Helgarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 16
16
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995
Pláhnetan, sú lífseiga hljómsveit
með Stefán Hilmarsson í broddi
fylkingar, er að leggja upp í sveita-
ferð eftir nokkurt hlé frá spila-
mennsku. í fríinu hafa þeir að sögn
tekið töluverðum breytingum frá því
að vera gleðipoppsveit í að fremja
músík á rólegri nótunum. ( bígerð er
breiðskífa og hafa meðlimir hljóm-
sveitarinnar meðal annars verið að
fylla upp í hana i pásunni. Þótt ekki
sé enn ákveðið hvort sú skífa muni
fylgja vorplötuflóðinu ellegar jóla-
plötuflóðinu er Ijóst að nokkur ný
lög frá hljómsveitinni eru væntanleg
á safndiskum sem koma út um
sumarmánuðina....
Augljós kynslóðaskipti hafa orðið á
hljómsveitamarkaðnum undanfarin
misseri. Á meðan stórveldi á borð
við Todmobile hafa horfið undir
græna torfu hafa risið upp nýjar
sveitir sem fallið hafa í kram flestra
landsmanna;
hljómsveitir
eins og Spo- ^
on með Emil-
íönu Torrini
fremsta í flokki
og Unun með
hina hárprúðu
Heiðu. Þótt ibúar
höfuðborgarsvæðiS'
ins hafi tekið kyn-
slóðaskiptunum fagn-
andi verður ekki það
sama sagt um landsbyggðina,
enda að öðru jöfnu þeir síðar-
nefndu íhaldsamari á breytingar.
Bæði Spoon og Unun eru ekkert á
þeim buxunum að bregða undir sig
betri fætinum og fara í sveitaferð í
sumar og meira að segja sveita-
ballakóngurinn Helgi Björns er
tregur í taumi í ár. Hann og hljóm-
sveit hans ætlaðu þegar síðast
fréttist ekki að halda nema öfá gigg
í sveitum landsins í sumar. Og þar
sem, eins og áður sagði, sveita-
mennirnir eru ekki ginkeyptir fyrir
nýjungum má gera ráð fyrir því að
hljómsveitir á borð við Pláhnetuna
og Vinir vors og blóma, sem þegar
hafa gefið yfirlýs-
ingar um fyrirætl-
anir sínar, hafi vís-
an stuðning á
landsbyggðini í
sumar. Þá bendir
margt til þess að
Bubbi Morthens
og Rúnar Júlíus-
son séu ekki enn
dauðir úr öllum æðum. Eftir því
sem næst verður komist ætla þeir
að taka upp kassagítarana og
bregða sér í búning GCD eina ferð-
ina enn...
Óbærileg hræðsla
gitarleikara við
fljúgandi öskubakka
Það er svo sem ekki að ástæðu-
lausu að Pláhnetan líti bjartari aug-
um til landsbyggðarinnar en borg-
arinnar og nágrennis hennar. Burt-
séð frá því að afar fá „sveitaballa-
hús“ er að finna í höfuðborginni
getur það beinlínis verið lífshættu-
legt fyrir hljómsveitir að spila þar.
Það var til dæmis fyrir skömmu er
Pláhnetan hélt sveitaball á Hótel (s-
landi að öskubakki úr höndum eins
gestanna fór á fleygiferð. Svo
óheppilega vildi til að öskubakkinn
lenti beint í höfðinu á gítarleikara
hljómsveitarinnar með þeim afleið-
ingum að hann rotaðist. Þetta segja
meðlimir Pláhnetunnar að hendi
aldrei á sveitaböllum úti á landi...
Palli og Jimmy Somerville að fríka út saman með bersyndugum nunnum, „örugglega þeim syndugustu á
jarðríki.11 Mynd Heike Ollertz
Teddy Bjarnar-verðlaunin eru
veitt fyrir bestu homma- og
lesbíumyndina á kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín en þar eru, Iíkt og á
öðrum hátíðum, viðstaddar
stjörnur frá ýmsum löndum,
Jimmy Somerville úr Commun-
ards kom frá London og heiðraði
samkunduna og Georgette Dee,
döpur transa, tróð upp með atriði
sem innihélt aðallega raunasögu
hennar. Það var hins vegar fulltrúi
frá íslandi, Páll Óskar Hjálmtýs-
son, sem skemmti þýðverskum í
boði hátíðarinnar og líkt og þeir
sem þekkja til Palla vita, þá rúm-
aðist aðeins ein alvöru stjarna í
Berlín meðan hann staldraði við.
í vetur birtist viðtal í þýska
hommablaðinu Magnus, við Pál
Óskar og það varð til þess að marg-
ir lesendur blaðsins hringdu inn á
ritstjórnina og spurðu hvernig þeir
gætu nálgast geisladiska með hinni
íslensku poppstjörnu. Meðan að
blaðið reyndi að greiða úr fyrir-
spurnum þeirra rann umboðsskrif-
stofan Box Entertainment á lyktina
og ákvað að flytja Pál Óskar inn
með öllu sínu holdi og blóði svo að
aðdáendur gætu rifið hann í sig.
Þeir höfðu samband við Palla og
spurðu hvort hann væri ekki til-
leiðanlegur til að troða upp á Ted-
dy Bear-hátíðinni og hann játti því.
Pakkaði niður í tösku og pantaði
flugfar.
Þegar til Þýskalands var komið
fékk hann að vita strax að hann
væri ekki þangað kominn til að
liggja í leti. Hann var fullbókaður
alla sex dagana og eina lausa stund-
in sem hann fékk voru sex klukku-
tímar sem þýskur ljósmyndari,
Heike Ollertz, festi á filmu og birt-
ast hér á síðunni ásamt öðrum
myndum.
séu upp til hópa freyðandi gla-
mörös. En það minnisstæðasta úr
ferðinni segir hann vera Jimmy
Somerville. „Ég lenti í sama bún-
ingsklefa og hann og það var frá-
bært. Þetta er maður sem ég er bú-
inn að líta upp til frá því að ég var
fjórtán ára gamall. Við kjöftuðum í
marga klukkutíma um sjóbisniss en
hann hefur nú að mestu leyti sagt
skilið við tónlistina en einbeitt sér
að því að stjórna Gay Parade og auk
þess verið í fremstu víglínu í rétt-
indabaráttu samkynhneigðra í
Skotlandi og í Englandi.“
Palli sagðist hafa verið hálf kind-
arlegur þegar hann skemmti á
„streit krúsarastað," í Berlín. Fólk
sendir inn lýsingu á draumaprins-
inum/prinsessunni og fær í staðinn
númer. Svo krúsar það um staðinn
og leitar að sama númeri. Allt þetta
fór fram í risastóru sirkustjaldi.“
En ferðin var þess virði. Bæði
kvikmyndahátíðin á Metropole
sem Palli segir að sé vönduð hátíð
en um leið eins konar skopútfærsla
á Óskarsverðlaunahátíðinni, þar
sem drottningar setja upp atriði þar
sem þær veita meðal annars verð-
laun fýrir bestu klippingar á
prumphljóðum.
Stuð, stuð, stuð
Þjóðverjar eru óðir í Palla eftir
ferðina og tralla nú stuð stuð stuð.
Hann var í stanslausum viðtölum
við fjölmiðla, bæði útvarp, sjón-
varp og blöð. „Þeim finnst Ísíand
svo agalega exótískt,“ segir Palli.
Hann er á leið út aftur í sumar og
þá sem skemmtikraftur. En kemur
„Við áttum mjög vel saman ég og Olli órangútan, fallegasti karlórang-
útan í Berlín. Við eyddum hálftíma saman og boruðum í nefið á hvor
öðrurn."
„Þetta voru sex daga þrælkunar-
búðir og ég ætlaði að nota þessa
klukkutíma sem ég átti frí til að
krúsa en varð ekki kápan úr því
klæðinu," segir Palli og glottir
skelmnislega. „Það vissu allir hver
ég var og þar sem ég kom var ég í
óðaönn að svara fyrirspurnum um
fsland eða gefa eiginhandaráritan-
ir.“
Palli kom víða við í Berlín. „Ég
var á streit og gay-stöðum, risa-
stóru „Uberglamúr,“-drottningar-
balli á Hótel Berlín, sem var haldið
til styrktar alnæmissjúkum börn-
um. Það er eina dragballið sem ég
hef verið á þar sem ekki sást vín á
nokkrum manni.“
Það var prógrammið af plötunni
Stuð sem rann svona ljúflega ofan í
þjóðverjana en Palli segir að þeir
Spaðarnir eru lúmskt frægir en
þetta er tvímælalaust menntaðasta
hljómsveit landsins. Meðlimir
skarta flestir fjölskrúðugum titl-
um: Candmagar, masterar, dokt-
orar, lektorar og guð má vita hvað.
Þeir njóta enda feikilegra vinsælda
meðal menningarvita þjóðarinnar
sem geta vart hugsað sér gleði án
þess að Spaðarnir leiki undir
dansi. Þeir voru að sjálfsögðu
pantaðir á dansiballið sem þær
Vigdís Grímsdóttir og Silja Að-
alsteinsdóttir héldu til að fagna
bókmenntaverðlaunum sínum en
þá hitti svo illa á að söngvari
hljómsveitarinnar og frontari,
Guðmundur Andri Thorsson,
var að gifta sig þetta sama kvöld,
og því ekki hægt um vik að
skemmta það sama kvöld. Spað-
arnir verða með tónleika á mánu-
dagskvöld á vegum Listaklúbbs
Leikhúskjallarans en þar munu
þeir flytja kammerverk. Mun ekki
mæða eins mikið á Sigurði Val-
geirssyni, trommara hljómsveit-
arinnar, og þegar danstakturinn er
sleginn fyrir fjöruga gleðimenn á
dansgólfum.
Samkvæmt heimildum úr röð-
um Spaðanna er komin upp mjög
sérkennileg staða í hljómsveitinni.
Sigurður hefur með sjónvarps-
störfum sínum í Dagsljósi náð að
skapa sér skýlausan sess sem
stjarna hljómsveitarinnar. Það set-
ur Guðmund Andra, sem söngvara
og frontara, í fremur neyðarlega
stöðu en eðli málsins samkvæmt
er gert ráð fyrir því að aðdáendur
öskri þegar söngvarinn sveiflar
mjöðmunum. Trommari í hljóm-
sveit á að vera sem minnst áber-
andi sem aftasti maður þar sem
hann á að einbeita sér að því að
halda takti. Sem dæmi má nefna
að Bítlarnir hefðu aldrei orðið það
sem þeir urðu ef stúlkurnar í
áhorfendasal hefðu hrópað: Rin-
gó! Ringó! Ringó! í sama mund og
John og Paul syngju Love me do í
míkrófóninn. Heimildarmaður
blaðsins, sem ekki vill láta nafns
síns getið, segist þó ekki gera ráð
fyrir því að hljómsveitin tvístrist í
einn allsherjar tónlistarlegan
Guðmundur Andri Thorson, front-
arinn í bandinu, er í sérkennilegri
stöðu.
ágreining. Hljómsveitin (og
hljómsveitarmeðlimir þar með) er
einfaldlega orðin of gömul í slíkt.
Fyrir nokkru fór sögum af því
að Spaðarnir væru að taka upp
frumsamda tónlist með útgáfu í
huga. Það var og reynt og meðlim-
ir söfnuðust saman í stúdíó hér í
Sigurður Valgeirsson er orðinn
stjarnan í hljómsveitinni
borg en þegar á hólminn kom
reyndist þeim ómögulegt að halda
sameiginlegum takti nema í mjög
takmarkaðan tíma í senn. SÍíkt
heyrist víst vel í stúdíóvinnu og er
þetta helsta ástæðan fyrir því að
geislaplata með Spöðunum er ekki
væntanleg í náinni framtíð. JBG