Helgarpósturinn - 02.03.1995, Side 7

Helgarpósturinn - 02.03.1995, Side 7
FIMMTIJDAGUR 2. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN 7 Fjölmiðlastrið í Hafnarfirði? Halldór Árni Sveinsson, erki- Hafnfiröingur og útvarpsfrömuður, en hann hefur um árabil rekið Útvarp Hafnar- fjörður, hefur nú fengið hörku samkeppni. I gær hófst form- leg útsending frá nýrri útvarpsstöð sem sendir út á FM 91,7 undir nafninu Radíóvit- inn. Það eru hafnfirskir ung- lingar sem ann- ast dagskrárgerð en útvarpsstöðin hefur aðsetur í unglingaathvarfinu Vitanum. í gær var bein útsending frá tónleikum fimm ungra bílskúrsbanda í Hafnarfirði, allt verðandi stjörnur, er haft eftir Geir Bjarnasyni, for- stöðumanni Vitans. Fæðinqahríðir ■Betraíif Fæðing á framboðslistum Þjóðvaka hefur gengið nokkuð brösuglega. Allt logar í illdeilum innan flokksins á Suðurlandi þar sem þeir Þorkell Steinar Ellertsson og Þorsteinn Hjartarson berjast hatrammri bar- áttu um efsta sætið. Á Vestfjörðum hefur enginn listi verið birtur en enn er gengið út frá því að Sigurður Pétursson, eiginmaður ÓlInu Þor- VARÐAR- DÓTTUR, vermi efsta sætið. Á Vesturlandi er einnig erfið fæðing en Runólf- UR ÁGÚSTS- son mun væntanelga verða odd- viti flokksins. Erfiðust hefur fæðing- in þó verið á Austurlandi og hafa sumir efast um að nokkuð fæðist þar. Á Þjóðvaka telja menn þó full- víst að Snorri Styrkársson skipi efsta sætið... Guðlaugur Bergmann og hans frú, Guðrún Bergmann, eru öll að hneigjast æ meira I áttina að betra lífi. Eins og MORGUNPÓSTUR- INN greindi frá á dögunum hafa þau meðal annars ákveðið að snúa aftur til náttúrunnar og flytjast bú- ferlum á Snæfellsnesið þar sem þau ætla að nærast á móð- ur jörð. Sem dæmi um vilja þeirra til þess að snúa aftur til baka, eða fram á við, eftir hvernig á það er horft, stóðu hjónin fyrir skömmu að nám- skeiði með erlendum fyrirlesara, annars vegar um; konur, kynlíf og völd og hins vegar karla, kynlíf og völd. Fljótt á litið lætur efnið í eyrum eins og menn séu með kvikmyndina Disclo- usure I huga, þar sem fjallað er um ofurviðkvæm samskipti kynjanna. Reyndar var sú kvikmynd fyrirlesaranum ekki ofarlega í huga en hins vegar samskipti kynjanna í þeim skilningi að leysa úr því limbói sem kynin eru lent i. Var fyrirlesturinn fólginn í því að benda báðum kynj- um á hvernig hægt er að leysa úr tilvistarvanda karlkvenna og konu- karla: þemað var með öðrum orðum að gera konum kleift að gerast konur á ný með því að rækta kvenorku sína og körlum að körlum með því að rækta karlorkuna. Og það er skemmst frá því að segja að minnsta kosti fyrirlesturinn um karlmenn, kynlíf og völd fór fram í húsnæði Stangveiðifélags Reykjavíkur... Sögur um sameiningu olíufélaga Sú saga hefur gengið fjöllum hærra að forsvarsmenn Essó og Olís hafi verið í viðræðum um nánara samstarf og jafnvel sameiningu þegar fram liðu stundir. Ástæðan átti einkum að vera fyrirsjáanleg samkeppni erlendis, eink- um Irving Oil, og samvinna Hagkaups og Skeljungs hins vegar. Bæði Geir Magnússson forstjóri Olíuféiagsins, Essó og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, neituðu alfarið að nokkrar slíkar viðræður hefðu átt sér stað. Þeir nefndu reyndar báðir sambæri- legan orðróm frá því í haust um Skeljung og Olís e því tilfelli hafi það veri sama sagan, aðeins ti hæfulaus orðrómur... Silkiútsala Fatnaður, náttföt, sloppar, toppar og metravara. Allt að 50% af sláttur Silki er náttúru- efni. Varist eft- irlíkingar úr plasti (s.s. poly- ester). náttúru- og heilsuvörur Vitastíg 10, s. 562 8484 Opið 10-18 virka daga, 10-16 laugardaga. Auglýsing um framiagningu skattskrár 1994 og virðisaukaskattskrá fyrir rekstrarárið 1993. í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981. í samræmi við 46. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breytingum, um virðisaukaskatt, er hér með auglýst að virðisaukaskattskrá fyrir rekstrarárið 1993, liggur frammi en í henni er tilgreindur ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur virðisaukaskattur hver skattskylds aðila. Skattskrár og virðisaukaskattskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum fimmtudaginn 2. mars 1995 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 2. mars til 15. mars að báðum dögum meðtöldum. 1. mars 1994 Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdænii. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vesttjarðaumdæmi. Elín Ámadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjömsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzon. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Bjömsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.