Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 12
12
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995
mmMorgun A \
Posturmn
Útgefandi
Ritstjórar
Fréttastjórar
Framkvæmdastjóri
Auglýsingastjóri
Miðill hf.
Páll Magnússon, ábm
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Styrmir Guðlaugsson
Kristinn Albertsson
Örn ísleifsson
Setning og umbrot
Filmuvinnsla og prentun
Morgunpósturinn
Prentsmiðjan Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum
og kr. 280 á fimmtudögum.
Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.
Haltur leiðir
blindan
Einsýnt virðist, að í Hafnarfirði sé að myndast nýr meirihluti í
bæjarstjórn með samstarfi Alþýðuflokks og Jóhanns G. Bergþórs-
sonar, sem hefur sagt sig úr lögum við félaga sina í Sjálfstæðis-
flokknum.Nú væri svo sem ekkert við þetta að athuga ef pólitískar
forsendur og ágreiningsmál hefðu með rökréttum hætti leitt til
þessarar niðurstöðu. Svo er hins vegar ekki — aðdragandinn er
annar og ógeðfelldari.
Það var öðru fremur tvennt, sem gerði Jóhann G. Bergþórsson
afhuga fráfarandi meirihluta í Hafnarfirði. í fyrsta lagi skýrsla, sem
meirihlutinn fól endurskoðendum að gera og sýnir fram á óeðlileg,
ef ekki ólögleg, viðskipti fyrrverandi meirihluta Alþýðuflokksins og
fyrirtækis Jóhanns G. Bergþórssonar. Niðurstöður skýrslunnar eru
þess eðlis, að frekari rannsókn á málinu er óhjákvæmileg. í öðru
lagi virtust bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags
ekki lengur reiðubúnir að standa við samkomulag við Jóhann um
að hann yrði ráðinn bæjarverkfræðingur Hafnarfjarðar, samhliða
því að sitja áfram í bæjarstjórn. Þetta samkomulag var raunar sið-
laust — ekki síst í Ijósi þeirra grunsemda, sem þegar lágu fyrir um
viðskipti Jóhanns og fyrrverandi meirihluta.
Eftir stendur, að Jóhann G. Bergþórsson er að rjúfa pólitískt
samstarf vegna persónulegra hagsmuna, þótt hann geri nú ámát-
legar tilraunir til að skírskota til ágreinings um fjárhagsáætlun bæj-
arins. Þetta er kannski við hæfi þegar í hlut á forsvarsmaður fyrir-
tækja, sem í skjóli pólitískra áhrifa og persónulegra tengsla, hefur
haldist uppi að tapa á annað þúsund milljónum króna af annarra
manna fé á örfáum árum.
Hlutur Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í þessu rnáli er ekki síður
vafasamur. Nú er það pólitískt skiljanlegt, að nokkur gleði ríki í
herbúðum Hafnarfjarðarkrata þegar fjandafylkingin klofnar og
þeir eygja tækifæri til að ná völdum aftur fyrirhafnarlítið. En í ljósi
aðstæðna væri þeim hollast að ganga hægt um þessar gleðinnar dyr.
Alþýðuflokkurinn í heild, og sér í lagi Hafnarfjarðarhlutinn, hefur
engin pólitísk efni á því, að vera einn ganginn enn skotspónninn í
umræðu um siðleysi í opinberri stjórnsýslu. Hafnarfjarðarkrat'ar
eru sjálfir með beinum hætti aðilar að öðru tveggja þeirra mála,
sem urðu til þess að Jóhann G. Bergþórsson sagði skilið við meiri-
hlutann. Þar við bætist, að kratar hafa legið undir rökstuddu ámæli
fyrir slaka fjármálastjórn bæjarins á síðasta kjörtímabili, og jafnvel
hreina óreiðu eins og í tengslum við listahátíðina margumtöluðu.
Síðast en ekki síst hefur svo foringi Hafnarfjarðarkrata verið mið-
punkturinn í umræðu síðustu ntánaða um pólitíska spillingu í
landinu.
Nú má leiða rök að því, að sú útreið sem Alþýðuflokkurinn hefur
fengið í þessum málum sé ekki að öllu leyti sanngjörn og að hinir
flokkarnir hafi heldur ekki úr mjög háum siðferðissöðli að detta.
Það breytir ekki þeirri staðreynd, að kratar liggja ákaflega vel við
höggi um þessar mundir og þeir mega sannarlega hafa „allt á
hreinu“ ef þeir ætla að ganga til samstarfs við Jóhann G. Bergþórs-
son undir þessum formerkjum. Ef í ljós kemur að þar leiðir haltur
blindan í siðferðislegum efnum blasa við Alþýðuflokknum, í hans
sterkasta vígi, sömu örlög og fyrirtækja samstarfsmannsins.
Páll Magnússon
Pösturhm
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík,
sími 552-2211 fax 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888
Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999
Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577
Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00
Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga
frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Auglýsingadeiid er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00,
aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga,
til 21:00 á þriðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum.
Ummæli
vikunnar
Þeirfara svo vel
við malbikið
„Ég skil ekki þá fullyrðingu að
hundarpassi illa í borg.“
Össur Skarphéðinsson umhverfisráð-
herra.
En að flytja á heitu svæðin?
„Lcekkun búsbitunarkostnaðar er
langstœrsta lífskjaratnál landsbyggð-
arinnar á köldu svæðunwn. “
Gunnlaugur Stefánsson landsbyggð-
arþingmaður.
Það vantar þá Elliot Ness?
„Maður á ekki mörg orð yfir þær
uppákomur sem liér eiga sér stað, en
það er kannski helst að leitafyrir-
mynda til Chicago í kringum 1930.“
Lúðvík Geirsson Hafnfirðingur.
Sannur afreksmaður
„Ég er mcð smáverki en það er ekk-
ert til að hafa áhyggjur af.“
Héðinn Gilsson handboltastjarna.
Ný leið í kjaramálum
„Brýnt er orðið að endurmeta störfláglauna-
hópanna í þjóðfélaginu og meta hvers vegna
láglaunastörf, ekki síst hefðbundin kvennastörf,
séu metin óeðlilega lágt til launa miðað við
önnur sambcerileg störfá vinnumarkaðinum. “
Til að hægt sé nteð raunhæfum
hætti að jafna kjör í þjóðfélaginu er
nauðsynlegt að stuðla að opnu
launakerfi, þar sent allar heildar-
launagreiðslur, önnur kjör og fríð-
indi verða sýnileg.
í þessu skyni þarf hið opinbera
að tryggja að heildarlaunagreiðslur,
þ.m.t. yfirborgarnir, hlunnindi,
föst og óunnin yfirvinna og hvers
konar aðrar greiðslur er mynda
heildarlaunakjör verði felldar inn í
opinbera launataxta.
Tvöfalt launakerfi
Misréttið í tekju- og eignaskipt-
ingunni í þjóðfélaginu er orðið gíf-
urlegt. Jafnt og þétt hefur á síðustu
áratugum þróast hér tvöfalt launa-
kerfi. Annars vegar sýnilega launa-
kerfið sent samið er um í kjara-
samningum, sem að stærstum
hluta láglaunafólk þiggur kjör sín
eftir. Hins vegar er það neðanjarð-
arkerfið í launakjörum, sem byggir
á einstaklingsbundnum samning-
um við vinnuveitanda sinn, oft í
fornti yfirborgana og hvers kyns
hlunnindagreiðslna sem fæstir geta
hent reiður á.
I.jóst er að hið opinbera hefur í
samkeppni við almenna vinnu-
ntarkaðinn tekið þátt í þessu tvö-
falda launakerfi, þar sem stöðu-
heiti, föst yfirvinna og bílahlunn-
indi eru notuð til að bæta laun sent
samið er um í kjarasamningum. I
athugun sem gerð hefur verið á
þessunt greiðslum og hlunnindum
kom í ljós að um 90 prósent þess
kont í hlut karla sent störfuðu hjá
hinu opinbera meðan um 10 pró-
sent kom í hlut kvenna.
Slíkt tvöfalt launakerfi bíður
heim ntiklu misrétti í þjóðfélaginu
og torveldar mjög alla viðleitni til
þess að bæta kjör tekjulægstu hóp-
anna. Allur raunhæfur samanburð-
ur um raunveruleg launakjör í
þjóðfélaginu er nánast útilokaður.
Niðurstaðan hefur því iðulega verið
sú í þeirri viðleitni að bæta kjör
þeirra lægst launuðu sérstaklega, að
kjarabætur sem samið er urn í
kjarasamningum fara upp allan
launastigann og viðhalda því
launamisréttinu.
Þungavigtin
# ýpHtdR- — JÓHANNA
? SlGURÐAR-
y** ,* DÓTTIR
«Éi 1 alþingismaður
Margfaldur launa-
munur
Dreifing atvinnutekna hér á
landi 1986-1990 sem Þjóðhags-
stofnun tók saman sýnir að hlutur
þeirra tekjuhæstu í þjóðfélagínu
hefur vaxið en hlutur meðal- og
lágtekjufólks hefur ntinnkað. Á ár-
inu 1990 voru launatekjur þess
fimmta hluta fólks á vinnumarkað-
inum sem hæstar hafði tekjurnar,
tæp 44 prósent af heildaratvinnu-
tekjum, meðan hlutur þess fimmta
hluta fólks á vinnumarkaði, sent
lægstar hafði tekjurnar var innan
við 4 prósent. Tveir þættir skekkja
nokkuð þessa mynd ef reynt er að
meta ráðstöfunartekjur. í fyrsta lagi
eru það áhrif jöfnunaraðgerða hins
opinbera, svo og ráðstöfunartekjur
eftir skatt, og hins vegar gífurlegir
skattaundandráttur í þjóðfélaginu,
en gera rná ráð fyrir að stærstur
hluti undanskots liggi hjá tekju-
hærri hluta þjóðarinnar.
Launamisrétti
kynjanna
Allar kannanir benda líka til að
allt of lítið hafi gengið að jafna
launakjör kynjanna fyrir sambæri-
leg störf í þjóðfélaginu. Bæði virðist
svo að yfirborganir og hlunnindi á
almenna vinnumarkaðinum og hjá
hinu opinbera gangi frekar til karla
en kvenna og einnig hitt að í sum-
um tilvikum, þegar bornar eru
saman hefðbundnar kvennastarfs-
greinar og hefðbundnar starfsgrei-
anr karla sem krefjast sambærilegs
námstíma, virðist einnig vera um
verulegan launamismun að ræða.
Endurmat á störfum
láglaunahópanna
Brýnt er orðið að endurmeta
störf láglaunahópanna í þjóðfélag-
inu og meta hvers vegna láglauna-
störf, ekki síst hefðbundin kvenna-
störf, séu metin óeðliiega lágt til
launa rniðað við önnur sambærileg
störf á vinnumarkaðinunt. Við mat
á láglaunastörfum þyrfti að athuga
sérstakiega hvort starfsreynsla við
heimilisstörf sé eðlilega metin við
röðun í launaflokka þegar unt skyld
störf á vinnuntarkaðinum er að
ræða, svo sem umönnunar- og
uppeldisstörf. Til grundvallar í
starfsmati ætti einnig að leggja
þætti eins og ábyrgð á jafnt mann-
legum sem efnislegum verðmæt-
um, vinnuálag, áhættu, hæfni,
óþrifnað, erfiði, menntun, starfs-
þjálfun, starfreynslu og aðra þá
þætti sem áhrif hafa á kaup og kjör.
Opið launakerfi
Auk endurmats á störfum lág-
launahópanna er nauðsynlegt til að
hægt sé með raunhæfum hætti að
jafna kjör í þjóðfélaginu, að Alþingi
og ríkisvaldið grípi til aðgerða sem
stuðli að opnu launakerfi, þar sem
heildarlaunagreiðslur og kjör verði
sýnileg og Jiau felld inn í opinbera
taxta. Það er forsendan fýrir því að
hægt sé að jafna tekjuskiptinguna í
landinu, bæði með jöfnunarað-
gerðum hjá hinu opinbera sem og
með því að bæta hlut láglaunahóp-
anna á raunhæfan hátt í kjarasamn-
ingum.
Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir,
Jón Erlendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson; Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.