Helgarpósturinn - 02.03.1995, Page 12
12
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995
mmMorgun A \
Posturmn
Útgefandi
Ritstjórar
Fréttastjórar
Framkvæmdastjóri
Auglýsingastjóri
Setning og umbrot
Filmuvinnsla og prentun
Miðill hf.
Páll Magnússon, ábm
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Styrmir Guðlaugsson
Kristinn Albertsson
Örn ísleifsson
Morgunpósturinn
Prentsmiðjan Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum
og kr. 280 á fimmtudögum.
Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.
Hlutverk ríkisins
skorið niður
Samkeppnisstofnun er smátt og smátt að leggja niður ríkis-
rekstur á íslandi. Miðað við úrskurði stofnunarinnar á und-
anförnum mánuðum þá er hægt að afgreiða kærur til stofn-
unarinnar á færibandi. Samkeppnislögin eru það kristaltær.
Ríkisrekstur í samkeppni við einkaaðila og sem nýtur skjóls
og styrkja frá ríkissjóði er einfaldlega bannaður. Aðeins
margtryggður einokarekstur þar sem öll samkeppni er bönn-
uð lögum samkvæmt er varinn fyrir úrskurðum Samkeppn-
isstofnunar.
Að undanförnu hafa ríkisstofnanir sem hafa verið að auka
við starfsemi sína og leggja í samkeppni við einkageirann
fengið á sig úrskurði stofnunarinnar. Nú síðast Félagvísinda-
stofnun Háskólans. Eins hafa ríkisfyrirtæki sem einkaaðilar
hafa lagt út í samkeppni við fengið sambærilega úrskurði. Nú
síðast Póst- og símamálastofnunin. Þessum stofnunum er
gert að skilja á milli þeirrar starfsemi sem er í samkeppni og
hinnar lögvernduðu starfsemi í rekstri og bókhaldi. í tilfelli
Pósts og síma felur þetta í raun í sér uppskurð á öllum rekstr-
inum sem hugsanlega mun leiða til þess að stofnunin verður
að leggja niður hluta þeirrar starfsemi sem er í samkeppni.
Hún stenst einfaldlega ekki sem sérstök rekstrareining. í til-
felli Félagsvísindastofnunar er ekki hægt að sjá aðra leið en að
um hana verði stofnað sérstakt hlutafélag — það er ef áhugi
er á því að Háskólinn standi í rekstri sem einkaaðilar geta
fullvel sinnt.
En hvað svo sem má segja um afleiðingar af einstökum úr-
skurðum Samkeppnisstofnunar þá er ljóst að lögin sem
stofnun byggir á ná mun lengra í því að þrengja að hlutverki
ríkisins en menn gera sér almennt grein fyrir. Þetta á sérstak-
lega við um þingmenn, sem margir hverjir hafa enn forn-
eskjulegar hugmyndir um hlutverk ríkisins og veigra sér ekki
við að fela því verkefni út og suður um þjóðfélagið — jafnvel
þótt það kunni að drepa niður drift, kjark og áræðni í einka-
geiranum.
í raun er ótrúlegt að samkeppnislögin hafa verið afgreidd
frá Alþingi. Blessunarlega virðist þorri þingmanna ekki hafa
áttað sig á hvað hann var að gjöra með því að greiða þeim at-
kvæði sitt.
Og er þetta sjálfsagt eitt fárra tilfella þar sem þakka ber
þingmönnum hversu illa þeir ígrunda hin stærri mál og
merkari þar sem þeir leggja mestan kapp á þau smærri og
ómerkari.
Gunnar Smári Egilsson
ms
Páll kvaddur
Páll Magnússon lét af störfum sem ritstjóri Morgunpósts-
gær. Páll tók að sér ritstjórn blaðsins til fnnm mánaða
þegar til þess var stofnað í haust og lauk því tímabili nú um
mánaðamótin. Gunnar Smári Egilsson ritstýrir Morgunpóst-
inum einn frá og með deginum í dag að telja.
Morgunpósturinn þakkar Páli liðveisluna og vel unnin
störf.
Pösturínn
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík,
sími 552-2211 fax 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888
Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999
Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577
Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00
Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga
frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00,
aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga,
til 21:00 á þriðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum.
Voruð þið nokkuð niður á Lækjargötu
í morgun strákar?
- Og þeirværu
að sla köttinn
úr konunni með
slökkviliðs-
tækinu!
„Ég hélt að þetta
vœri öskudagsgrín. “
Vitni að Skeljungsráninu
En Jþjónustan
eragæt
„Fólki fmnst óþœgilegt
eflesbíur eru á keleríi
í salnum. “
Pórður Pálmason vert á Fógetanum.
Alltaf sama
kyrrtáknið,
Johannes!
„Þegar ég
hœtti að svara
var búið að
bjóða mér 31
íbúð. “
JóhannesGuðna-
son á Fóðurbílnum.
Það er skynsamlegt úr þvi
að bíóin vilja ekki hleypa
honum inn
„Draumur minn er að eiga heima-
bíó sem fœr THX-stimpil. “
Gísli Einarsson bíófrik.
Á láglaunafólk að borga kjarabót hálaunafólks?
Fyrir jólin lagði ríkisstjórnin
fram skattapakka sem hún kallaði
kjarajöfnun. Þessi kjarajöfnun skil-
aði láglaunafólkinu 900 krónum,
en hálaunamanninum, sem átti 30
milljóna króna skuldlausa eign og
var með 500 þúsund krónur í tekj-
ur, tæpum 10 þúsund krónum.
Þannig er þeirra kjarajöfnun í
orði en ekki á borði — 900 kr. til
láglaunafólks, en 10 þúsund krónur
til hálaunafólks.
I nýgerðum kjarasamningum er
enn borið á borð fyrir láglaunafólk
pakki, sem sagður er innihalda
kjarajöfnun. Á yfirborðinu heitir
það 3700 kr. hækkun fyrir láglauna-
fólk, en 2700 kr. fyrir þá betur settu.
Þannig eru 2700 kr. látnar renna
upp allan launastigann — líka til
hálaunamannsins með 500 þúsund
kr. mánaðartekjur og peningalega
eign upp á tugi milljóna sem
stjórnarflokkarnir hlífa við skatt-
lagningu. Af hverju var þeim 10
milljörðum sem renna frá atvinnu-
lífinu í þessar kjarabætur ekki ein-
vörðungu ráðstafað til fólks með
lágar og meðaltekjur? Af hverju var
ekki tækifærið notað til að minnka
bilið milli ríkra og fátækra í þjóðfé-
laginu?
Kjarajöfnun hverra?
í aðgerðum ríkisstjórnarinnar
vegna kjarasamninganna gildir það
sama. Bilið er breikkað milli ríkra
og fátækra í þjóðfélaginu. 3/4 hluti
af 3-4 milljörðum úr ríkissjóði
rennur til skattalækkana vegna líf-
eyrissjóðsiðgjalda sem best skilar
sér til hálaunafólks. Þannig fær 50
þúsund króna maðurinn í auknar
ráðstöfunartekjur vegna kjara-
samninganna og ráðstafana ríkis-
stjórnarinnar 43.500 kr. á ári sam-
kvæmt mati Þjóðhagsstofnunar en
300 þúsund króna maðurinn
85.000 kr. á ári. Þetta er innihaldið í
kjarajöfnuninni þegar umbúðirnar
hafa verið teknar af, sem verkalýðs-
foringjar og ráðherrar með 300
þúsund krónur hafa hvað mest
fagnað í nafni kjarajöfnunar.
Það aivarlega við þessar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar er líka að kostn-
aði við þessar aðgerðir upp á 3-4
milljarða króna, sem að verulegu
leyti gengur til hærra launuðu hóp-
anna, er ávísað á næstu ríkisstjórn.
Þungavigtin
Ég spyr; getur láglaunafólkið treyst
því að það verði ekki látið borga
fyrir þessa sérstöku kjarabót til há-
launahópanna með skattahækkun,
þjónustugjöldum eða að aðstoð til
þeirra gegnum velferðarkerfið verði
ekki skert?
Ég óttast það að fái núverandi
stjórnarflokkar endurnýjað umboð
verði þessi litla kjarabót láglauna-
hópanna tekin aftur með þeim
hætti og gildir þá einu hvort Al-
þýðuflokkurinn, Framsóknarflokk-
urinn eða Alþýðubandalagið verði
með íhaldinu í ríkisstjórn að iokn-
um næstu kosningum.
Það leiðir hugann að yfirboði Al-
þýðubandalagsins vegna komandi
kosninga, þar sem boðuð er 15 þús-
und króna launahækkun láglauna-
hópanna og 5-7 milljarða skatta-
lækkun til iáglaunahópanna sem og
að afnema öll gjöld á nemendur,
sjúklinga og aldraða. Ganga þeir
þar heldur lengra en Framsóknar-
flokkurinn í yfirboði sínu, sem ekki
munu standast nú frekar en endra-
nær. Það er líka umhugsunarvert
um svikin loforð fjórflokkanna, að
Alþýðubandalagið lofar launafólki
15 þúsund króna launahækkun á
sama tíma og sumir frambjóðend-
ur þeirra í komandi kosningum
semja um 3.700 króna launahækk-
un í kjarasamningunum og að há-
launahóparnir fá helmingi meira út
úr kjarasamningunum en láglauna-
fólk.
Það er einmitt þetta sem lág-
launafólk hefur fengið nóg af lof-
orðum fjórflokkanna sem aldrei
standast. I tillögum Þjóðvaka um
kjarajöfnun sem kynrit var nýlega
er aftur á móti lagt til að það komi
sérstök hækkun á skattfrelsismörk,
sem komi þegar til framkvæmda
hjá fólki með 1 milljón eða minna í
tekjur. Þannig hefðu skattfrelsis-
„Það er líka umhugsunarvert um svikin loforð
fjórflokkanna, að Alþýðubandalagið lofar
launafólki 15 þúsund króna launahœkkun á
sama tíma og sumir frambjóðendurþeirra í
komandi kosningum semja um 3.700 króna
launahœkkun í kjarasamningunum og að há-
launahóparnir fá helmingi meira út úr kjara-
samningunum en láglaunafólk. “
mörk þessara hópa hækkað úr 58
þúsund krónum í 67 þúsund krón-
ur. Fyrir launþega með 80 þúsund
krónur hefði þessi leið svarað til
rúmlega 4 prósenta launahækkunar
strax, en kostnaður ríkissjóðs af
þessari breytingu hefði orðið 1.5
milljarðar króna.
Einnig að sett yrðu tvö skatta-
þrep - það er, lægra fyrir fólk með
lágar meðaltekjur sem og að ónýtt-
ur persónuafsláttur barna yrði
millifæranlegur til einstæðra for-
erldra og tekjulágra hjóna með
börn á aldrinum 16-19 ára á fram-
færi sínu. Það hefðu verið kjara-
bætur sem skilað hefðu sér vel til
láglaunaheimilanna í landinu. ■
Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir,
Jón Eriendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.