Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Gjaldþrotá gjaldprot ofan „Ef Hagvirki-Klettur fer á haus- inn fer Jóhann Bergþórsson með,“ sagði Jóhann kokhraustur í viðtali við DV í mars 1993 en neitaði harðlega þeirri fullyrðingu fram- kvæmdastjóra Verktakasambands- ins, sem hafði sagt að Hagvirkis- samsteypan væri löngu gjaldþrota, sama hvaða nafn þeir notuðu. Tveimur mánuðum síðar sam- þylcktu kröfuhafar nauðasamninga við Hagvirki-Klett. Kröfuhafar voru 215 og lýstar samningskröfur námu samtals rúmlega 990 millj- ónum króna. Ragnar Hall sagðist strax ætla að hnekkja þeim gjörn- ingi enda væri Hagvirki ekki að bjóða borgun á 40 prósentum af kröfum eins og tekið var fram í frumvarpi um nauðsamning held- ur mun lægra hlutfall. Hagvirki-Klettur var svo úr- skurðað gjaldþrota þann 6. októb- er 1994. A annað hundrað kröfum var lýst í þrotabúið sem samtals námu rúmlega 633 milljónum króna. Af því voru 63 milljónir forgangskröfur en 570 milljónir voru almennar kröfur. Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna og því fæst ekkert greitt upp í þær. Þess má geta að Bæjarsjóður Hafn- arfjarðar lýsti meðal annarra kröf- um í búið sem námu liðlega 53 milljónum króna en það eru al- mennar kröfur og fást því varla greiddar. Óánægðir undirverktakar „Það virðist nú vera með þessa aðila (Hagvirki-Klett) að þeir hafa siglt rnjög skipulega inn í þetta gjaldþrot. Þetta er með því óþolckalegra sem maður hefur séð því það hefur greinilega verið unn- ið mjög markvisst að þessu. Það var búið að koma öllum eignum og tækjum undan sem eitthvað bitastætt var í, stofna annað fýrir- tæki fyrir þremur árum og koma vélunum þar yfir þannig að það næst ekkert af þeim,“ segir Krist- ján ingvarsson framkvæmda- stjóri Sniðils hf. í Mývatnssveit í samtali við Dag á Akureyri síðast- liðinn desember. Fyrirtæki hans var eitt margra undirverktaka í vegalagningu um Mývatnsöræfi sem töpuðu á annan tug milljóna vegna gjaldþrots Hagvirkis-Kletts. Hann nefnir fleiri atvik máli sínu til stuðnings og fjöldi viðmælenda höfðu sömu sögu að segja án þess að það verði rakið sérstaldega. Jó- hann hefur hins vegar alltaf sagt að undirverktakar töpuðu ekki á við- skiptum við sig og sín félög. Sameiningartilraunir út um þúfur Upp úr 1990 fór að bera talsvert á umræðum um sameiningu Hag- virkis við önnur verktakafyrirtæki. Sumarið 1991 hófust könnunarvið- ræður um sameiningu Hagvirkis við Islenska aðalverktaka. Hug- myndin var komin frá Hagvirki og var ætlunin að samnýta þekkingu og vélakost fýrirtækjanna og var þá ekki síst horft til hugsanlegra ál- versframkvæmda. Þá var það einn- ig nefnt að íslenskir aðalverktakar gætu notað skattatap Hagvirkis. Viðræður fóru fram allt til febrúar- mánaðar 1992 og var þá endanlega út af borðinu. Ástæðan var fýrst og fremst mjög bágborin fjárhagsstaða Hagvirkis. Ári síðar fóru frarn viðræður á milli Hagvirkis og Byggðaverks og einnig var rætt við Istak. Ekkert varð úr þeim áætiunum. Þess má svo geta að í janúar 1993 samþykkti stjórn SH-verktaka tilboð Verk- fræðiskrifstofu Jóhanns G. Berg- þórssonar upp á 600 þúsund krón- ur þegar fyrirtækið var í greiðslu- stöðvun. Sú sala fór þó út um þúf- ur. Beggja vegna borðs í strætósamningum Dótturfyrirtæki Hagvirkis, Hag- þá oddviti flokksins. Jóhann sigraði í prófkjörinu í desember árið áður með 2/3 atkvæði í það sæti, en á eft- ir honum komu Ellert Borgar Garðarsson, Þorgils Óttar Mat- hiesen, Hjördís Guðbjörnsdóttir og Magnús Gunnarsson, núver- andi oddviti þeirra, varð í fimmta sæti. Alþýðuflokkurinn stýrði bæj- arfélaginu næstu 4 árin en ýmsum þótti samvinna þeirra og Jóhanns og fyrirtækja hans æði náin. Fyrir kosningarnar síðastliðið vor töldu margir rétt að skipta aftur um forystusveit og svo fór að þrír buðu sig fram í efsta sæti listans, Jó- hann, Þorgils Óttar og Magnús. Það voru einkum þeir tveir fyrr- nefndu sem börðust hatrammlega en niðurstaðan varð sú að Magnús sigldi á milli þeirra og hlaut efsta sætið. Jóhann rétt náði að halda öðru sætinu en Þorgils féll niður í fimmta sætið og varð því varamað- ur í bæjarstjórn. Aðeins munaði 34 atkvæðum á Magnúsi og Jóhanni í fyrsta sæti en þess má einnig geta að Jóhann fékk einungis atkvæði frá 51 prósent þátttakenda, nær eingöngu í efstu sætin. Margir óttuðust þá strax að Jóhann færi í eina sæng með krötum þar sem hann var mjög ósáttur eftir prófkjörið, stjórn Alþýðuflokksins hafði veitt honum talsverða fyrirgreiðslu og hafði til dæmis boðið talsvert hlutafé þegar Hagvirki-Klettur var í nauðasamn- ingum. Að auki fengu þeir, án út- boðs, lagningu frárennsliskerfis í bænum, Útrásarverkefnið svokall- aða, sem metið var á um 250 millj- ónir króna auk margfrægra fyrir- framgreiðslna sem fyrirtækið fékk frá bænum. Niðurstaðan varð þó að meiri- hluti varð myndaður með Alþýðu- bandalaginu eftir hatrammar deilur milli Magnúsar og Jóhanns. „Það sem vakti fyrir mér var flokksheill,“ sagði Jóhann síðar. Reyndar sakaði hann Magnús um „umboðsleysi og reynsluleysi“ aðallega vegna helsta ásteytingarsteins sem var krafa Jó- hanns um öpólitískan bæjarstjóra. Það gekk ekki eftir enda hafði Magnús lofað Alþýðubandalaginu stöðunni, að því er Jóhann hefur margsagt. vagnar, fékk 216 milljóna króna samning við Almenningsvagna bs. á árinu 1991 vegna rekstrar almenn- ingsvagnasamgangna fýrir ná- grannasveitarfélög Reykjavíkur. Jó- hann var þá fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Almenningsvagna frá upp- hafi og tók því þátt í undirbúningi og að útbúa útboðsgögn og sat í stjórninni þar til búið var að opna og kynna tilboð fýrirtækjanna, þar á meðal sínu eigin. Það vakti ekki síst athygli að sama dag og tilboðin voru opnuð kom leiðrétting frá Hagvögnum þar sem tilboðið var lækkað um 30 milljónir króna eða 12 prósent. Þar með varð þeirra tilboð hagstæðast og var tekið. Hins vegar gátu þeir ekki lagt fram tryggingar fýrir vagnakaupum upp á yfir 200 millj- ónir króna fyrr en eftir dúk og disk og Almenningsvagnar höfðu gefið út viljayfirlýsingu um yfirtöku skuldbindinga þannig að kaup- leigufyrirtækið Lýsing sæti ekki uppi með vagnana ef Hagvagnar hættu starfsemi. Áætlanir hófust loks hálfu ári eftir áætlun miðað við útboðslýsingu. Sparkað út úr pólitík Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar- firði skipti um forystusveit fyrir kosningarnar 1990 og Jóhann varð debet „Það er vart hægt að hugsa sér betri samstarfsfélaga en Jó- hann G. Berþórsson. Kostir hans felast fyrst og fremst í heiðarleika, hreinskilni og hrein- skipti. Hann notar heldur ekki mikið stóru orðin,“ segir Aðal- steinn Hallgrímsson, fyrrum meðeigandi Jóhanns í Hagvirki- Kletti. kredit „Það er þetta með gallana. Það svo oft með mannskepn- una að kostirnir og gallarnir eru þeir sömu, eða tvær hlið- ar á sama peningnum. Það liggur við eins og þjóðfélagið lítur út í dag að hreinskipti hans sé einnig hans galli. Þannig er hann opnari fyrir rógi, níði og undirróðursstarf- semi. Það fer ekki vel með hann frekar en aðra,“ segir Aðalsteinn Hallgrímsson sem starfaði með Jóhanni þar til fyrir þremur árum. Pálmi Kristinsson segir debet „Jóhann er afburðasnjall verk- fræðingur og útsjónarsamur og finnur lausnir við flestum vandamálum. Hann á mjög gott með öll mannleg samskipti og mér finnst ein hans sterkasta hlið að vera leiðtogi og fá fólk til þess að vinna með sér. Það hefur aldrei verið lognmolla í kringum Jóhann. Hann hefur ávallt verið hrókur alls fagnaðar sama á hverju hefur gengið. Hann er mikill vinnuþjarkur og baráttujaxl og býr yfir ótrúlegri lífsorku." kredit „Hann hugsar á köflum allt of stórt og er stundum kæru- laus. Hann er fljótur að taka ákvarðanlr sem oft reynast rangar. Jóhann er óstöðvandi og hefur gaman af því að storka öllu umhverfinu. Hann býr yfir miklum sannfæringa- krafti og hefur jafnan átt auð- velt að fá menn til fylgis við sinn málstað. Fyrir bragðið hefur honum reynst erfitt að skilgreina sín takmörk, eink- um nú hin síðari ár.“ I tengslum við þessa samninga var samið um að Jóhann fengi stöðu bæjarverkfræðings sem hann hafði sótt um í mars það ár og lýsti hann því alltaf yfir að hann myndi ekki víkja úr bæjarstjórn þegar af því yrði. Þetta leiddi síðan til „full- komins trúnaðarbrests" og Jóhann ákvað að yfirgefa samstarfið. Þótt menn séu samdóma í því að Jóhann sé þrælduglegur, klár og úr- ræðagóður virðist öllum ljóst að þessi fyrirtæki hans ættu fýrir löngu að vera komin í þrot. Flestir voru á því að pólitísk afskipti hans hafi síður en svo flýtt óumflýjanlegum dauðdaga þessara fyrirtækja. Ólögleg viðskipti við Hafnarfjarðarbæ I úttekt Löggiltra endurskoðenda hf. á viðskiptum Hagvirkis- Kletts við Hafnarfjarðarbæ kemur fram að ábyrgðarveitingar bæjarsjóðs til fyrirtækisins upp á 43 milljónir króna hafi brotið sveitarstjórnarlög og aldrei hafi tekist að jafna fýrir- framgreiðslur sem þeir fengu vegna verktöku fýrir Hafnarfjarðarbæ. „I árslok 1992 og byrjun árs 1993 gengst bæjarsjóður í almennar ábyrgðir fyrir víxlum sem Hag- virki-Klettur hf. var greiðandi að, sem svo síðar féllu á bæjarsjóð. Að okkar áliti brýtur þessi ábyrgðar- veiting í bága við 89. sveitarstjórn- arlaga, en samkvæmt henni er bæj- arstjórnum aðeins heimilt að veita einfaldar ábyrgðir,“ eins og segir í skýrslunni. Þá segir að tryggingar fyrir fyrirframgreiðslum og ábyrgð- urn hafi „nánast alltaf verið fólgnar í framtíðartekjum félagsins vegna verka sem það er að vinna fyrir bæjarsjóð.“ Úm fýrirframgreiðslur í verk sem áttu sér stað í apríl og maí 1992 upp á 30 milljónir króna segir að aldrei hafi tekist að jafna þær. „Ekki liggja fyrir neinar bókaðar samþykktir um þessar eða aðrar fyrirfram- greiðslur yfirleitt og þar af leiðandi leikur verulegur vafi á um heimild- ir fyrir þeim,“ eins og segir orðrétt í skýrslunni. Pálmi Jónasson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.