Helgarpósturinn - 22.12.1994, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN VIÐTAL 19 Eyþór Arnalds kom bakdyramegin inn í popptónlistina með próf í tónsmíðum og sellóið að vopni. Með sambýliskonu sinni, Móeiði Júníusdóttur, myndar hann dúettinn Bong sem stefnir hátt með danstónlist sinni. ln*it É Erþað Arnalds eða Arnaldsson? „Amalds. Pabbi minn heitir Jón Arnalds, afi minn Sigurður Arn- alds og langafi minn Ari Arnalds. Fleiri eru þeir ekki í karllegg." Hvað þýðir Bong? „Bong þýðir eitthvað allt annað en það gerði í byrjun árs. I dag er það hugmynd sem tekur á sig skýr- ara form með hverjum degi, fagurt nafn sem margir „reykingamenn“ nota sem gælunafn yfir vatnspípur sínar. Sem þeim þykir bersýnilega afar vænt um, samanber Iagið „Ó, bong mín bong.“ Ákvaðstþú að verða tónlistarmað- ur eða þróaðist það þér að óvörum? „Ég ákvað það einhvern tímann þegar ég var unglingur en sarnt ætl- aði ég að verða lögfræðingur líka. Ég vissi að Stravinski, Schumann og einhverjir fleiri voru bæði tón- listarmenn og lögfræðingar. Úr því að þeir gátu þetta þá gat ég þetta al- veg eins líka. Ég fór í Háskólann og eftir eins árs nám í lögfræði ákvað ég að það væri ágætt að vera lög- fræðingur og að lögfræðin væri skemmtileg en að laganám væri mjög leiðinlegt. Og langt. Þannig § að fimm árum væri líklegast betur < varið í eitthvað annað. Ég sé ekkert < eftir því.“ “ Þú lœrðir á sellóið. g „}á, og tónsmíðar." < Allt í Tóniistarskólanum? 2 „Já ég lauk burtfararprófi og | lokaprófi í tónsmíðum þar sem ég j2 skrifaði verk fyrir Sinfóníuna. Sin- -o fónískt verk í þremur þáttum sem ber nafnið „Terta“v Helst væri hægt að túlka nafnið þannig að það þýði „þrír“, dregið af tertium á latínu. Einnig var verkið lagskipt eins og terta. Seinna var verkið flutt í Sví- þjóð og fyrir mér blasti björt fram- tíð sem „klassíker". Ég fór til Hol- lands í framhaldsnám en dvaldi stutt þar og ílentist í poppinu hér á skerinu." Tveir ólíkir farvegir svo ekki sé meira sagt. „Já, en ef við förum lengra aftur þá var ég eini síðhærði pönkarinn þannig að þá þótti það enn skrítn- ara að ég færi út í klassíkina." Þar byrjar þá skitsófrenían? „Skitsófrenían byrjar þar. Ég ætl- aði nú að verða vísindamaður þeg- ar ég var lítill. Var algjör bókaorm- ur sem endar svo sem pönkari." Bíddu nú við. Bókaormur, klass- íker, poppari, pönkari, lögfrœðinemi, pródúsent...? „Svo þegar ég var sæðisfruma ætlaði ég að verða kona en hætti við II PIi „Égfór í Háskólann og eftir eins árs nám í lögfrœði ákvað ég að það vœri ágœtt að vera lögfrœðingur og að lögfrœðin vœri skemmtileg en að laganám vœri mjög leiðinlegt. Og langt. Þannig að fimm árum vœri líklegast betur varið í eitthvað annað. Ég sé ekkert eftir því. “ og varð karl.“ Þú býrð hér í húsi Þórbergs Þórð- arsonar — hefur það haft einhver áhrif á þig? „Þetta er yndislegt hús, hann bjó hér á hæðinni fýrir ofan. Þetta er hús með kúltúr, eitt elsta fjölbýlis- hús Reykjavíkur. Það er til póstkort frá 1946 með mynd af húsinu hér umkringt melum og högum, og undir stendur: „Highrises in the outskirts of Reykjavík." Semsagt háhýsi í útjaðri menningarinnar. Húsið var reist af miklurn myndar- brag, ég held að það haft ekki verið búið að finna upp vinnusvikin á þessum tíma.“ Er líf eftir Todmobile? „Já, bæði fyrir og eftir og jafnvel á meðan. Mér finnst best ef maður ætlar að byrja á einhverju nýju að byrja á núllinu. Með Bong ákváð- um við að gera það bókstaflega og fyrsta lag okkar kom út á diski tímaritsins Núllsins.“ Nú hefurþú stundað það að miðla þinni reynslu og þekkingu til ungra og ekki svo ungra tónlistamanna, sem pródúsent og hljóðblandari. Hvað finnst þér mest gefandi við það? „Ég hef verið svo heppinn að geta valið um með hverjum ég hef unn- ið. Og hef unnið með mörgum skemmtilegum aðilum. Vann til dæmis með Jet Black Joe á tveimur fyrstu plötunum þeirra og fannst mjög gaman að byggja upp með þeirn frá grunni. Nú til dæmis var ég að vinna með Þór Eldon og Dr. Gunna að plötu Ununar. Þar var byrjað með hugmynd sem var held- ur óljós í byrjun. Ekki búið að ákveða söngvara, útsetningar eða aukaspilara. Allt mjög opið og tókst nokkuð vel. Það er mjög gaman að geta unnið þannig. Vinna með hluti sem eru ekki of mótaðir.“ Þessar hártoganir þínar og Bubba nú undanfarið, ertu orðinn þreyttur á því að tala utn þetta eða er hœgtað kreista út úr þér ettdanlega útskýr- ingti? „Þetta var tvíþætt. Annars vegar þurfti að svara manninum, hann var dónalegur. Svo í öðru lagi var hann að slá sig til riddara með því að telja sig vera sverð og skjöld ís- lensks máls. Annað hefur nú komið á daginn þegar farið er niður í kjöl- inn á hans eigin textum. Ég held að þetta mál haft fengið næga umfjöll- un en ég er alltaf hrifinn að því þeg- ar fólk hefur þor til að segja skoðun sína opinberlega, þá er þó hægt að verja sig. Öðru máli gegnir um bak- talið.“ Hvernig er að vera sonur dómara? „Það fer eftir því hver dómarinn er, í mínu tilfelli er það mjög fínt, hann hefur enga fordóma og það er kannski fyrir öllu.“ Eyþór beygir sig niður og tekur upp bók úr tösku blaðamanns urn neðanatómseðlisfræði og gefur henni góða dóma, segist hafa feng- ið eintak sem gjöf frá pabba sínum. Við ræðum nýju eðlisfræðina um stund ásamt bók Umberto Eco, Focaults Pendulum og komumst að því að hvorugur okkar þekkir neinn sem hefur klárað það torf. Svo við skjótum því inn í, Óáreið- anleikaregla Heisenbergs segir í gróf- uttt dráttum að enginn geti skoðað hlut né atvik án þess að hafa áhrif á viðkomattdi hlut eða atvik. Óhlut- leysi er því ekki til í nýju eðlisfrœð- inni. „Þessi kenning er skemmtileg.“ Á hún við utn blaðamenn líka? „Að sjálfsögðu. Þarna komurn við aftur inn á fordómana. Þessi kenning er grunnurinn að nútíma eðlisfræði. Eðlisfræðingar sem þóttu forpokaðastir allra hér áður fyrr eru nú orðnir það opnir að þeir taka þessari kenningu, blaðamenn aftur á móti sem eiga að vera opn- astir allra stétta fýrir upplýsingum ættu að taka sig til og bekenna þetta helst fyrir morgunverð.“ Eigutn við til að vera of tnikið tneð puttatia í einkamálum fólks? „Já, ég held það. Það er hætta á því. Blaðamenn mótast af eigin skoðunum og blöðin sem heild ættu ekki að gera það. Þau ættu að vera hlutlaus en geta aldrei orðið það. Því dýpra sem farið er niður í einkalíf fólks því varhugaverðara verður það, það þarf varla að nefna bresku pressuna. Það mætti hins vegar fara mun dýpra í opinber mál.“ Er ekki þversögn að segja „opinber mál“? „Jú, það vantar allt aðhald þegar kemur að fólki í valdastöðum. Að gefa fólki vald er hættulegt og það þarf að fylgjast með því. Það er í eðli valdsins að því sé misbeitt." Stuttu eftir að við slökkvum á diktafóninum lítur Sjón inn og það kemur í ljós að hann er eini maður- inn sem við þekkjum sem hefur lokið Focaults Pendulum... Baldur Bragason

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.