Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN BÆKUR FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 Stiörnuaiöf Hallgrímur Helgason Þetta er allt að koma ★ ★★★★ „Eitt skemmtilegasta skáld- saga sem hér hefur verið skrifuð í mörg ár. Þetta er sú jólabók sem ég muti tregust til að látia af ótta við að hetini verði ekki skilað aftur. Á skáldsagnasviðittu er húmoristi fceddur. “ í BARNDÓMI JAKOBÍNA SlGURÐARDÓTTIR ★ ★★★ „Ákaflega falleg og stundum hjartnœm kveðja Jakobínu Sigurðardóttur til bernsk- unttar. Síðasta verk höfundar reynist lítil perla.“ SjÓN AUGU ÞÍN SÁU MÍG ★ ★★★ „Hugmyndarík og vel skrifuð saga. Ein afbestu skáldsögum ársins, besta verk höfundar til þessa.“ Deborah Tannen Þú MISSKILUR mig ★★★★ „Skemmtileg og áhugaverð bók um mismunandi hugs- anahátt kynjanna. Varast ber að taka henni sem algildum sannleika en hún er umhugs- unarverð ogþað er töluvert vit í henni.“ Thor Vilhjálmsson Tvílýsi ★ ★★★ „ Thor er á skáldlegu flugi í einstaklega góðu verki. Aðdá- ettdur hans eiga eftir að hrópa húrra.“ Vigdís Grímsdóttir Grandavegur 7 ★ ★★★ „Áhrifamikil og falleg bók sem cetti aðfanga ófá hjörtu. Bókin er langtfrá því að vera gallalaus en kostir hennar gera að verkum að auðvelt er aðfyrirgefa þá galla. Bók sem á örugglega eftir aðfjölga í aðdáendahóp Vigdísar. “ Þorvaldur Kristinsson Veistu ef þú vin Att — Minning- ar Aðalheiðar Hólm Spans ★★★★ „Ákaflega vel skrifuð cevisaga sem á sínum tíma stóðfram- arlega í verkalýðsbaráttunni hérálandi en fluttist síðan til Hollands. Sterkar þjóðlífs- myndir og Ijóslifandi persón- ur birtast á síðum bókarinn- ar.“ Árni Þórarinsson Krummi — Hrafns saga Gunn- LAUGSSONAR ★ ★★★ „Vandrceðabarn íslensks list- heims sannar hér að penninn er beittasta sverðið. Hann réttir hlut sinn ogsinna og sallar niður atidstceðinga sína í bráðskemmtilegri og oft hortugri bók. “ Einar Kárason Kvikasilfur ★★★ „Samanburðuritin við Heimskra mantia ráð er Kvikasilfri í óhag. Fyrir utatt síðasta hluta verksins er þessi bók tnutt bragðdaufari.“ „Víst er að Hrafn Gunnlaugsson er sigurvegari þessarar bókar. Það skiptir engu þótt þið hafið lagt margra ára fæð á manninn. Ekkert af því mun sitja eftir að lestri lokn- um. Það er einfaldlega ekki hægt að láta sér líka illa við mann sem er svona skemmti- nti.“ : HP18P® Krummi áflugi Árni Þórarinsson: Krummi - Hrafns saga Gunnlaugssonar 335 BLS. Fróði hf. 1994 ★★★★ 1 Islendingasagnastíl befur þessi bók undirtitilinn Hrafns saga Gunnlaugssonar og kápan dregur heldur ekki úr hetjuímyndinni, sýnir skeggjaðan, hárprúðan mann með greindarleg en heldur tor- tryggnisleg augu. Það er líkt og hann eigi von á árás úr launsátri. Hann sýnist ekki vopnaður öðru en hörkulegum munnsvip, en sá svip- ur gefur einnig til kynna að hann ætli sér sigur. Víst er að Hrafn Gunnlaugsson er sigurvegari þessarar bókar. Það skiptir engu þótt þið hafið lagt margra ára fæð á manninn. Ekkert af því mun sitja eftir að Iestri lokn- um. Það er einfaldlega ekki hægt að láta sér líka illa við mann sem er svona skemmtilegur á prenti. Ég veit ekki alveg hvernig Árni og Hrafn hafa farið að þessu, líklega er það bara eins og Hrafn segir á ein- um stað: „Ef maður er nógu sann- færður sjálfur getur maður sann- fært aðra, annars ekki.“ Það er sannfæringarkraftur þessarar bókar sem skilar sér til lesandans. Hann situr eftir með hlýja tilfmningu í hjarta. Honum þykir vænt um Krumma og vini hans og frnnur illa lykt af andstæðingum hans, enda virðist ýmislegt benda til að þeir séu fremur óáhugaverðir menn. Hrafn gerir sér grein fyrir því að sókn er hesta vörnin og þar sem hann er bæði orðheppinn og orð- hvass þarf hann ekki ýkja margar línur til að fella andstæð- inga sína eða aðra þá sem honum er ekki of hlýtt til. Örnólfi Árnasyni (kallaður Dúlli) sem var yfirmaður hans við gerð Rauðu skikkjunnar lýsir hann svo: „Dúlli gekk jafnan um hátíðlegur í fasi, lítill en hnarreistur og hélt á skjalatösku sér til aukinnar virðingar. Þótt hann væri lágvaxinn hafði hann æft sig í að tala nið- ur til okkar.“ Og um fund þeirra einhverjum árum seinna: Hann var fýndið kríli! Ég hef alltaf haft gaman af honum. Hann var þá orðinn einn af þessum stóru rithöfundum sem ekki höfðu gefið neitt út. Mér skilst að hann hafi haldið því áfram.“ Um Ólaf M. Jóhannesson fjöl- miðlagagnrýnanda segir Hrafn: „- Þessi Ólafur skrifar um fjölmiðla af yfirgripsmestu vanþekkingu sem einn maður getur búið yfir.“ Og fjármálastjóri útvarps fær þessa lýsingu: „Hörður er verðugur andstæðingur og að mörgu leyti sterkur maður, fastur fyrir og beitir málþófi og málalengingum af meiri dugnaði en aðrir menn; ef þú spyrð hann hvað ldukkan sé og bann vill ekki svara þér flytur hann fyrirlest- ur um úrsmíði þar til þú gefst upp á að hlusta.“ Þessi dæmi eru reyndar með þeim meinlausari í bókinni. Það MJONA* m u n vafalaust fara í taugarn- ar á andstæðingum Hrafns hversu auðvelt hann á með að draga upp af þeim kátlega og/eða hæðnislega mynd. En honum tekst ekki síður upp þegar hann lýsir fólki sem hann hefur haft ánægju af að kynn- ast. Þarna eru til dæmis lýsingar á Vilmundi Gylfasyni sem lýsa mikl- um næmleika Hrafns. Og aðrar svipaðar má nefna, til dæmis af Jaqueline, ekkju Picassos og Ingmar Bergman. Þar tekst hon- um í fremur stuttum frásögnum að draga upp sterkar karaktermyndir. En albestu kaflar bókarinnar snerta barnæsku Hrafns og upp- eldi. Mér virðist hann þar ganga mjög nærri sjálfum sér, kryfur og opinberar viðkvæma hluti en gerir það bæði smekklega og vel. Bókin er á köflum bráðfyndin. Ein kostulegasta frásögnin er af Astrid Lindgren sem í boði hjá forseta Islands trúði Hrafni fyrir því hver væri áhirfamesti texti sem hún hefði lesið, en sá snerist um typpi. Við munum aldrei líta höf- und Línu langsokks sömu augum eftir lestur þess kafla. I bókinni gerir Hrafn Hrafns- málinu fræga, eða Heimismálinu eins og hann vill kalla það, ítarleg skil eins og það horfir við honum. Það er eins konar þungamiðja bók- arinnar en það er helst þar sem Hrafn virðist skorta nægjanlega fjarlægð. Það er enginn vælutónn í Hrafni í þessari bók og enginn skyldi halda að hann lægi hér í sjálfsdekri og sjálfsupphafningu. Hann virðist hafa mjög skemmti- lega sýn á sjálfan sig, býr yfir gnægð af sjálfsíróníu og einnig hæfilegum skömmtum af viðkvæmni eins og títt er um eldhuga. Það er líklega þessi blanda sem skapar þessa sér- stöku tegund af hetju sem Hrafn verður óneitanlega á síðum bókar- innar. Þar fæðist eins konar nú- tímaútgáfa af Gretti Ásmundarsyni. Viðkvæmur, örlyndur og hæfi- leikaríkur gallagripur sem hefði þurft örlítið meiri ást og öryggi en hann naut í æsku. Vegna þessarar vöntunar er hann í sífelldri leit en brynjar sig með þvermóðsku og töffaraskap og er því æði misskilinn af samfélagi sem gerir hann útlæg- an oftar en einu sinni. En ólíkt fornhetjunni hefur Hrafn ætíð snú- ið aftur. Ifandræðabarn íslensks lista- heims sannar hér að penninn er beittasta sveröið. Hann réttir hlut sinn og sinna og sallar niður andstæðinga sína í bráðskemmtilegri og oft hortugri bók. Gunnar Dal heimspekingur „Venjulega förum við í kirkju á aðfangadagskvöld en í þetta sinn förum við þess í stað í heimsókn á sjúkrahús. Ætli við förum ekki heim á eftir og eigum hljóða stund áður en við setjumst að borðum. Það er ekki ráðið hvort við verðum með gesti en ætli það verði ekki hinn hefðbundni hamborgarhryggur sem verður á boðstólum. Eftir matinn opnum við jólagjafirnar og lesum jólakort, og ætli maður haldi sig ekki á sinni hefðbundnu slóð og borði hangikjöt á jóladag. Þá er afráðið að við verðum með gesti í síðbúinn hádegismat. Ég hugsa að maður kíki í bók líka og fari í Háteigskirkju á jóladag. Ég skipulegg tímann yfirleitt ekki og get oftast ekki sagt fyrir um hvað gerist næsta dag. Ég geri frekar það sem mig langar allt í einu að gera og er maður augnabliksins og kem sjálf- um mér á óvart. Maður sér því bara til hvað maður gerir á annan í jólum. Þegar ég var strákur norður í Svarfaðardal lenti maður oft í stórhríð þegar maður var á leið í kirkju eða í jólaboð. Þetta gerðist næstum um hver einustu jól. Stundum var veðrið svo vont að það var ekki hægt að fara út fyrir hússins dyr í viku í norðan stórhríðunum. Þær voru verri í gamla daga. Menn fóru samt alltaf heim hvernig sem viðraði þannig að ég þurfti aldrei að húka í kirkjunni yfir nótt.“ Einar Snorri myndasmiður „Ég ætla að liggja í leti ■ Kolbrún Bergþórsdóttir Björgvin Gíslason formaður Alnæmissamtakanna „Ég verð með bræðrum mínum hjá móður minni á aðfangadags- kvöld og við borðum ham- borgarhrygg. Eftir matinn tökum við upp jólagjafir og síðan förum við og heimsækjum frænd- systkini mín. Á jóladag verð ég líka hjá mömmu í rólegheitunum og kíki kannski í bók ef ég fæ eitthvað að lesa í jóla- gjöf. Síðan fer maður aftur inn í rútínuna á annan í jólum og fer á 22 og hristir af sér há- tíðleikann."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.