Helgarpósturinn - 22.12.1994, Page 30

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Page 30
30 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 Dýra- læknirí ftiðiog - stríði Tíminn slær ekki slöku við flutning ógeðfelldra frétta þessa vikuna frekar en aðrar vikur ársins. Ógeð- felldustu frétt vikunnar er að þessu sinni að finna í þriðjudagsútgáfu blaðsins í efnisdálki sem kallast „Fréttir af bókum". Sú staðreynd að ógeðfelldustu frétt vikunnar er að finna í þessum efnisþætti sýnir best hve Tímamönnum er lagið að koma einhverju ógeðfelldu að, sama um hvað þeir fjalla. Fréttin greinir frá útgáfu sjálfsævi- sögu Karls Kortssonar dýralækn- is og þar segir meðal annars: „Það eru engar ýkjur að segja að margt hafi drifið á daga dr. Karls Kortssonar. Hann komst til þroska í Þýskalandi Hitlers, lauk þar námi í dýralækningum og var liðsforingi í dýralækningasveitum þýska hers- ins 1940-45 á vígstöðvum víðsvegar um Evrópu. Þar beið dauðinn við hvert fótmál, en þó gáfust fá tæki- færi til að eiga samskipti við hið veika kyn. Sagan af ástum dr. Karls og hinnar rússnesku Nínu er ógleymanleg. Sjálfur segir dr. Karl: „Ég er vinur kvenna og dýra, því þessar lífverur þurfa mikla um- hyggju °g hlýju.“„ Það er að sjálfsögðu ekkert ógeð- fellt við það að dr. Karli hafi dottið í hug að setja sjálfsævisögu sína á blað en ummælin sem höfð eru eftir honum eru hins vegar veru- lega ógeðfelld svo ekki sé tekið sterkara til orða. Ummæli doktors- ins lýsa óvenjulegri afstöðu til kvenna og maður þarf ekki að vera mikill kvenréttindafrömuður til að finnast þau kvenkyninu til minnk- unnar. Það ereinhvern veginn fremur hæpið og óviðeigandi að tala um dýr og konur í sömu setn- ingunni í þessu samhengi. Fyrir þessi jól komu út tvær bækur sem marka endalok reykvísku-meðaldrægu-end- urminningabókanna. Ég man-bók Þórarins Eldjárns, sem man ekki eftir neinu nema vörumerkjum og útvarpsdagskránni, og Vor í dal-bók Friðriks Þórs, sem man ekki eftir neinu nema sjálfum sér. Saman kristalla þessar bækur ókostina við strákabæk- urnar, þær voru yfirborðskenndar og sjálfhverfar. GUNNAR SmáRI EGILSSON telur sig hafa fundið skýringuna; þessar bækur voru nostalgía drengjanna sem komust á kyn- þroskaaldur um það leyti sem konur vildu kasta af sér hefðbundnu kynjahlutverki. Drengjanna sem sakna þess tíma að karl var karl og kona kona. Jón Oddamir og Jón Bjamamir hennar Guðrúnar „Skrifaði ég um æsku mína?“ sagði Guðmundur Andri Thors- son, hálf spyrjandi og hálfþartinn að reyna að sannfæra mig um hið gagnstæða, síðastliðinn sunnudag á Grillhúsinu Tryggvagötu, sem áður hét Grillhús Guðmundar. Hann var raddlaus og því aumari fyrir bragðið að bera af sér þessa þungu sök. Sagðist hafa verið að syngja kvöldið áður með Spöðunum á dansæfingu íslenskunema, eins og það væri fullgild ástæða fyrir því að sitja raddlaus yfir nýdrukknum bjór á stað þar sem enginn kemur nema sá sem vill ekki sjást né heyr- ast. „Þú skrifaðir um Vogana,“ sagði ég grimmur, eins og sjálfsagt er að vera þegar maður stendur menn að verki á svona stöðum. Eins og þeg- ar ég gekk fram á Svein Einars- son slafra í sig hamborgara á búllu á Albufeira, spurði hann hvort hann vissi um flug til Islands en fékk langa útlistun á því að hann væri ekki þarna sem sólarlandafar- þegi heldur skáld í leit að húsi til að skrifa í um veturinn, hefði eng- an íslending séð né heyrt, væri í stuttum stans, svo stuttum að hann hefði rétt skotist þarna inn til að seðja sárasta hungrið. Menn verða víst að éta. Andri notaði síðustu leifarnar af röddinni og skríkti: „En ég fæddist í Vogunum!“ „En þú hefðir mátt vita að þeir eru ósnertanlegir, eitrað peð,“ sagði ég miskunnarlaus, borgaði fyrir hamborgarann og fór í vinn- una að skrifa leiðara um nauðsyn þess að lemja opinbera starfsmenn þangað til þeir hætta að ljúga upp á sig yfirvinnu sem þeir hvorki nenna að inna af hendi né nokkur þörf er fyrir. Þetta samtal var ef til vill ekki akkúrat svona. En svona er nú samt komið fýrir Vogunum. Ég fæddist ekki í Vogunum eins og Andri. Ég flutti þangað í miðj- um átta ára bekk og bjó þar þangað til ég fór í Fellaskóla í öðrum bekk í gaggó. Þetta var nokkrum árum eftir gullöld hverfisins. Ég var í tímum í skólanum sem riddarar hringstigans léku sér í hálfbyggð- um. Skólastjórinn var þó sá sami og gat lagt heilu raðirnar í rúst, eins og sá í Punktinum. Sjoppurn- ar voru þarna ennþá en líkast til hafði hinn rétti andi yfirgefið þær og farið í MT. Þegar ég hafði aldur til var sá skóli orðinn að Mennta- skólanum við Sund, fluttur í hverf- ið þaðan sem fýrstu busarnir komu en þeir voru þá útskrifaðir og sestir að í gömlum húsum niðrí bæ. Jafnvel vestur í bæ. Þegar ég ólst upp í Vogunum voru aðrar hetjur og aðrar hættur en segir frá í goðsögnunum. Ég kom eftir að gullöldin leið, ólst upp við hnignun hverfisins, lifði á miðöldum í ríki Stebba glæps, Adda Barða, Palla Kína og Kidda kúbeins. Eldri bróðir minn var í bekk með Bubba Morthens en meira vissi ég ekki af bestu sonum hverf- isins. Og hef fengið að heyra að Bubbi hafi verið bölvuð písl á þess- um árum og ekki talist til mikilla kappa. Seinna las ég um hverfið í ljúfsárum endurminningabókum drengjanna sem ólust upp í Vog- unum eða ef til vill einhverjum allt öðrum hverfum. En þau voru samt eins og Vogarnir og þar sem Vog- arnir voru algengasta sviðið þá fannst manni þetta allt vera Voga- bækur. Strákabækur, Vogabækur. Allt sama súpan. Þannig er komið fyrir Vogunum í hausnum á mér. Og þegar ég var að tala við Andra á Grillhúsinu fannst mér eins og þannig hlyti að vera komið fýrir Vogunum hans líka. Hann hlýtur að vera eitthvað eldri en ég, en hann er samt ekki svo gamall að hann sé af þeirri kynslóð sem harð- ast hefur lagst á æsku sína til að fá einhverjar skýringar, sögur og svör. Það eru allt menn sem eru fertugir og hálf fimmtugir í dag. Svo gamall er Andri ekki. Ég veit að Einar Már er úr Vog- unum, Einar Kára segist hafa ver- ið orðinn fjórtán þegar hann lenti þar, Friðrik Þór var eitthvað yngri, ég veit ekkert um hvar Pétur Gunnarsson ólst upp en ég hef haldbæra vissu fyrir að Þórarinn Eldjárn kom aldrei í Vogana. Ekki þá nema í heimsókn. En þrátt fyrir að þessir menn tengist Vogunum mismikið og mislítið þá eru þeir einhvern veginn andlega skyldir. Þetta eru höfuðskáld reykvísku- meðaldrægu-endurminningabók- anna. Menn sem á miðjum ung- manndómsárum sínum leggjast í ljúfsáran söknuð eftir rétt nýliðinni æsku. Við Andri erum líklega nógu gamlir til að hafa fundið reykinn af réttunum frá æskuárum þessara manna. En hann dugði ekki til að okkur langaði að smakka og við höfum því farið á mis við hvers er að sakna. Við munum Sunbeam- hrærivélar en skiljum ekki merk- ingu þess. Ég man-bók Þórarins Eldjárns, sem kom út fyrir nokkrum vikum, er eins konar hápunktur og lág- punktur þessa bókmenntaöng- strætis. Hún er hápunktur vegna þess að það er vandséð að hægt verði að komast lengra eftir þessu stræti og hún er lágpunktur vegna þess að hún er innantómari en öll hin verkin en nær samt með því að magna upp tómahljóðið í þeim öll- um. Hún afhjúpar alla greinina. Þessir menn muna akkúrat ekki neitt nema vörumerki, einstaka bíómyndir og stefið sem var spilað á milli dagskrárliða í útvarpinu. Það stef ómar undir öllum þessum verkum. Og hjá Pétri Gunnarssyni er nauðsynlegt að leggja bækurnar aftur annað slagið ef maður ætlar ekki að ærast; Dududududuu- duuduu-dududududuuu. Samanlagðar eru endurminn- ingar þessara manna eins konar Disney-veröld með mömmum við eldavélarnar, heitu kakói og ffanskbrauði með sultu, skrítnum fullum kalli í næstu götu, gotteríi útí sjoppu sem fæst ekki lengur, reiðum verkstjóra sem bankar í rúðu á vinnuskúr, hasarblöðum, njólareykingum, pissi í sinalco- flösku og eldri systkinum með unglingaveikina. Það er furðulegt að þeir skuli ekki fyrir löngu vera búnir að þakka Guðrúnu Helga- dóttur fýrir lánið á heimsmynd- inni og biðjast afsökunar á að hafa sleppt hlýja boðskapnum hennar. Þórarinn Eldjárn man alls ekki eftir Guðrúnu í Ég man-bókinni sinni. En hann man „Gamalt vín á nýjum belgjum", en þá sem útvarpsþátt- um Troels Bendtsens. Það má vel vera að þessir menn hafi allir verið farnir að rifja upp æsku sína áður en Guðrún kom til. Það breytir því hins vegar ekki að þeir eru allir Jón Oddarnir og Jón Bjarnarnir hennar Guðrúnar. Ef til vill er besta leiðin til að skilja heimsmynd strákabókanna að bera hana saman við seinni tíma stelpubækur og nota til þess ís- lensku fyllibyttuna — þessa erk- itýpu sem hefur mætt í allar ís- lenskar skáldsögur, sjálfsagt í von um þar sé veitt vín eins og við opn- anir á myndlistarsýningum. í strákabókunum er fyllibyttan

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.