Helgarpósturinn - 22.12.1994, Síða 36

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Síða 36
36 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 X-Domino's 8.DESEMBER - 15.DESEMBER 1994 1JPUP S V ÞV Titill Fiytjandi 01 01 LÖG UNGA FÓLSINS UNUN 02 02 BETTER THINGS MASSIVE ATTACK 03 03 THE WILD ONES SUEDE 04 04 GIRL, YOU’LL BE A WOMAN... URGE OVERKILL 05 05 T0M0RR0W SPOON 06 06 MURDER WAS THE CASE SNOOP DOGGY DOGG 07 07 NOTHINGMAN PEARLJAM 08 08 SWEETJANE COWBOY JUNKIES 09 09 WORKAHOLIC BONG 10 10 THEMAN WHO SOLD THE ... NIRVANA 11 11 FEELING SO REAL MOBY 12 12 ODETO MYFAMILY CRANBERRIES 13 13 BUST BUBBLEFLIES 14 14 GOH MÁL (REMIX) TWEETY 15 15 ÉG GEF MÉR KOLRASSA KRÓKR. 16 16 TILL NOW BUBBLEFLIES 17 17 LOVESPREADS STONE ROSES 18 18 MEAND MY BIG BROWN BELLY URMULL 19 19 FELL ON BLACK DAYS SOUNDGARDEN 20 20 CONNECTION ELASTICA kraumandi undir... SIGHT FOR SORE EYES M PEOPLE ACONSPIRACY BLACK CROWES THE RUBBERS SONG PHARCYDE THANK YOU FOR HEARING ME SINEAD O’CONNOR Lög ungafólsins með Unun á toppnum þriðju vik- utia í röð!! Gáfnaljós vikunnar ergamla Bowie-lag- ið, TheMan Who Sold The World, íflutningi Nir- vana. Hæsta nýja lagið á írski quartettinn Cran- berries, Ode To My Family í 12. bekk. X-Domino’s listinn er valinn vikulega af hlustendum og dagskrár- gerðarmönnum X-ins. Listinn er frumfluttur á fimmtudögum kl. 16:00-18:00 og endurleikinn á laugardögum kl. 14:00-16:00. Það er Einar Örn Benediktsson sem sér um’ann! mmMorgun A \ Posturmn □ '#ml I DOMINO’S PIZZA I Lítið ljóð eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Guðrún Guðlaugsdóttir er þjóðlífsþankapistlahöfundur á Morgunblaðinu og þekkt fyrir einkar skýra og glögga samfélagssýn. Hún er leiftrandi penni og stingur óspart á VUT Uítl dugÍtltl ttð sktifu kýlum þjóðfélagsins. En það sem gerir pistla hennar öðru fremur að þessu merkingafræðilega hyldýpi er viðkvæm, ljóðræn taug sem býr að baki beinskeyttri gagnrýninni. morgunpósturinn fiskaði þetta ljóð úr pistli sem birtist síðastliðinn sunnudag en hann er á mörgum plönum. Ljóðið er umfram allt miðleitið hvisl milli höfundar og lesandans. Ég var um daginn að skrifa um daginn heyrði ég sagt Ég velti þvífyrir mér í sjónvarpi sá ég viðtal Ég held að það þurji aðfara Ég held að það þurfi aðfá Ég held að það þurfi að koma Með sltkri laga- eða reglugerð Ég var ég held ég velti velti þvífyrir mér mikilli innri togstreitu öll sjónarmið mega komafram. !• Pláhnetan og Bubbleflies Hrista saman ióla- steikina af fólki Hermt er að það hafi allt að því andað köldu á milli hljómsveitanna Bubbleflies og Pláhnetunnar þar til fýrir fáeinum vikum. Ekki vitum við nákvæmlega hvað gerðist í millitíðinni en allt í einu fór að fara sögum að því að sést hafi til Páls Banine og Stefán Hilmarssonar allt að því hönd í hönd á skemmti- staðnum Ingólfscafé. Þótt Stefán Hilmarsson gæfi lítið út á þessa sögu ber þessi meinti vinskapur hans og Páls ávöxt, því þá þegar hafa þessar tvær hljómsveitir ákveðið að spila saman í Njálsbúð: „Það er tradissjónalt að spila í Njálsbúð á annan, þar er hefð fyrir því að menn hristi af sér jólasteik- ina,“ sagði Stefán þegar MORGUN- PÓSTURINN sló á þráðinn til hans. Þótt segja megi að Pláhnetan sé um þessar mundir í fríi ætlar hún ásamt Bubbleflies að dusta rykið af sjálfri um jólin og fram yfir áramót víðar en í Njálsbúð. „Þetta er svo helvíti skemmtilegir strákar, miklir fjörkálfar," heldur Stefán áfram. Hvor hljómsveitanna verður upp- hitunarhljómsveitin? „Það má segja að báðar verði það fyrir hvor aðra.“ Nú, segir þú að Pláhnetan sé ífríi, hvencer verður því lokið? „Það er ekki alveg ákveðið, mars, apríl líklega. Það er gamla tuggan, við erum að semja og hlaða batter- íin og ákváðum ekki að vera með í plötuslagnum fyrir jólin. Það er notalegt að prófa að vera í smáfjar- lægð.“ Hvað er eiginlega með svona hljómsveitir; hjónaböndin virðast endast svo stutt? „Það eru eiginlega tvenns konar fídusar í þessu, annað hvort taka menn þetta í törnum og hvíla sig inn á milli eða menn spila villt og galið og tala eiginlega ekkert sam- an. Þannig var það orðið í Sálinni; við spiluðum mikið en að sama skapi gufaði mórallinn upp smám saman. Það er einnig ágætt að hvíla fólkið á sjálfum sér, en við eigum von á því að Pláhnetan koma tví- efld til baka, líklega með plötu, alla- vega nóg að efni sem á eftir að koma á óvart, án þess að ég vilji greina nánar frá því.“ GK Hollt á Holti Hótel Holt Bergstaðastræti 37 ★★★★ Hótel Holt hefur um árabil hýst einn glæsilegasta veitingastað Reykja- víkur. Á hótelinu er einnig bar, sem er ekki síðri til þess að sækja heint. Senni- legast er enginn bar á landinu jafn vel búinn áfengi og barinn á Holtinu. Fyr- ir vikið er hægt að biðja um hvað sem er í trausti þess að hráefnið sé til. Aftur á móti finnst manni það skjóta svolítið skökku við að barinn skuli ekki vera fullmannaður af vönum barþjónum. Það er að minnsta kosti svolítið ank- annalegt að biðja um standard á borð við Rusty Nail og þurfa að horfa á eftir þjóninum sökkva sér í uppskriftabók. Það er ekki nóg að kunna að skvetta Appolo eða Miðnes í glas til þess að vera barþjónn og maður hefði haldið að á Holtinu hefðu menn skilning á slíku. Holtið gerir þó meira en að bjóða upp á allar almennar áfengisteg- undir. Þar inni er jafhframt forláta viskískápur, með alls kyns dýrindi- sveigum frá frændum okkar á Skot- landi. Eins og gefúr að skilja er verð- lagningin í hærri kantinum, enda er innihaid skápsins sérpantað. Drykkju- maður Morgunpóstsins verður að játa það að hann er ekki nógu mikill vís- indamaður í vislddrykkju til þess að Gáttaþefur Leppalúðason um mynd- ina af sjálfum sér: Þetta er hinn myndarlegasti maður, sýnist mér, eins og hann á kyn til, enda af góðu fólki kominn í báðar ættir. Ég segi nú ekki að það skíni af honum góðvildin, hann er greinilega hrekkj- óttur og drýldinn og ekki allur þar sem hann er séður. Honum er sumsé ekki fyllilega treystandi, sýnist mér, eða, réttar sagt, honum er líklega treystandi til alls, þessum gaur. Hann er þarna eitthvað að laumupokast og kann því greinilega hið besta. Mér sýnist hann vera kominn á einhverja slóð þarna, hann er ekki að gægjast innum þessa gátt bara sísona. Þar býr meira að baki, en ég treysti mér ekki til að segja hvað, því ég man ekki hvaða gátt þetta var. Þó er eins og mig rámi í að þetta hafi verið á Bárugötunni, og þá er það skatan, sem hann er að eltast við. Jú, svei mér þá ef þetta er ekki skötusvipur á honum, jafnvel hnoðmörsgretta. Svo er hann örugglega mun eldri en hann lítur út fyrir að vera, og ég er ekki frá því að það sé einmitt þessi drýldni, sem skín úr augum hans, sem hefur haldið honum svona unglegum langt fram eftir aldri. Og þó, kannski hann sé bara svona ungur, garmurinn sá arna, ætli hann sé mikið meira en þetta þrjúhundruð vetra eða svo, þegar betur er að gáð. Enda vart sprottin nokk- ur grön og ennþá með freknur. Mér sýnist þetta líka vera ákaflega hraust- legur, útitekinn og sviphreinn sveinn. En hvað sem annars má um þennan laglega piltung segja á þessari, þarna, Ijósmynd eða hvað það nú heitir, þá er það deginum Ijósara að þarna er algjör jólasveinn á ferðinni. Ég fer ekki ofan af því. PORTRETT A barnum með Andrési Látið Andrés Maanússon leiða ykkur um iðandi kös baranna hafa getað notið skápsins til hins ýtr- asta, en allt var þetta samt fjarskalega gott. Og dýrt. Menn þurfa ekki að láta staðar numið við barinn, því það er líka hægt að fara inn í koníaksstofú og dreypa þar á jafnvel enn dýrari drykkj- um og reykja Havanavindla í takt. í stuttu máii er barinn á Hótel Holti fyr- ir þá, sem vilja stinga sér á bólakaf í hóglífið og helst aldrei skjóta upp koll- inum aftur. Stemmningin er voða ljúf og góð, létt og hátíðleg í senn. Það þarf ekki að taka það fram að fólk er afskap- lega filnt í tauinu inni á Holti. Ég veit ekki hvort slíkt er áskilið af gestgjöfun- um, en allir fylgja þessari óskráðu reglu. Inni á barnum fylgja menn líka ákveðnum umgengnisreglum. Þar er ekki sá hávaði, ys og þys, sem menn eiga að venjast á öðrum börum, heldur hafa menn ffemur hægt um sig. Inn- réttingarnar eru svolítið skrýtnar. Á veggjum hanga Kjarvalar úr einkasafni Tolia í Síld og fiski, eiganda staðarins, sem vissulega setja mjög ákveðinn svip á hann. Sjálfar innréttingarnar eru hins vegar ekki neitt sérstakar og í raun kol- fallnar á tíma. Striginn á veggjunum gæti eins átt heima á biðstofú tann- læknis og skermarnir á borðlömpun- um eru úr einhverri martröð sjöunda áratugarins. Það breytir hins vegar ekki því að það er afar auðvelt að eiga eftir- minnilegt kvöld á Holti í góðu yfirlæti. '

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.