Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 6
6
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
Einar Valur Ingimundarson, formaður for-
eldrafélags Austurbæjarskóla, gagnrýnir Al-
freð Eyjólfsson skólastjóra harkalega
Lætur hagsmuni fjöl-
skyldunnar ganga fyrir
Uppsögn Áslaugar Sigurðardóttur, sem neitaði að hylma yfir
vinnusvik eiginkonu Alfreðs Eyjólfssonar, skólastjóra Austurbæjar-
skóla, dregin til baka. Ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt að kröfu
kennara og foreldrafélags skólans
Uppsögnin
dregin tiibaka
Uppsögn Áslaugar Sigurðar-
dóttur, starfskonu á skóladagheim-
ili Austurbæjarskóla, hefur verið
dregin til baka. MORGUNPÓST-
URINN fékk það staðfest í gær að
Viktor Guðlaugsson hefði fyrr um
daginn tilkynnt Áslaugu að hún
gæti hafið störf aftur ef hún óskaði
eftir því. Þar með er ljóst að sá
gjörningur Alfreðs Eyjólfssonar,
skólastjóra, að víkja Áslaugu fyrir-
varalaust úr starfi á meðan rann-
sókn stóð yfir á meintum vinnu-
svikum eiginkonu hans, Guðjóníu
Bjarnadóttur, stóðst ekki. Eins og
MORGUNPÓSTURINN upplýsti á
mánudaginn neitaði Áslaug að
hylma yfir með Guðjóníu og í kjöl-
far þess að hún lét Sigrúnu Magn-
úsdóttur, borgarfulltrúa, vita af
vinnusvikunum, vék Alfreð henni
frá störfum.
Viktor Guðlaugsson sagði að það
hefði komið í ljós við rannsókn
skólaskrifstofunnar að nokkuð
misræmi hefði verið á vinnuskýrsl-
um og þeirri vinnu sem innt var af
hendi í skóladagheimilinu. Hann
vildi aftur á móti ekki segja til um
hvaða ráðstafana yrði gripið til eða
hver framtíð Guðjóníu yrði við
skólann.
„Ég mun láta forstöðumann
rekstrardcildar Kristin Kristjáns-
son og sérmenntaðan kennslu-
fræðing, Hannes Björnsson, sem
báðir vinna hér hjá mér, sjá um
stjórnunarúttektina í Austurbæjar-
skóla, sagði Áslaug Brynjólfsdótt-
ir, fræðslustjóri í Reykjavík í sam-
tali við MORGUNPÓSTINN í gær.
„Til að byrja með munu þeir ræða
við fulltrúa þeirra sem báðu um að
hún yrði gerð, stjórn foreldrafélags
og kennara, til þess að fá það fram
um hvað er að ræða. Ef eitthvað
kemur upp í þeim viðræðum mun
ákvörðun um framhald málsins
verða tekin út frá því. Ég á einnig
effir að fá skýrslu frá Skólaskrif-
stofu Reykjavíkur varðandi skóla-
dagheimilið og annað sem er undir
þeirra stjórn.“
I gærmorgun fór fram fundur
sem Áslaug hafði boðað til með Al-
freði Eyjólfssyni og Guðmundi
Sighvatssyni, aðstoðarskólastjóra
skólans. Auk þeirra sat Kristinn
Kristjánsson fundinn. Áslaug segir
að farið hafi verið yfir málin á
fundinum og svör stjórnenda skól-
ans svarað ýmsum spurningum.
Foreldrafélag Austurbæjarskóla
skrifaði menntamálaráðuneytinu
bréf, sem dagsett var 15. nóvember,
þar sem það óskaði eftir því að
stjórnunarleg úttekt færi fram í
skólanum. Áslaug fékk ekki afrit af
þessu bréfi fyrr en síðastliðinn
mánudag, rúmlega mánuði eftir að
það var sent, sama dag og MORG-
UNPÓSTURINN sagði frá því að
foreldrafélagið hefði óskað eftir því
skriflega við ráðuneytið að stjórn-
unarhættir við skólann yrðu athug-
aðir. Foreldrafélagið skrifaði annað
bréf sama efnis sem sent var beint
til Áslaugar í síðustu viku. Alfreð
fékk afrit af því bréfi sent fyrir helgi.
í samtali við blaðamann MORG-
UNPÓSTSINS á sunnudag kann-
aðist hann hins vegar ekki við að
um neina óánægju væri að ræða
meðal foreldra.
Þar sem skólastjórar eru ævi-
ráðnir getur verið erfitt að skipta
þeim út nema þeir óski þess sjálfir.
Alfreð er hins vegar búinn að vera
svo lengi í starfi að samkvæmt svo-
kallaðri 95 ára reglu, sem reiknuð er
út frá samanlögðum starfsaldri og
lífaldri, að hann getur farið á eftir-
laun ef hann óskar þess. Þannig að
hann hefur þá útgönguleið úr þeirri
orrahríð sem stendur yfir í Austur-
bæjarskólanum.
Þegar opinberum starfsmanni er
vikið úr starfi fyrir embættisafglöp
er venjan sú að fyrst sé veitt skrifleg
áminning. Það á ekki við í tilviki
Alfreðs.
„Ég hef aldrei fengið neitt til mín
vegna Alfreðs sem hefur gefið til-
efni til að veita slíka viðvörun, þrátt
fyrir að ýmsir óánægðir foreldrar
hafi haft samband við mig hefur
aldrei komið neitt skriflegt frá þeim
en það er grundvöllur þess að veita
áminningu," segir Áslaug. jk
„Skólastjórinn hefur einfaldlega
látið hagsmuni fjölskyldu sinnar
ganga fyrir hagsmunum nemenda
og kennara skólans," segir Einar
Valur Ingimundarson, formaður
foreldrafélags Austurbæjarskóla,
um þann styrr sem staðið hefur um
Alfreð Eyjólfsson, skólastjóra
skólans.
Einar segir að hann og margir
aðrir foreldrar nemenda við skól-
ann hafi orðið varir við þann hags-
munaárekstur sem fylgi því að ætt-
ingjar skólastjórans starfa þar.
„Þegar skólastjórinn réð dóttur
sína til starfa fyrir um það bil tíu ár-
um fór ákveðin ólga fljótlega að
gera vart við sig. Eins og málið snýr
að mér og mínum börnum lenti ég
í fýrra í ákveðnum vandræðum í
kringum þetta þar sem eitt barna
minna var í bekk hjá dóttur skóla-
stjórans. Það var fyrirséð að hún
þurfti að hætta kennslu um miðjan
vetur þar sem hún var ófrísk, og
annar að taka við bekknum. Það fór
allt í vitleysu hvernig skólastjórinn
leysti þetta mál. Hann var sjálfur að
grípa inn í kennsluna og fór síðan
óvænt til útlanda. Að auki kom eitt
og annað upp á sem óþarfi er að
tína hér til. Þar sem ég kynntist
þessu sjálfur prívat og persónulega
veit ég að það fór alveg gríðarlega
mikil orka foreldra í að reyna að
lagfæra þetta. En til þess að gera
langa sögu stutta er því ekki að
leyna að ég hef, sem formaður for-
eldrafélagsins, heyrt mjög margar
kvartanir út af dóttur skólastjór-
ans.“
Þegar Einar er spurður hvað hafi
orðið til þess að foreldrafélagið tók
af skarið í nóvember síðastliðnum
og óskaði skriflega efitir stjórnunar-
legri úttekt við menntamálaráðu-
neytið svarar hann:
„Ég hef átt börn í skólanum í tíu ,
ár. Síðustu þrjú ár hef ég verið for-
maður foreldrafélagsins og hef
jafnan reynt að þrýsta á lagfæringar
eins og hægt er. Kornið sem fyllti
mælinn var að núna í haust, á sama
tíma og skólalóðin var í rúst og ým-
islegt óklárt með hvernig skóla-
starfið gæti hafist, gerði skólastjór-
inn sér lítið fyrir og fór í mánaðar-
frí til útlanda og mætti ekki í skól-
ann fyrr en nokkrum dögurn áður
en skólastarfið átti að hefjast. Þá
átti eftir að ganga frá málefnum
heilsdagsskólans og lóðamálin voru
í klessu. Vegna þessa var mikið
upplausnarástand fram eftir hausti
og var haldinn fjölmennur for-
eldrafundur til að þrýsta á um
lausn á þessum málum. Stanslausar
Einar Valur Ingimundarson, for-
maður foreldrafélags Austurbæj-
arskóla. „Skólastjórinn hefur ein-
faldlega látið hagsmuni fjölskyldu
sinnar ganga fyrir hagsmunum
nemenda og kennara skólans."
aðfínnslur buldu á skólastjóranum
á þeim fundi. Það var fundin
ákveðin lausn á þessum málum til
bráðabirgða þegar komið var fram í
október. Þegar liðið var á nóvemb-
er var það samdóma álit fólks að
margt af því sem var búið að lofa að
endurbæta og laga hafði ekki verið
staðið við og aftur væri farið að síga
á ógæfuhliðina. Var þá ákveðið að
fara fram á umrædda úttekt. Það
sem við viljum að verði skoðað, og
kennarafélagið hefur nú tekið und-
ir með okkur, er einfaldlega hvort
stjórnun skólans sé með eðliiegum
hætti. Við í foreldrafélaginu erum
mjög ánægð með að þessari beiðni
okkar hefur verið sinnt og teljum
að málið sé komið í eðlilegan far-
veg.
Lærdóminn sem má draga af
þessu er í fyrsta lagi sá að menn
skulu forðast það að hafa sína nán-
ustu sem undirmenn og í öðru lagi
held ég að af þessu megi draga þann
lærdóm að það eigi ekki að æviráða
skólastjóra. Það er eðlileg krafa, nú
þegar á að fara skipa málefnum
grunnsólans á nýjan máta, að hafa
ráðningaformið lýðræðislegra svo
að það fólk sem er á vinnustaðnum
fái einhverju að ráða um stjórnend-
ur sína og hafi leiðir til að koma
gagnrýni sinni á framfæri. Mér er
kunnugt um að það eru hópar
kennara sem hafa gagnrýnt mjög
það sem Alfreð hefur verið að gera
en þeir hafa bara fengið að kenna
mjög harkalega á því.“ -JK
Stjórnunarleg úttekt mun fara fram á Austurbæjarskólanum eftir eindregnar óskir kennara og foreldra
nemenda. Brottrekstur Áslaugar Sigurðardóttur var kornið sem fyllti mælinn.
Sigurgeir Sigurðsson hefur kært starfsmann barnaverndarnefndar og félagsmálastjóra Hafnarfjarðar til ríkissaksóknara
íyrir brot í starfi, þar á meðal skjalafals
„Skáka
Hinn 19. desember síðastliðinn
sendi Sigurgeir Sigurðsson ríkis-
saksóknara og rannsóknarlögregl-
unni bréf, þar sem hann kærir þær
Hörpu Ágústsdóttur, starfsmann
barnaverndarnefndar Hafnarfjarð-
ar og Mörtu Bergmann, félags-
málastjóra Hafnarfjarðarbæjar, fýr-
ir „refsiverðjaj háttsemi s.s. brot í
opinberu starfi, rangar skýrslur til
opinberra aðila þ.á.m. úrskurðar-
aðila, skjalafals svo og brot á
ákvæðum laga um félagsráðgjöf..
Sigurgeir, sem hefur staðið í stappi
vegna umgengnisréttar við dóttur
sína, leggur áherslu á að Hrönn hafi
hvorki menntun sem félagsráðgjafi,
né heldur leyfi frá heilbrigðisráðu-
neytinu til að titla sig sem slíkan, en
það gerði hún í bréfi til hans árið
1991. 1 kærunni segir hann að
Hrönn hafi aldrei lokið prófi í fé-
lagsráðgjöf og sé „algjör fúskari í
faginu." Telur hann Hrönn ekki
í skjóli
hafa neina fagþekkingu sem réttlæti
hlutverk hennar sem umsagnarað-
ila í hans málum eða annarra. Sig-
urgeir kærir Mörtu Bergmann, fé-
lagsmálstjóra, á þeim forsendum að
hún hafi tekið þátt í að „blekkja [fé-
lagsmálajráðuneytið“ og lagt bless-
un sína „yfir fölsunarathæfi
Hörpu.“ Vísar Sigurgeir þar í bréf,
sem Marta skrifaði ráðuneytinu ár-
ið 1991, þar sem hún titlar Hrönn
félags-og uppeldisráðgjafa.
Falsanir eða misskiln-
ingur?
„Það er alveg ljóst að hér er um
beinar falsanir að ræða,“ sagði Sig-
urgeir í samtali við MORGUN-
POSTINN, „og ég er að hugsa um
að fara í skaðabótamál út af þessu,
við Hrönn og Mörtu persónulega
eða við Hafnarfjarðarbæ eða ríkið.
Umgengnisréttur minn við dóttur
mína er sama og enginn vegna um-
fagmennsku sem engin er“
sagnar ófaglærðrar manneskju, sem
þó er titluð sem félagsráðgjafi. Þetta
er svipað og að vera skorinn upp af
manni, sem einhvern tímann hefur
byrjað í læknisfræði en aldrei lokið
prófi, og klúðrar svo aðgerðinni.
Og þegar maður leitar réttar síns og
útskýringa er alltaf skákað í skjóli
einhverjar fagmennsku, sem engin
er. Aðalástæðan fýrir því að ég kæri
er sú, að í hvert skipti sem ég reyni
að gera eitthvað í mínum málurn
endar málsmeðferðin hjá sýslu-
mannsembættinu, og þar með hjá
Hrönn, og ég kæri mig ekki um að
hún komi nálægt þessu, enda ekki
til þess hæf.“
Marta Bergmann vísar ásökun-
um Sigurgeirs algjörlega á bug og
segir þær á misskilningi byggðar. „-
Hrönn er með próf í sosialpedagogi
frá háskóla í Danmörku, og sú
menntun er eitthvað frábrugðin fé-
lagsráðgjafamenntun, það er rétt.
Það er hins vegar langt síðan
Hrönn hætti að kalla sig félagsráð-
gjafa. Hún gerði það á sínum tíma,
því hún gerði sér ekki grein fyrir að
það væri lögverndað starfsheiti. En
það er ekkert í lögurn um starfs-
menn barnaverndarnefnda, sem
segir að þeir verði að vera félagsráð-
gjafar. Kæra Sigurgeirs er því ekki á
rökum reist og byggir á einhverju
titlatogi, sem er málinu alveg óvið-
komandi og hefur þar að auki verið
aflagt. Hrönn er mjög hæf í sínu
starfi, hvað sem öllum titlum líður.
Hún starfar hér sem sosialpedagog,
og það er sama hvernig við þýðum
það orð, hennar menntun er alveg í
samræmi við þær kröfur sem til
hennar eru gerðar.“ æöj
Sigurgeir Sigurðsson: Segir
starfsmann barnaverndarnefndar
vera „algjöran fúskara".