Helgarpósturinn - 02.03.1995, Síða 10

Helgarpósturinn - 02.03.1995, Síða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 Bjarni Leifur Pétursson hefur hlotið 33 dóma og eytt tíu árum af ævi sinni bak við lás og slá. Hann er nú 36 ára og fékk nýlega dóm fyrir að særa mann á hálsi með flöskustúti. í viðtali við Þóru Kristínu Ás- geirsdóttur ræddi hann um líf sitt innan og utan fangelsismúranna „Ég er með afspyrnu slæmt orð- spor á mér,“ segir Bjami Leifur við mig þar sem við erum sest inn á bar ásamt eiginkonu hans. „Þegar ég flutti aftur í bæinn frá Akureyri fyrir nærri tíu árum síðan var verið að opna skemmtistað sem hét Upp og niður. Ég fór þangað til að skemmta mér rétt eins og aðrir. En ég var stoppaður í dyrunum. „Þú kemur ekki hingað inn vinur,“ sögðu dyra- verðimir.“ „Við förum aldrci á svona fína bari,“ segir eiginkona Bjama. „í dag fer ég á Skipperinn eða Kcisarann með konunni minni, þar er fólkið sem við þekkjum,“ segir Bjarni. Það er föstudagskvöld og fólk þyrpist inn á staðinn til að drekka fram á nótt. Kliðurinn blandast tón- list og á borðinu milli okkar Bjarna suðar segulbandstækið. í upphafi svarar hann spurningunum stuttara- lega og frosin töffaragríman haggast ekki. Síðan bráir af honum og hann verður aðeins ræðnari. En þegar líður á viðtalið myrkvast svipur hans dálít- ið. Sumt má einfaldlega betur kyrrt liggja- ísveit og heim aftur Bjarni er yngstur sjö systkina sem bjuggu í foreldrahúsum á Njálsgötu en hann var sendur í sveit vestur á Snæfellsnes fimm ára gamall vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Það varð úr að hann fór að dvelja þar vetrarlangt líka og varð þá hlé á skólagöngu sem hafði hafist í Landakotsskóla. „Hjón- in í sveitinni voru eins og afi minn og amrna. Þau voru mér mjög góð.“ Hann fór því næst í Laugagerðisskól- ann níu ára gamall en á tíunda árinu var hann kallaður úr tíma einn dag- inn og inn til skólastjórans. „Hann sagði að pabbi minn hefði orðið fyrir slysi. Ég spurði þá á móti hvort hann væri dáinn. Skólastjórinn sagði já. Ég þekkti pabba mjög lítið eftir að ég fór í sveitina. Hann var fyrrverandi skip- herra hjá Landhelgisgæslunni, hafði hætt áður en ég fæddist og skvetti svolítið í sig. Þetta varð til þess að ég pakkaði niður og fór til mömmu í Reykjavík og kom ekki aftur í sveitina. Bjarni fyrir utan hegningarhúsiö á Skólavörðustíg. „Já, en einhvern tfm- ann var einn gripinn í rúminu með mömmu sinni í heimsóknartím- anum. Einn fangavörð- ur opnaði líka einu sinni inn á tvo fanga sem voru að gera það. Ég man líka eftir til- felli þar sem að tveir fangar náðu inn til sín stelpu sem var að flækjast þarna í heim- sóknartíma og reyndu að nauðga henni.“ Eldri systkinin voru þá flutt að heim- an en við vorum eftir fjögur. Ég kynntist þeim þama aftur, ég hafði lít- ið samband við þau áður en pabbi dó. En þau sendu mér stundum jóla- og afmælisgjafir.“ Hin og þ essi strákapör Á þessum tíma, um og eftir 1970, fór Bjarni í Austurbæjarskólann en fluttist skömmu seinna með mömmu sinni, sambýlismanni hennar, eldri systur og bræðmnum til ísafjarðar. „Mamma vann mikið á þessum ár- um, frá því klukkan 7 á morgnana til 10 á kvöldin. Við krakkarnir vorum bara heima eða í skólanum, mér gekk ágætlega að læra, fannst gaman að mörgum fögum. Ég var samt mikið í að fremja hin og þessi strákapör. Ég var ekki barnanna bestur. Ég fór síðan í grunnskólann á ísafirði og kláraði þar hálfan vetur. Þá fluttum við til Súðavíkur og ég átti að byrja í skóla þar en fór ekki. Nennti því ekki. Mér fannst krakkarnir barnalegir og þau voru auk þess á öllum aldri í bekkn- um. Ég var farinn að reykja og fikta við að drekka. Vínið fór samt ekki vel í mig. En þessir krakkar, að mínu áliti voru þau langt fyrir neðan mína virð- ingu. Ég leit hins vegar mikið upp til bróður míns sem var fjórum árum eldri en ég, við fórum saman á böllin, en ég var svo ungur að ég slapp ekki ffarn hjá dyravörðunum. það þurfti að hífa mig upp um klósettgluggann." Fyrirmyndin Leistu upp til einhvers á þessurn tíma? „Já, bróður míns. Hann var mesti töffari sem ég þekkti. Grjótharður." Hvað er hann að gera í dag? „Hann er skipstjóri, algjör reglumaður." Hafið þið mikið samband? „Við höfum ekkert samband. Hann vill ekki þekkja mig leng- ur.“ Hvað myndir þú vilja vera í dag? „Skipstjóri eða stýrimaður, það er engin spuming.“ Vertíð í Kóngó og puslustuldur „Ég varð stöðugt harðari og meira röff og það er engin spurning að ég var gullfallegur. Átti sjens í stelpur en það var bara bamaskapur svona eins og gengur og gerist um unglinga." 15 ára gamall fluttist Bjarni aftur til Reykjavíkur í íbúðina á Njálsgötunni ásamt fjölskyldu sinni. Sambýlismað- ur móður hans var úr sögunni. „Ég vann ekki neitt til að byrja með en komst svo í Byggingariðjuna en var byrjaður í mgli og innbrotum. Fyrsta innbrotið sem upp um komst var þegar ég braust inn í sjoppu ásamt æskufélaga mínum úr Landakots- skóla. Við tókum pulsur og sígarettur og sælgæti. Systir mín sá þýfið og hringdi í lögregluna. Kaupið úr Bygg- ingariðjunni dugði ekki fyrir brenni- víni. Árið eft ir fór ég á vertíð og þá unt sumarið bjó ég í Kongó á Súganda- firði með mömmu og fékk pláss á bát þaðan. Um haustið var ég á togara frá Súgandafirði, datt öðru hvom út og lá í óreglu. Tók svo upp þráðinn að því loknu.“ Eiginkonan Hún: „Við erum búin að þekkjast mjög lengi, í 17 ár, og vera saman af og til. Svo blossaði allt i einu eitthvað upp. Við giffum okkur nýlega. Bjarni þarf í raun og veru ekki mikið. Bara það að finna að einhverjum þyki vænt um hann.“ Hann: „Ég er að reyna að vera bara venjulegur maður. Ég fæ mér í glas af og til en ekkert meira. En það er til í mér og það getur allt gerst.“ Hún: „Hann er fastur í mjög hörð- um heimi og kemst ekki þaðan út. Hjá honum er samasem- merki milli þess að vera töff og að meiða aðra. Þegar hann er fullur getur hann orðið eins og villdýr." Hann: „Hún reynir að hjálpa mér og okkur hefiu- gengið vel undan- farið, við emm í ömggri íbúð.“ Fyrir utan Röðul „Mér finnst eins og þegar ég hugsa til baka þá hafi mikið verið um að strákar ynnu öðm hverju á togurum og hengju bara þess á milli í smáglæp- um og brennivíni og dópi.“ Þannig var lífið fyrir utan skemmtistaðinn Röðul þar sem vom samankomnir, smákrimmar, drukknir sjómenn, óreglufólk, ístöðulausir töffarar og píur sem fannst flott að vera í þessum félags- skap. „Þar snérist allt um að komast í partí, fiska eftir seðlaveskjum og redda flösku eða dópi.“ í byrjun árs- ins 1975 var Bjarni á togaranum Júpít- er þegar skall á togaraverkfall og í verkfallinu drakk hann sleitulaust og notaði róandi efni og amfetamín og hékk í hópnurn fýrir utan Röðul. Hann segist þá hafa verið innbland- aður í ýmsa smáglæpi, „karamellu- þjófiiaði,“ eins og hann orðar það. „Ég var að verða 17 ára þegar ég lenti í gæsluvarðhaldi en það varð alls hundrað daga einangrun.“ Tilefnið var gróf og stórfelld líkamsárás og rán fýrir utan skemmtistaðinn Röðul. „Þetta var bara einhver náungi sem var að koma út af staðnum. Ég ætlaði bara að pútta af honum veskinu, hann sá við mér og rauk í mig. Lög- reglan sagði seinna að það væri ekki mér að þakka að maðurinn lifði af. Ég var fullur og undir áhrifum lyfja, ég get ekki sagt að ég hafi séð eftir þessu. Þetta þótti bara töff í þessum hópi sem ég umgekkst. Ég var ekki verstur, og ekki bestur. Ég var bara einn af þeim.“ Bjami Hefurðu minni- máttarkennd? „Já.“ Gagnvart hverju? „Sjálfum mér. Ég er betur gefinn og með meiri réttlætiskennd en flestir sem ég hef kynnst í óregl- unni.“ Afhverju gerir þú það sem þú gerir? „Fílóiin stjómar mér. Hún tekur yfirhöndina." Hefurðu reyntaðfara í áfengismeðferð? „Ég hef reynt það á síðari ámm en elcki haldið það út.“ Afhverju ekki? „Ég er ekki sammála þessu pró- grammi.“ Ég var aldrei unglingur „Fyrst um sinn var veran í Síðu- múlanum ekki svo slæm. Ég var úr- skurðaður í 90 daga gæsluvarðhald og sendur til sálfræðings sem gerði á mér greindarpróf, ég var víst vel yfir með- allagi. Á þessum tíma sátu sakadóm- arar og rannsóknarlögreglumenn saman í kaffi og dómararnir kunnu að hafa yfir tvær tölur og þær voru 60 eða 90. Rannsóknarlögreglan kunni vel við sambýlið með dómurunum og notaði óspart löng gæsluvarðhöld til að þvinga fram játningar. Ég var flutt- ur eftir fýrsta mánuðinn í gamla hegningarhúsið vegna sumarleyfa starfsmanna og hafður þar í hundrað ára gömlu húsi með alvöru glæpa- mönnum. Ég var bara krakki á þess- um tíma, ég hafði ekkert að lesa, mátti ekki sjá sjónvarp eða lesa blöð og ég átti ekki sígarettur. Mamma var í verkfalli ásamt fleira verkafólki og gat ekki fært mér neitt að reykja. Mamma fékk samt að heimsækja mig í sérstök- um tilfellum. Ég man ekki hvað hún sagði við mig, hún var bara ekki par ánægð. Eftir að 90 dögunum lauk var ég úrskurðaður í 60 daga til viðbótar en ég áfrýjaði því til Hæstaréttar. Þeg- ar ég loksins losnaði lenti ég á heljar- innar fylleríi og þegar ég hugsa til baka finnst mér að þessi langa ein- angrun hafi eyðilagt mig fýrir lífstíð. Ég fékk aidrei að vera unglingur. Strax tólf ára gamall var ég orðinn fullorð- inn. Allan tímann í gæsluvarðhaldinu gat ég ekki um annað hugsað en hvað þetta væri ósanngjamt og grimmt. Ég varð gífurlega andfélagslega sinnaður og er enn.“ Sonurinn Hvað myndirðu gera ef sonurþinn myndifeta sömu braut ogþú í lífinu? „Ég myndi beita öflugri aðferð. Ég færi með hann rúnt um fang- elsin og leyfði honum að virða þau fyrir sér. Ég myndi segja; langar þig til að eyða ævinni hér? Svona verður þetta ef þú heldur áfram.“ En efhann léti sér

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.