Helgarpósturinn - 22.12.1994, Síða 37

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Síða 37
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 37 F réttir hafa borist þess efnis að hinir Ný dönsku Possibillies-bræð- ur, Jón Ólafsson og StefAn Hiör- leifsson, séu með nýja hljómsveit í startholunum. Þetta þýðir líklega það að Nýdönsk heyrir nú endanlega fortíðinni til þó að hljómsveitin starfi saman við Gauragang í Þjóð- leikhúsinu en ráð er fýrir gert að sýn- ingum verði fram haldið fram á vor. Ólafur HóLM er starfandi með Twe- ety og Björn Jörundur hefur fullan hug á að halda áfram með Jdjóm- sveitina sem hann setti saman til að fylgja sólóplötu sinni eftir. Nýja hljómsveitin heitir Fjallkonan og aðrir meðlimir eru Margrét Sigurð- ardóttir úr Yrju, hafnfisku hljóm- sveitinni sálugu, en hún spilar á fjölda hljóðfæra auk þess að syngja og semja. Pétur Örn Guðmundsson syngur einnig og grípur í fjölda hljóðfæra meðal annars bassann þegar þurfa þykir en það hefúr vald- ið nokkru írafári meðal bassaleikara sem telja á sig hallað þvi Fjallkonan ætlar bassaleiknum lítið hlutverk. Trymbill hljómsveitarinnar heitir Jóhann Hiörleifsson. Stefán og Jón, sem eru engir nýgræðingar í popp- inu, ætla að yngja upp í kringum sig sem getur orkað tvímælis þvi var það ekki Mick Jagger sem lagði á það höfuðáherslu þegar hann var að finna mann fýrir Bii.l Wyman að hann væri sem ellilegastur í útliti til þess að hann sjálfur virkaði þokka- legur í samanburðinum. Og þar fer karl sem vert er að taka sér til eftir- breytni, vilji menn endast í faginu... Farið í bíó r\ með Aqli *f G„r nyndahúsanna með Agli Bióborgin — karlalegt. í kiallaranum. Sigurjón Kjartansson ' v . ' # v „Lokahnykkurinn í kynningarbrjálæðinu“ Konungur Ijónanna The Lion King ★*** Fallegtáað horfa, stundum mátulega væmið og stundum hæfilega ógnvekjandi. Stjarna númer fjögur er fyrir islensku talsetninguna. Iblíðu og stríðu When a Man Loves a Woman ** Nákvæm lýsing á alkó- hólisma ívæmnum thirtysomething- stil. Fæddir morðingjar Natural Bom Kill- ers ** Boðskapurínn eraðAmeríka sé gegnsýrð af ofbeldi. En Oliver er ekki siður hugfanginn og hinir. Sérfræðingurinn The Specialist * Gengur út á að sýna hkamsparta á Stone og Stallone. Sólgleraugun em samt best. Bíóhöilin Junior * Schwarzenegger er miklu tmverðugri sem óléttur karlmaður en sem háskólamaður með gleraugu. Kraftaverk á jólum Miracle on 34th Street ** Erjólasveinninn til eða er hann bara klikkæingur? Endurgerð á frægustu jólamynd allra tima, en varía til bóta. Sérfræðingurinn The Specialist * James Woocfs ersvo góður sem vondi karíinn að maðurkemst varía hjá þvíað halda með honum. Háskólabíó Junior * Með þviað gera litið sem ekki neitt er Schwarzenegger betri leik- ari en Emma Thompson sem teikur óþolandi meðvitaða kvenpersónu með rykkjum og skrykkjum. Konungur i álögum Kvitebjöm kong Valemon * Norski álagaísbjöminn er sauðmeinlaus og ævintýríð kauðskt. Daens *** Gamaldags sósíalreal- ismi en á köflum áhrífaríkur á að horfa. Mynd sem hefði fengið fimm stjömur I Prövdu. Blown Away Iloft upp ** Spreng- ingin i lokin er fín upphitun fyrír gaml- árskvöld. Þrirtitir. Hvitur Trois couleurs: Blanc **** Mynd sem segir frá þvi hvað er mikill vandi að vera maður, og vandar sig við það. Forrest Gump ***** Annað hvort eru menn með eða á móti. Ég ermeð. Næturvörðurinn Nattevagten *** Mátulega ógeðsleg hrollvekja og á skjön við huggulega skólann ídanskri kvikmyndagerð. Laugarásbío Góðurgæi GoodMan ** Evrópu- menn eru fullir, heimskirog spilltir, en negrar hjátrúarfullir, heimskirog spilltir. Griman The Mask *** Myndin er bönnuð innan tólf ára og þvi telst það lögbrot að þeir sjái hana sem skemmta sér best — tiu ára drengir. Regnboginn Stjömuhliðið Stargate *** Guðimir voru geimfarar og Jay Davidson er einn afþeim. Ef maður gengur inn um réttar dyr lendir maður i Egyptalandi hinu forna. Bakkabræður í Paradis Trapped in Paradise * Jólamynd sem kemur engum ijólaskap en eyðileggur það varía heldur. Reyfari Pulp Fiction ***** Tarant- ino erséníog Travolta frábær. Undirieikarinn L’accompagnatrice ** Aðaltilgangurinn erað láta leikar- ann Richard Bohringer, hitta fallega og svarteygða dóttursina, Romane. Ann- ars erþetta dauft. Lilli er týndur Baby's Day Out * Óheppnu bakkabræðumir eru ekki vit- und fyndnir. Sagabíó Skuggi The Shadow *★* Djengis- kan er tekinn ofan úr skáp, vill leggja undir sig heiminn en mætir Skuggan- um, ofjarli sínum. Þeir hefðu samt átt að sleppa aðalkvenpersónunni. Leifturhraði Speed *** Keanu Ree- ves er snaggaralegur og ansi sætur. Stjörnubio Einn, tveir, þrír Threesome *** Allt gengurþetta út á uppáferðir og er möst fyrir karia og konur á aldrinum 14 til 20. í kvöld troða hljómsveitirnar Jet Black Joe og Olympia upp saman í Þjóðleikhúskjallaranum. Báðar þessar hljómsveitir eru að gefa út geisladiska fyrir þessi jól og Sigurjón Kjartansson segir þetta vera lokahnykkinn í kynningar- brjálæðinu fyrir jólin. Það vekur athygli að þessar hljómsveitir eru hvor hjá sínu útgáfufyrirtækinu, en Sigurjón segir að það káfi ekk- ert upp á þau með tónleikana heldur hljómsveitirnar sjálfar, en það sé heilmikið batterí að standa að konsert. En hvernig lýst þér, þessum dannaða manni sem þú ert, að kotna fram með þessum villimönn- um úr Hafnarfirði? „Mér líst vel á það. Jet Black Joe er ein besta hljómsveitin sem við eigum og þetta segi ég alveg kinnroðalaust. Og ég held að það sé rétt að það komi fram að þetta eru engir villimenn þó ímyndin sé önnur. Undir niðri slá við- kvæm hjörtu sem ekk- ert aumt mega sjá. Ég hef nú aldeilis kynnst alvöruvillimennskunni úr Hanfarfirði þannig að ég þekki þetta allt og ekkert kemur mér á óvart lengur.“ Er líf eftir jólin hjá Olympiu? „Já, ég hef fullan hug á því og hef ekkert í hyggju að hætta. Nú er maður búinn að setja saman þetta fína band sem ,svíngar“ og „grúfar" vel þannig að það verður vonandi eitthvert framhald þar á.“ Meðfram því að vera popp- stjarna og skríbent er Sigurjón annar umsjónarmanna útvarps- þáttarins „Heimsendis" og þeir sem hafa farið á tónleika með Olympiu hafa tekið eftir því að samverkamaður hans, Magga Stína, syngur með honum lagið „Singing". Sigurjón tekur undir það að hún hafi gaman að því að syngja, „hún slær ekki hendinni á Dýr mega The Lion King SambIöin ★★★★ Þegar Mikki refur hafði verið kveðinn í kútinn af Lilla klifurmús og dýrunum í Hálsaskógi voru settar nokkrar einfaldar reglur sem skyldu gilda í skóginum um aldur og ævi. Þær hljóðuðu svo, eins og allir sem eru sæmilega að sér í bók- menntum vita: í. Ekkert dýr má borða annað dýr. (Rétturinn til lífs.) 2. Ekkert dýr má taka matinn frá öðru dýri. (Rétturinn til eigna.) 3. 011 dýrin í skóginum eiga að vera vinir. (Rétturinn til ham- ingjuleitar.) Nokkuð ólík afstaða ríkir í öðr- um skógi, suður í Afríku, þar sem er veldi ljónakóngsins. (Er ekki Hálsaskógur annars í Noregi?) Þar aðhyllast góðu dýrin að vísu ákveðið réttlæti, en taka þó annan pól í hæðina. Þar eru efst á baugi umhverfisverndarsjónarmið, blandin austrænni fílósófíu um ei- lífa hringrás lífsins; dýrin mega semsagt éta hvort annað meðan það er allt innan eðlilegra og skyn- samlegra marka — undir vökulum og skilningsríkum augum ljónsins sem er hinn menntaði einvaldur. Gráðugu dýrin, umhverfissóð- arnir, sem ekki vilja hlíta þessari einföldu meginreglu sækja á og ná um tíma yfirhöndinni; landið móti söngnum," og svo eru hæg heimatökin að kalla hana til ef svo ber undir. JBG Bein ógnun Clearand Present Danger 0 Fáránlega alvömgefið og éta dýr í hófi Blódagar *** Margt fallega gert en það vantar þungamiðju. breytist í svarta auðn þar sem alltaf grúfir yfir annarlegt hálfrökkur. Svo grípa góðu og hófsömu dýrin til sinna ráða og aftur blómgast jörðin og uppfyllist. Allt er þetta geysifallegt á að horfa. Maður grípur öndina á lofti þegar teiknarar Disneys láta marg- litar hjarðir hlaupa um með gresj- una í bakgrunni, fuglar fljúga und- ir himinhvelfingunni, músíkin svellur; það er aðdáunarvert hvernig tækninni er beitt til að skipta sífellt um sjónarhorn. Þarna eru allt það góða kits sem maður vill fá í alvöru Disneymynd: Svoleiðis bíó þarf náttúrlega að vera mátulega væmið, góðu fígúr- urnar eiga að vera mjög góðar og vondu fígúrurnar mjög vondar, en mitt á nrilli skringilegar skepnur sem eru passlega gallaðar en þó aldrei til vansa. Þær sjá um að hleypa öllu upp í gamansemi þegar tilfmningasemin ætlar að sprengja alla kvarða. í ofanálag þarf þetta auðvitað að vera hæfilega ógnvekj- andi - - undirritaður kvikmynda- gagnrýnandi býr enn að skelfing- unni sem hann varð fyrir þegar hann sá Gosa og Mjallhvíti barn og sjálfsagt eiga litlir áhorfendur eftir að upplifa einhverja slíka ógn. En auðvitað hreinsar það kerfið, hvort tveggja í saklausum börnum og hörðnuðum foreldrum þeirra, og það er bara hollt; annars værum við öll að reyna að svæfa börnin okkar með eilífum upplestri úr Sigrím fer á sjúkrahús. Helst má kannski finna að því að sjálf sagan er heldur í rýrari kantinum, að minnsta kosti fyrir hina fullvaxnari áhorfendur; svo maður noti frasa úr leikhúsinu má segja að hinir dramatísku atburðir séu ekki mjög vel undirbyggðir. Á rnóti því vegur talsetningin sem aldrei hefur tekist betur á ís- landi. Hún er frábær og hreint smellpassar við myndina. Ég get ekki sett út á röddina í neinum ís- lensku leikaranna og þarna er meira að segja einn sem vinntir leiksigur —- í talsetningu! — en það er Jóhann Sigurðarson sem talar fyrir munn vonda ljónsins, Skara. - Egill Helgason.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.