Helgarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 hefur fyrir löngu unnið sér sess sem einn besti blaðaljósmyndari landsins. Hann á 20 ara starfsafmæli á þessu ári oa af því tilefni dustaði hann rykið af nokkrum myndum úr safninu sínu. Litríkar Ijósmyndir í svait/hvftu Ég var að vinna sem auglýsingateiknari hjá Dagblciðinu og Vikunni þegar ég var spurður hvort ég kynni að taka myndir. Ég sagði að ég gæti allavega reynt það og hef starfað sem ljósmyndari síðan,“ segir Jim Smart ljós- myndari MORGUNPÓSTSINS sem heldur upp á 20 ára starfsafmælið sitt um þessar mundir. Dagblaðið var þá ný- stofnað og deildi húsnæði með Vikunni í Síðumúlanum. Engin aðstaða var fyrir ljósmyndara í húsinu og Jim fram- kallaði fyrstu fílmurnar sínar inni á klósetti í kjallaranum. „Ég hafði aðeins lært undirstöðuatriðin í ljósmyndun í auglýsingateiknaraskóla í Englandi og fyrstu myndirnar sem ég tók fyrir Vikuna voru hræðilegar. Eina myndavél- in sem ég átti var gömul rússnesk Zenith-vél en engu að síður var ég ráðinn." Jim á sér skrautlegan feril bæði í lífi og starfi en hann var atvinnudansari í Englandi þegar hann kynntist verð- andi konu sinni og elti hana til Islands. Síðan hefur hann unnið sér sess sem einn besti blaðaljósmyndari landsins og fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í portret-ljósmyndun. Eftir að hafa unnið í 5 ár á Vikunni lá leið hans yfir á Helgarpóstinn, Þjóðviljann, Pressuna og loks MORGUNPÓSTINN. „Ég syng á meðan ég er að taka myndir af fólkinu sem situr fyrir og segi því brandara. Þannig reyni ég að fá það til að vera ekki eins meðvitað um sjálft sig og slappa af,“ segir Jim þegar hann reynir að útskýra galdurinn á bakvið myndirnar sínar. „Ég held líka að sumum finnist ég tala svo skrítna íslensku að þeir verði hálf hissa. Ef sá sem situr fyrir er ekki afslappaður gagn- vart þér þá verður myndin ekki góð sama hvað þú tekur margar filmur. I’etta er eins og að slá golfbolta, annað hvort hittir þú hann rétt eða ekki. Ég veit offast hvort myndin virkar eða ekki um leið og ég tek hana. Það er svo mikill hraði í blaðaljósmynduninni að yfír- leitt gef ég mér ekki meira en korter í hverja myndatöku. Ég vinn nær eingöngu með náttúrulegt ljós og undirlýsi ef ekki býður betur við og yfirframkalla síðan í myrkraher- berginu. Mér finnst flass taka allt líf úr myndum og mér er sama þótt þær séu dökkar og grófkornaðar ef ljósið er náttúrulegt. Það er meiri mystík í dökkum myndum og stundum þarf bara að lýsa upp brot af myndfletinum til að segja alla söguna.“ Hér á opnunni rifjar Jim upp nokkrar af myndunum frá ferli sínum sem einn litríkasti blaðaljósmyndari á Islandi, þótt hann taki allt í svart/hvítu. Gunnar Huseby „Gunnar Huseby gat ekki skilið af hverju ég fór með hann, gamla Ólympíumeistarann inn í þvottahús til að mynda hann en kanski eru það andstæðurnar sem gera myndina að því sem hún er.“ Finnur Jónsson „Þetta er enn ein af uþþáhalds mynd- unum mínum en ég tók hana þegar ég var enn að vinna á Vikunni." Módel „Mannslíkaminn þýður upp á endalausa möguleika við myndatökur. Ég horfi á hann svipuðum augum og landslag. Það er ekkert snjókorn eins.“ Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson „Það skemmtilega við að taka þessa mynd var að ég vissi ekkert hvaða strákar þetta voru en stærð- ar munurinn á þeim var svo áberandi."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.