Helgarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 32
Jóhann risi á Internetið Intemetið er kjörinn vettvangur til að lauma alls kyns upp- lýsingum inn á fólk sem það mundi annars ekki bera sig eftir. Daivíkingurinn Júuus Júlíusson fékk snjalla hug- mynd til að koma heimabæ sínum á kortið og tók saman allar upplýsingar sem hann gat komið höndum yfir um Jóhann risa Pétursson. Jóhann var stærsti maður í heimi á sínum tíma en hann var búsettur í Dalvík. Pær 30 millj- ónir sem hafa aðgang að Internetinu og vilja kynna sér sögu stærsta manns í heimi fá því nú óvæntan glaðning um Dalvík í leiðinni... Valur Magnússon Séður í viðskiptunum. Guðmundur Stein- grímsson Hermannssonar er formannsefni Röskvu í stúdentaráði Var boðið 5. sætið rétt áður en listinn var kynntur Flokksforysta Þjóðvaka gerir það ekki endasleppt þegar kemur að því að manna framboðslista hreyfmg- arinnar fyrir komandi alþingis- kosningar. Síðasta laugardag var kynnt hverjir skipa efstu sæti hjá Þjóðvaka í Reykjavík. Eitthvað hef- ur gengið brösuglega að finna væn- lega kandídata á listann því aðeins tveimur klukkustund- um áður en hann var tilkynntur hringdi Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, sem skipar 2. sæti listans, í ungan sálfræðinema að nafni Helena Jónsdóttir og bauð henni að taka 5. sæti list- ans. MORGUNPÓSTURINN hafði samband við Helenu sem staðfesti að þetta væri rétt en vildi ekki segja annað um málið en að hún hefði aldrei komið nálægt starfi Þjóðvaka og að hún hefði hafnað tilboðinu nánast samstundis. Helena hefur ekki komið nálægt stjórnmálum svo teljandi sé, utan það að hún sit- ur sem fulltrúi óháðra í stúdenta- ráði. Þess má geta að Lára V. Júlí- usdóttir lögfræðingur tók sætið sem Helena hafnaði. Sonur Steingríms Her- mannssonar heitastur í formannsembættið Eftir glæsilegan sigur Röskvu í Háskólakosningunum er ljóst að maður úr þeirra röðum mun áfram gegna embætti formanns Stúdenta- ráðs. Dagur B. Eggertsson hefur sinnt starfinu af mikilli röggsemi í vetur og mun sitja í sæti formanns- ins út þetta skólaár eins og lög gera ráð fyrir. Menn eru hins vegar þeg- ar farnir að velta fyrir sér hver muni taka við honum og þykja þrír koma helst til greina. Þeir eru: Kamilla Rún Jóhannsdóttir sálfræðinemi, Kjartan Örn Ólafsson heimspeki- nemi, og sonur Ólafs Ragnars- sonar í Vöku-Helgafelli, og Guð- mundur Steingrímsson sagn- fræðinemi og sonur Steingríms Hermannssonar Seðlabankastjóra og fyrrverandi forsætisráðherra, en Guðmundur er sjálfsagt best þekkt- ur sem harmonikkuleikarinn úr kaffihúsahljómsveitinni Skárr’n ekkert. Af þessum þremur þykir Guðmundur heitastur í formanns- stólinn enda af mikilli forystuætt. Vaiur skaut öðrum veitingamönnum ref fyrir rass Þessa viku hefur verið lengur opið fram eftir nóttu á Kaffi Reykjavík en öðrum stöðum, eða til þrjú eftir miðnætti þegar aðrir hafa þurft að skella í lás klukkan eitt. Valur Magnússon, vert á Kaffi Reykjavík, þykir þarna hafa skotið kollegum sínum aldeilis ref fyrir rass en hann var einn nógu séður til þess að átta sig á því að yf- irvöld myndu pottþétt bráðna fyrir því að gefa grænt ljós fyrir rýmri opnunartíma ef beiðnin yrði rök- studd með því að þessa viku fer fram þing Norðurlandaráðs. Ekki fer miklum sögum af mætingu Norðurlandaþingmannanna en hins vegar hafa blaðamenn og aðrar aukapersónur sem þinginu fylgja mætt vel. Bankastjórar Flugleiða Á árshátíð Flug- leiða um síðustu helgi var boðið upp á skemmtiatriði starfsmanna. Að venju var nokkur broddur í þeim sumum eins og þegar gert var grín að jeppakaupum háborðsins en þó ekki síst „bankastjórum" Flugleiða. Þetta er uppnefni sem flugstjórarn- ir mega búa við og kemur til af framferði þeirra sumra á ferðum erlendis. Er sagt að þeir eigi til að banka hressilega á dyr veikara kyns- ins þegar gleðskapurinn fer að nálgast hámark. Hótel Island var yfirfullt af Norðurlandabúum f gærkvöld. Nálægt þúsund manns í kjól og hvftt var boðið upp á drykk og með’f á Soka- hófi Norðurlandaþings sem fram fór á Hótel íslandi.J.eiða má Ifkum að þvf að flestir þeir sem strengdu þess heit að f áramótin hafi fallið á kúrnum í gærkvöld di.leh aréín, egrun um Hetja Norðurlandaþingsins er án vafa Einar Már Guðmundsson rithöf- undur sem tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í tengslum við þingið. Geta má sér til að á þessari stundu sé Einar að reyna að lesa í matinn. íslendingar lásu fyrr á öldum gjarnan í garnir. Er það ef til vill Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra sem tekur að sér að falla á megrunarkúrnum í stað Davíðs? Gro sá um að falla fyrir samanskri svínafitu á dögunum. lendinga í Norðurlandasamstarfi hlýtur þó að teljast vera sú stað- reynd að á meðan að íslendingar leggja til aðeins 1 prósent, eða inn- an við það, til Norðurlandasam- starfsins fá þeir á milli 4 til 7 pró- sent af kökunni til baka. Heildar- fjárlög til Norðurlandasamstarfsins í ár eru um 7,5 milljarðar, þar af greiða Islendingar 73 milljónir en fá til baka á milli 280 til jafnvel 500 milljónir með einum eða öðrum hætti. Þá má ekki gleyma því að ís- lendingar hafa dágóðar tekjur af komu 700 ferðamanna til Islands, svona á miðjum dauðyflistímum. Það er margt sem íslendingar eiga sameiginlegt með norrænum frændum sínum. Flestum yfirsést hið augljósa sem er auðvitað það að bæði forsætisráðherra íslands og Noregs hafa verið í ströngum megrunarkúr frá því eftir jól. Þegar Gro Harlem Brundtland sprakk á sínum kúr í síðustu viku voru fjöl- miðlar ekki lengi á bragðið. Sam- stundis var það á allra vitorði um gervöll Norðurlöndin er Gro snæddi svínfeita Samamáltíð í heimsókn sinni til Samahéraða Noregs. Ekki hefur fjölmiðlum enn tekist að góma Davíð Oddsson á sams konar narti. Vonandi er hann þó sterkari á svellinu en sú norska í ölium veisluhöldunum sem fylgt hafa Norðurlandaþinginu undan- farna daga. Annars fór lokahóf Norður- landaþingsins, sem slitið er í dag, fram á Hótel Islandi í gærkvöld í boði norrænu sendiherranna. Til veislunnar var boðið þúsund manns sem með einum eða öðrum hætti hafa tengst Norðurlanda- þinginu í drykk og pinnamat. En þess má geta að 700 manns sóttu Is- land eingöngu í tilefni þingsins. Ekki er vitað hvernig hlutfall þeirra skiptist á milli Norðurlandaþjóð- Forseti Norðurlandaráðs, Gelr H. Harde, lítur virðulegur yfir farinn veg. Þarna er hann meðal annars í félagsskap Guðmundar Bene- diktssonar, fyrrverandi ráðuneyt- isstjóra í forsætisráðuneytinu. anna. Þó er vitað að fæstir komu frá Finnlandi vegna þess einfaldlega að öll orka Finna fer í kosningabarátt- una sem þar er komin á fuilt skrið. Þótt ekki komi það beint Norð- urlandaþinginu við, og þó, þegar grannt má benda á það að fjöl- margir hálf-Danir búa á íslandi. Það kom enda í ljós á dögunum að íslendingar þiggja ekki bara danskt sæði úr dönskum sæðisbönkum, danska peninga heldur og danskar augnhimnur til ígræðslu úr dönsk- um augnbönkum. Mestur akkur Is- Veðrið Horfur á föstudag: Hæg breyti- leg átt og léttskýjað um vestan- vert landið en hæg norðlæg átt um austanvert landlð, él norðan- lands en léttskýjað suðaustan- lands. Frost 5-15 stig. Horfur á sunnudag: Norðaustan kaldi eða stinningskaldi en all- hvasst við austurströndina. Élja- gangur um norðan- og austanvert landið en þurrt og víðast léttskýj- að suðvestan- og vestanlands. Frost 2-12 stig. Kul Kaldi Stormur Hiti Frost Bjart Hélfskýjað Skýjað Rigning Snjór Horfur á laugardag: Austlæg átt, allhvöss eða hvöss við suður- ströndina en annars heldur hæg- ari. Þurrt að mestu um vestanvert landið en annars víða snjókoma eða éljagangur. Frost 1-10 stig. SPURT ER: Heldurðu að löggan ráði við að leysa ránið í Lœkjargötu? 99 19 19 39,90 krónur mínútan

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.