Helgarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 15 Miklar deilur hafa veriö um jörðina Flatey á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslum og hafa héraðshöfðingjar haft afskipti af málinu Talin hafa fengið þriðjung sveitar- innará Miklar bréfaskriftir hafa að und- anförnu gengið á milli landbúnað- arráðuneytisins, hreppsnefnd Mýrahrepps og núverandi bæjar- stjórnar Hafnarbæjar, og ábúenda jarðarinnar Fitja í Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu. Eru hörð átök um jörðina sem er ein af stærstu jörð- um landsins. Telja heimamenn að nýr ábúandi sé að fá jörðina á gjaf- verði með fúlltingi pólitískra sam- verkamanna á meðan réttmætum ábúendum sé úthýst. Upphaf málsins má rekja allt aft- ur til þess er ríkissjóður keypti jörð- ina árið 1973 en Flatey er skipt upp í býli merkt I. II. og III. Harðindi höfðu verið þar á undan og ábú- endur teknir að reskjast og því hafði þótt góð lausn að selja jörðina að fengum tryggingum fyrir lífstíð- arábúendarétt. Jörðin var seld gegn vægu gjaldi en jörðin og býli út úr henni jafngilda um þriðjungi af hreppnum. Þar er þó um að ræða mikið fjalllendi og mýrar. Frá og með 1987 hefur Óli Þ. Óskarsson haft nytjar af jörðinni og rekið þar graskögglaverksmiðju um leið og hann hefur reynt fyrir sér með íiskeldi. Hvorugt hefur gengið vel enda botninn dottið úr graskögglaframleiðslu á síðustu ár- um. Sagðist Óli hafa framleitt þegar mest var 1250 tonn í verksmiðjunni en framleiðslan í fyrra hefði verið 100 tonn. „Þetta er ekki beysinn rekstur núna.“ hins vegar samningnum og leit Páll þá svo á að hann væri úr sögunni enda mjög ósáttur við hann. Landbúnaðarráðuneytið sendi hins vegar samninginn á ný til sveitarstjórnar 30. nóvember síð- astliðinn, án nokkurs samráðs við Pál. Að sögn Jóns Höskuldssonar í landbúnaðarráðuneytinu þá var það gert eftir að ákvæðum samn- ingsins hafði verið breytt og því þótti ekki óeðlilegt að bera hann á ný undir viðkomandi sveitarstjórn. í janúar 1992 hafði hins vegar land- búnaðarráðherra og Óli gert leigu- samning um not afþeim hluta jarð- arinnar sem Páll hafði áður haft til nota. Páll fékk að halda eftir húsun- um og 5 hektara heimatúni. Töldu samninginn fallinn úr gildi I bréfi lögmanns Páls til Iand- búnaðarráðuneytisins frá 29. des- ember síðastliðnum kemur fram það álit lögmannsins, Vilhjálms Árnasonar hæstaréttarlögmanns, að samningurinn hafi aldrei fengið gildi. Segir þar í bréfinu: „Það er og álit umbjóðanda okkar, að ráðuneyt- ið geti ekki upp á sitt einsdœmi og án samráðs við hann ákveðið að láta á það reyna hvort sú ráðstöfun jarðar- innar, sem samningurinn frá 1991 kvað á um, fáist nú samþykkt af sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags. Umbjóðandi okkar bendir á, að utn þrjú ár hafa liðiðfrá því að satnning- Héraðshöfðingjar takast Egill Jónsson. Héraðshöfðingi sem er talinn styðja sjálfstæðis- manninn. Með þeim sölusamningi sem gerður var árið 1973 við Landnám ríkisins áttu þeir Guðjón Jónsson og Páll Ingvarsson að hafa lífstíð- arafnot af jörðinni. Nytjar þeirra voru hins vegar litlar og síðar kom Óli til sögunnar en hann hefur, eins og áður segir, haft jörðina til nytja. Guðjón hefur-samþykkt að Óli taki yfir hans hluta jarðarinnar en Páll flutti af jörðinni ög 18. desember árið 1991 kom fulltrúi landbúnaðar- ráðuneytisins til hans á vinnustað á Höfn í Hornafirði og fékk hann til að undirrita nýjan leigusamning, sem hann telur mun óhagstæðari. Þessi leigusamningur var sendur hreppsnefnd Mýrahrepps til stað- festingar. Hreppsnefndin hafnaði Halldór Asgrímsson, héraðshöfð- ingi. „Þeir höfðu aila möguleika til að skapa frið þarna en hefur ein- faldlega ekki tekist það.“ urinn var gerður og frá því að hott- um var hafnað af sveitarstjórn með þeim rökum að efni hatts væri and- stœtt hagsmuttum sveitarféiagsins." Til að flækja málið er á jörðinni um 100 hektara spilda sem hefur verið ræktuð upp í félagi bænda í sveitinni og vilja þeir fá að nýta hana áfram. Aðspurður sagðist Jón Hösk1 uldsson hafna því að vinnubrögð ráðuneytisins í þessu máli væru- óeðlileg á einhvern máta. Hann sagði að Óli hefði sóst eftir að fá að nýta jörðina og í Ijósi þess að hon- um hefði verið seld þarna gras- kögglaverksmiðja á sínum tíma hefði ekki verið óeðlilegt að gefa honum kost á að auka not sín af Jörðin Fitjar er mikil kostajörð og rúmlega þriðjungur Mýrahrepps sem áður var. jörðinni, það væri liður í að halda henni í byggð. Samkvæmt leigusamningi leigir Óli stóra hluta jarðarinnar Flatey I, Flatey II og III, ásamt Eskey og Heiðnabergi og fyrir þetta greiðir hann 82.770 krónur á ári en vana- lega er miðað við 3 prósent af fast- eignaverði í tilvikum sem þessum. Mikil samkeppni var um jörðina og verksmiðjuna á sínum tíma. Óli var hæstbjóðandi en samkvæmt heim- ildum MORGUNPÓSTSINS þá hefur hann aðeins hluta kaupverðsins og fjármála- ráðuneytið afskrifað háar upphæðir vegna kaupanna. Óli sagðist hafa borgað allt í allt um 20 milljónir króna en staðfesti að ráðuneytið hefði fellt niður nokkuð af verðbót- unum. Héraðshöfðingjar koma að málmu En eins og áður segir blandast pólitík inn í málið. Óli var í 10. sæti á lista sjálf- stæðismanna í sveitarstjórn- arkosningum á Hornafirði í fyrra og segja heimamenn að hann njóti aðstoðar Egils Jónssonar á Seljavöllum, al- þingismanns og héraðshöfð- ingja. Hinir aðilar málsins, sem sækja frændsemi til Páls, hafa leitað til Halldórs Ásgríms- sonar. Hann sagðist lítið hafa skipt sér af málinu en að- spurður um álit á afskiptum ráðuneytisins sagði hann. „Ráðuneytið og þá sérstaklega fjármálaráðuneytið á sínum tíma stóðu ekki rétt að mál- um á sínum tíma. Eitt er víst að þeim hefur ekki tekist að skapa frið í málinu. Þeir höfðu alla moguleika til að skapa frið þarná en hefur ein- faldlega ekki tekist það,“ sagði Halldór. En Óli telur.sjálfur að und- irrótin að erjunum séu við- brögð við aðkomumanni. „Fólk úr síðustu hreppsnefnd virðist sjá ofsjónir yfir því sem ég hef verið að gera þarna. Ef maður kemur úr Garðabæn- um á að setja manni stólinn fyrir dyrnar." Óli sagðist hafa gefið eftir á ýmsum sviðum til að liðka fýrir svo sem að leyfa beit í landinu eins og kæmi fram í viðaukasamningi. Og aðspurður um það hvort hann fengi jörðina á gjafverði sagði hann að mikið af þessu landi væri örfoka sandar sem enginn gæti nýtt. Það væri því skrýtið hvað viðleitni til að nýta landið undir fiskeldi kallaði á harkaleg viðbrögð. SMJ Lendar elskhuqans Kjartan Ragnarsson leikstjóri er að gera leikgerð að Grandavegi 7, skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur sem kom út fyrir jólin við fádæma góðar viðtökur og hreppti íslensku bókmenntaverðlaunin. Ekki er ýkja langt síðan Hávar Sigurjónsson leikstjóri gerði leikgerð upp úr skáldsögu hennar um ísbjörgu og lengi hefur verið í bígerð að gera kvikmynd upp úr Kaldaljósi, fyrstu skáldsögu hennar en það er Hilm- ar Oddsson sem stjórnar þeirri framkvæmd. Hins vegar verður Ijóðabók hennar, Lendar elskhug- ans, færð á svið nú í mars og þar spreyta sig leikkonurnar, Steinunn Ólína ÞorsteinsdóttirJngrid Jónsdóttir og sennilega Guðrún Gísladóttir en hún á eftir að gefa Sólrún úti í kuldanum endanlegt svar. ÁsdIs Þórhalls- dóttir leikstýrir verkinu en hún út- bjó leikgerðina ásamt Kristínu Ómarsdóttur. Sýning (slensku óperunnar á La Traviata hefur fengið feiknagóðar viðtökur enda eru það engir aukvisar sem koma að þeirri sýn- ingu, Það vekur hins vegar athygli að skipt er út reglulega í aðalhlutverkum karlsöngvara meðan Diddú situr ein að aðal kvenhlutverkinu. Diddú er vissu- lega ein okkar besta söngkona en önnur góð söngkona sem er Sólrún Bragadóttir gerir það gott í óperu- húsum í Evrópu en fær aldrei tilboð um að syngja í íslensku óperunni hér heima. Hún hefur einu sinni orðið svo fræg að syngja þar og þá í þremur sýning- um á Rigoletto, af einhverjum ástæðum var nafns hennar sjaldan eða aldrei getið í umfjöllun um sýninguna. Kjaftasagan segir að þetta sé vegna þess að hún sé í ónáð hjá aðalsöngkonunni frá upphafi, sem gegnir nú hlutverki óperustjóra, það er Ólafar Kolbrúnar Harðardóttúr. Af Kvaranklettinum óhagganlega Þegar Samband ís- lenskra myndlistar- manna gerði athuga- semd við að Menn- ingarmálanefnd Reykjavíkurborgar hugðist endurráða Gunnar Kvaran án þess að staða for- stöðumanns Kjarvals- staða væri auglýst, var tekin sú ákvörðun hjá borginni að aug- lýsa eftir fleiri um- sækjendum. Það var gert en sú auglýsing birtist aðeins einu sinni og að afloknum umsóknarfresti voru aðeins tveir umsækj- endur í pottinum, Hannes Sigurðs- son og Gunnar. Þá komu umsókn- irnar inn á borð hjá sömu nefndinni og áður var búin að lýsa yfir vilja sínum til að endurráða Gunnar og lauk hún verkinu. For- stöðumaður Kjarvals- staða skyidi vera Gunnar Kvaran. Það sem mönnum þykir þó athyglisverðast er að ekki nema tveir ágirntust þessa stöðu en til samanburðar þá sóttu fjölmargir um starf framkvæmda- stjóra Útvarps. Þar kemur örugglega tvennt til. Staðan var illa auglýstog Kvaran- veldið er svo að segja óhagganlegt í myndlistinni. Lesið Morgunpóstinn tvi s va r! mmMorgun A \ Posiurmn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.