Helgarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 4
4
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995
Umræöan um trúna og trúfrelsið hefur oröiö sí-
fellt meira áberandi undanfarin ár. Sértrúarsöfn-
uðir hafa sprottiö upp og afleiðingin er sú aö upp
hafa risið deilur um hlutverk kirkjunnar í dag.
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna velta þessu fyrir
sérog sitja fyrirsvörum
i?
Guðrún Helgadóttir
Alþýðubandalagi
„Nei, það held ég ekki.
Út af fyrir sig hefur
þetta allt farið fram í
sátt og samlyndi hing-
að til, við höfum sem betur fer lítið
verið tröllriðin af trúarlegu ofstæki
og ég er ekki búin að sjá að það sé
neitt betra að aðskilja þetta, satt að
segja. Þá væri hætta á að upp risu
alls kyns hópar ofsatrúarfólks sem
lítill fengur væri að í samfélaginu.“
Guðrún J. Halldórsdóttir
Kvennalista
„Það getur vel komið
til mála. Ef af þessu
yrði þyrfti auðvitað
eitthvað að koma í
staðinn fyrir hlutverk-
ið sem kirkjan hefur í dag og móta
þyrfti það eftir okkar þörfum.“
Egill Jónsson
Sjálfstæðisflokki
„Nei. Trúin hefúr ver-
ið svo lengi ríkur og
nauðsynlegur hluti af
okkar samfélagi að ég
sé enga ástæðu til að
aðskilja kirkjuna frá ríkisvaldinu."
Guðmundur Bjarnason
Framsóknarflokki
„Ég tel ekki að aðskilja
eigi þetta fullkomn-
lega þannig að hvor-
ugt viti af hinu. Þótt
kirkjan hafi sitt sjálf-
stæði þá lýtur hún auðvitað okkar
kirkjumálaráðuneyti og ég tel að
samstarf ríkis og kirkju þurfi að
vera gott.“
Gunnlaugur Stefánsson
Alþýðuflokki
„Kirkja og ríki eru í
raun aðskilin í dag.
Prestar eru hins vegar
á taunum frá ríkinu og
það er mjög mikilvægt
til að tryggja sjálfstæði
þeirra, auk þess sem þeir koma
gjarnan fram opinberlega. Ástand
mála í dag er ágætt að mínu mati,
en ef eitthvað er fyndist mér mögu-
legt að auka sjálfsforræði kirkjunn-
ar í landinu."
Mörður Árnason
Þjóðvaka
„Afstaða manna til
þessa fer ekki eftir pól-
ítískum línum. Ég
sjálfur teldi einhvers
konar aðskilnað æski-
legan, bæði fyrir ríki og kirkju. En
fyrst og fremst er þó inntakið það
að verja rétt sérhvers manns til að
hafa sínar skoðanir í trúarefnum
eins og öðru. Ef þetta yrði gert er
líka ljóst að fmna þarf aðila sem til-
búnir eru til þess að taka við ýms-
um hlutverkum sem kirkjan sér um
á almannavegum.“
Guðrún Helgadóttir
Alþýðubandalagi
„Það er auðvitað frá-
leitt að afnema hana.
Elvort sem menn eru
trúaðir eða ekki er
þessi saga hluti af okk-
ar menningu. Mér finnst alveg til í
dæminu að taka fleiri trúarbrögð
inn í þetta og fara meira inn á sagn-
fræðihlutann í þessu. En það kem-
ur ekki til greina af minni hálfu að
leggja þetta niður.“
Guðrún J. Halldórsdóttir
Kvennalista
„Nei. Ég vildi frekar
auka kennslu í sið-
fræði kristinnar trúar
en að leggja hana nið-
ur. Því meira sem ég
hef kynnst siðum og
trúarbrögðum annarra þjóða hef ég
orðið sannfærðari um að kristin trú
sé sú sem boðar mesta mildi og
mestan skilning á högum annarra.
Jafnréttið í boðskap kristinnar trú-
ar er nefnilega svo mikilvægt.“
Egill Jónsson
Sjálfstæðisflokki
„Nei. Það er allt í lagi
að fræða börn um trú-
arbrögð almennt, en
ekki á kostnað kristin-
fræðinnar."
Guðmundur Bjarnason
Framsóknarflokki
„Nei, alls ekki. Ég er
sjálfur trúaður og tel
mjög mikilvægt að
innræta börnum
trúna. Það má auðvit-
að gefa börnum meiri
innsýn í aðrar trúarstefnur en ég tel
að viðhalda eigi trúfræðslunni og
leggja áherslu á þjóðtrúna okkar.“
Gunnlaugur Stefánsson
Alþýðuflokki
„Nei, alls ekki. íslensk
börn hafa notið þess
að læra um kristna trú
og hafa búið að því
seinna meir. Mér
finnst hins vegar sjálf-
sagt að auka kennslu í trúarbragða-
fræðum almennt. Á meðan við höf-
um krossmarkið í Jrjóðfánanum
eigum við að leggja mikið upp úr
trúnni.“
Mörður Arnason
Þjóðvaka
„Nei. Það á elcki að
gera. Það má deila um
hvernig á að kenna
kristinfræði en það er
fráleitt að afnema
hana. Biblíusögurnar eru eins og
íslendingasögurnar og gríska goða-
fræðin, hluti af okkar menningar-
arfi, og það væri fráleitt að ræna
komandi kynslóðum þeim arfi.“
Bih
„Taktu þetta ekkert
persónuleaa, þetta
erbarao
sagði Magnús við aðstoðarmann sinn á heims-
meistaramótinu íJapan, rétt eftirað hann hafði
sagt í viðtali heim að hann væri einn og þyrfti að
sjá um allt sjálfur.
„Ég veit ekki hvað vakir fyrir
manninum. Hann veður bara áfram
í blindni og traðkar á þeim sem á
vegi hans verða. Hann hefur staðið
sig mjög vel en það veitir honum
engan rétt til að vaða yfir aðra,“ segir
Ágústa Johnson, líkamsræktar-
kennari og eigandi Stúdíós Ágústu
og Hrafns, um Magnús Scheving
íþróttamann ársins á fslandi. Deilur
hans og Bjöms Leifssonar, eiganda
World Class og umboðsmanns Al-
þjóða þolfimisambandsins (AIF)
hafa vakið mikla athygli og í kjölfarið
hafa ýmsar spurningar vaknað.
Fengu að keppa á
síðustu stundu
Sem kunnugt er varði Magnús
Evrópumeistaratitil sinn í þolfimi á
móti sem fram fór í Búlgaríu á laug-
ardag. Fyrir tilstilli Fimleikasam-
bands Islands og Ellerts B.
Schram, forseta ISl, gaf umboðs-
maðurinn leyfi fyrir þátttöku Magn-
úsar og systkinanna Önnu og Karls
Sigurðarbarna á elleftu stundu, en
lengi leit út íyrir að íslensku kepp-
endurnir fengju ekki að keppa.
Ástæður þess voru þær að keppend-
urnir sóttu aldrei um þátttökurétt til
umboðsmannsins hér heima og sigr-
uðu ekki á viðurkenndu IAF-lands-
móti, heldur nýstofnuðu þolfimi-
móti Fimleikasambands Islands.
Þorsteinn Guðjónsson hefur
töluvert unnið fýrir IAF hér á landi.
Hann segir að á aðalfundi í Japan á
síðasta ári hafi þeir tilkynnt að IAF-
mót yrði haldið hér á landi í janúar.
„Síðan nokkru seinna sjáum við að
Fimleikasambandið og Magnús
Scheving eru farin að auglýsa sitt
landsmót á sama tíma,“ segir hann.
„Þá föxuðum við út og sögðurn ffá
þessu fýrirhugaða móti og sögðumst
vera tilbúnir til að segja af okkur og
afhenda Fimleikasambandinu og
Magnúsi umboðið. Við fengum svar
um hæl þar sem boðið var afþakkað
og síðan var það ekki nefht meir.“
Þorsteinn segir að þetta hafi orðið
Þorsteinn Guðjónsson var að-
stoðarmaður Magnúsar á HM í
Japan. Þrátt fyrir það segist
Magnús alltaf hafa verið einn.
Magnús Scheving Er hann bara í bisness?
þess valdandi að þeir frestuðu sínu
móti og verður það haldið nú seinna
í þessum mánuði. Það mót er viður-
kennt af IAF og sigurvegari á því hef-
ur rétt til þátttöku á heims- og Evr-
ópumótum. Aðrir hafa ekki þann
rétt nema umboðsmaður tilnefni þá
sérstaklega og það mun einmitt hafa
gerst í þessu tilviki undir lokin.
Var ekki einn í Japan
I blaðaviðtölum efitir keppnina
hefur Magnús margoft látið hafa það
eftir sér að það hafi ekki verið fýrir
tilstilli þessara bréfaskrifa að þau
fengu að keppa, heldur hafi þau sjálf
bjargað málunum á fimmtudags-
kvöldinu fýrir keppni. Þetta kemur
illa heim og saman við þá staðreynd
að daginn effir, á föstudeginum,
báðu formaður Fimleikasambandins
og ISl Björn að skrifa út og bjarga
málunum.
Ellert B. Schram segist vera sann-
færður um að þessi bréfaskrif hafi
bjargað málunum og MORGUN-
PÓSTURINN hefur undir höndum
bréf frá AIF sem staðfestir það. Ellert
segist vera undrandi á þessum um-
mælum Magnúsar. „Ég skil þennan
málflutning ekki almennilega,“ segir
hann. „Þátttaka keppenda á alþjóð-
legum mótum er háð samþykki við-
komandi landssambanda, í þessu til-
felli Björns Leifssonar. Þetta hlýtur
bara að vera einhver misskilningur
hjá honum Magnúsi."
Þetta er ekki einu ummælin sem
koma illa heim og saman hjá þol-
fimimeistaranum. Hann hefur til
dæmis oft sagt frá því hvernig það
var að keppa einn á heimsmeistara-
mótinu í fýrra þrátt fýrir að hann
hafi í raun haft aðstoðarmann og því
ekki verið einn. Þorsteinn Guðjóns-
son var með Magnúsi á mótinu og
segist hafa verið undrandi á þessu hjá
Magnúsi. „Hann sat við hliðina á
mér og talaði í símann heim og sagði
ffá því hvernig það væri að vera einn
þarna úti. Ég varð náttúrlega eitt
spurningamerki og spurði hann eftir
á hvað hann væri eiginlega að meina.
Hann sagði orðrétt: „Taktu þetta
ekkert persónulega — þetta er bara
bisness.“
„Hefur vaðið uppi
með blammermgar“
Ágústa Johnson rekur líkams-
ræktarstöð og er því í beinni sam-
keppni við þá félaga, en eins og fram
kom í MORGUNPÓSTINUM á mánu-
dag, er Björn eigandi World Class og
Magnús eigandi Aerobic Sport. Hún
segir að Björn hafi staðið sig vel sem
umboðsmaður IAF hér á landi.
„Hann er aðeins að gæta þeirra hags-
muna IAF að aðeins þeir sem hafa á
því rétt fái að keppa á þessum mót-
urn. Þetta eru bara reglur og þeim
verður að ffamfýlgja rétt eins og í öll-
um öðrum íþróttum.“
Áttu von á því að deilurnar leysist á
nœstunni?
„Ég sé ekki hvernig það ætti að
vera. Magnús er allur í klögumálun-
um og í sínum vælutón er hann allt-
af að finna einhvern blóraböggul.
Framkoma hans er oft mjög barna-
leg og minnir mig meira á leikskóla-
krakka en íþróttamann. Ég er líka
mjög undrandi á því hvernig hann
hefúr fengið að vaða uppi í fjölmiðl-
um með þessar blammeringar sín-
ar,“ segir hún.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
blaðamanns tókst ekki að ná tali af
Magnúsi við vinnslu þessarar fréttar,
þrátt fyrir að lögð hafi verið fýrir
hann skilaboð.“ Bih
Ágústa Johnson „Björn hefur
staðið sig vel.“
Ellert B. Schram „Þetta hlýtur
bara að vera einhver misskilning-
ur hjá honum Magnúsi."
Júlíus Eggertsson viðurkennir fjármögnun á innflutningi ffkniefna. Flutti inn 380
grömm af spftti til að fjármagna innflutning á 4 kílóum af hassi, hálfu kílói af am-
fetamfni og 50 grömmum af kóki
Tuttuguföld hagnaðarvon
Innkaupsverðið rúm milljón - söluverðmætið 20 milljónir.
Júlíus Kristófer Eggertsson
hefur viðurkennt að hafa fjármagn-
að innflutning á rúmlega 4 kílóum
af hassi, 535 grömmum af amfetam-
íni og um 50 grömmum af kókaíni,
auk 380 gramma innflutning á am-
fetamíni í nóvember.
Það var hundur Tollgæslunnar
sem fann efnin þriðjudaginn 14.
febrúar. Þau voru falin í fragt sem
kom með Brúarfossi á sunnudags-
kvöldið en það skip fer á Hamborg,
Rotterdam og Inningham sem er
rétt hjá Grimsby og Hull. Efnin
voru send til Hafnarfjarðar þar sem
þau voru tollafgreidd. Þeim sem
náði í efnin var fýlgt eftir, brotist
var inn á heimili hans og í kjölfarið
voru þrír 22 ára gamlir piltar úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald í hádeg-
inu á fimmtudag til tveggja vikna,
Júlíus, Guðni Magnússon og
Hörður Lýðsson. Strax um helgina
voru þeir allir látnir lausir þar sem
játningar lágu fyrir.
Júlíus játaði á sig fjármögnun á
innflutningnum og að þremenn-
ingarnir hefðu í lok nóvember flutt
inn 380 grömm af amfetamíni.
Samkvæmt traustum heimildum
blaðsins taldi fíkniefnadeildin að
aðrir og stærri aðilar stæðu á bak
við strákana en þeim tókst ekki að
hafa hendur í hári slíkra rnanna,
enda lágu játningar fyrir.
Algengt kaupverð á fjórum kíló-
um af hassi í Hollandi er um 800
þúsund krónur. Söluverð á götunni
er hins vegar 1500-2000 krónur og
sé miðað við 1800 krónur væri
söluverðmætið því 7,2 milljónir
króna. 815 grömm af amfetamíni
má kaupa á 250-300 þúsund krón-
ur í Hollandi en sé það þrefaldað
með aukaefnum og selt á götunni
fýrir 5000 krónur grammið er sölu-
verðmætið orðið 12,2 milljónir
króna. Söluverðmæti á 50 grömm-
um af kókaíni, drýgt til helminga,
er um ein milljón króna. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins var
hvíta efnið mjög gott í þessu tilviki.
Innkaupsverð á efnunum hefur því
varla verið meira en rétt rúm millj-
ón króna en söluverð á götunni yfir
20 milljónir króna. -pj