Helgarpósturinn - 02.03.1995, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 02.03.1995, Qupperneq 9
 FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 Hjúkrunarheimilin Skjól og Eir versla hjúkrunargögn hjá heildsölunni ARS sem forstjórinn er stjórnarmaður í. í stjórn ARS situr einnig Almar Grímsson sem selur heimilunum lyf. Borgarstjóri fær ekki sjálfkrafa aðgang að fundargerðum hjúkrunarheimilisins Eirar, en borgin lagði til 40 prósent af stofnfénu YFIRMENNIRNIB KAUPA LYF 0G , HJUKRUNARGOGN HJA SJALFUM SER Hjúkrunarheimílið Skjól Sigurður H. Guðmundsson er forstjóri Skjóls og Eirar og fyrirtæki hans flytur inn flest öll hjúkrunargögn sem heimilin nota. Sigurður H. Guðmundsson sóknarprestur er forstjóri hjúkrunar- heimilanna Skjóls og Eirar. Sigurður er einnig aðili að íyrirtækinu ARS sem flytur inn hjúkrunargögn. í stjórn ARS situr einnig Almar Grímsson apótekari í Hafnarfjarð- arapóteki. Hjúkrunargögn fyrir heimilin eru versluð í gegnum íyrir- tækið ARS en öll lyf heimilanna eru versluð í gegnum Apótek Hafhar- fjarðar. Guðrún Ögmundsdóttir er fiilltrúi borgarinnar í stjórn Eirar. 1 samtali við MORGUNPÓSTINN sagðist Guðrún hafa fengið þær upplýsingar á fundum Eirar að útboð vegna hjúkrunargagna og lyfja hefði farið fram. Samkvæmt ársreikningum heim- ilanna Skjóls og Eirar fyrir árið 1994 nam lyíjakostnaður þeirra samanlagt rúmlega 10 milljónum króna og kostnaður vegna hjúkrunargagna 11.3 milljónum króna. Samkvæmt heimildum blaðsins fóru þessi við- skipti ffam í gegnum ARS og Apótek Hafnarfjarðar. Guðrún Ögmunds- dóttir borgarfulltrúi á sæti í stjórn hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir hönd borgarinnar ásamt Páli Gísla- syni. Þegar Guðrúnu Ögmunds- dóttir var spurð hvort fyrirtæki sem forstjóri stofnunarinnar væri aðili að flytti inn hjúkrunargögn án útboða svaraði hún því til að samkvæmt upplýsingum ffá Sigurði H. Guð- mundssyni, hefðu farið ffam útboð samkvæmt Evrópustaðli. „Sigurður Helgi sagði við mig á fundi þann 13. febrúar og einnig síðasta föstudag að það hefðu farið ffam útboð í bleiur samkvæmt Evrópustaðli, það hefði bæði borist tilboð frá Frakklandi, Spáni, Svíþjóð og Danmörku og síð- astnefhda tilboðið hefði þótt hag- stæðast.“ Núfóru þessi viðskipti fram ígegn- um jyrirtœkið ARS sem er heildsala sem Sigurður Helgi er aðili að? „Ég hef ekki hugmynd um neitt slíkt. Ef stofnunin er aðili að þessu fyrirtæki kemur það ekki fram á reikningum hennar.“ Aðspurður um af hverju hann hefði látið þess ógetið að viðskiptin hefðu farið fram í gegnum ARS, svaraði Sigurður Helgi: „ARS er okk- ar innkaupasamband og vinnur fýrir okkur við að leita effir sem bestu verði á hjúkrunarvörum. Ásgeir Ingvarsson, stjórnarformaður í Hrafnistu, hefur séð um þetta fyrir okkur og þetta kemur mér ekkert við persónulega. Það er eðlilegt að við séum með einhvern aðila sem sér um þetta fyrir okkur. Það skiptir máli fyrir okkur að halda rekstrar- kostnaðinum niðri.“ Samkvæmt útboði Vissir þú að öll lyffyrir hjúkrunar- heimilin eru versluð í gegnum Almar Grímsson íApóteki Hafnarfjarðar? „Ég fékk upplýsingar um það á síðasta stjórnarfundi að hagstæðasta tilboðið hafi komið ffá Hafnarfjarð- arapóteki,“ sagði Guðrún Ög- mundsdóttir. „Ég reikna með að það hafi verið samkvæmt útboði." Sam- kvæmt upplýsingum frá Brynju Björgvinsdóttur, lyfjafræðingi hjá Lyfjaeftirliti ríkisins, hafa sjúkra- stofnanirnar sérstaka heimild frá ráðuneytinu til að versla lyf í heild- sölu, slíkar heimildir eru þó ávallt háðar því að lyfjaffæðingur starfi við viðkomandi stofnun eða þá að við- skiptin fari ffam í gegnum lyfsölu- leyiishafa, sem í þessu tilfelli er þá Apótek Hafnarfjarðar. Á lyfsalanum hvílir þá jafnframt sú kvöð að sinna allri lyfjafræðilegri þjónustu við stofnanirnar. Sigurður Helgi Guð- mundsson sagði í samtali við blaðið að útboðið hefði farið þannig ffam að skrifað hefði verið til allra helstu lyfsala á svæðinu og þeir beðnir um að gera tilboð. Apótekarafélagið vissi af þessu og fylgdist vel með þessu. „Mörg hagstæð tilboð bárust en tvö stóðu upp úr,“ sagði Sigurður. „Annað tilboðið var frá Almari Grímssyni og þótti ívið hagstæðara en hitt, en við höfðum auk þess mjög góða reynslu af viðskiptum við hann. Hann útvegar okkur lyf með öllum þeim mögulega afslætti sem við getum fengið og selur okkur ákveðna þjónustu í staðinn.“ Almar Grímsson, apótekari í Hafnarfirði, á sæti í stjórn ARS en hann er eigandi Hafnarfjarðar Apó- teks. I stjórn ARS sitja að auki Rúnar Brynjólfsson, forstöðumaður Skjóls, Ásgeir Ingvarsson, fjár- málastjóri Hrafnistu, og Pétur Sig- urðsson hjá Hrafnistu. Þeir voru allir, að Pétri slepptum, í hópi stofn- enda fyrirtækisins auk eiginkvenna sinna. Reykjavík laaði til 40 prosent af stofnfé Hjúkrunarheimilisins Eirar og 30 prósent til hjúkrunarheimilisins Skjóls. Ingibjörg Sólrún Gístadótt- ir vildi ekki tjá sig um málið þegar MORGUNPÓSTURINN leitaði til henn- ar. Samkvæmt heimildum blaðsins getur gagnrýni á hjúkrunarheimilin orðið viðkvæm þar innandyra því að mikið ríður á að náist samkomulag við hjúkrunarheimilið Eir um að láta eftir lóð í Suður-Mjóddinni og ganga þá til samstarfs við Rauða krossinn og borgina um rekstur nýrrar sjálfs- eignarstofnunar, þannig að völd þeirra séu tryggð. Þetta er þannig til- komið að hjúkrunarheimilið fékk byggingarleyfi á lóð þar sem borgin hafði ráðgert að reist yrði hjúkrunar- heimili fyrir aldraða. Borgin hefur þegar lagt út 18 milljónir í hönnunar- kostnað en þar á bæ eru hugmyndir uppi um að fækka rúmum frá því sem gert var ráð fýrir í upphaflegu tillögunum, í stað 120 rúma yrði stefnan sett á 50 til 80 rúm. Guðrún Ögmundsdóttir vildi þó ekki meina að málið varðandi samstarfið gæti orðið viðkvæmt, í samtali við blaðið. „í upphaflegu tillögunum var gert ráð fyrir að stofha nýja sjálfseignar- stofhun. Mér finnst ekki óeðlilegt að Eir fallist á að leggja til lóðina saman- ber þegar að Skjól og Hrafhista lögðu saman og stofhuðu hjúkrunarheim- ilið Eir.“ Mikill rísnukostnaður Á síðasta ári var komið á fót sam- stjórn hjúkrunarheimilanna en Sig- rún Magnúsdóttir á sæti í henni fýrir hönd borgarinnar ásamt VII- hjálmi Vilhjálmssyni. Þau eiga hvorugt sæti í stjórn Eirar eða Skjóls. Orðrómur er uppi um að henni hafi verið komið á vegna þess að risnu- kostnaður var óvenjulega hár fýrir árið 1993. Á hjúkrunarheimilinu Skjóli var kostnaður vegna risnu og gjafa um 700.000 en auk þess var kostnaður vegna blóma og skreyt- inga, 110.000. Rekstur bifreiða og akstur var 2.7 milljónir og ferða- kostnaður, 1.4 milljónir. Þessi risnu- kostnaður lækkaði snarlega árið 1994. Við hjúkrunarheimilið Skjól eru um 110 stöðugildi. „Ég kannast ekki við þessar tölur enda langt um liðið,“ sagði Sigurður Helgi. „Ég get ekki svarað því í fljótu bragði hvað er innifalið í þeim.“ Aðspurður um hvað hann fengi í laun fýrir störf sín fýrir hjúkrunarheimilin, sagði hann: „Ég er í fullu starfi sem prestur og hálfu starfi sem forstjóri en forstjóra- launin eru tæplega 140.000 krónur en ofan á það bætist yfirvinna sem nemur frá 13.000 til 26.000 á mán- uði. Ég hef aldrei þegið laun fýrir störf mín hjá ARS sem er í raun og veru ekkert annað en innkaupasam- band hjúkrunarheimilanna og Hrafnistu til að ná fram sem hag- stæðustum kjörum og þá með út- boðum erlendis, aðallega á sérstök- um tegundum af bleium sem við notum á heimilinu. Ég þigg hins veg- ar stundum laun aukalega fýrir nefndarstörf." Hver á Eir? Bæði hjúkrunarheimilin eru sjálfseignarstofnanir en á föstum fjárlögum hjá borginni. í ársreikn- ingum kemur fram að borgin lét 362 milljónir inn í hjúkrunarheimilið Eir árið 1994 af 738 milljónum alls. Verslunarmannafélagið lét 93,5 milljónir og Seltjarnarneskaupstaður 86.3. Framkvæmdasjóður aldraðra lét 190 milljónir, en aðrir samtals 6,2 milljónir. Reykjavíkurborg hefur þó ekki völd í neinu samræmi við sitt framlag. Samkvæmt heimildum blaðsins fór borgarstjóri fram á að fá að sjá fundargögn en fékk það svar frá Sigurði Helga að slíkt þyrfti að bera undir stjórnarfund í fýrirtæk- inu. Aðspurður um þetta sagði Sig- urður Helgi í gærkvöldi að hann hefði fengið fýrirspurn um morgun- inn, hvort hann gæti afhent fundar- gerðir frá upphafi og leitað til lög- fræðings síns sem sagði að hæpið væri að honum væri stætt á því að af- henda fundargerðir án samþykkis stjórnarinnar. Hann hefði því til- kynnt skrifstofu borgarstjóra að mál- ið þyrfti að fara fýrir fund. „Ég hef orðið var við herferð persónulega gagnvart mér og þeim stofnunum sem ég er í forsvari fýrir undanfarið," sagði Sigurður H. Guðmundsson. „Við höfum löggiltan endurskoð- anda sem vinnur á vegum Ríkisend- urskoðunar, mér finnst eðlilegra að menn snúi sér til þeirra ef menn telja að eitthvað óeðlilegt sé á ferðinni.“ -ÞkÁ Samkeppnisráð hefur úrskurðað f kærumáli Verslunarráðs Islands á hendur Félagsvísindastofnun Háskólans. Sveinbjörn Björnsson rektor: Gagnger endurskoðun í gangi Á fundi Samkeppnisráðs á þriðju- dag mælti ráðið fýrir um fjárhagsleg- an aðskilnað þess hluta starfsemi Fé- lagsvísindastofnunar, sem er í beinni samkeppni við aðila í einkarekstri, og annars reksturs Háskólans fýrir 1. janúar 1996. Það var Verslunarráð ís- lands, sem kærði starfsemi Félagsvís- indastofnunar til Samkeppnisstofn- unar í október á síðasta ári. I kæru- bréfinu er því meðal annars haldið fram, að Félagsvísindastofhun hafi fjárhagslegan hag af tengslum sínum við Háskólann, og að þessi tengsl veiki þess vegna samkeppnisstöðu annarra á markaðnum og hamli þannig samkeppni. í úrskurði sínum kemst Samkeppnisráð hins vegar að þeirri niðurstöðu að Félagsvísinda- stofnun hafi ekki misnotað aðstöðu sína með því að bjóða þjónustu und- ir kostnaðarverði, en „til að taka af allan vafa“ um þetta atriði fer ráðið fram á skýran fjárhagslegan aðskiln- að „samkeppnisreksturs Félagsvís- indastofnunar og annarrar starfsemi Háskólans“ eins og segir í ákvörðun- arorðum þess. 1 samtali við MORGUNPÓSTINN sagðist Sveinbjörn Björnsson Há- skólarektor vera tiltölulega sáttur við niðurstöðu Samkeppnisráðs. „Mér finnst þessi lokaniðurstaða mjög eðlileg, að það verði, með hæfilegum fýrirvara eins og þarna er gefinn, stefnt að skýrum fjárhagslegum að- skilnaði. Félagsvísindastofnun er nokkuð frábrugðin ýmsum öðrum stofnunum okkar, að því leyti að hún leitar sér fýrst og fremst verkefna ut- an Háskólans en stundar ekki eigin rannsóknarstarfsemi. Það sem þeir finna að, er að við höfúm ekki gert nægilega skörp skil og ekki verið að reikna þeim nákvæmlega eitt og annað, kostnað vegna húsnæðis og svo ffamvegis, heldur látið þá greiða vissa prósentu af sinni veltu í rann- sóknasjóð og svo kallaðan varasjóð Háskólans. Én mér skilst að sam- kvæmt nýju samkeppnislögunum þá þyki það ekki nægilega hreint upp- gíör-“ Óljóst hvað verður Hvaða rekstrarform verður valið fýrir Félagsvísindastofnun í fram- haldi af þessum úrskurði er ekki ljóst ennþá. I 36. grein laga um Háskól- ann segir að Háskólinn megi eiga hlut í rannsóknar- og þróunarfýrir- tækjum. „En hann má ekki eiga hlut í hverju sem er og það gæti þurft að bæta við heimild fýrir eignaraðild að svona fýrirtæki inn í lögin ef það finnst ekki rekstrarform sem passar við núverandi lög,“ að sögn Svein- björns. Einn möguleiki, sem sam- rýmist gildandi lögum, væri að gera Félagsvísindastofnun að sjálfseignar- stofnun. „Þá yrðu einhverjir aðilar að leggja til stofnfé og fýrirtækið fengi síðan sína skipulagsskrá og væri sjálfstæður aðili. Sem slík gæti hún síðan gert samning við skólann um hvaða þjónustu og aðstöðu hún keypti hjá okkur.“ Sveinbjörn sagðist ekki vita til þess að fleiri stofnanir Háskólans hafi verið kærðar á svipuðum forsend- um, en eins og greint var frá í MORG- UNPÓSTINUM 23. janúar hafa svipað- ar efasemdir verið uppi um starfsemi Lagastofnunar. „Þessi úrskurður hefur hins vegar orðið til þess,“ sagði Sveinbjörn, „að við höfum rætt þessi mál í víðara samhengi og skoðað aðrar stofnanir með tilliti til þessa úrskurðar. Þetta gæti orðið til þess að við færum að breyta rekstri og draga skýrari mörk í fleiri stofnunum." Ein af þeim stofn- unum, sem Sveinbjörn nefnir í þessu sambandi, er Verkfræðistofnun. „Við höfum hingað til passað okkur mjög vel með Verkfræðistofnun, og hún hefur ekki farið út í ráðgjöf sem verkfræðistofur geta séð um. Hins vegar hefur hún oft séð um ýmsar rannsóknir, mælingar og annað, sem verkffæðistofurnar hafa ekki verið færar um hingað til. En það gætu komið upp svo sterkar verkfræði- stofur á næstu árum að þær gætu tekið að sér slík verkefni líka. Þá væru þær farnar að stunda rann- sóknir og stæðu þá í beinni sam- keppni við Verkffæðistofnun.“ Reiknistofnun Háskólans hefur líka verið skoðuð með tilliti til sam- keppnislaganna, en innan hennar sem og annarra ríkisfýrirtækja eru unnin ýmis verkefni, sem einkarekin hugbúnaðarfýrirtæki vildu gjarnan fá að sinna. Endurmenntunarstofn- un ískoðun Nokkur vafi ríkir einnig um hluta af starfsemi Endurmenntunarstofn- unar Háskólans. „Endurmenntunar- stofnun er sjálfseignarstofnun, en Háskólinn á stóran hluta í henni og við höfum nánast meirihluta í stjórn. Sveinbjörn Björnsson rektor Há- skóla íslands. Er nokkuð sáttur við niðurstöðu Samkeppnisráðs og segir Ijóst að taka verði starf- semi annarra stofnana Háskólans til endurskoðunar. Það þyrfti því hugsanlega að skoða að hvaða leyti við getum tryggt það að ekkert sé í hennar rekstri sem er í samkeppni við annað, sem boðið er upp á á hinum almenna markaði. Þar er reyndar margt sem ekki er boðið upp á annars staðar, hins veg- ar er komið mikið af tölvuskólum, svo dæmi sé nefnt, og einkafýrirtæki sem bjóða upp á námskeið á því sviði. Svo það er að mörgu að hyggja í þessu og við erum með þetta í gagn- gerri endurskoðun hér innanhúss,“ sagði Sveinbjörn að lokum. -æöj Jón Tryggvi Ellertsson, einnig þekktur sem Jón beikon, var yfir- heyrður í sambandi við ránið í Lækjargötu, en hafði fjarvistar- sönnun. Góökunningjar lögreglunnar áttu númerin Bílnúmerin hurfu fyrir hálfum mánuði Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum, þá voru númerin á Saab-bif- reiðinni sem Skeljungs-ræningjamir notuðu fýrsta spölinn á flóttanum, stolin eins og bíllinn sjálfúr. Það sem ekki hefúr komið ffarn er hins vegar það, að bílnúm- erunum var stol- ið af bifreið, sem er skráð í eigu ferðafélagsins Víðföruls, sem er — eða var — rekið af tveimur góðkunningjum lögreglunnar, þeim Magnúsi Magn- ússyni og Jóni Ellert Tryggvasyni, eða Magga ríka og Jóni beikon, eins og þeir eru stundum kallaðir. Þeir hafa báðir litríkan feril að baki og eru sakaskrár þeirra með þeim lengri á landinu. Lögreglan hafði uppi á þeim félögum suður í Keflavík fljótlega eftir að ljóst varð að þeir voru skráðir fýrir númerunum, eða um hádegi á mánu- dag. Það var Haraldur Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður sem yfir- heyrði þá félaga, en eftir að hafa stað- reynt fjarvistarsönnun þeirra, sem fólst í vitnisburði keflvískra gestgjafa þeirra, leyfði hann þeim að háda leið- ar sinnar að nýju. Ferðafélagið Víð- förull er skráð til húsa að Ármúla 36, en samkvæmt heimildum MORG- UNPÓSTSINS mun það ekki hafa staðið í skilum og var gert að yfirgefa húsnæðið. Lítið hefur farið fýrir starf- semi ferðafélagsins, og bifreiðin sem um ræðir er 24 ára gamall DAF- fólks- bíll, sem hefúr staðið óhreyfð á homi Laufásvegar og Njarðargötu um nokkurra mánaða skeið. Að sögn Jóns Ellerts eru þeir félagar ekki raunverulegir eigendur bílsins, þótt hann sé skráður á félagið, heldur kunningi Magnúsar, Páll Þórðar- son, sem fékk að skrá bílinn á nafn ferðafélagsins. Jón segir að númerin hafi horfið af bílnum fýrir hálfum mánuði eða svo, en hann hafði ekki fýrir því að láta lögregluna vita. Taldi hann að númerin hefðu verið klippt af bílnum vegna vangoldinna trygg- ingargjalda, en hann hafði ítrekað rekið á eftir Páli að greiða skuldina við tryggingafélagið. Aðspurður sagði Jón að sér þætti ólíklegt að einhverjir hefðu visvitandi tekið númer af bíl sem var skráður á þeirra nafn í þeim tilgangi að beina grunsemdum að þeim persónulega eða gera þeim aðra skráveifú. Sagði hann líklegustu skýr- inguna einfaldlega vera þá, að bíllinn hafi staðið lengi óhreyfður og að númerin hafi verið við það að detta af honum. Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn hjá rannsóknarlögregl- unni, vildi ekkert tjá sig um yfirheyrsl- una á þeim félögum, en hafi númerin horfið fýrir hálfúm mánuði, eins og Jón heldur fram, þá hlýtur það að renna enn frekari stoðum undir kenninguna um að ránið hafi verið skipulagt út í ystu æsar. -æöj

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.