Helgarpósturinn - 02.03.1995, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 02.03.1995, Qupperneq 22
22 MORGUNPÓSTURINN FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 Allar götur síðan bandarískir hermenn settust að hér á landi og buðu fslendingum upp á jórtur- gúmí má segja að íslendingar hafi komist á bragð bandarískrar mat- armcnningar. Jafnvel þótt amer- iskra áhrifa hafi farið að gæta á fs- landi nokkru fyrir komu hersins, til að mynda með sveiflunni, hefur amerísk matarmenning smátt og smátt verið að seytlast inn í vitund landsmanna. Jórturgúmíið sló fyrst í gegn. En síðan þá má segja að fslendingar hafi orðið mettir af amerískum mat (langtímajórtur vekur nefnilega upp svengd). Burtséð frá skyndibitastöðunum sem buðu upp á hamborgara og franskar, djúpsteiktan fisk og fleira til, fór nautasteikin sigurför um veitingahús bæjarins í bland við franska matargerðarlist. Nú er hins vegar svo komið að heilt þorp amerískra veitingastaða innfluttra, svo að segja í heilu lagi, til fslands er að finna við Grensás- veginn og í námunda við hann. Fyrsti ameríski veitingastaðurinn sem fluttur var inn til fslands í heilu lagi er Kentucky Fried Chicken, fyrir tilstilli Helga í Góu og Jóns í Skalla. Upphaflega var honum plantað niður árið HjXo í lilln J§| luisnæði við WjBmj vegiiiii i I l.iln I arlirði, en B nokkru siðar I sinn uFjXgsmBUjjlh lilut og llclgi WAH tok \ ið. I hans I lúmdiim cix I veitingastaðn- um fiskur um hrygg og fjórum ár- um síðar færði hann sig um set í enn stærra húsnæði við Hjalla- hraun í Hafnarfirði, en er auk þess nú að finna Kentucky Fried í Faxa- feni 2, og á Selfossi var Kentucky opnað fyrir tveimur árum. Tómas A. Tómasson varð næstur í röð- inni að brydda upp á amerískri nýj- ung, en þó ekki hreinræktaðri, þeg- ar hann opnaði Tomma-hamborg- ara. Engu að síður fundu íslending- ar amerískt bragð af hamborgaran- um og veitingastaðir hans slógu í gegn svo um munaði. Fjölmörg af- kvæmi fyrsta Tomma-hamborga- rastaðarins sem opnaði fyrst við Grensásveginn opnuðu um allt Stór- Reykjavíkursvæðið og víðar. Það var þó ekki fyrr en 1987 að Tómas Andri flutti hingað til lands Hard Rock Café í heilu lagi. í milli- tíðinni kom pizzan til landsins. Þótt margir viti ekki betur en að hún sé ítölsk að uppruna er raunin sú að ekkert er amerískara en pizz- an. Veitingastaðurinn Pizza-Hut eftir amerískri forskrift opnaði hér- lendis árið 1988. En þrátt fyrir fjöl- marga pizzustaði eru nú starfandi aðeins tveir amerískir pizzustaðir ættaðir frá ameríku. Hinn, Dom- ino’s Pizza, opnaði fyrir tveimur árum. Hann er finna í hringiðu amerískrar matarmenningar á Grensásveginum 11. Aðeins nokkr- um húsröðum lengra opnaði fyrr- um framkvæmdastjóri Domino’s, Bjarni Kristjánsson, BK- kjúk- linga sem einnig ganga undir Bost- on-kjúklingar og koma beinustu leið frá Ameríku. Þá má ekki ð verðlaunabó 0 f I 0 f u Leena Lander: Heimili dökku fiðrildanna Forlagið 1995 ★ Skáldsaga Leenu Lander hlaut að minnsta kosti tvenn meiriháttar verðlaun í heimalandi sínu og var framlag Finna til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 1993, en hlaut ekki verðlaunin. Bókin er bók marsmánaðar hjá Forlaginu og í byrjun þess mánaðar frumsýnir Borgarleikhúsið leikgerð sögunnar. Einnig má geta þess að kvikmynda- fýrirtæki í Hollywood mun ætla sér að kvikmynda söguna enda er næg- ur dramatískur efniviður í boði. Aðalpersóna bókarinnar er Ju- hani Johansson verkfræðingur sem minnist æsku sinnar og þess tíma er hann var tekinn ffá foreldrum sín- um og sendur á upptökuheimili. Hann býr þar í nokkur ár á eyju þar sem forstöðumaðurinn Sebaót ræktar silkifiðrildi sem bera svarta vængi þegar þau koma úr púpun- um. Eins og fiðrildin komast dreng- irnir ekki óskaddaðir frá veru sinni á eyjunni þar sem menn svíkja, pynta og myrða. Ég fæ ekki neitað því að mér þyk- ir bók Leenu Lander nokkuð oflof- uð. Það gerist að vísu margt átakan- legt í sögu þar sem allir þjást af ást- leysi, missi eða einmanakennd. Þetta er allt grimmt og hart eins og heimurinn er víst. Svo má víða þefa upp symbólisma sem vísast á að gera söguna flotta og verðlaunalega. Einhvern veginn er það nú svo að allt þetta verður aldrei nægilega áhugavert. Það vantar allan kraft í persónusköpun og reyndar eru per- sónurnar yfirleitt sérlega klisju- kenndar og þrátt fyrir allan djöfúl- ganginn sem þær ganga í gegnum er ósköp erfitt að láta sig þær nokkru varða. 1 reynd fannst mér þetta sam- tíningur héðan og þaðan, meðal annars frá Oliver Twist, Flugna- höfðingjanum og Frídags frú Larson (ef einhver man eftir henni). Höf- undur bindur þetta innihald sitt í skandinaviskan vandamálapakka sem mörgum okkar hefur fyrir löngu hætt að þykja fengur að. Nú hafa norrænir gagnrýnendur fallið fyrir bókinni og ég geri ráð fyrir að hið sama gerist hér á landi. Ég tel einnig víst að mörgum al- k mennum lesendum muni falla þessi bók vel í geð. Þeir munu telja hana grimmt og áleitið verk sem fjalli um baráttu góðs og ills og varpi fram þýðingarmiklum spurningum um sekt og ábyrgð manneskjunnar bæði gagnvart öðrum manneskjum og umhverfi sínu. Vissulega er verið að fjalla um þessa hluti en að mínu mati er það ekki gert af nægilegum hæfileikum og stíll höfundár dregur enn frekar úr áhuga mínum; er þunglamalegur og oft tilgerðarleg- ur. Þetta er bók sem ég myndi gefa Dagnýju Kristjánsdóttur og Soff- íu Auði Birgisdóttur í afmælis- gjöf í fullvissu þess að þeim þætti þetta grimmt, áleitið og sterkt verk. Eins og svo oft áður fiðrildanna munu skoðanir okkar ekki fara saman. Þetta er ein af oflofuðu verðlaunabókunum. gleyma Southern Fried Chicken í Hafnarstræti sem einnig er nokkuð vinsæl veitingahúsakeðja í Banda- ríkjunum. Sú keðja náði hingað um það bil tveimur árum eftir að kjúk- lingastaðurinn í Hafnarfirði varð að veruleika. 1 veitingahúsahverf- inu við Suðurlandsbraut, skammt frá Faxafeninu og Grensásveginum er að finna tvo ameríska veitinga- staði til viðbótar, og kannski þá allra amerísku; annars vegar McDonalds, sem íslendingar hafa þar til hann opnaði á Islandi, þegar belgt sig út af hvar sem þeir hafa komið við í heiminum, og hins vegar veitingastaðurinn Subway, samlokustaðurinn heimsfrægi sem opnaði nánar tiltekið 11. september 1994. Þegar síðast fréttist, og það var bara núna í vikunni, var búið að opna 10.071 Subway-veitingastað í heiminum. Að undanförnu hefur nýr verið að opna á fimm klukku- stunda fresti. Til gamans má geta að uppselt er á ameríska söngleik- inn West Side Story langt fram í tímann. GK

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.