Helgarpósturinn - 02.03.1995, Side 18
18
MORGUNPÓSTURINN
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995
Maggi legó og Biggi tjá sig í sjón-
varpsþætti Steingríms Dúa sem
tekinn var uppi í Heiðmörk um
sveimtónlistina og framtíð henn-
ar.
Sjónvarpsþáttur með nýju
myndskreyttu lagi tölvu-
drengjanna úr T-world er
á dagskrá Sjónvarps á
mánudag. Sveimtónlist
þeirra hefur hlotið mikið
lof í Bretlandi og Banda-
ríkjunum þar sem þeir
eru um það bil að slá í
gegn innan síns geira
Drengiraf
mjög háu
kalíberi
Það var einn fagran haustdag að
Steingrímur Dúi Másson, Flau-
els-kóngur þeirra Sjónvarpsmanna,
settist niður í Heiðmörk og hóf að
spjalla við tölvudrengina, þá
Magga legó og Birgi Þórarins-
son úr T-World. Afrakstur þessa
ævintýris verður sýnt í Sjónvarpinu
síðla mánudags. „Ég tók að auki
viðtal við nokkra poppskríbenta út
af hljómsveitinni og sveimtónlist
almennt, eins og þeirra tegund tón-
listar kallast,“ sagði Steingrímur
Dúi. Hann sagði einnig eitt mynd-
band að finna í þættinum, eða öllu
heldur „myndskreytingu“ við lag
T-world, „Oh“. „Þessir drengir eru
mjög góðir, þeir eru af mjög háu
kalíberi. Um það eru margir
sammaála innan tónlistargeirans.
En þessi tónlist fellur ekki að geði
almennings enda lætur hún ekki
endilega vel í eyrum allra. Þeir
standa engu að síður mjög framar-
lega innan síns geira.“
Eins og MORGUNPÓSTURINN
hefur þegar greint frá stendur T-
world á þröskuldi frægðarinnar;
þeir hafa nýverið gert samning við
þekktustu útgáfu danstónlistar í
Bretlandi, fyrirtækið Junior Boys
Own. 1 sumar kemur út tvöföld
smáskífa með þeim en eitt laga
þeirra hefur þegar komið út á safn-
diski sem nú er verið að dreifa í
Bandaríkjunum og Japan.
Skemmst er að minnast þess að ný-
lega fékk það lag mjög góð ummæli
í „Melody Maker“.
Rak öxlina
Ein forvitnilegasta rokksöng-
konuefni vorra daga er Jóna De
Grooth sem sungið hefur með
Stálfélaginu en tilheyrir nú
hljómsveitinni Black Out. Jóna
hefur lengi haft áhuga á rokki og
róli og er þessa dagana öll að
færst í aukana, enda sögð geta
tekið Janis Joplin eins og að
drekka vatn.
Fyrir fáeinum árum rakst hún á
goðið í bókstaflegri merkingu
þess orðs, rokkgoðið að sjálf-
sögðu. Það móment upplifði hún
á Skaganum fyrir fáeinum árum:
„Það var þegar ég hitt Dio mað-
ur...Ronnie-James Dio, í Black
Zabbath. Það var alveg ólýsanlegt
móment... Ég hljóp hann næst-
um því niður af því hann var svo
lítill grey kallinn. Málið var það
að ég var að vinna á tónleikunum
og gat því verið baksviðs. Um það
bil sem Dio tekur sprett upp á
svið er ég líka á þönum baksviðs.
Baldur Bragason hélt aftur inn á miö sérvitringanna í reykvíska menningarlífinu og tók
Starra Hauksson Ijóðskáld aö tali og myndaði hann. Starri er einn af þeim svipmiklu karakterum er
prýða borgarlífið og vekur hann jafnan athygli fyrir sína sérstæðu framkomu sem ekki er hávær en er
þó jafnan áleitin. Hann er yfirleitt íbygginn á svip og skoðar mann ítarlega þegar hann á við mann tal.
Hann segist vera feiminn en liggur ekki á skoðunum sínum þegar maður nær honum einum.
Hann hefur getið af sér gott orð fyrir pennasnilld sína og sérstakan stíl í skrifum sínum.
„Alltaf
jafn
skrýtinn"
Hver er Starri? borgarinnar?
„Ég kem upphaflega úr Mývatns- „Það kemur reyndar til af því að ég
sveit en er nú löngu búinn að skilja
við þann stað í dag. Starri er líklega
bara skólanemi í dag, með mismun-
andi formerkjum."
Nú hefur þú getið af þér gott orð
sem Ijóðskáld, stundar þú skrift-
irnar enn af krafti eða liggja þær
niðri á meðan námi stendur?
„Nei, fólk fær sína útrás á mismun-
andi máta og þetta er mín leið til
þess. Ef ég fæ ekki að skrifa þá verð
ég slæmur í skapinu. í raun skrifa ég
eingöngu fyrir sjálfan mig til þess að
fá þessa útrás.“
Stefnir ekki í bókaútgáfu hjá þér
á næstunni?
„Jú, svona hægt og rólega. Það
liggur í loftinu, Ijóðabók.11
Hvernig er að vera Ijóðskáld á ís-
landi í dag, er þetta virðingar-
staða, eða hvað?
„Ég veit það ekki, ég skal nú alveg
játa það á mig að ég hef nú mína
fordóma gagnvart þessu öllu sam-
an. Það er innprentað í mann þessi
fordómaímynd af „ljóðskáldinu“.
Maður sér fyrir sér menningaruppa
sem situr inni á kaffihúsi með penna
og litla bók. Kaffi og jafnvel te, ef
hann er virkilega snobbaður, glápir
gáfulega út í loftið öðru hvoru og
kúrir sig svo niður. Eða situr jafnvel
með bókina opna allan tímann og
drekkur kaffið sitt, síðan þegar hann
hefur lokið því að sitja með bókina
opna í klukkutíma þá lokar hann
henni mjög pent þó að lítið sé skrif-
að. Röltir svo út með nefið upp í
loftið. Ég tel það ekki nóg að sitja
bara á kaffihúsi og skrifa til að kalla
sig skáld. Ég veit ekki hvort ég skil-
greini sjálfan mig sem skáld ef út í
það er farið.“
Bíddu! Nú stundar þú mest af
þínum skrifum á kaffihúsum
hef búið ákaflega þröngt og fann
líka stað sem mér leið ofsalega vel
á. Það var bara ekki það næði sem
ég vildi hafa heima hjá mér. Það var
hreinlega meira næði á kaffihúsinu.
Þetta var bæði lítið og þægilegt
kaffihús, svo komst maður líka á
þægilegan „díl“ með kaffið! Mér
þykir gott að reykja og mér finnst
gott að drekka kaffi. Svo er fólk líka
mitt aðal áhugamál. Ég get horft al-
veg endalaust á fólk, hvort sem það
eru konur eða karlmenn. Að sjálf-
sögðu er meira gaman að horfa á
kvenfólkið en áhugalega séð getur
maður horft endalaust á svipbrigði.
Hvernig fólk talar, hagar sér og hvað
það er að leika."
Hvernig er að vera listamaður í
Reykjavík?
„Það er að mínu mati oft á tíðum
púkkað allt of mikið upp á þessa
listamenn. En það er mjög erfitt að
lifa af til dæmis skriftum eða mynd-
list. Mér finnst að það sé komið al-
veg ágætlega til móts við listamenn,
þeir fá oft mjög góð tækifæri. Fólk
verður náttúrlega að hafa bein í nef-
inu til að koma einhverju í fram-
kvæmd og ef það ætlar að koma
sér á framfæri á annað borð. Það
þýðir ósköp lítið að sitja heima og
fylla skúffur af einhverju efni sem
aldrei lítur dagsins ljós.“
Það er sagt að listafólk hafi
dulda og kannski ekki svo dulda
sýniþörf. Ekki „fýsíska" heldur
„sýkólógíska". Við erum að bera
sálir okkar!
„Já þú meinar það. Við berum þær
jafnan á torg... Ég er ekki frá því að
það sé nokkuð til í þessu. Þetta er til
í öllum, að ég held, bara mismun-
andi sterkt.“
Hvar standa íslensk skáld að
þínu mati?
„Mér finnst við eiga alveg rosalega
góða penna. Þessi nýja kynslóð rit-
höfunda er mjög góð, það eru líka
höfundar sem manni finnst ekki eins
góðir en maður er ekki að nefna
nein nöfn. Ég er mjög hrifinn af höf-
undum eins og Sjón og Vigdísi
Grímsdóttur. Þau eru bæði mjög
góð.“
Nú kom Sjón sér til dæmis áfram
á klónum og fyrst um sinn var
allt í kringum hann ofboðslega
skrýtið, er fólk orðið móttæki-
legra fyrir skrýtnum skáldum?
á sér í olnbogann á mér
innar
Ég sá hann því miður ekki og litlu
munaði að ég keyrði hann um
koll. Sjálf þyki ég nú engin smá-
smíði en komst ekki hjá því að sjá
hversu agnarlítill hann var hlið
mér því í áhlaupunum rak hann
öxlina á sér í olnbogann á mér.
Hann varð rosalega fúll í byrjun.
Þetta er náttúrlega svo merkileg-
ur maður en svo kemur bara ein-
hver íslensk skessa og hleypur
hann niður. Erlenda pakkið sem
stóð þarna baksviðs veitti þessu
litla sem enga athygli en íslend-
íngarnir dóu
næstum því úr
hlátri. Síðan er
r e g 1 u 1 e g a
minnst á þetta
atvik á Skag-
anum í minni
návist. Ég bað
Dio auðvitað
fyrirgefningar
og hann fyrir-
gaf mér. En
hugsið ykkur,
ég hef allavega
komið við
hann.“
Þrátt fyrir
að vera svona
lítill segir Jóna
Dio ekkert hafa fallið í áliti hjá sér
við þessa uppákomu. „Hann er
rosalega flottur, eins konar karl-
kynsútgáfa af Janis Joplin. Lítill
dímon.“
„Skrýtnum skáldum? Já. Áður fyrr
þurftu allir að vera eins, núna situr
maður uppi með það að allir þurfa
að vera öðruvísi. Ég sit bara uppi
með það að vera alltaf jafn skrýtinn,
þannig að ég passa jafn illa inn í
báðar stefnumar."
Þú týndist síðasta haust, hvað
varð um þig?
„Ég ákvað að það væri kominn tími
til að gerast ríkur, bjarga heiminum
og eitthvað fleira. Fyrst fór ég norð-
ur í land i kúabúskap. Þaðan stakk
ég af úr landi og þvældist víða,
hingað og þangað. Endaði sem
byggingaverktaki í Bosníu sem mér
líkaði lítt. Best að hafa sem fæst orð
um það. Komst að því að það væri
líklega bara best að fara aftur heim
og setjast á skóiabekkinn í Ármúla-
skóla. Gerast ríkur seinna. Það að
bjarga heiminum, ég held ég verði
líka að bíða með það.“
„Á meðan lætur þú þér næja að
„kommentera" um hann?
„Já.“
Þessi kló sem hangir um háls
þér, það hafa margir velt því fyr-
ir sér til hvers þetta væri notað
og hvaðan þessi hlutur er ættað-
ur?
„Ég skal nú segja þér það, þetta er
líklegast eingöngu gert til að ergja
þetta sama fólk, svo það má bara
velta því fyrir sér áfram!"
Eitthvað að lokum?
„Já, hvenær kemur bölvuð pizzan
sem við pöntuðum áðan?“