Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN
9
Janus Jóhannes Olason „Vissu-
lega hef ég fengið gagnrýnis-
raddir fyrir að hafa selt bréfin en
mann langar ekki til að eiga
endalaust fé í fyrirtæki sem er að
fara f harða samkeppni."
Hann segist vera að velta ýmsu fyrir
sér hvað varðar ávöxtun fjárins,
vinnu og menntun heima eða er-
lendis. „Ég skoða það vandlega yfir
jólin hvað er í boði og sé svo bara til
hvað framtíðin ber í skauti sér. Nú
er maður óháður og getur ákveðið
hvað mann sjálfan langar til að gera.
Ætli maður fari ekki bara á náms-
lán?“ -pj
Kristinn Sigtryggsson var framkvæmdastjóri Arnarflugs sem fór á hausinn.
Hann átti saumastofu sem varð gjaldþrota, stofnaði nýja sem keypti eignirnar en
fór líka á hausinn. Hann var látinn hætta hjá Skífunni og einkafyrirtæki hans
varð nýlega gjaldþrota. Nú er hann framkvæmdastjóri Emerald European Airways
sem er að hálfu leyti í eigu Islendinga
með|jö
og brott-
rekstur
að baki
Vonast til þess að hefja flug
i ti! íslands á næsta ári.
'amKvæmaastjori Kmeraia Kuropean Airwc
Afhiráflug
„Þetta er allt í mjög alvarlegri
. skoðun og það stendur til að hefja
i flug til Islands,“ segir Kristinn Sig-
tryggsson, framkvæmdastjóri flug-
jfélagsins Emerald European Air-
| ways, sem nýlega hóf starfsemi í Bel-
fast. Kristinn þekkir vel til í flug-
.heiminum enda var hann fram-
; kvæmdastjóri Arnarflugs síðustu
þrjú ár þess félags. „Við vonumst til
þess að byrja jafnvel á þessu flugi á
næsta ári, 1995. Það eru nokkrar leið-
ir til skoðunar og við eigum að vera
mjög vel samkeppnisfærir í verði.
Verðið er stóra málið.“
Emerald European Airways er að
stórum hluta í eigu íslenskra aðila en
það er íslenska eignarhaldsfélagið
Aktiva hf. sem á helming hlutafjárins
en afgangurinn er í eigu erlendra að-
ila. Meðal þeirra sem standa að Akti-
va eru auk Kristins, Lífeyrissjóður
bænda, Allra handa hf., Stefán Ás-
grímsson, Sverrir Þorsteinsson,
Jón Jakobsson og Jens Ingólfs-
son. Kristinn vill ekki fjalla um
eignaskiptingu en segir sinn hlut
óverulegan. Hann segir að hlutafé
Emerald sé nú 700 þúsund pund eða
um 75 milljónir íslenskra króna en
stefnt er að því að auka hlutaféð í 1,5
milljónir punda eða í um 160 millj-
ónir íslenskra króna.
Emerald hefur nú eina 104 sæta
BAC-111 þotu á leigu en með henni
hóf fýrirtækið áætlunarflug þann 15.
desember síðastliðinn á milli Belfast
og London. Fyrst um sinn eru farnar
tvær ferðir á dag, kvölds og morgna.
1 bígerð er að leigja tvær þotur af
sömu gerð til viðbótar þegar fleiri
flugleiðir verða teknar upp hjá félag-
inu. Þá er ekki síst horft til íslands.
„Það er ekki þörf á fleiri en einni vél
fyrr en fleiri áætlunarleiðir verða
teknar upp,“ segir Kristinn.
Rekinn frá Skífunni og
gjaldþrot Arnarflugs
Kristinn Sigtryggsson á að baki
langan feril í íslensku viðskiptalífi
þótt þekktastur sé hann fyrir að veita
Arnarflugi forstöðu þrjú síðustu árin
sem það starfaði. Kristinn er fæddur
árið 1944 í Dýrafirði og varð löggiltur
endurskoðandi árið 1970. Þá hafði
hann starfað í sjö ár sem endurskoð-
andi hjá N. Manscher & Co en varð
árið 1970 framkvæmdastjóri fýrir
Endurskoðunarmiðstöðina hf. - N.
Manscher. Þeirri stöðu gegndi hann
allt til ársins 1986. Ári síðar varð
Kristinn svo ffamkvæmdastjóri Arn-
arflugs þar til á árinu 1990 þegar flug-
félagið varð gjaldþrota. Árið eftir var
hann svo ráðinn ffamkvæmdastjóri
hjá Skífunni en hætti eftir nokkra
mánuði vegna deilna við Jón Ólafs-
son. Pressan greindi ffá því á sínum
tíma að þá hefði Kristinn verið sak-
aður um misferli en hann hefur alla
tíð neitað því. „Þetta mál er flókið og
á viðkvæmu stigi en hitt er víst að ég
stal engum peningum frá Jóni Ólafs-
syni,“ sagði Kristinn á þeim tíma og
vísaði öllum slíkum ásökunum á
bug. MORGUNPÓSTURINN hafði
samband við Jón Ólafsson en hann
vildi ekki tjá sig neitt um starfslok
Kristins.
Emerald European Airways. „Mfn eignarað-
sambandi við þetta stutta erfiðleikatímabit,"
segir hann en á nokkurra ára tímabili átti
hann eða var í forsvari fyrir nokkur fyrirtæki
sem fóru á hausinn.
výí* 0
Þrjú
iótár
Kristinn Sigtryggson rak einnig
tvær saumastofur á árunum 1987 til
1992 sem báðar enduðu í gjaldþroti
auk þess sem fyrirtæki hans, Kontra-
punktur, var lýst gjaldþrota fyrir
tveimur mánuðum.
Kristinn var einn stofnenda Tex-
stíls í nóvember 1987 en það fyrirtæki
rak saumastofu á Akranesi og versl-
un í Reykjavík. Upphaflega átti Stef-
án Jörundsson og fjölskylda 75
prósent hlutafjár en Kristinn og
Óskar Baldvin Hauksson 12,5 pró-
sent hvor. Kristinn og Óskar skipuðu
þó tveggja manna stjórn ffá upphafi
og ffamkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Reksturinn gekk illa og fyrirtækið
var úrskurðað gjaldþrota í október
1990. Starfsmenn voru um tuttugu
talsins og framleiðslan var einkum
fyrir tískuverslunina Punktinn sem
Kristinn rak í Kringlunni og á
Laugaveginum. Við gjaldþrot Tex-
stíls voru forgangskröfur upp á 5,2
milljónir króna en upp í almennar
kröfur, 23 milljónir króna, fékkst
ekkert.
Rúmum mánuði fýrir gjaldþrot
Tex-stíls, stofnuðu Kristinn og Ósk-
ar hins vegar fyrirtækið Akró hf.
Magnús Norðdal var ráðinn bú-
stjóri og ákvað hann að taka tilboði
Akró í eignir Tex- stíls á 3,5 milljónir
króna tveimur mánuðum eftir gjald-
þrotið. Söluverðið átti að greiða með
skuldabréfi til 43 mánaða auk vaxta.
og kostnaðar. Rekstur Akró gekk
engu betur en hjá forveranum og var
úrskurðað gjaldþrota í nóvember
1992. Reksturinn hafði reyndar
stöðvast nokkru fýrr eða í apríl á
sama ári. „Þetta var tilraun til að nýta
þessi tæki og það tókst ekki sem
skyldi. Þetta er einfalt mál og við er-
um nú að skoða hvað sé hægt að gera
í stöðunni,“ sagði Kristinn skömmu
fýrir seinna gjaldþrot saumastofunn-
ar.
Kristinn stofhaði síðan eigið fýrir-
tæki, Kontrapunkt hf, ásamt dóttur
sinni í maí 1991 en tilgangur þess fé-
lags var „ráðgjafastarfsemi, verslun,
kaup og sala eigna og lánastarfsemi.“
Rekstur þess gekk heldur ekki sem
skyldi og var úrskurðað gjaldþrota í
lok október á þessu ári.
Kristinn vill lítið fjalla um þetta
tímabil og það tengist á engan hátt
stöðu hans hjá Emerald European
Airways.
„Mín eignaraðild er svo óveruleg
að hún skiptir engu máli í þessu
sambandi. Ég er hér bara til að skaffa
mína þekkingu og ekkert annað. Ég
held að það sé nú nær að skoða hin
20 árin áður en þetta tímabil sem þú
ert að nefna. Þá var minn ferill nolck-
uð bjartur, held ég. Það skiptir nú
meira máli heldur en þetta stutta erf-
iðleikatímabil,“ sagði Kristinn en
hann er nú fluttur til Belfast og ætlar
að helga sig eingöngu hinu nýja flug-
félagi. -pj
Sú saga er þegar farin
í loftið að hiri virta
breska sjónvarpsstöð
BBC hafi í hyggju að ffamleiða hátt í
tveggja tíma þátt um mannréttinda-
mál á íslandi fýrir milligöngu Is-
prinsessunnar, Leoncie. Leoncie seg-
ist sjálf hafa vakið áhuga bresku sjón-
varpsmannanna, þar af indverskra
sjónvarpmanna á BBC, með því að
greina fr á því að hún stæði í málaferl-
um við Kópavogskaupstað vegna
kynþáttfordóma sem hún hafi verið
beitt af starfsfólki þar. Jafriframt hafi
hún bent á óréttlætið sem Búlgarinn
DIan Valur Dentchev hafi verið
beittur af bamsmóður sinni þegar
hann freistaði þess með hungurverk-
falli að fá endurheimtan umgengnis-
rétt yfir syni sínum. Hins vegar
munu BBC-mennimir hafa vitað af
máli Brian Graysons, en sem kunn-
ugt er lenti hann í íslensku fangelsi
þegar hann reyndi að ná dóttur sinni
með hjálp Donald Feeny. En dóm-
stólar í Bandaríkjunum höfðu áður
dæmt Grayson yfirráðarétt yfir dótt-
ur sinni. Heldur Leoncie því fram að
Bretarnir ætli að koma til Islands eft-
ir áramót til þess að taka á mannrétt-
indabrotum hérlendis. Með reglu-
legu millibili er sýndur þáttur um
mannréttindi í BBC sem nefriist
Human Right, Human Wrong. I
samtali við MORGUNPÓSTINN kann-
aðist þáttastjórnandinn ekki við að
þáttur um mannréttindabrot á ís-
landi væri á teikniborðinu. Leoncie
benti hins vegar á að hún hefði beðið
þá um að hafa ekki hátt um fýrirætl-
anir sínar af ótta við að íslendingar
kæmu í veg fyrir þáttinn...
A þriðjudaginn í síðustu viku birt-
ist ff étt í Mogganum um slagsmál í
flugstöðinni á Egilsstöðum. Þar áttu í
hlut sjómenn á togaranum Óttari
Birtingi, sem var nýkominn úr
Smugunni og áhöfnin á leið til
Reykjavíkur. Slagsmálin enduðu með
því að fimm áhafnarmeðlimanna
voru fjarlægðir af lögreglunni og
misstu þeir því af flugvélinni. Erjur af
þessu tagi eftir langa túra á sjó eru
ekki í ff ásögur færandi sem slíkar en
þremur dögum eft ir ff étt Moggans
birtist önnur frétt í blaðinu um sömu
áhöfn. Þar er getið lélegra aflabragða
í Smugunni í vetur en sagt að andinn
um borð í Óttari Birtingi sé samt
góður og auk félagsvistar og skák-
móta dundi strákarnir sér við að
spila körfubolta í fritíma sínum. Það
er spuming hvort hnefaleikakeppni
verði ekki sett fljótlega á dagskrá...
Janus Jóhannes Ólason seldi Olísarfínn íyrir 57 milljónir króna staðgreitt
að eiga minna og ráða því sjátfur“
Leitarað öruggri ávöxtun og ætlarað fjárfesta í sjátfum sér
„Það er betra að eiga minna og
ráða því sem maður á en eiga mikið
og ráða ekki neinu yfir því,“ segir
Janus Jóhannes Olason, annar
sona Óla Kr. Sigurðssonar, sem
nýlega seldi hlut sinn í Sundi,
stærsta eiganda Olís. Þegar Óli Kr.
lést komst Sund í eigu erfingja hans.
Ekkja hans, Gunnþórunn Jóns-
dóttir, stýrði 2/3 hluta fýrirtækisins
en tveir synir Óla, Janus og Sigurð-
ur Óli, þriðjung í Sundi sem á 45,5
prósent í Olís. Sigurður Óli ákvað að
vera áffam í Sundi en Janus seldi
sinn hlut í síðustu viku fýrir 57 millj-
ónir króna. „Það er betra að fá að-
eins lægri upphæð og fá hana stað-
greidda en að hafa hana aðeins
hærri. Þetta miðast náttúrlega við að
geta ávaxtað þetta á sem bestum
kjörum í bönkum,“ segir Janus.
Sölugengi á Olísbréfúm hefúr að
undanförnu verið 2,6. Sund er aðal-
lega eignarhaldsfélag yfir Olísbréf
erfingjanna og sala Janusar var á
genginu 1,15 ef miðað er við gengi
Olísbréfa. Margir hafa því sagt að
Janus hafi selt bréfin á of lágu verði.
„Ávöxtunarkrafan skiptir þarna
gríðarlegu máli því mestu skiptir að
geta ávaxtað fé sitt sem best. Ég tel
hag mínum betur borgið með þess-
um hætti heldur en eiga þetta í
Sundi. Vissulega hef ég fengið gagn-
rýnisraddir fýrir að hafa selt bréfin
en mann langar ekki til að eiga
endalaust fé í fyrirtæki sem er að fara
í harða samkeppni við Irving Oil eða
aðra í þessari grein. Fólk segir að
upphæðin sé fúll lág en þegar til
lengri tíma er litið fer fólk að sjá að
þetta hafi verið nokkuð glúrið því
ávöxtunarkrafan er mjög góð
núna.“
Orðrómur hefúr verið uppi um
að þrýst sé á Janus að riffa sam-
komulaginu þar sem honum hafi
verið stillt upp við vegg. I hluthafa-
samkomulagi í Sundi er ákvæði þess
efriis að arður verði ekki greiddur út
úr félaginu fýrr en skuldir hafi verið
greiddar niður og fullyrt er að hon-
um hafi verið sterklega gefið til
kynna að það yrði ekki gert í náinni
framtíð. Janus segir að margir hafi
rætt við sig en riftun komi ekki til
greina og hann sé ánægður með söl-
una.
„Ég er búinn að vinna hjá pabba í
sjö ár og lít svo á að ég hafi að stór-
um hluta verið að fá útborgað núna
fýrir þá vinnu.“
Hvað sem segja má um söluverð-
ið er ljóst að 57 milljónir króna stað-
greiddar eru miklir peningar sem
Janus þarf nú að koma í ávöxtun.
„Nú þarf ég að koma þessum pen-
ingum í örugga ávöxtun og ég er í
viðræðum við Landsbankann. Það
er númer eitt og svo er maður ekki
vanur að hafa svona mikla fjármuni.
Eitt er að eiga fé í einhverju sem
maður nær ekki í en annað að hafa
það í sínum höndum. Eignir eru af-
stæðar og maður veit ekki hvað ger-
ist í ffamtíðinni. Ég hef líka hugsað
mér að fjárfesta í sjálfúm mér enda
er það eitthvað sem ekki verður aff-
ur tekið. Peningar og eignir geta
hins vegar horfið á svipstundu.“