Helgarpósturinn - 22.12.1994, Page 22

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Page 22
22 MORGUNPÓSTURINN BÆKUR FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 Stiörnuaiöf Guðbergur Bergsson Ævinlega ★★★ „/ heildina erþetta gott og skemmtilegt verk enjafn hœfHeikamikill höfundur og Guðbergur á að geta beitt sér afmeiri krafti.“ Silja Aðalsteinsdóttir Skáldið sem sólin kyssti ★★★ „Vel unnin, lœsilegen var- fœrin œvisaga Guðmundar Böðvarssonar. Persóna skáldsins verður ekki athygl- isverð, konurnar í lífi hans verða öllu forvitnilegri. Skáldskapurinn fœr góða meðhöndlun. Áhugi á bók- inni mun líkast til einskorð- ast við aðdáendur skáldsins.“ Að elska er að lifa Hans Kristján Árnason ræðir vid Gunnar Dal ★★★ „Sérlega aðgengileg og um margtfróðleg bók sem geymir lífsuppjgör Gunnars Dal. Skoðanir Gunnars og lesenda fara kannski ekki œtíð samati en það kemur ekki t vegfyrir að tnargs má njóta í þessari bók sem virðist œtla að verða tneð þeim vinsœlustu þetta árið.“ Þóra KristIn Ásgeirsdóttir Herbrúðir ★★★ „Góð bók sem segir sögu níu íslenskra kvenna sem giftust erlendum hermönnum. Bókin einkennist afhressilegum og skemmtilegum stíl en megin- galli hennar liggur í bygging- untii sem er heldur brota- kenndur og virkar truflandi.“ í ÞJÓNUSTU forseta og ráðherra Birgir Thorlacius ★★★ „Þegar Birgir Thorlacius seg- ir sögur affólki eru endur- minningar hans úrStjórnar- ráðinu oft glettilega skemmtileg lesning. í heild- itta erþetta verk satniðfyrir aristókratíska lesendur og þeir munu njóta bókarinnar ogdrekka ísigfróðleikinn.“ Hafliði Vilhelmsson Heiða fremur sjálfsmorð ____________★★ „Óhefðbundin og áhugaverð unglingabók sem líðurfyrir afar slakan lokakafla." Árni Bergmann Þorvaldur VlÐFÖRLI ______ ; r ★★______________ ,y/Evintýrabók fyrir stóra stráka ogstelpursem hafa strák í sér. Skemmti- og has- arsaga sem er alls ekki slœm en höfundur missir stundum þráðinn og er of orðtnargur.“ VOR I DAL ÖRSÖGUR Friðriks Þórs Frið- RIKSSONAR. ÁRNI ÓSKARSSON SKRÁÐI _____________® ____________ „Sjálfhvetf og hrapallega misheppnuð bók.“ Tundur dufl ErótIskar SMÁSÖGUR *★ „Þeir sem œtla að orna sér við þessa lesningu á drunga- legutn haustkvöldum ttiunu trúlega komast að því að þessi bók reynist ekki sú upp- lyfting sem búast hefði mátt við. Erótíkin er annars staðar — það sama á við um bók- menntagildið.“ „Á prenti einkennast þessar sögur því miður um of af sjálfhverfu og grobbi. Stundum finnst manni Friðrik komast nálægt því að slá met í sjáífhælni. Líkast til stafar það af athugunarleysi.cc Dansað kringum naflastrenginn VóR I DAL - ÖRSÖGUR FlUÐRIKS ÞÓRS Friðrikssönar. Árni ÓSKARSSON SKRÁÐI 171 HLS. Mál og menning 1994 ® Ég verð að viðurkenna að þessi bók gerir mig hvumsa. Ég kem ekki auga á tilganginn með útgáfu henn- ar þótt vafalaust ntuni hún vekja einhverja lukku í vinahópi Friðriks Þórs Friðrikssonar. En nær ein- göngu þar. Þetta eru sögur sem ég efast ekki um að megi hlusta á í fjölmennum samkvæmum þar sem menn grípa oft til þess ráðs að halda uppi fjöri með því að segja sögur af sjálfum sér. Á prenti einkennast þessar sög- ur því miður urn of af sjálfhverfu og grobbi. Stundum finnst manni Friðrik komast nálægt því að slá met í sjálfhælni. Líkast til stafar það af athugunarleysi. Það má merkja á frásögnum að þeim hafi verið ætlað að vera fyndnar. Lesandinn gerir sér grein fyrir þessari ætlan en hætt er við að stirðnað bros leiki um varir hans eins og oft vill koma fyrir áhorfend- ur sem verða vitni að því að lista- manni bregðist bogalistin. Sigríður Albertsdóttir, gagn- rýnandi Dagblaðsins, notaði orðið karlagrobb um þessar sögur og er það engin furða því bókin á inni- stæðu fyrir þeirri einkunn, þess má víða fmna dæmi. í einni sögunni svarar Friðrik kennara sínum í brandarastíl. Svar hans virðist hafa vakið mikla kátínu því Friðrik bæt- ir við: „Þá hlógu meira að segja stelpurnar." Við stelpurnar í gagnrýnenda- stétt virðumst ekki hafa hlegið yfir þessari bók en annað virðist eiga við um strákana, þeim þykir hún hin skemmtilegasta og hafa gefið henni ágæta dóma. Hinn nostalgíu- kenndi, sjálfliverfi strákaheimur heillar okkur greinilega ekki en þeir virðast hins vegar eiga þar athvarf. Nú er það vitanlega svo að ungir menn geta vissulega haft frá mörgu skemmtilegu og athyglisverðu að segja um sjálfan sig. Én þá verða þeir að gera slíkt af einhverri sjálfs- gagnrýni og lágmarksáhuga á um- hvérfi og öðrum manneskjum. Hér rekur hver sagan aðra þar sem sagt er frá strákapörum Friðriks, orð- heppni hans, dulrænum skynjun- um og djamrni. En svo vitnað sé í orð Nóbelsskáldsins, það hefði þurft að lyft því öllu á hærra plan. Það tekst ekki og því fer svo að í þessari bók er Friðrik Þór einfald- lega að snúast í kringum nafla- streng sinn. Það er ógn langur hringdans. Og það er vissulega miður um svo röskan og hæfileika- mikinn mann. Árni Óskarsson, annar hæfi- leikamaður, skráir sögurnar, setur þær í knappan stíl sem hefði átt að duga vel væru sögurnar innihalds- ríkar að efni en í stað þess opinber- ast rækilega í stílnum hversu inni- haldssnauðar þessar endurminn- ingar eru. Sjálfhverf og hrapallega mis- heppnuð bók. ■ Kolbrún Bergþórsdóttir Sigríöur Amardóttir dagskrárgerðarmaður og þula „Þetta eru mikil lúxusjól hjá mér, því ég er í miklu og góðu fríi núna. Jólahaldið verður mjög rólegt hjá okkur og hefðbundið á flestan hátt. Jólin byrja á því að við röltum yfir í næsta hús, til þeirra Jóns Hjart- arsonar og Ragnheiðar til að borða skötu á Þorláksmessu. Við pössum okkur alltaf á því að eiga eftir að kaupa eina gjöf, og að skötuveislunni lokinni röltum við saman niður Laugaveg- inn í kuldanum og rokinu. Þegar okkur er orðið nógu kalt finnum við okkur eitthvað huggu- legt kaffihús þar sem við setjumst inn og þá kemst maður endanlega í jólastemmning- una. Það verður hins vegar mun minna um að vera hjá okkur á aðfangadag en venju- lega, og því má kannski segja að þetta séu óhefðbundin jól fyrir okkur. Hingað til höf- um við haft fjölskyldur okkar beggja hjá okkur, svona 10-12 manns, og þá hefur verið kalkúnn á borðum. Núna ætlum við að fresta stóra matarboðinu fram að áramótum og höfum gæs á aðfangadag í staðinn. Þetta snýst fyrst og fremst um strákinn okkar núna, hann er orðinn þriggja og hálfs og er ógurlega spenntur. Honum finnst jólatréð okkar óskaplega merkilegt og voðalega stórt af því það er stærra en hann, og við komum til með að dansa í kringum það með honum. Á jóladag förum við upp í kirkju- garð að vitja leiða afa og ömmu, og á annan er frumsýning hjá manninum mínum í Þjóðleikhúsinu, svo sá dagur verður með rólegra móti. Nú, svo röltum við um bæinn og gefum öndunum og dúllum og skemmtum okkur saman í fríinu. Á gamlárskvöld verður svo stóra matarboðið og það er afskaplega gaman hérna í hverfinu okkar, litla Skerjafirðinum, þetta kvöld. Mikil brenna og sameiginleg blysför með nágrönnunum, þar sem mikið er sungið.“ TVyggvi Hansen hotgerðarmaður „Aðal hátíðarstund okkar ásatrúarmanna er við sól- stöður 22. desember. í mínum huga eru jólin forn frjósemishátíð og fögnuður yfir því að daginn fer að lengja aftur. Jólatréð er frjósemistákn og jólasvein- arnir eiga uppruna sinn í heiðnum sið. Við sólstöður förum við upp í Heiðmörk en þar er borghús sem er hringlaga byrgi hlaðið úr grjóti. Við ætlum að grilla lamb þar inni og dansa hringdansa og drekka mjöð. Ég bý til mitt jólatré sjálfur úr ýmsu dóti og hef logandi kerti í staðinn fyrir Ijósaseríu. Ég er nefnilega svolítið viðkvæmur fyrir því að höggva tré. Á aðfangadagskvöld verð ég með vin- konu minni hjá foreldrum hennar en þau búa rétt hjá Þingvöllum og á jóladag reikna ég með að heimsækja ættingja og vini.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.