félagslegar aðstæð- ur, kynferðisleg misnotkun og of- beldi. Toppurínn á isjakanum „Það er aðeins toppurinn á ísjak- anum sem leitar hingað til okkar, margir aðrir þyrftu aðstoð en láta ekki verða af því að sækja hana,“ sagði Ólöf Helga. „Það eru sam- skiptaörðugleikar mjög víða hjá unglingafjölskyldum, ekki síst vegna tímaskorts og margir foreldrar ótt- ast líka þennan aldur og vantreysta unglingunum og þeir fara að brjóta af sér í samræmi við það. En börn komast ekki upp með það að leita hingað í því skyni að refsa foreldrum sínum ef þeir fá ekki að hafa hlutina eftir sínu höfði. Flestir, ef ekki allir þeir unglingar sem leita hingað, eru staðráðnir í að ráða bót á sínum málum og þeir eru oft óvenju við- ræðugóðir og þroskaðir miðað við aldur. Við setjum okkur aldrei í dóm- arasæti hér á þessu heimili, hvorki yfir foreldrum né börnum en reyn- um að hjálpa eftir bestu getu og virðum trúnað og höldum nafn- leynd. Við höfum þó að sjálfsögðu tiíkynningaskyldu til félagsmálayfir- valda vegna barna undir lögaldri sem hingað leita. Oft Iagast þessir erfiðleikar en 9 gestir voru hjá okkur vegna stundarósættis á heimilinu og enn aðrar fjölskyldur taka höndum saman um að leita leiða til að leysa vandamálin. Svo koma upp mál þar sem krakkarnir geta ekki farið heim og þá aðstoðum við þau í atvinnu- Ólöf Helga Þór „Það eru sam- skiptaörðugleikar mjög víða hjá unglingafjölskyidum, ekki síst vegna tímaskorts og margir for- eldrar óttast líka þennan aldur og vantreysta unglingunum og þeir fara að brjóta af sér í samræmi við það.“ og húsnæðisleit eða þá að þau fara inn á sambýli á vegum Unglinga- heimilis ríkisins." Hamborgar- hryggur og gjafir Það eru óteljandi dæmi um vandamál og af nógu að taka. Það tengist öllu framangreindu en það erfiðasta og óyfirstíganlegasta segir Ólöf vera ástleysi þar sem því er til að dreifa. „Þar sem er ást og umhyggja bak við erfiðleikana er líka möguleiki á að bæta kringumstæðurnar. Það er ótrúlegt hvað börn geta orðið að mönnum þrátt fyrir miklar raunir. Ef þau finna að þau eru elskuð,“ sagöi Ólöf Helga aÖ lokum. Á aðfangadag er borðaður ham- borgarhryggur í Rauða Kross-hús- inu og eftir á teknar upp gjafir en fyrirtæki og verslanir hafa gefið krökkunum jólapakka og séð hús- inu fyrir nægum jólamat og gosi yfir hátíðarnar. Gestirnir taka í spil og starfsmaður með þeim, en hann svarar einnig þeim hringingum sem kunna að berast. Sumir unglingarn- ir eru heima en þurfa stuðning yfir hátíðarnar og þurfa þá að ræða það sem hugsanlega kemur upp. Fyrir þá unglinga sem þurfa skilning eða hjálp yfir jólin þá er síminn í at- hvarfinu, 996622. -þká Það urðu fagnaðarfundir hjá félögunum Edwardi Inga Torfasyni og fresskettinum Tinnu eftir tíu vikna aðskilnað. Jólakötturinn kominn heim eftir langa útlegð Besta jólagjöfin sem við gatum fengið segirJóhanna Ingvarsdóttir, sem varbúin að gefa upp alla von um að sjá 7innu aftur. „Þetta er tvímælalaust besta jóla gjöfin sem fjölskyldan gat hugsað sér. Við vorum búin að leita alls staðar og vorum að lokum búin að gefa upp alla von. Þá sáum við fréttina í MORGUNPÓSTINUM og ég ákvað að hringja og kanna málið,“ segir Jóhanna Ingvarsdóttir, sem býr á Framnesveginum. Blaðamaður MORGUNPÓSTSINS rakst á svartan kött á Ingólfstorgi á sunnudaginn þar sem hann hnipr- aði sig saman kaldur og hrakinn, eins og fram kom í blaðinu á mánudaginn. Eftir árangurslausa eftirgrennslan í næsta nágrenni í leit að heimili kattarins fékk hann húsaskjól á riststjórnaskrifstofum blaðsins. Þar jafnaði hann sig fljótt eftir að hafa tekið hraustlega til matar síns og hvílst vel. Var eftir því tekið hversu gæfur hann var, mannelskur og vel upp alinn. Á mánudagskvöldið hringdi Jó- hanna og sagðist hafa týnt svipuð- um ketti fyrir tveimur og háífum mánuði. Þar var þá heimilisköttur- inn Tinna kominn. Sönnunin fékkst með því að Jóhanna lýsti sér- kenni Tinnu sem er með nokkur al- hvít hár á bringunni en er að öðru leyti kolsvartur eins og jólaköttur- inn. Fyrstu viðbrögð sonar Jó- hönnu, Edwards Inga Torfason- ar, þegar hann sá köttinn voru: „- Tinna, Tinna mín er komin heim.“ Kisi kannaðist strax vel við sig á heimilinu og virtist ánægður með að vera kominn í heimahöfn. Nafnið Tinna er svolítið ein- kennilegt í ljósi þess að um freskött er að ræða. „Það er einföld ástæða fyrir því,“ segir Jóhanna. „Við héld- um fyrst aÖ hann væri læða og komumst ekki að hinu gagnstæða fyrr en eftir að nafnið var komið. Þá sáum við enga ástæðu til að breyta því.“ -Bih

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.