Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
15
upp og næstum allt var eins; húsið,
flest ðll húsgögnin voru á sínum
stað og svo framvegis. Nema hvað
foreldrar Sigþrúðar skildu á árinu
sem var að líða. Ástæðan var sú að
móðir Sigþrúðar varð ástfangin í
annað sinn (svona opinberlega). I
stað föður Sigþrúðar og Sædísar og
tengdaföður Njáls var því kominn
inn í fjölskylduboðið nýr meðlimur
og svona heldur fljótur til. Hann
átti fátt sameiginlegt með gamla
tengdapabbanum, einkum það að
hann var tíu árum yngri en sá fyrr-
taldi og var því jafnframt tíu árum
yngri en móðirin. Með öðrum orð-
um kom á daginn að kærasti
tengdamóðurinnar er jafnaldri
Njáls. Mægðurnar stóðu því uppi
með jafngamla maka jólin 1994.
Fjölkvæni
nútímans
Þessi lýsing af nútímajólafjöl-
skylduboði er hægt að heimfæra yf-
ir á mörg nýafstaðin fjölskyiduboð,
þótt eflaust með einhverjum til-
brigðum. Vel hefði til dæmis geta
hugsast að Sigþrúður hefði átt eitt
barn með fyrrum sambýlismanni
sínum í þrjú ár ellegar/og að nýi
maður móðurinnar hefði átt þrjú
börn úr fyrri samböndum með
þremur konum. Þar af hefði hann
boðið tveimur þeirra í jólaboðið á
Seltjarnarnesið, auk þess sem börn-
um Njáls gæti einnig hafa verið
boðið og þar fram eftir götunum.
Alltént er það fráleitt að umrætt
jólaboð hafi verið það eina í bæn-
um þar sem „frávöggutilgrafarhug-
takið“ hafði eingöngu átt þátt í út-
skiptingu fjölskyldumeðlima.
Þetta leiðir hugann að því hvort
mannskepnan sé í raun ekki fremur
fjölkvænis- en einkvænisvera; hvort
nútímakröfurnar um að „aðeilífu-
einhvers“ láti ekki orðið fremur illa
í eyrum. Að frátöldum tíðum fram-
hjáhöldum hafa hjónaskilnaðir
sjaldan verið algengari og það sama
má segja um slit á nútímafyrir-
komulaginu, sambúðum. Þarna er
því þó ekki slengt fram að mann-
skepnan sé fjölkvænisvera í þeim
skilnigi að henni sé „eðiilegt“ að
eiga marga maka í einu heldur sé
manninum eiginlegt að eiga fleiri
en einn maka um ævina, sé með
öðrum orðum raðkvænisvera sem
sumir vilja meina að sé fjölkvæni í
nútímalegri mynd.
íslensk kona með átta
hjónabönd að baki
Samkvæmt þeim sem vita hvað
er að gerast í hverju horni í kvik-
myndaborginni í Hollywood virð-
ist þar regla fremur en undantekn-
ing að leikarar eigi fleiri en einn eða
tvo, jafnvel þrjá eða fjóra, ef ekki
fimm maka um ævina. Þótt ef til
vill hafi ekki margir Islendingar
gengið í svo mörg hjónabönd er
ekki óalgengt að íslenskt nútíma-
fólk eigi nokkrar sambúðir að baki,
en fáir hafa hins vegar gengið
margoft upp að altarinu. Þó er
dæmi þess, samkvæmt þjóðskrá Is-
lendinga, að íslensk kona sem kom-
in er á efri ár hafi alls átta sinnum
sagt játast jafnmörgum mönnum
frammi fyrir guði og mönnum.
Þótt við vitum fátt um þessa merku
konu þá má gera ráð fyrir því að
hún hafi oftar en tvisvar staðið í
þeirri trú á þessum ferli sínum að
hún myndi eyða ævinni með „ak-
kúrat þessum“ eiginmanni. Það er
hins vegar óstaðfest fullyrðing.
Erfitt reyndist að komast yfir töl-
ur sem segja til um hve fjölmennur
sá hópur er sem oftar en einu sinni,
eða þaðan af oftar, hefur gengið í
hjónaband um dagana. Af tölunum
um giftingartíðni frá Hagstofu Is-
lands vekur samt athygli að af
hverjum 1000 karlmönnum í land-
inu, sem voru 15 ára og eldri árið
1961 til 1965, kvæntust að meðaltali
57 á ári í fyrsta sinn. Á sama tíma
gengu hins vegar að meðaltali á ári
36 af hverjum 1000 karlmönnum í
sitt annað eða ef til vill sitt þriðja
hjónaband. Á árunum 1991 til 1993
voru hins vegar fleiri karlmenn sem
höfðu hjónband eða -bönd að baki
og gengu í nýtt hjónaband á þess-
um árum en þeir, sem ekki höfðu
verið kvæntir áður, eða 28 af hverj-
um þúsund karlmönnum í landinu
á móti 24 af sama hlutfalli. Þetta
sýnir ekki bara hvað áður giftir hafa
fært sig hlutfallslega mikið upp á
Sextugur lögfræðingur
Þrígiftur, þrífráskilinn og
með þrjár sambúðir að baki
Sá sextugi lögfræðingur sem hér um ræðir segir alla sína hjónaskilnaði
hafa tengst óreglu. „Allt frá því fyrsta hjónabandinu var að Ijúka fór að
koma slagsíða á mig,“ sagði lögfræðingurinn sem ekki vildi láta nafns síns
getið af tilliti við núverandi sambýliskonu. „Ég tel að það sé í flestum tilfell-
um óregla, þar með talin í peningamálunum sem hafi mest áhrif að upp úr
slitnar. Þegar ég lít til baka finnst mér aðeins að fyrsta hjónabandið mitt
hafi verið það eina sanna. Það var eina kirkjulega athöfnin sem ég gekk í
gegnum. Það var líka sú kona sem ég ætlaði að helga líf mitt, en ég á með
henni fjögur börn. Hvað sem mínu lífi líður hef ég aiveg hiklaust trú á
hjónabandinu og kenni mér fyrst og fremst um að það fór sem fór.“
Varstu alltaf jafn sannfærður um að hjónabandið myndi endast
þegar þú játaðist eiginkonum þínum þremur?
„Nei, bara í fyrsta sinn. Hin tvö hjónaböndin voru innvígð við borgara-
lega athöfn. Ég held ég
hafi ekkert séð fyr-
ir enda tilveran
svo mikið á reiki
hjá mér vegna
óreglunnar. Ég
er hins vegar í
ágætu sam-
bandi núna
enda manni
nauðsynlegt
að eiga sér fé-
laga.“
skaftið í seinni tíð heldur hvað gift-
ingum hefur snarlega fækkað mið-
að við höfðatölu. Leiða má að því
líkum að það hafi eitthvað með
skynsemi að gera. Því jafnvel þótt
hjónaböndum hafi fækkað eru
skilnaðir aldrei fleiri en einmitt síð-
ustu ár. Þeim fjölgar því ört sem
reyna annars konar sambúðarform
en hjónabandið með tiheyrandi
rullu um ævilanga tryggð.
Konur virðast hins vegar ragari
við að ganga aftur í hjónaband
samkvæmt sömu heimildum, eða
13 af hverjum þúsund konum í
landinu, 15 ára og eldri, gerðu það
aftur eða eina ferðina enn á árun-
um 1991 til 1993 á meðan 24 áður
ógiftar gengu í fyrsta sinn i það
heilaga á sama tíma. Og jafnvel þótt
konur hafi sjaldan verið duglegri
við að yngja upp eftir að níundi
áratugurinn gekk í garð, hefur
þeim, samanborið við áratuginn
þar á undan, fækkað hlutfallslega
um helming sem gera það aftur. En
það má vafalaust leita einhverra
skýringa í kvenmannssálinni, þótt
ekki förum við út í þá sálma hér.
Þá má geta þess að giftingaraldur
fráskildra og þeirra sem giftast í
fyrsta sinn hefur hækkað um fjöl-
mörg ár. Meðalaldur áður giftra
kvenna hefur hækkað úr 30 árum í
36 ár frá 1960 til dagsins í dag, en
áður kvæntra karlmanna hins vegar
úr 30 árum í 42 ár á sania tímabili.
Pervertismi nútíma-
samfélaga
I umdeildri grein sem vikuritið
Time vísaði til á forsíðu fyrr á þessu
ári kom það meðal annars fram að
margt í þróunarsálfræðinni að
undanförnu benti til þess að það að
bindast maka sínum þar til dauð-
inn aðskilur sé í raun pervertismi
nútímasamfélaga. Þar kom einnig
fram að einkvæni væri í eðli sínu
andhverft ástinni. I veiðimanna- og
safnarasamfélögum bættu menn
við sig einni konu eða fleirum ef
þeir tóku meðalmanninum frammi
í atgervi og völdum. Hjónaskilnaðir
voru ekki til og það tryggði að for-
sjá barna fyrri kvenna eiginmann-
anna var örugg og þeir sýndu þeim
umhyggju. ÞróunarsáÍfræðingar
telja að hvöt karlmannsins til að
bæta við sig maka sé miklu sterkari
og það sé ekki nauðsynlega hluti af
eðli hans að vilja skilja við fyrri eig-
inkonur sínar. Löggjafinn hafi hins
vegar komið því þannig fyrir að
skilnaður er nauðsyn ef menn ætla
að fá sér nýja konu og börn frá fyrra
hjónabandi séu skilin eftir afskipt
og ástlaus fyrir vikið.
Á móti leggi konur miklu meiri
áherslu á en karlar að hugsanlegur
maki sé vel efnum búinn. Tekjur
kvenna skipti engu máli í þessu
sambandi því forsendur rómant-
ískrar ástar eru djúpstæðari en svo
að makaval sé útkljáð með reikni-
stokk. Þróunarsálfræðingar telja
tilfinningar handbendi genetískrar
þróunar og því laðist ungar konur
að vel stæðum eldri körlum.
I þessu samhengi verður manni
auðvitað spurn, af hverju það færist
í aukana fremur en hitt, að eldri
konur laðist að yngri mönnum og
öfugt. Reyndar var það töluvert ai-
gengt á Islandi fyrr á öldum að vel-
efnaðar konur „tóku“ sér yngri
menn og giftust þeim, eins og kem-
ur fram í viðtalinu við Gísla Gunn-
arsson hér annars staðar á síðunni.
Þessi staðreynd er vart til þess fallin
að ýta undir stoðir þróunarsálfræð-
innar. I kjölfar greinarinnar urðu
einnig margir til þess fallnir að
benda á það augljósa; það er að
maðurinn sé ekki dýr sem stjórnist
af genunum einum saman heldur
hafi sjálfstæðan vilja. I dag grund-
vallist lífið ekki lengur á að seðja
hungur og losta; lífið sé djúpstæð-
ara en svo.
Kona í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
Þrígift og tvífráskilin
Hún er ung að aldri en þó ekki nógu ung til þess ná í skottið á sambúðarforminu. Hún er utan af landi en þar voru
menn seinni til að skipta um gír, eða fara úr hjónabandsforminu yfir í sambúðarformið. „Alltaf þegar ég hef geng-
ið í hjónaband hef ég gert það að sannfæringu, eins og sjálfsagt flestir gera,“ segir hún og bætir við, „óregla hef-
ur hvergi komið nærri þessum hjónaböndum mínum.“
Hún telur að tíðir skilnaðir eigi sér rætur í tíðarandanum. „Maður gerði sér háar hugmyndir um hjónabandið í gegn-
um rauðu ástarsögurnar sem maður lá í frá tíu til tólf ára aldurs. Ég gifti mig fyrst
17 ára, en það hjónaband varaði ekki nema í þrjá mánuði. í
dag býst ég við að flestir á þessum aldri myndu heldur
láta reyna á sambúð en að ganga beint upp að altar-
inu eins og ég gerði. Reyndar er ég mjög ánægð með
þá þróun að fólk gifti sig, að margir ganga orðið
ekki í hjónaband fyrr en um og yfir þrítugt, einkum
menntafólk. En sjálfsagt á það fólk einhverjar
sambúðir að baki.“
Telur þú manninum eiginlegt að vera við
eina fjölina felldur í hjónabandsmál-
um?
„Ég held bara að það hljóti að vera
einstaklingsbundið. Fólk er misjafn-
lega úr garði gert og hefur fengið mis-
jafnt uppeldi og svo kröfur nútímans. En ég vil ekki endi-
lega kenna nútímakonum um hvernig komið er fyrir hjóna-
bandinu. Ég verð nefnilega mikið vör við það í kringum mig
að það er karlmaðurinn sem er fljótari að gefast upp.“
Annað hjónaband þessarar landsbyggðar-
konu varði hins vegar í nokkur ár, en áður
hafði hún eignast tvö börn. Það fyrra
með fyrsta eiginmanni sínum en annað
barnið á milli hjónabanda. Þriðja
manni sínum giftist hún hins vegar
fyrir fáeinum árum. Og eins og fyrri
daginn hefur hún trú á því að það end-
ist um aldur og ævi.
Gísli
Gunnarsson________________________________
„Tökum sem dæmi, sem er að vísu nokkuð ýkt,
en algengt var að fimmtugir menn tóku sér
tvítugar konur, síðan eignuðust þau nokkur
börn og þar fram eftir götunum. Hann deyr
síðan sjötugt. Þá stendur hún á fertugu.
Um það bil ári eftir fráfall hans giftist ekkjan
en þá var ekki óalgengt að hún gengi
að eiga rúmlega tvítugan mann.“
Gísli Gunnarsson dósent 1 sagnfræði
Ást var girnd
Hjónaskilnaðir í víðtækustu
merkingu þess orð voru ekki óal-
gengari upp á Islandi fyrr á öld-
um, en komu þá til af allt öðrunt
ástæðum. Að sama skapi var al-
gengt að rnenn gengu oftar en
einu sinni í hjónaband. „Algengt
var að fólk missti maka sína ungt
enda dánartíðni hærri en nú.
Ungar ekkjur og ekklar voru þá í
miklu fjölmennari en nú. Þarna
kom meðal annars til að miklu al-
gengara var að töluverður aldurs-
munur væri á hjónum á hvorn
veginn sem var,“ segir Gísli
Gunnarsson dó-
sent í sagn-
fræði við
H á s kó 1 a
íslands.
„Tökum
;m dæmi,
sem er að
vísu nokkuð
ýkt, en al
gengt var að
fimmtugir menn
tóku sér tvítugar
konur, síðan eignuð-
ust þau nokkur börn
og þar fram eftir göt-
unum. Hann deyr síðan
sjötugt. Þá stendur hún á fer-
tugu. Um það bil ári eftir fráfall
hans giftist ekkjan en þá var ekki
óalgengt að hún gengi að eiga
rúmlega tvítugan mann. En mjög
algengt var að tíu til fimmtán ára
aldursmunur væri á hjónum á
hvorn veginn sem var, ekki bara
eins og sumir kynnu að halda að
karlar gengju að eiga sér yngri
konur. Einkum var það algengt að
ef fólk giftist í annað sinn að það
giftist einhverjum sem væri tals-
vert yngri. Fyrr á tímum var jarð-
næðisskortur en forsenda fyrir
giftingu var aðgangur að jarðnæði.
I dæminu hér að ofan má gera ráð
fyrir því að önnur eiginkonan hafi
verið vinnukona. Hann hefur get-
að valið úr vinnukonum því ekki
nema þriðjungur til sextíu prósent
vinnukvenna giftust. Að sama
skapi gat húsfreyjan valið úr
vinnumönnunt eftir lát eigin-
mannsins. En mikið af ógiftu fólki
kom til af því að ekki var hægt að
ganga í hjónaband nema með
sæmilega stöndugum aðila.“
Var það þá regla fremur en und-
antekning að ekkjur og ekklar gengu
aftur í hjónaband?
„Já, því það var ætlast til þess að
sá sem stæði fyrir búi giftist aftur.
Það var þjóðfélagslegt norm. Þeir
sem stóðu fyrir búi og voru ógiftir
voru afbrigði fremur en hitt.“
Má þá kannski orða það svo að
náttúran hafi gert það að verkum
að fólk skipti reglulega um maka?
„Já, það má kannski segja það.
Eiginlegur skilnaður var erfiður og
aðeins leyfður í þeim tilfellum þar
sem um hórdómsbrot var að ræða.
Þá gat sá sem brotið var gegn sótt
unt skilnað. Það var hins vegar
mjög erfitt mál því það merkti
upplausn fjölskyldu og bús og háar
sektir fyrir þann seka sem venju-
lega voru karl-
k y n s .
Skilnað-
ur gat því
e n d a ð
með því
að allir
færu á von-
arvöl, jafnvel
það að við-
kömandi hyrfi
um tíma eða væri
dæmdur í ævilanga
Brimarhólsvist eða
eitthvað álíka. Ósam-
lyndi hjóna var aldrei
ástæða skilnaðar. Þetta
breyttist strax upp úr 1800, en
þá varð allt miklu frjálslyndara.
Skilnaðir fara ekki að aukast veru-
lega fyrr en á þessari öld og hafa
síðan aukist samfleytt."
Er skýringin á tíðum hjónaskiln-
uðum nú ef til vill sú að fólk lifir
einfaldlega of lengi til að þola sam-
fleytt hjónaband?
„Það er ein skýringin, en bara
ein af mörgum og ef til vill ekki sú
veigamesta.“
Hvað um ástina, kom hún aldrei
til tals sem ástœða fyrir hjóna-
bandi?
„Hvað er er það nú, segir maður
bara sögulega séð. Fólk giftist af
skynsemisástæðum. Auðvitað var
til ást en þá var hún kölluð girnd,
ekki ást. Eldklerkurinn Jón
Steingrímsson getur svo um á
einum stað að ein stjúpdætra hans
hafi fallið fýrir girnd og orðið að
giftast þeim sem gerði hana barns-
hafandi. Hann var lítið hrifinn af
þessu uppátæki hennar.
Oft kom þó fyrir að fólk varð
það sem kallað er ástfangið, konan
barnshafandi og þau drifin í
hjónaband, eins og getur um hér
að ofan. En hugtakið ást var ekki
notað fyrr en með rómantíkinni á
19. öld.“ ■