Helgarpósturinn - 22.12.1994, Page 29
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN BÆKUR
29
Bréf til blaðsins
Hugsanlega óréttlátur
dómur en varla rœtinn
„Myndir Eiðs Snorra minna
helstá biblíumyndir, eða livern-
ig biblíumyndir gcetu verið,
upphaf alheimsins, frjóvgun og
kraftur þegar persónurnar
stökkva upp á ský eða mœtia
uppleitar til Ijóssins, mjög vel
gerthjá Eiði.“
íslenska X-kynslóðin
Eiður Snorri og Einar Snorri
Strákar og stelpur
Fróði
★ ★★★
I desembermánuði, loksins,
framkölluðu Snorrarnir, Eiður og
Einar ljósmyndabókina Strákar og
stelpur. Eftir bókinni hefur verið
beðið með eftirvæntingu, allavega
af þeim sem þekkja eldra myndefni
Snorranna, en þeir hafa hingað til
báðir kvittað undir myndirnar sem
hafa birst á síðustu misserum í dag-
blöðum; tímaritum og einnig hafa
þeir hannað plötuumslög og aug-
lýsingar. En myndir Snorranna
marka tímamót í íslenskri ljós-
myndun. Þeir mynda fólk og aftur
fólk og aðallega eina kynslóð, sína
eigin. Myndefni íslenskra Ijós-
myndara hefur hingað til aðallega
verið landslag, gamalt fólk og börn
í ljósi og skugga. Snorra-dúóið hef-
ur hins vegar átakalaust brotið upp
þessa áþján og rnyndað meir og
minna sína eigin kynslóð sem er
vissulega full af fallegu ungu fólki.
Lausir við allan skráargataeffekt
eða íjarlægð vegna þess að mynd-
efnið er þeirn fullkomlega eðlilegt,
enda eru þeir fallegir sjálfír og birta
eigin sjálfsportrett við hliðina á
hinum. Þeir vinna vesenislaust úr
eigin unrhverfi og stundum á við
heimildarljósmyndara eins og sýn-
ingin þeirra í gallerí einn einn.
Það er þessi innvígsla í nýrri kyn-
slóð sem hefur verið þeirra aðall og
svo húmorinn: Snorrarnir haldandi
um tólin og haf af yngismeyjum í
sundbolum bak við þá, Einar
Snorri með Domino’s-pizzu og
niðurrigndir félagar afmyndaðir í
gleiðlinsunni. Þetta eru myndir
með Snorrahúmor.
En í annars mjög yfirborðsfal-
legri bók þeirra, Strákar og stelpur,
sem er tviskipt, (kompaníið er ldof-
ið þannig að þeir skipta bókinni á
milli sín) glataðist húmorinn. Þetta
eru „fallegar og fágaðar“ rnyndir af
fólki en það er eitthvað sparsamt
við bókina, kannski hafa þeir bara
tekið hana of alvarlega en tapað
einhverju í leiðinni. Allavega hafa
þeir losað sig við kynslóðina nreð
því að mynda fólkið nakið í tírna-
leysinu og þéttu andlitsportrett
Einars Snorra gætu alveg eins verið
tekin á tímurp Kaldals gamla og
með sömu nákvæmni og gamli
virtúósinn, bravó. Myndir Eiðs
Snorra minna helst á biblíumyndir,
eða hvernig biblíumyndir gætu ver-
ið, upphaf alheimsins, frjóvgun og
kraftur þegar persónurnar stökkva
upp á ský eða mæna uppleitar til
ljóssins, mjög vel gert hjá Eiði og
hann heldur alveg utan um þessa
hugsun alla leið, sem er í anda Leni
Riefenstahl, hirðljósmyndara
þriðja ríkisins. Fín og fáguð bók,
vantar að vísu húmorinn en samt
sem áður nauðsynsleg heimild í ís-
lenskri ljósmyndun þar sem Snorr-
arnir eru einstakir og engum líkir.
Alda Lóa
Rœtni svarað
Hr. ritstjóri. í blaði yðar 19. þ.m. er á
lævísan hátt reynt að gera son minn,
Hrafn Gunnlaugsson, tortryggi-
legan í augum alþjóðar út af máli, sem
honum er nánast óviðkomandi. Þetta
mál hefur verið í mínum höndum
vegna fyrirtækis hans FILM. í grein-
inni segir orðrétt í fyrirsögn: „Hrafni
Gunnlaugssyni stefnt í annað sinn
vegna hests sem hann seldi en reyndist
gallagripur." Ég sé mig því tilneyddan
að birta leiðréttingu.
Upphaf þessa hestsmáls, er að þeir
Grétar Þórisson og Hjörtur
Valdimarsson keyptu af Sigurði
Marínussyni, fyrrv. starfsmanni
FILM, hest sem Sigurður hafði keypt af
FILM eftir að tökum á kvikmyndinni
„I skugga hrafnsins" lauk. FILM hafði
keypt hestinn af virtum hesteiganda.
Ekki var gerður skriflegur samningur
þegar FILM seldi Sigurði hestinn og
eigi heldur þegar Sigurður seldi þeim
félögum hrossið, en slíkt mun vera al-
gengt háttalag í hrossaviðskiptum og
það spillti málinu.
Greiðslan fyrir hestinn, sem Sigurð-
ur seldi þeim félögum, var tveir víxlar,
sem greiddir skyldu hálfu ár síðar. Sig-
urður Marínusson afhenti FILM víxl-
ana sem greiðslu upp í skuld við FILM.
Ég fékk víxlana síðan til innheimtu.
Fyrst þegar málinu hafði verið stefnt til
innheimtu víxlanna vegna vanskila
þeirra, hafði annar skuldaranna sam-
band við mig, er málið var þingfest.
Bar hann fyrir sig að vlxlarnir væru
ólöglegir, án þess að skýra það frekar.
Ég gat ekki séð neinn galla á víxlunum,
sem leiða ætti til ógildingar þeirra, en
frestaði málinu til þess að maðurinn
gæti kært málið til RLR, sem þeir gerðu
ekki, síðan heyrði ég ekkert frá þeim og
víxilmálið fór sína leið. Mér var þá alls
ekk kunnugt hvernig víxlarnir væru til-
komnir. Það kom ekki fullkomlega í
Ijós fyrr en málið var komið á lokastig.
Löngu seinna fóru þeir félagar í rift-
unarmál út af hestinum og þá kom í
ljós, að Sigurður Marínusson, vinur
þeirra félaganna, hafði ekki skýrt frá
galla á hestinum. Helti, sem kom fram
seinna. Ég hefði strax látið kaupin
ganga til baka ef mér hefði verið ljóst
hvernig í málinu lá, en ég hef aldrei átt
við svona mál og síst hrossakaupamál.
Báðir kaupendur hestsins voru vanir
hestamenn og jafnvel lærðir tamninga-
menn að ég best veit. 1 framhaldi af því
og þrátt fyrir upplýsingar mínar var
FILM og Hrafn Gunnlaugsson per-
sónulega látinn þola riftunardóm og
gert að greiða rúmar 700 þúsund kr. í
bætur með áföllnum vöxtum og máls-
kostnaði. Mér þykir sá dómur fjar-
stæða og fáheyrt að dæma mann til að
bæta verk, sem hann hefur alls ekki
komið nærri.
Það atvikaðist svo, að félagarnir,
sem eru hrossaræktarmenn, létu ekki
fella hestinn fyrr en lögmaður þeirra
hafði bent mér á þann möguleika, en
að mati dýralæknis og hrossaræktar-
ráðunauts var ástæðulaust að halda
ónýtum hesti á lífi eins lengi og þeir
höfðu gert. Dýralæknirinn, sem hafði
skoðað hestinn, þegar gallinn kom í
ljós, taldi að rétt hefði verið að fella
hestinn strax. Þeir létu hann samt lifa
og reiknuðu sér kostnað fyrir.
Árum síðar skeði það, að þeir félagar
kröfðust viðbótargreiðslna fyrir að
hafa algjörlega að ástæðulausu haldið
hestinum á lífi. Ég gerði mér vonir um
að hægt væri að sansa málið og sagði
Hrafni að ég myndi sjá um að leysa
málið honum að kostnaðarlausu. Von
mín um drengskap í þessu máli, hefur
hins vegar brugðist og þannig horfir
málið við. Fyrir mér er aðalatriði þess,
að Hrafn hefur ekki komið nærri þessu
máli og það veit lögmaður þeirra fé-
laga. Málið er fýrir dómstólum.
Hins vegar kemur mér ekkert á
óvart að blað, sem er ritstýrt af Gunn-
ari Smára Egilssyni, skuli reyna að
sverta æru Hrafns Gunnlaugssonar
með þessu ómerkilega dómsmáli. Er-
indi þessa ógæfu ritstjóra þekkja þeir
sem reynt hafa manninn.
Gunnlaugur Þórðarson
Dr. Gunnlaugur, leiðinlegt að þið
feðgar skylduð ekki hafa erindi sem
erfiði í þessu máli og fengið á ykkur
dóm sem þið teljið óréttmætan. Þá er
lítið annað að gera en áfrýja, sem þið
hafið og gert. Gangi ykkur vel.
Það er hins vegar of djúpt í árinni
tekið að kalla dóminn rætinn. Annað
hvort hefur þér ekki tekist að skýra
málavöxtu nógu vel fyrir dómaranum
eða hann hefur ekki haft vit til að skilja
röksemdir þínar. Þá er betra að gera
eins og lögmaðurinn forðum og þakka
guði fyrir Hæstarétt. Það hefur reyndar
dugað illa síðustu árin og hafa margir
brugðið á það ráð að þakka guði frekar
mannréttindadómstólinn í Haag en
eignað fjandanum íslenska réttarkerfið
eins og það leggur sig.
Hins vegar get ég ekki stillt mig um
að róa þig með því að óréttmætur
dómur verður ekki rætinn fyrir það að
við á MORGUNPÓSTINÚM segjurn
frá honum. Ekki frekar en réttmætir
dómar verði guðleg handleiðsla á síð-
um blaðsins. Dómur er dómur. Og
þótt við lékum að því að segja dómur
er dómur er dómur, þá breytist ekki
eðli hans nema við viljum horfa á alla
hluti út frá listinni. Það getum við ekki
leyft okkur, lögmaðurinn og blaða-
maðurinn, þrátt fyrir að sonur þinn,
listamaðurinn, geti það í sínum störf-
um. Og láti það meira að segja eftir sér
að reyna að flytja eitthvað af dramatí-
kinni úr verkum sínum inn í réttarsal-
ina, á síður blaðanna og víðar um ris-
minni svið en maður er vanur að sjá
hann leika um.
Og úr því að ég er byrjaður að
kveinka mér og umvanda við mér eldri
mann get ég ekki annað en nöldrað að-
eins yfir síðustu málsgreininni. Ég sé
ekki betur en þú, doktorinn, sért fall-
inn í þá gryfju að bera út slúður. Ég
veit nefnilega ekki til að þú hafir reynt
mig að einu eða neinu sem máli skiptir
og síðustu setninguna get ég því ekki
skilið öðruvísi en þú sért að hafa þetta
eftir einhverju fólki. Ekki hefur þú
spurt mig út í það sem ég á að hafa gert
af mér, ekki einu sinni þegar þú komst
hérna á þriðjudaginn með þetta bréf.
En ef þér finnst að þú hafi reynt mig
af einhverju illu, vil ég rifja upp tvö til-
felli sem ég hef hitt þig um dagana.
í fýrra skiptið var ég ellefu ára.
Mamma hafði lent í því að leigubíl-
stjóri var að flýta sér í næsta túr, mátti
ekki vera að því að bíða eftir að meira
færi út úr bílnum af hcnni en önnur
löppin, og ók af stað með þeim afleið-
ingum að annað afturhjólið fór yfir
ökklann á mömmu og hann brotnaði.
Hálf slysalegt, en ekki nóg til þess að
mamma fengi einhverjar bætur mögl-
unarlaust og þurfti því að fá sér lög-
mann. Það varst þú. Það eina sem ég
man af þeim viðskiptum var fyrst þeg-
ar þú komst heim, gekkst inn án þess
að banka, hlammaðir þér niður við
eldhúsborðið og þegar mamma loks
áttaði sig á hver þú varst og bauð þér
kaffi, þá lamdir þú í borðið og sagðir:
„Áttu ekki bjór?“ Ekki veit ég hvernig
viðskipti ykkar mömmu enduðu en ég
man að hún hló lengi að þessari inn-
komu þinni, eins og svo mörgu öðru á
þeim árum.
Hitt skiptið sem ég rakst á þig var
fyrir mörgum árum, allavega varst þú
þá í för með Karli heitnum Kvaran að
skoða myndlistarsýningu þar sem nú
er einhver unglingatískubúð í kjallara á
Vesturgötunni. Ég var þá nýbúinn að
taka viðtal við Karl og átti við hann
nokkur orð og mig minnir að þú hafir
haft einhverjar skoðanir á því sem við
vorum að segja. Þið voruð reffilegir
karlar þarna í galleríinu og sláttur á
ykkur.
Meira var það nú ekki sem ég hef
haft af þér að sælda og skilst mér af því
sem ég hef heyrt af þér að ég eigi frekar
að sýta það en prísa.
Þökk fyrir bréfið og gleðileg jól
Gunnar Smári Egilsson
PAKK11
Shakespere flugusett
Stöng, hjól, lína
Verð: 4.600
PAKKI2
Shakespere flugusett
Stöng, hjól, lína
Verð: 7.690
PAKKI3
Mitchell stöng, hjól, lína
undirlína
Verð: 9.900
PAKKI4
9 f stöng-L 7-8,
Daiwa hjól, lína, undirlína,
taumur
Heildarverð: 14.980
Pakkaverð: 12^700
'ikið úrval affa
PAKKI 5
I f stöng-L 7-8, Young hjól
lína, undirlína, taumur
Heildarverð: 16.400
Pakkaverð: 13.980
W PAKKI6
9 f Thomas & Thomas stöng-
L8, Young 1530 hjól, Cortland
lína, undirlína, taumur ^
Heildarverð: 33.550 |
Pakkaverð: 28.500 1
■
Néópren vöðlur - Fluguhnýtingasett 3.890-6.400-6.900
Stangarsett - Gönguskór - íslensk fluguhnýtingaspóla -
Ambassador veiðihjól o.m.fl.
Neopren vöðlur
X/riaik' 13.600
Vöðlujakkar
LAUGAVEG1178 - SIM116770