Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 Margra ára umsvifum íslenskra fjármálamanna með lakkrísverksmiðju í Kína er lokið og á að rífa verksmiðjuna og reisa járnbrautarstöð á lóðinni. Tap hefur verið á rekstrinum frá upphafi og þrætur íslendinga um eignarhaldið hafa ekki orðið til að auðvelda reksturinn Kínvetjar lakkrís - blanda sem gekk ekki upp Það var ekki mjög jákvæð um- sögn sem einn af aðstendendum lakkrísverksmiðjunnar í Kína gaf þarlendum mönnum nú þegar ljóst er að tilraunum íslenskra fjármála- manna til að sigra heiminn með kínverskum lakkrís er lokið. Við- komandi sagði eitthvað á þá lund að Kína byggi enn að alræðisvenju Maótímans og eignarréttur væri hugtak sem mikið vefðist fyrir þeim. Þá væru réttarreglur í land- inu vanþróaðar, vinnuafl og starfs- umhverfi allt hið erfiðasta; og þar að auki væri hræðilega langt til Kína! 1 ofanálag þá gekk mjög illa að fá íslenska starfsmenn til að festa yndi sitt úti. En hvað mega þá Kínverjarnir hugsa um íslendinga? Frá því ákveðið var að ráðast í gerð verk- smiðjunnar hefur mikill styrr stað- ið um eignarhald á henni. Líklega hefur þó andlitið endanlega dottið af Kínverjum þegar í maímánuði í fyrra birtist maður að nafni Erling- ur Þorsteinsson og sagðist eiga verksmiðjuna! Framvísaði hann pappírum frá íslenska iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu undirrituð- um af háttsettum starfsmanni þess. í pappírunum kemur fram að: „Ekki verði annað séð en Erlingur Þorsteinsson hafi með kaupsamningi hinn 6. júní 1990 keypt 50% affyrir- tcekinu Sjónval (m.431178-0369) af Guðmundi Viðari Friðrikssyni,...! Ijósriti af bréfi, dags. 10. mars 1992, hefur fulltrúi Sjónvals (kennitala 431178-0369) og kínverskur stjórnar- formaður fyrir hönd Scandinavian- Guangzhou Candy Company Limit- cd undirritað yfirlýsingu þar sem fram kemur að Gouangzhou Con- fectionary Factory og Sjónval eigi hvort um sig 50% hluta í fyrirtœk- inu.“ Kínverjar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda talið að verk- smiðjan væri í eigu allt annarra að- ila á Islandi. „Erlingur er búinn að valda miklum skaða þarna. Það má svo sem vel vera að Guðmundur hafi svikið hann þarna á sínum tíma en hann hafði engan rétt til að gera þetta,“ sagði maður tengdur núver- andi eigendum. Að lokum varð Gísli Baldur Garðarsson, lög- maður Unimark Limited, sem er skráð á Akureyri, og sem eigandi, að fá nýja yfirlýsingu frá ráðuneyt- inu sem send var út 5. október síð- astliðinn og undirrituð af sama starfsmanni. Kínverjar vildu hætta En Kínverjum leist ekki á blik- una. 31. ágúst síðastliðinn höfðu þeir sent bréf til Péturs Bjarna- sonar stjórnarmanns Unimark og sögðu að þar sem taprekstur hefði verið á verksmiðjunni frá upphafi vildu þeir loka verksmiðjunni og leysa félagið upp. Forsvarsmenn Unimark héldu til Kína í október með lögmanni félagsins, Gísla Baldri Garðarssyni. Ljóst er því að Kínverjum verður ekki hnikað, verksmiðjunni hefur verið lokað en starfsemi hefur ekki verið þar síðan á miðju ári 1994. Reyndar heldur Erlingur því fram að þegar hann kom út hafi verksmiðjan verið lok- uð síðan um áramótin i993-’94. Séríslensk uppskríft lykillinn En saga verksmiðjunnar er ævin- týri líkust. Flestir eru sammála því að upphafið megi rekja til þess að fundum þeirra Erlings og Guð- mundur Viðars Friðrikssonar bar saman og fóru síðan til Kína til að kanna málið. Segir sagan að Erling- ur hafi keypt lakkríspokann sem þeir fóru með til að kynna vöruna fyrir Kínverjum. t blaðaviðtölum frá upphafstímanum kom fram að Kínverjar höfðu aldrei séð né smakkað svartan lakkrís. Þeir áttu meira að segja ekki orð yfir það, kölluð vöruna bara Black Candy! í fyrstu var málið kynnt með þeim hætti að stofna átti risavaxna verk- smiðju sem myndi framleiða hátt í 20 þúsund tonn af lakkrís á ári sem ætlað var að vinna markaði með í Bandaríkjunum. Lykillinn var ís- lenska lakkrísuppskriftin, sem vegna landfræðilegrar einangrunar innihélt ennþá upphafleg bragð- gæði á meðan lakkrís erlendis var orðinn útvatnaður! Guðmundur Viðar hafði nokkr- um árum áður keypt sælgætisgerð- ina Völu sem hann átti reyndar ekki lengi og seldi að lokum til Erlings Laufdals. Greiðslur Guðmundar Viðars til fyrri eiganda brugðust fullkomlega og skömmu eftir að Vala var seld varð hún gjaldþrota. Árið 1987 kéypti Guðmundur Viðar hins vegar heildversiunina Sjónval sem flutt haíði inn smáhluti frá Kína. I kjölfar þess komst hann í viðskiptasambönd við Kínverja og í framhaldi af þessu tvennu virðast hafa vaknað hugmyndir um að tvinna þessu tvennu saman; Kín- verjum og lakkrís. Um mitt árið 1990 leitaði Guð- mundur aftur til þess manns sem selt hafði honum sælgætisgerðina Völu. Magnús Matthíasson er gjörkunnugur framleiðslu lakkrís og hafði starfað við það hér síðan snemma á sjöunda áratugnum. En hann átti það sem nú varð eftirsótt; uppskriftir og kunnáttu til að búa til lakkrís. Bauðst Guðmundur Viðar til að greiða Magnúsi tvær milljónir króna og réði hann sem tæknilegan ráðgjafa. Voru þessar tvær milljónir meðal annars hugsaðar til að bæta Magnúsi fyrri óþægindi. Var gerður samningur milli Magnúsar og Sjón- vals, sem Guðmundur undirritaði, sem átti að tryggja Magnúsi 5 pró- senta eignarhlut að fyrirtækinu. Skömmu síðar var Sjónvali breytt í hlutafélag með skráð hlutafé upp á 18 milljónir króna og voru Guð- mundur Viðar, Stefán Jóhanns- son viðskiptafræðingur og eigin- konur þeirra skráð fýrir hlutafénu. Hótelreikningar urðu lögreglumál Þeir Guðmundur og Stefán héldu áfram að koma hugmyndinni í framkvæmd en á miðju ári 1992 slitnaði upp úr samstarfinu og var Sjónval hf. selt nýjum eigendum á Akureyri, Unimark hf. Þar eru í for- svari Pétur Bjarnason, Halldór Jóhannsson, bróðir Stefáns, og Kristján Viihelmsson. Þegar frétt kom um það í Pressunni í september 1992 um að Guðmundur Viðar væri genginn úr stjórninni höfðu starfs- menn Rásar 2 samband við Guð- mund Viðar á hóteli hans í Kína. Sagðist hann ekkert skilja í þessum fréttaflutningi, hann væri á fullu í fyrirtækinu ennþá! Hið rétta er að honurn hafði verið komið út úr fyr- irtækinu snemma á árinu 1992 en til mikila átaka hafði komið á milli hans og Stefáns þegar Stefán kom í sína næstu ferð til Kína eftir þetta. Þá kom í ljós að Guðmundur hafði verið í sambandi við fjárfesta í Hong Kong og reynt að selja þeim verk- smiðjuna. Einnig hafði hann fest tök sín í Kína með því að bera fé í menn þar. Stefáni tókst þó að tryggja yfirráð Unimarks-manna yf- ir fýrirtækinu. Eftir þetta fór Guð- mundur til Hong Kong þar sem hann safnaði meðal annars upp 4 milljóna króna hótelreikningi og varð eftirlýstur hjá lögreglunni, eins og kom fram í frétt í Morgunblaðinu á sínum tíma. Ekki er vitað mikið um ferðir Guðmundar síðan en þó er vitað að hann dvaldi lengi í Nýju- Guineu. Guðmundur Viðar hefur skraut- legan feril í viðskiptalífinu enda al- mennt talinn sérlega hugmyndarík- ur maður. Má sem dæmi taka að á sínum tíma stóð hann fyrir inn- flutningi ýmissa vara frá Kína og hann notaði tímann meðan verk- smiðjan var að komast á laggirnar til að senda hingað til lands 10.000 falsaðar Levi’s gallabuxur frá Kírta. Var innflutningsverðmæti þeirra um 5 milljónir króna en ef salan hefði tekist hefðu fengist á milli 60 og 70 milljónir króna fyrir þær hér. Lögreglan gerði buxurnar upptækar að kröfu lögmanns Levi’s á íslandi og voru þær brenndar. Ekki var höfðað opinbert mál út af þessu þar sem ákæruvaldið gat ekki sannað að menn hefðu vitandi vits selt falsaða vöru. Guðmundur Viðar var úr- skurðaður gjaldþrota á miðju ári 1991. Fyrrverandi kona hans var sömuleiðis úrskurðuð gjaldþrota 5. júní 1992 vegna ábyrgða sem fallið höfðu á hana vegna viðskipta Guð- mundar. Erlingur Þorsteinsson gerði kröfu í þrotabú hennar vegna hlutar í Sjónvals en þá kom í ljós að eignarhlutur Sjónvals í verskmiðj- unni hafði verið framseldur í hend- ur Unimarks-manna. Skiptastjóri samþykkti ekki kröfu Erlings enda talin byggð á misskilningi. Fjölmiðlar dregnir á asnaeyrum Frá upphafi hafa fjölmiðlar verið dregnir á asnaeyrunum um fyrir- tækið og möguleika þess. I byrjun árs 1991 var viðtal við þá Guðmund Viðar og Stefán í DV þar sem þeir lýsa fjálglega fýrirhuguðum rekstri í Kína. Þar segja þeir að heildarfjár- festing vegna ævintýrsins verði um 1,2 milljónir dollara sem skiptist milli helminga á milli íslenskra og kínverskra aðila. Var þá kynnt að framleiðslan var send inn á kín- verskan markað en fyrst þyrfti að kenna þeim að borða lakkrís. — Og eins og áður sagði þá var mikið horft til Bandaríkjanna. Guðmund- ur Viðar var síðan fastur gestur í morgunútvarpi Rásar 2 þar sem gjarnan var spjallað við hann frá Kína um framtíðaráform, jafnvel eftir að hann hafði verið hrakinn úr fyrirtækinu! Það komu hins vegar litlar fréttir af því hve erfiðlega reksturinn gekk. Hinn 8. janúar 1991 var skrifað und- ir samning við kínversk yfirvöld um lóðasamninga. Verksmiðjan var hins vegar ekki tilbúin fyrr en í mars 1993 og var þá vígð. Mætti meðal Árni Johnsen þingmaður í vígsl- una og skrifaði síðan um það í Morgunblaðið. Síðar kom Halldór Blöndal samgönguráðherra í heim- sókn enda stuðningsmenn hans úr kjördæminu aðalhluthafar. Var framtakið tekið sem dæmi um möguleika íslendinga í Kína. • • • 6. júní 1990 keypti Erlingur Þorsteinsson 50 prósent í fyrirtækinu Sjónval af Guðmundi Viðari Friðrikssyni. í Ijósriti af bréfi, dags. 10. mars 1992, hefur fulltrúi Sjónvals og kínverskur stjórnarformaður fyrir hönd Scandinavian-Gu- angzhou Candy Company Lim- ited undirritað yfirlýsingu þar sem fram kemur að Gouangz- hou Confectionary Factory og Sjónval eigi hvort um sig 50 prósenta hluta í fyrirtækinu. • • • Mars 1993 Verksmiðjan opnar og er Árni Johnsen alþingismaður við- staddur. Verksmiðjan er með stopuia framleiðslu í um það bil eitt ár og nær að framleiða um 100 tonn af lakkrís. • • • 31. ágúst 1994 senda Kínverjar Pétri Bjarna- syni stjórnarformanni bréf þar sem þeir segja að taprekstur hefði verið á verksmiðjunni frá upphafi og um áramótin 1993/94 hafi þeir verið búnir að tapa 10 miiljónum króna. Þeir vísa i 45. grein stofnsamnings verksmiðjunnar um að unnt sé að leysa fyrirtækið upp ef stjórn þess samþykkir það. Frá upphafi gekk hins vegar mjög erfiðlega að ná tökum á rekstrinum. Um er að ræða matvælaframleiðsiu sem að mörgu leyti er viðkvæm en hiti og raki er gífurlegur þarna í Kína. Algengt var að lakkrísinn skemmdist í framleiðslunni og á þeim rúmlega árstíma sem verk- smiðjan starfaði náði hún aðeins að framleiða um 100 tonn af lakkrís. Þau voru seld í Danmörku, Svíð- þjóð og á íslandi. Að sögn Hlyns Snæs Magnússonar, sem starfaði í marga mánuði í verksmiðjunni sem framleiðslustjóri, þá gekk erfið- lega að fá Kínverja til að gæta eðli- legs hreinlætis. Hafa menn í mat- vælaiðnaði hér heima bent á að ótækt hafi verið að verksmiðjan skyldi aldrei hafa verið tekin út af ís- lenskum heilbrigðisyfirvöldum úr því að hún sendi vöru sína hingað. Telja verðmæti í lóð- inni En nú hefur semsagt verið ákveð- ið að rífa verksmiðjunna og munu vera fyrirætlanir að taka lóðina undir samgöngmannvirki í Gu- angzhou héraði. Þetta eru reyndar ekkert óvænt tíðindi því strax í sept- ember 1992 heyrði blaðamaður af ávæningi um að skipulag héraðsins gerði ráð fyrir að þarna yrði eins- hvers konar járnbrautarstöð. Að sögn Stefáns Jóhannssonar, sem lengst af starfaði sem framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar, er verið að leita hófanna til að fá bætur eða greiðslur frá Kínverjum fýrir lóðina sem verksmiðjan er á. Benti Stefán á að lóðarverð væri hátt á þessum stað og hefði hækkað mikið síðan verksmiðjan var reist. Hinn kín- verski samstarfsaðili, sem er ríkis- rekið sælgætisfyrirtæki, hefur einnig hug á að fá hlut af þessum bóta- greiðslum. Stefán benti hins vegar á að spill- ing meðal embættismanna væri mikil í Kína og eignarrétturinn óviss. Hann sagði að lyktir málsins yrðu að ýmsu leyti prófsteinn fyrir þá gagnkvæmu samninga sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hefði undirritað í Kína um gagnkvæma verndun á íjárfesting- um. Stefán tók undir að lyktir þessa máls hlytu að hafa mikil áhrif á frek- ari íjárfestingar íslendinga í Kína. Meðal nokkurra aðila tengdum fyrirtækinu hefur verið rætt um að flytja tækjakostinn heim til Islands og hefja starfrækslu hér. Stefán taldi það hins vegar ólíklegt. Þá hefur blaðamaður heimildir fyrir því að fyrrverandi starfsmenn eigi úti- standandi verulegar launakröfur og séu að íhuga að leita réttar síns. Sigurður Már Jónsson Vinnan í verksmiðjunni þótti til fyrirmyndar í Kína en hefði lík- lega seint fengið viðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.