Helgarpósturinn - 22.12.1994, Síða 31
J
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
31
næstum skemmtilegur íyr. Stund-
um drekkur hún í sig hugsjónaeld-
móð og hrópar stalínísk slagorð út
um glugga. Stundum drekkur hún
sig til gjafmildi og býður öllum
krökkunum í hverfmu upp á kók
og prins og vinnur sér inn kossa
þrátt fyrir súra andremmuna. Ein-
staka sinnum er hún innan fjöl-
skyldunnar og er höfð sem merki
þess að allir draumar allra manna
geta ekki ræst. Hún leysir upp
fermingarveislur, íyrst með gleði-
látum, skrítnum uppátækjum og
háværum söng en röfli og sjálfsvor-
kunnsömu snökkti þegar á líður.
Fjölskyldur þessara manna eru hálf
eyðilagðar yfir þessu framferði, en
það er varla hægt að segja að
drykkja mannsins hafi meiri áhrif á
þær.
I stelpubókum síðari ára er fylli-
byttan hryllilegri enda nýtur hann
þar ekki þessa gulbrúnu lýsingar
endurminninganna sem lá yfir Bíó-
dögum. í stelpubókunum springur
fyrir eða brotnar eitthvað undan
höggum hennar í ölæðinu. Svikin
loforð eru meira áberandi en ein-
staka gjafmildiskast þegar rofar til
í drykkjuskapnum. Fyllibyttunni
fylgir skömm en ekki fliss, sárs-
auki en ekki skemmtilegar
sögur. Og drykkjuröfl fylli-
byttunnar í stelpubókun-
um verður aldrei nokk-
uð glúrin analýsa á lífs-
gæðakapphlaupið
eða hversdaglegt
amstur samferða-
fólksins. Þótt
fyllibyttan sé
bölvaður fáviti og
með annan fótinn
utangarðs þá eru
augu hans svo fljót-
andi að það er ekkert á
því að græða sem þau
þykjast sjá. Enda vita allir
sem kynnst hafa að fyllibyttan
sér ekkert nema rassgatið á
sjálfum sér.
Munurinn á strákabókun-
um og stelpubókunum mark-
ast dálítið af því að strákarnir
eru ffemur að búa til goða-
heim en endurspegla þann
heim sem við lifúm og
hrærumst í. Einhverra
hluta vegna hafa þeir fund-
ið þörf hjá sér til að búa til
eins konar Disney-heim
utan um æskuárin sín —
hér eftir kallaður Voga-
Disney.
En hvað hefur fengið
þessa menn til að
byggja upp þetta Voga-
Disney æsku sinnar?
ínukassanna. Og svo náttúrlega
Sunbeam- saumvélanna. Og farið
að yrkja af söknuði.
Mér finnst þetta frekar billeg
skýring. Og ekki vegna þess að mér
datt hún í hug því ég ætla að birta
hér fyrstu kenningu mína í bók-
menntum. Á eftir tvípunktinum:
Þessir menn, höfuðskáld reyk-
vísku-meðaldrægu-endurminn-
ingabókanna, eru fyrsta kynslóð
karlmanna sem þurfti að glíma við
það á kynþroskaaldri sínum að
mótleikararnir gerðu uppreisn
gegn hefðbundnu kynjahlutverki
sínú. Og þar sem þeir voru fyrstir
hafa þeir aldrei fyrirmyndir. Feður
þeirra og eldri bræður voru af öðr-
um heimi. Það voru kallar. Og
mæður þeirra og eldri systur voru
kellingar. Þeir ólust upp í einföld-
um heimi en var ýtt út í annan sem
var alls ekki svo einfaldur. Þeir
gátu ekki lært nema reka sig á. Og
þar sem það er sárt að reka sig á
eiga þeir það til að leiða hugann
aftur til þess tíma að heimurinn
var einfaldur, þar sem voru stigar
og slöngur sem allir vissu um en
ekki einhverjar hættur aðrar sem
ekkert var sagt um í leiðarvísinum.
Frásögur þeirra af mömmunum
við eldavélarnar og köllunum sem
voru annað hvort skítugir um
hendurnar eða fullir, er ekki lýsing
af lífi sem er óspjallað af tilvistar-
kreppu og sálarflækjum nútímans
— sem er tunta — heldur söknuð-
ur eftir þeim tíma að kall var kall
og kona kona.
Þetta var nú kenningin.
Og þegar maður hugsar útí hana
þá getur maður næstum því keypt
hana. Það sést best á skófatnaði
drengjanna af þessari kynslóð. Þeir
gengu annað hvort í fótlagaskóm
eða kúrekastígvélum. Það voru þau
svör sem þeir höfðu við uppstokk-
un kynjahlutverkanna.
Þeir sem fóru í fótlagaskóna
voru menn eins og Pétur, Þórarinn
og Einar Már. Maður sér þá á
myndum við hliðina á viðtölunum
annað hvort að vaska upp eða ryk-
sjúga. Þeir brugðu á það ráð að
verða mjúkir. Hinir sem kusu kú-
rekastígvélin, Friðrik Þór, Einar
Kára og þess konar menn, veltu sér
hins vegar upp úr gömlum kalla-
táknum, reyndu að viðhalda áhuga
sínum á fótbolta, áttu Zippó ef þeir
á annað borð reyktu og dáðust af
Sigfúsi Bjartmars sem alltaf var
jafn helvíti duglegur í járnabind-
ingunum. En þrátt fyrir að það séu
blæbrigði á þessum skófatnaði þá á
hann meira sammerkt, bæði pörin
eru viðbrögð við brjósthaldaralaus-
um og ómáluðum fýlgikonum
þeirra.
Þetta er náttúrlega ekki jafn ein-
falt í dag. Til dæmis hef ég fyrir satt
að kona Einars Kára hafi bannað
honum að ganga í kúrekastígvél-
um. Og ég trúi því. Eftir að ég
heyrði þessa sögu hef ég alltaf litið
á tærnar á Einari og aldrei séð ann-
að en einhvers konar trampara.
Eftir sem áður eru þetta þær meg-
inlínur sem strákar fikruðu sig eftir
þegar stelpurnar gáfú skít í upp-
vaskið og vildu annað hvort hafa
vit á kallamálum eða fannst þau
það bjánalegasta af öllu bjánalegu.
Fótlagaskórnir og kúrekastígvélin.
Ég man eftir að hafa lesið viðtal
við Éinar Má einu sinni þar sem
hann var spurður út í þetta. Hann
svaraði eitthvað á þá leið að í Vog-
unum hefðu mæst sveit og borg og
þá líklega með öllum gildis-
árekstrum sem því fylgir. Hverfið
var að þjóta þarna upp út í ein-
hverju sem áður hafði verið mói.
Og gott ef Einar gat ekki munað
eftir einni belju og nokkrum hæn-
um sem höfðu ekki fattað tímann
og bjuggu þarna enn á milli nýju
húsanna þegar hann var að alast
upp. Og einhver — mig minnir að
það hafi verið einhver annar en
— hann benti á Klepp og sagði að
þar hefðu krakkarnir Iært að fólk
gat verið sísvona og alls ekki allt
steypt í sama mót.
Fleiri útskýringum á þessu nos-
talgíukasti heillar kynslóðar karlrit-
höfunda man ég ekki eftir af þeirra
munni. Og skýrir það sjálfsagt
hvers vegna ég kaupi þær ekki.
Ég skil að rótið sem kom á Guð-
rúnu frá Lundi við að flytja í bæ-
inn hafi fengið hana til að sakna
sveitarinnar. En ég fæ ekki séð að
þótt nábúi Einars Más hafi gengið
hús úr húsi að selja egg undan
hænum sem hann hélt í bakgarðin-
um sínum, hafi það sömu áhrif—
jafnvel ekki þótt Einar Már hafi
verið ungur að árum og hafi á
sama tíma heyrt fullorðna fólkið
tala um að líkast tii væri nágrann-
inn hinum megin kanamella. Það
væri alla vega eina skýringin á því
hvers vegna heimilið flaut í sígar-
ettum, sælgæti og bjór.
Þessir menn, sem muna fyrst eft-
ir sér um 1960, eru ekki þeir sex,
sjö, átta, níu, tíu ára íslendingar
sem hafa upplifað mestar byltingar.
Stríðsárabörnunum var kippt aftan
úr forneskju og sett í bestu sæti að
upplifa vestræna drauma. Og
neyslubyltingin í upphafi viðreisn-
ar var bara hjóm við hliðina á þeim
djöfulskap sem hefur dunið á þjóð-
inni frá því seint á áttunda ár-
atugnum og skall ekki á fyrr en
nostalgíu-drengirnir voru flognir
út til Köben að læra til bókmennta
eða í heimspeki til Frans.
En hugsanlega er það einmitt
þessi síðari neyslubyiting sem fékk
þessa menn til að yrkja. Að þeir
hafi, komnir á þrítugsaldurinn,
staðið ráðþrota gagnvart Tonnna í
Tommahamborgurum, Sveini bak-
ara (sem bauð upp á fleira en
normal-, heilhveiti- og fransk-
brauð), Árna Sam og öðrum post-
ulum seinni neyslubyltingarinnar,
keiluhöllinni, karoke, hvarfi mjólk-
urbúðanna, gjaldeyrisskamtanna,
okurlánanna — og saknað epla-
lyktarinnar á jólunum og appels-
Ég held að það sé einmitt lyktin
af þessu, þessum söknuði eftir ein-
földum heimi, sem fær Guðmund
Andra til að nota síðustu leifarnar
af röddinni sinni í að lýsa því yfir
að hann hafi ekki skrifað um æsku
sína. Og þrátt fýrir að Hallgrími
Helgasyni hafi fundist hann þurfa
að byrja bókina sína á getnaði aðal-
hetjunnar eins og Pétur gerði í
Punktinum, þá móðgast hann ef
maður reynir að líkja honum við
þessa menn. Það er sök sér að vilja
vera litli strákurinn hennar
mömmu sinnar endrum og sinn-
um en þegar það er orðið að svona
heitri ástríðu þá er eitthvað óvið-
kunnanlegt við það.
Og Guðmundur Andri og Hall-
grímur — ég held þeir séu jafn-
aidrar - sýnist mér miklu heldur
draga dám af stelpubókunum en
strákabókunum. Það er eins og áð-
urnefndar meðaldrægar-endur-
minningar eldri bræðra þeirra hafi
höggið gat í skáldskaparhefð kall-
anna og þessir tveir og jafnaldrar
þeirra séu að leita að leið til að
byrja upp á nýtt. Gangi þeim vel ef
rétt er.
Ég — sem þykir alitaf jafn vænt
um eigið kyn — er að hugsa um að
selja mér þá hugmynd að skáld-
skapur sé orðinn kvennastarf. Það
sé orðið of illa launað og illa virt til
að kallar líti við því. Menn mega
ekki einu sinni svelta yfir skriftun-
um lengur fyrir einhvers konar fé-
lagsráðgjöfum listarinnar sem
ganga hús úr húsi og dreifa fram-
færslustyrkjum. Gott ef rithöfund-
ar fara ekki að vinna sér inn fæð-
ingarorlof til að jafna sig eftir
hverja bók.
En kannski læt ég bara svona
vegna þess að ég er ekki enn búinn
að losna við kúrekastígvélin, ég á
bensínlausan Zippó og er að reyna
að reykja frá mér annað lungað
með Camel. Ég elska John
Wayne.