Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 30
30 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 FÖSTUDAGSKVÖLD: ÖLKVÖLD í ÖMMU LÚ LAUGARDAGSKVÖLD: DINNER SKEMMTUN OG DANS HLJÓMSVEITIN HUNANG Mímisbar Föstudags- og laugardagskvöld: Stefán Jökulsson og Ragnar Bjarnason -þín saga! „24 ára myndarleg kona óskar eftir að komast í kynni við ykkur á svipuðum aldri með erótík í huga. Þeir sem hafa áhuga gjarnan leggi inn tiafn ogsíma- númer ogýtið bara á takka 1. Takkfyrir, heyrumst. “ Föstudags- og laugardagskvöld: NING ENSKI BOLTINN BOLTAVEFtÐ Á ÖLIF FEITIDVERGURINN W göllunum síi mar nema rALDIMAR JRNÓLfSSON Nú er kominn snjór I fjöllin og þá fara allar ,sætu stelpurnar og ‘sætu strákarnir upp 11 Bláfjöll og hvaö þetl heitir nú allt I sætu/ im. Og sætastur allra er Valcý vera kynni Eyvi vinur hans. ^Jói Begg Undanfarna viku er Jói Begg búinn að vera fréttin með stóru effi. Hans gerningar eru vissulega frétt- næmir, enda með eindæmum, en Jói sjálfur er ekki nógu skemmtileg týpa til að endast sem gúrka vikunnar og fer nú hratt kólnandi. (Verður kominn við alkul á morgun.) HAfNARfJÖRÐUR Ef það vantar fréttir þá bjargar þessi frábæri bær því. Meira að segja Sigurður Valgeirsson getur ekki skotið hann niður með fúlum djókum í Dagsljósi. í Hafnarfirði býr brilljant lið þó að uppistaðan séu smáborgarar^sem kjósa yfir sig smábarbara. JÓN BALDVIN Jón Baldvin er að rífa sig af botnin- um og fikrar sig upp á við og verður kominn vel yfir 0° áður en langt um líður. Enda, hvernig má annað vera? Þetta getur ekki farið versn- andi hjá honum. ftlNDIR Nú þegar læknar hafa fundið sjúk- dóminn „fundafikn" og komist að því að fundir skila litlum sem eng- um árangri er hætt við að þessi ágæta leið til að neyða fólk til sam- neytis fari kólnandi. SlCAUPIÐ er orðið hrollkalt eða öllu heidur allar lands- ins kerlingar (af báðum kynjum) sem keppast við að skrifa Velvakanda og kvarta undan dónaskap. - Linda 24 ára í Myndlistarskól- anum Sambúð Eitt barn Að gera það sem mann langar til og hika hvergi. Elvisar I ZÆZmM ** IslancbLÆur S Linda er afkastamikill fatahönnuður sem hefur vakið athygli fyrir óvenjulegt og persónulegt hráefni í flíkurnar sem hún hannar og sérstæða úrvinnslu þeirra. Hún sigraði í Smirnoff- keppni ungra fatahönn- uða hérlendis og vann sér þar með þátttökurétt í al- þjóðlegu kepn- inni sem haldin var í Dublin í nóvember. Þar hreppti hún 4. sætið en þrjátíu keppendur frá jafnmörgum löndum komust í úr- slitakeppnina. Það er í mörgu að snúast hjá Lindu þessa dagana því hún er að gera búninga fyrir leikritið Marat De Sade sem frumsýnt verður á næstunni í Menntaskól- anum í Hamrahlíð, áuk þess sem hún er á lokaári í textíldeild Myndlista- og handíðaskólans og er að undirbúa lokaverkefni sitt þar. „Ég er að hanna nýtt efni sem er úr sútuðum kindavömbum," segir Linda. „Það kemur út eins og glært leður en Eskimóarnir gerðu þetta fyrir um 300 árum. Ég ætla að gera útskriftar- collection úr vömbunum og vera með það á sýningunni í vor. Ég býst við að kjólar verði fyrirferðarmestir þar.“ Föt Lindu eru ekki seld í verslunum en hún hannar eftir eigin hugmynd- um og „sérsaum- ar á þá sem þess óska“ eins og hún orðar það. Ertu eitthvað farin að spá í hvað þú œtlar að gera um helgina? „Þetta er síð- asta helgin fyrir frumsýningu og ætli ég verði ekki bara að sauma allar nætur og alla daga. Ég fer mikið út að skemmta mér ef ég get og er ekki að vinna. Um helgar reyni ég að hitta vini mína og fer kannski á Kaffibarinn, hann er allt- af vinsæll.“ Linda fílar vel að drekka Smirrn- offen hún notar ekki ísmola ein- göngu í drykki heldur býr til skart- gripi úr þeim. „Þeir duga í hálftíma Ég elska... Að Hafa mikið að gera Soninn og kærastann Föt Eg hata... JBilaða bíla Óhreinskilni Að hafa of mikið að gera og virka vel fýrir fólk sem vill kæla sig niður á skemmtistöðun- um. Að undan- förnu hef ég ekki farið mikið á skemmtistaði en lendi frekar í partíum með vin- unum. Ég hef ver- ið frekar út úr skemmtanalífinu í haust en þetta er alltaf að breytast. Ætli að Tunglið og Deja Vu séu ekki aðalstaðirn- ir.“ Linda segist stundum reyna að vera grænmetisæta og að maturinn á Á næstu grösum klikki ekki. Botnaðu þessar setningar. Ég mundi ganga í sjóinn frekar en... að gefast upp. Elvis var flottastur í tau- inu af því að... hann hafði góð- an hönnuð. Eins og gervöll heimsbyggðin veit varð Elvis sextugur á sunnu- daginn var og afmælisdagurinn hefur verið algjör vítamínsprauta fyrir Elvisaðdáendur. Mikið Elvis- kvöld var haldið í Ártúni á laugar- dagskvöld sem tókst vonum fram- ar. Elvisar Islands létu sig ekki vanta og næstkomandi sunnudag verður formlegur stofnfundur að- dáendaklúbbsins „Remember El- vis“ haldinn í Ártúni klukkan tvö. Að sögn forvígismannsins Geirs Guðjónssonar hafa áttatíu manns þegar skráð sig til þátttöku. Jósef Ólafsson sigraði í Elvis-gervis- keppni sem haldin var á Elviskvöld- inu um síðustu helgi og MORGUN- PÓSTURINN náði tali af honum. „Ég var átta ára þegar ég sá Elvis fyrst í Kanasjónvarpinu og áhuginn hefur verið óslökkvandi æ síðan,“ sagði Jósef þegar hann var spurður hvað það væri sem ylli því að hann vildi líkjast Elvis. „Élvis er svo sér- stök persóna og ég nýt þess að syngja lög sem hann hefur flutt. Ég er ekki eins góður og Bjarni Ara en í einstaka lögum næ ég röddinni hans.“ Um helgina verður heilmikil vínsýning í Perlunni þar sem kynnt verða eðalvín frá ýmsum vínræktarhéruðum. Þetta er stærsta sýning sinnar tegundar hérlendis frá upphafi. Kúltiveruð vínhátíð Stefán Magnússon, markaðsstjóri í Perlunni, hefur veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar „Vín og drykkir 1995“ og hann segir að hún sé aðeins ein af mörgum uppákomum sem Perlan standi fyrir. Hann hrökk reyndar við þegar blaðamaður MORGUNPÓSTSINS spurði hann um- búðalaust hvort hann væri að standa fyrir drykkjuhátíð, enda brennivíns- drykkja ekki beinlínis tengd jákvæðum hliðum mannlífsins. „Síður en svo. Við ætlum að reyna að hafa þetta á jákvæðum nótum og erum að gera góða hluti en ekki slæma.“ Hann sannfærði þá blaðamanninn um það að það væri jákvætt ef íslendingar lærðu að umgangast vín á menningarlegan máta — það þurfti reyndar ékki mikið til. Islendingar hafa reynd- ar farið langan veg í þessum efn- um og sem dæmi má nefha nýlega frétt þess efnis að með tilkomu bjórsins hefði umferðarslysum vegna ölvunaraksturs fækkað mjög sem bendir til þess að vín- menning sé á réttri leið. En allt um það. Líklega er þetta stærsta sýning sinnar tegundar hérlendis og tæp- lega tuttugu erlendir aðilar koma gagngert til að vera viðstaddir hana. Þar er um að ræða sérfræð- inga sem verða með margvíslegan fróðleik í farteskinu. Þá verður mikið um sendiráðsfólk á staðn- um sem mætir fyrir tilstuðlan hinna ýmsu vínumboða sem standa einnig að „Vín og drykkir 1995“. Markmiðið með sýningunni er að auka þeldcingu á vínhéruðum, víngerð og bruggun ýmissa drykkja. Fjölmargir aðilar koma til með að leggja sýningunni lið og fer líklega Barþjónaklúbbur Is- lands þar fyrir fríðum flokki. Einnig má nefna tímaritin Gestgjafann, og Heimsmynd verður með sinn fulltrúa; gúrmemanninn Sigurð Hall sem lætur gamminn geisa. Meðal íslensku sérfræðinganna má einnig nefna læknana Einar Thoroddsen, Börk Aðalsteinsson og Helga Sigurðs- son og er eftirtektarverður áhugi meðal lækna á góðum vínum. Sýningin stendur alla helgina en verður slitið á sunnudagskvöldið með glæsilegum galadinner. JBG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.