Helgarpósturinn - 22.12.1994, Page 17
kf'
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
M-'
MORGUNPiQSTURINN FOLK
17
□ □□□□
Ketill Larsen
Ef einhver er jólasveinn númer eitt
3á er það Ketill Larsen. Þetta gæða-
slóð hefur allt til að bera sem prýða
má einn góðan jólasvein og MORG-
UNPÓSTURINN hefur áreiðanlegar
leimildir fyrir því að það hafi komið
til tals hjá ferðamálaráði að senda
lann til finnlands til að gera skurk í
jjófnaðarmálinu en eins og allir vita
iá eru þessir finnar að reyna að bísa
jólasveininum okkar!
ÞjÓÐHAGSSTOfNUN
Hér á landi hefur það verið til siðs að
skjóta sendiboðann. Ef einhver topp-
urinn delerar þá er það ekki aðalat-
riðið, heldur: Hver lak? Það er stærsti
glæpurinn í málinu. Veðurfræðingar
hafa fengið að kenna á þessu sem
og Þjóðhagsstofnun sem hefur verið
á toppi óvinsældalistans. Nú kemur
jákvæðari spá og þá siglir apparatið
til vinstri, sé miðað við kvarðann.
Laugavegur
A ÞorlAksmessu
Það er einhver þrjósk taug í þjóðar-
sálinni sem veldur því að það eru
engin jól nema slabbast upp og niður
Laugaveginn rétt fyrir jól í örvænt-
ingarfullri leit að jólagjöf. Þó að am-
erikanseringin sé meiri hér en víðast
annars staðar þá hafa kringlur eða
„Shopping-Mall-ar“ alltaf verið úti í
kuldanum.
?
JÓLAGLÖGG
Þessi sænski siður sem var í algleym-
ingi hér fyrir um áratug hefur farið
kólnandi með hverju árinu og ef fram
fer sem horfir verður þetta búið um
aldamótin. Það eru rúsínurnarsem
fara svona illa í íslenska maga — rú-
sínugubb uppi um alla veggi þar sem
menn eru að glögga sig — sem er
undarlegt í Ijósi þess að hér er löng
hefð fyrir því að skófla I sig skyri I
kílóavís.
ÚTVARP
Útvarp er með allra leiðinlegasta
móti nú um stundir. Dagskráin snýst
um auglýsingar, símaleiki og jólalög
sem flest eru algjört drep.
Alur óvinir
Hraens Gunnlaugssonar
Alveg er það makalaust hvað óvinir
hans Krumma eru upp til hópa miklir
skítbuxar op ómerkingar. Svavar
Gests, Lárus Ymir og hvað þeir heita
nú allir þessir moðhausar. Hins vegar
eru Davíð og allir hans menn alveg
frábærir.
Sigurður Sigurjónsson sem Jörundur og Gísli Rúnar í hlutverki Sir Alexander Jones.
Hefðbundinn subbuskapur í jólaleikriti Sjónvarpsins
Ælur, hórur og dóna-
skapur í jólaleikritinu
Valgerður „súperstjarna" Guðnadóttir fer með hlutverk Dölu-Völu. KK
og Þorleifur slá bítið á bak við. Myndir: Inga Lísa Middleton
Helga Braga leikur hefðarfrú sem lendir uppi í bóli með Jörundi.
Óskar Jónasson með sjóliðum.
Oft hafa jólaleikrit Sjónvarpsins
verið þungamiðjan í vandlætingar-
samræðum fólks í jólaboðunum
enda viðkvæmur tími ársins. Þið
munið hann Jörund verður sýnt á
jóladag og í ljósi þess að áhugaleikfé-
lög landsins hafa verið dugleg við að
dúndra því á svið með reglulegu
millibili þá er engin ástæða til að
ætía að þjóðin fái sjokk. Leikstjórinn
Óskar Jónasson er samt ekkert allt
of viss um það þegar hann var
spurður hvort hann væri á taugum
vegna sýningarinnar.
„Maður hefur séð útreiðina sem
þessi leikrit hafa fengið hingað til og
fólk hefur elskað að rakka þetta nið-
ur í jólaboðunum og ég get reyndar
ekki svarið af mér alla sök í því máli
— hef tekið undir það heilshugar.
Þessi dónaskapur, sóðaskapur, ælur
og óhreinindi á þessari heilögustu
hátíð ársins hefur farið fyrir brjóstið
á fólki.“
Bíddu. Ertu að segja mér að það sé
eitthvað slíkt í Jörundi?
„Já, ég er svolítið smeykur um að
þetta sé með þessu hefðbundna
ógeði. KK æfir tiltölulega snemma
og fyrstu samræðurnar snúast um
hórur og vændi. Svo eru allir íslend-
ingarnir í leiknum eins og dregnir
upp úr Þjóð í hiekkjum hugarfars-
• il
íns.
Sem þýðir að það verður allt vit-
laust, eða hvað?
„Ég sé fram á það. Ég hef bara
ekki efni á því að flýja til Austur-
landa eins og er alltaf besta ráðið.
Annars er ég svo óforskammaður að
ég kviði ekki fyrr en eff ir á sem þýðir
að þá er það ekki kvíði heldur hrein
og klár skelfing. Annars er ég svo
„bissí“ að kaupa jólagjafir, þrífa og
gera hreint fýrir mínurn dyrum að
það kemst ekkert annað að.
Svo er líka eitt í þessu öllu saman,
maður verður ónæmur fýrir ljótu
málfari, blóti í verkum sem maður
er að vinna í. Sjái ég eitthvað sem ég
gerði í „denn“ fæ ég snefil af sjokk-
inu sem fólk hefur upplifað sem
áhorfendur. Maður gleymir þessu
blóti og klámi þegar maður er á kafi
í verkefninu — verður samdauna.
Ég hef fengið upphringingar og læti
fyrir Sódómu og SSL-25 vegna sóða-
legs orðfæris. Skömmu eftir að Sód-
óma var sýnd á Stöð 2 hringdi til
dæmis í mig maður klukkan níu á
laugardagsmorgni sem sagði: „Ég
horfði á þessa mynd með börnun-
um mínum og þegar ég sá í hvað
stefndi sendi ég þau beina leið í ból-
ið.“ Þá spurði ég hvort hann hefði
ekki tekið eftir því hvort myndin
væri bönnuð börnum. Þá sagði
hann: „Það skiptir ekki neinu máli.
Ég tók þessa mynd til að senda ætt-
ingjurn niínurn í Svíþjóð en sú spóla
fer í ruslið skal ég segja þér. Og með-
ferðin á heyrnaskertri konu undir
lokin var af allra síðustu sort.“ Svo
skeliti hann á.“
Býstu við einhverjum slíkum við-
brögðum núna?
„Eiginlega ekki. En ég vil benda
fólki á að hringja í Jónas Árnason
ef það hefúr eitthvað upp á orðfærið
að klaga.“ JBG