Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 10
10
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995
Gjáldþrot Hagvirkja-íyrirtækja Jóhanns G. Bergþórssonar eru upp á nærri
■ tvo milljarða króna. Frá stofnun gerir það 126 milljónir á ári eða 60 þúsund krónur
á hverri klukkustund miðað við 8 stunda vinnudag.
Jóhann neitaði að borga söluskatt, stofnaði nýtt fyrirtæki og yfirtók eignirnar
og sat beggja vegna borðs í strætóútboði
Saga Jóhanns G. Bergþórs-
sonar í stjórnmálum og viðskipt-
um er löng og athyglisverð. Marg-
oft hefur verið gefið út dánarvott-
orð á Jóhann en ætíð rís hann upp
aftur og berst til þrautar. Hagvirk-
is-fyrirtækin tvö hafa nú verið lýst
gjaldþrota. Gjaldþrot Hagvirkis var
upp á 1216 milljónir króna og ef
reiknað er með að sama hlutfall,
eða 2/3 af lýstum kröfum í Hag-
virki- Klett verði samþykkt, er
gjaldþrot þeirra samtals upp á 1640
milljónir króna.
Hagvirki var stofnað sumarið
1981 og því hafa þessi tvö fyrirtæki
tapað yfír 125 milljónum króna á ári
og yfir 10 milljónufn króna á mán-
uði. Á hverjum virkum degi gerir
þetta hálfa milljón króna á dag eða
60 þúsund krónur á tímann miðað
við 8 stunda vinnudag.
Af krataættum og
keyrði leigubíl
Jóhann Gunnar Bergþórsson er
fæddur þann 12. desember 1943 í
Hafnarfirði og er því nýorðinn 51
árs gantall. Hann er af krataættum
og því „á leið heim“ eins og einn
viðmælenda orðaði það. Foreldrar
hans voru þau Bergþór Alberts-
son bifreiðarstjóri í sama bæ og
María Jaokobsdóttir. Jóhann
varð stúdent frá MR 1963 og lauk
fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ
þremur árum síðar. Hann var ekki
af efnafólki kominn en var hörku-
duglegur og vann fyrir sér í náminu
með leigubílaakstri. Eftir próf í
byggingaverkfræði frá DTH í
Kaupmannahöfn 1969 vann hann í
nokkra mánuði hjá verktakafyrir-
tæki í Kaupmannahöfn og síðan
sem verkfræðingur hjá bæjarverk-
fræðiembættinu í Hafnarfirði til
1973. Frá þeim tíma hefur hann ver-
ið með eigin rekstur og rekur enn
Verkfræðiþjónustu Jóhanns G.
Bergþórssonar.
Undir lok áttunda áratugsins var
Jóhann orðinn eigandi að litlum
hlut í fyrirtækinu Hraunvirki hf.
Jóhann sá að mestu um þegar þeir
buðu í aðalverkefnin tvö við
Hrauneyjarfoss. Tilboðið var lang-
lægst og langt undir kostnaðaráætl-
un. Ágreiningur kom upp innan
fyrirtækisins og stærsti eigandinn,
Ellert Skúlason, fór út úr rekstr-
inum en Jóhann og fleiri juku hlut
sinn, stofnuðu Hagvirki og tóku yf-
ir skuldbindingar Hraunvirkis. Fyr-
irtækið var rekið í mikilli upp-
sveiflu en menn deila mjög um
hvort nokkur hagnaður hafi verið á
rekstrinum. Sumir fullyrða að það
hafi í raun alla tíð safnað skuldúm
og þeir hafi verið alltof djarftækir í
tækjakaupum og stundum í til-
boðsgerð. Aðrir segja blómatíma
Jóhanns hafi verið þá á meðan
virkjanaframkvæmdirnar stóðu yf-
ir.
Flestum varð ljóst að Hagvirki
stefndi hraðbyri í þrot en áður en
það varð keyptu þeir Vélsmiðjuna
Klett og stofnuðu síðan fyrirtækið
Hagvirki-Klett á rústum hinna
tveggja. Með sameiningunni fékk
nýja fyrirtækið flestar eignir Hag-
virkis og talað var um að skuldirnar
hefðu verið skildar eftir. Bæði fyrir-
tækin hafa verið úrskurðuð gjald-
þrota. Verkfræðiþjónustan er enn í
rekstri en auk þess er hann stofn-
andi og stjórnarformaður Hagtaks
hf. en meðal annara stofnenda þess
eru Hagtala hf. og Hagvirki hf.
Neitaði að borga sölu-
skatt
Hagvirki stóð í löngurn málaferl-
um við ríkið vegna umdeildra sölu-
skattskulda. Þessar skuldir eiga ræt-
ur sínar að rekja allt frá árinu 1982
og tengist verkefnum sem unnin
voru fyrir ríkið og Landsvirkjun.
Skipta þar mestu framkvæmdir við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Jóhann
sagði alla tíð að hann hefði aldrei
innheimt þennan söluskatt og ætti
því ekki að greiða hann en var
gagnrýndur fyrir að geta þar af leið-
andi boðið betur en allir aðrir sem
borguðu umræddan söluskatt.
debet
„Hann er hörkuduglegur og
hefur mikla orku,“ segir Þorgils
Óttar Mathiesen fyrrum sam-
starfsmaður Jóhanns í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar.
kredit
„Helsti galli Jóhanns er að
hann hefur hugsað of mikið
um eigin hag síðustu ár,“
segir Þorgils Ottar Mathiesen
fyrrum bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði
en sem kunnugt er náði Jó-
hann að fella Þorgils Óttar í
síðasta prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði.
Sjálfur sagði Jóhann: „Þegar við
gerðum tilboð í verkin var ekki gert
ráð fyrir söluskatti.“
Undirréttur sýknaði ríkið af
kröfu um endurgreiðslu á 108 m kr.
söluskatti á þávirði en Jóhann vildi
ekki una því og áfrýjaði til Hæsta-
réttar. í fjármálaráðherratíð Ólafs
Ragnars Grímssonar, sumarið
1989, gekk Ólafur mjög hart eftir
greiðslu á þessari :o8 milljóna
króna söluskattskuld. I kjölfarið var
íyrirtækið innsiglað eins og frægt
varð og starfsmenn Hagvirkis fóru í
fjöldagöngu að ráðherrabústaðn-
um. Fréttir bárust af því að Hag-
Undirverktakar saka hann um óþokkabrögð.
virki hefði greitt upp skuldina, með
fyrirvara þó um að þeir viður-
kenndu ekki skuldina. Síðar kom í
ljós að stærsti hluti greiðslunnar,
eða 75,6 milljónir króna, var vegna
þess að ríkissjóður keypti ófullgert
hús í Fannborg í Kópavogi fýrir þá
upphæð. Húsið stóð ónotað í tvö ár
en var þá selt upp í SS-húsið í Laug-
arnesi. Framreiknað seldi ríkissjóð-
ur því eignina á 30 milljóna króna
lægri upphæð en þeir borgðu Jó-
hanni fyrir að borga söluskatt-
skuldina.
Seldi Hagvirki-Klett
eignir Hagvirkis
Einn umtalaðasti gjörningur Jó-
hanns er umdeildur samningur frá
því í desember 1990. Þá voru eignir
fýrir 616 milljónir króna á þávirði
fluttar frá Hagvirki til Hagvirkis-
Kletts en greiðslurnar voru ekki
síður umdeildar en tilfærslan sjálf.
Fiestum var ljóst að Hagvirki
stefndi í þrot en Jóhann hélt því
fram að aðeins væri um endur-
skipulagningu og uppstokkun að
ræða. Sá hluti Hagvirkis sem flokk-
aður var undir jarðvinnslu-, virkj-
ana- og véladeild var tekið út og
sameinað dótturfyrirtækjunum
Hagtölu og Vélsmiðjunni Kletti.
Félagið fékk nýtt nafn og nýja
kennitölu, Hagvirki-Klettur. Effir
stóð hin svokallaða byggingardeild
á gamla nafninu. Flestir töldu að
verið væri að skilja gamla fyrirtæk-
ið eftir með verðlitlar eignir og
ógreiðanlegar skuldir.
Ragnar Hall bústjóri Fórnar-
lambsins, áður Hagvirki, vildi að
um 350 milljónir af þessum samn-
ingi gengi til baka, enda væri um
ótryggðar og ónýtar greiðslur að
ræða. Meðal annars voru yfírteknar
skuldir upp á 167 milljónir króna
án sérstakra trygginga. Oft var um
að ræða skuldir þar sem helstu að-
standendur Hagvirkis voru í per-
sónulegum ábyrgðum fyrir Jóhann,
Svavar Skúlason, Aðalsteinn
Hallgrímsson og Gísli J. Friðjóns-
Gunnar I. Birgisson
segin
debet
„Helstu kostir Jóhanns eru að
hann er hörkuduglegur maður
og mjög reyndur verkfræðingur
á nánast öllum sviðum bygg-
ingaverkfræði. Hann er mjög
fljótur að átta sig og fljótur að
taka ákvarðanir. Nú svo hefur
hann ágætis húmor.“
kredit
„Hann vill nú halda því fram
að sínar skoðanir séu oft þær
einu réttu og stendur stund-
um of fastur á sínu.“
son. Einnig var stór hluti greiðsln-
anna fólgin í afhendingu fasteigna
sem bústjórinn sagði yfirveðsettar
og einskis virði fyrir þrotabúið.
Ragnar Hall sagði um þessa
samninga að hann hafi aldrei séð
aðra eins gjörninga. Kröfuhöfum
hafi verið mismunað gróflega og
Hagvirki-Kletti hafi verið færðar
eignir að gjöf upp á hundruð millj-
óna króna. Þar hafi aðstandendur
meðal annars verið að tryggja eigin
hagsmuni vegna persónulegra
ábyrgða og veðsetninga.
Blæðandi Fórnarlamb
keyrt í þrot
Nafni Hagvirkis var breytt í
Fórnarlambið hf. með tilkynningu
til Hlutafélagaskrár með bréfi dag-
settu 26. ágúst 1992. Þann sama dag
var lögð fram gjaldþrotabeiðni,
ekki af ríkisvaldinu eins og sagt er
Jóhann hafði vonast eftir, heldur af
undirverktakanum Blikki og Stál
vegna 40 milljóna króna skuldar frá
árinu 1987. Fórnarlambsnafnið
varð því ekki eins viðeigandi og
ætlast var til en merki félagsins var
táknrænt, blæðandi sauðkind.
Hagvirki, sem þá hét reyndar
Fórnarlambið, var úrskurðað gjald-
þrota 17. september 1992. Framsett-
ar kröfur voru í 280 liðum og hljóð-
uðu upp á samtals 1.890 milljónir
króna. Af því voru almennar kröfur
um 1490 milljónir, veðkröfur 377
milijónir króna og forgangskröfur
nærri 23 milljónir. Bústjórinn skar
þessar kröfur talsvert niður, eða
um nærri 700 milljónir króna,
þannig að eftir stóðu 1216 milljónir
króna. Niðurskurður bústjórans
bitnaði helst á Jóhanni sjálfum, fyr-
irtæki hans og annarra aðstand-
enda, auk Islandsbanka. Iðnaðar-
bankinn var lengst af viðskipta-
banki þessara fyrirtækja en íslands-
bankinn tók við þeim viðskiptum.
Islandsbanki lagði fram 442 millj-
óna króna kröfu, þar af 111 milljón-
ir tryggðar með veðum. Bústjóri
hafnaði hins vegar strax 91,5 millj-
ónum. Stærsti kröfuhafmn var hins
vegar Jóhann, fyrirtæki hans og að-
standendur með kröfur upp á 535
milijónir króna. Jöhann kraföist 116
milljóna, Aðalsteinn 157 milljóna
og Gísli 41 milljón. Því var öllu
hafnað. Hagvirki- Klettur krafðist
208 milljóna króna en bústjóri
samþykkti 19 milljónir og Verk-
fræðistofa Jóhanns G. Bergþórs-
sonar krafðist 13 milljóna en 2
milljónir voru samþykktar. Annars
voru helstu kröfur vegna opinberra
gjalda, 391 milljón, þar af 327 millj-
ónir frá Sýslumanninum í Hafnar-
firði og 36 milljónir frá Gjaldheimt-
unni í Reykjavík.