Helgarpósturinn - 02.03.1995, Síða 28

Helgarpósturinn - 02.03.1995, Síða 28
28 MORGUNPÓSTURINN LÍFIÐ EFTIR VINNU FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 Meiri hasar, hraði og harka eftir brotthvarf Karls ■Utvarpskíkir með heyrnartólum Söngleikurinn Sögur úr Vesturbænum hefur að sögn innanbúðar- manna í Þjóðleikhúsinu tekið töluverðum stakkaskiptum frá því að leikstjórinn Karl Ág- úst Úlfsson hætti vinnu við sýninguna og dansstjórn- andinn Ken Oldfield tók við stjórninni. Undir stjórn Oldfi- elds hefur meiri áhersla verið lögð á hasarinn og fjörið í sýningunni; hún orð- ið hraðari og aukin harka færst í bardagaatriðin. Þetta sýta menn síður en svo innan Þjóðleikhússins og binda mikl- ar vonir við að uppfærslan slái í gegn. Hvert tækniundrið á fætur öðru lítur nú dagsins Ijós til að gera manni lífið léttara. Þessi útvarpskíkir sem kemur með heyrnartólum er mikið þarfaþing og erf- itt að ímynda sér af hverju enginn hefur fengið þá hug mynd að markaðssetja svona græju áður. Það kemur sér til dæmis vel að vera með k útvarpskíkinn á HM-keppn- |\ inni í vor og hlusta á Bjarna og félaga í beinni og fá leik- ..JP mennina í nærmynd þó maður sitji lengst uppi í stúku. í sumar verður út- varpskíkirinn síðan ómissandi félagi £sundlaucjarnar^^^^^^ Léon **** Glæpasagan er hæpin, en samleikur hins hæruskotna Jean Reno og smástúlkunnar Natalie Portman er glæsi- legur. Viðtal við Vampíruna Interview with the Vampire ® Mikið raus um vanda þess að vera vampíra. Konungur Ijónanna The Lion King ★ ★★★ Leifturhraði Speed *★* B í Ó H Ö L L I N Afhjúpun Disclosure ** Konungur Ijónanna *★** Junior * Banvænn fallhraði Terminal Velocity *★ Ekki fyrir lofthrædda. Haskolabío Ekkjuhæð Widow’s Peak ** Irar eru skritnir og konurnar leika vel. Mestanpart getur maður þó séð þetta allt fyrir. Hálendingurinn 3 Highlander 3 0 Klippt og skorið Short Cuts ***** Altman lætur margar sögur flækjast sundur og saman með léttri snertingu, sögur um skrítið fólk og venjulegt fólk sem lendir í skrítnum málum. Nostradamus ** Skuggalendur Shadowlands *** Ant- hony Hopkins veitist það furðu létt að vera frábærasti leikari heims og Debra Winger er honum samboðin. Ógnarfljótið River Wild ** Þrír litir: Rauður Trois Couleurs: Rouge ***** Kieslowski kann að segja sögur sem enginn annar kann að segja. Priscilla **★ Einföld mynd en nóg af ómótstæðilegri kátínu. Forrest Gump ***** Laugarásbíó Timecop ** Van Damme er mikilfengil- egt eintak af homo sapiens. Skógarlíf The Jungle Book ** Gríman The Mask *** Regnboginn Barcelona ★*** Ungir Ameríkumenn skilja ekki hversu erfitt Evrópumenn eiga með að skilja Ameríku. Litbrigði næturinnar Color of Night ★ Ef Jane March á framtíð í kvikmyndum, þá hlýtur það að vera í „fullorðinsmyndum". Stjömuhliðið Stargate *** Reyfari Pulp Fiction ***** S A G A B í Ó Léon **** Þegar smástelpan bendirá magann á sér og segist finna fiðring en leigumorðinginn gónir á eins og þurs — það er næstum virði heillar Lolitu. Stjörnubíó Á köldum klaka * Það vantar sál, kannski vegna þess að myndin er ætluð fyrir markhópinn „útlendinga”. Frankenstein ® Branagh er fáránlega til- gerðarlegur en de Niro er svo mikill brandari að hann kallar fram hlátur hve- nær sem hann birtist. Aðeins þú Only You *** Ástsjúkir fá nóg að moða úr. Stjörnur ***** Rouge, Pulp Fiction, Short Cuts, Forrest Gump **** Barcelona, Léon, The Lion King *** Only You, Priscilla, Shadow- lands, Stargate, Speed, The Mask ** Widow's Peak, Disclosure, River Wild, Terminal Velocity, Timecop, Nostradamus, The Jungle Book * Á köldum klaka, Junior, Color of Night 0 Highlander 3 ® Frankenstein, Interview with the Vampire Sötraö í sveitinni Feiti dvergurinn Höfðabakka 1 ★★★ Á barnum Andrés Magnússon Kannski er það vegna þess hvað drykkjumaður Morgunpóstsins er mikill Vesturbæingur, en þegar ég leit yfir farinn veg áttaði ég mig á því að ég hef eiginlega bara þrætt barina í miðbænum. Ef ég tengdist Kaffibarn- um ekki sérstökum böndum færi ég sennilegast aldrei austur yfir Læk, hvað þá lengra. En ég áttaði mig sum- sé á því að við svo búið mætti ekki standa og lagði því land undir fót og það alla leið inn í Grafarvog til þess að kynna mér áfengismenninguna þar, nánar tiltekið á Feita dvergnum. Ég verð reyndar að játa það, að mig hafði lengi langað þangað, þó ekki væri nema vegna nafnsins á stassjóninni, sem er öldungis brillíant. Öfgasinnaðir KR-ingar eins og ég erum vanir að tala um allt fyrir innan Barónsstíg sem landsbyggð, en mig hafði hreint aldrei grunað það hvers konar sveit væri inni í Grafarvogi. Fyrst tók ég eftir veðrinu, sem var allt öðru vísi en í siðmenning- unni niðri í bæ. Niðri í bæ var milt og þægilegt veður, en þarna upp frá gekk á með éljum. En sveitabragurinn kom nú samt fyrst í Ijós, þegar ég steig inn í herlegheitin. Það að hrein- dýrshorn hanga á veggjum hefði vita- skuld átt að segja mér allt sem þurfti. Ég veit svo sem ekkert um það, en mér kæmi ekkert á óvart þó hreinarnir hafi verið skotnir þarna á bílastæðinu fyrir utan. Innréttingin er bara svona og svona, en miðað við það að barinn er í tiltölulega nýju og sviplausu verslunar- húsnæði hefur bara vel tekist til við að búa til fína pöbb- stemmningu inni. Á barnum hanga uppi myndir, fánar og annað, sem gefur til kynna að staður- inn eigi tryggan kúnnahóp. Það segir kannski sína sögu um sveitastemmn- inguna í Grafarvogi að íþróttafélagið þar er Ungmennafélagið Fjölnir. Vínúr- valið er ekki verra eða betra en gerist í Egilsbúð í Norðfirði og ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Gest- irnir eru allir að minnsta kosti komnir á fertugsaldur og flestir lausir og liðugir. Að minnsta kosti man drykkjumaður- inn ekki eftir jafnaugljósum pikköpp- bar í borginni. Á móti kemur að þarna sá ég mest einmana mann í heimi. Á gólfinu voru svona sex manns — flest konur — í hringdansi, þar sem hver hélt um háls annars. Fyrir utan hring- inn stóð svo þessi afskaplega ein- mana maður og reyndi án árangurs að dansa sig inn í hringinn í tvö lög. Þeir sem ekki fíluðu hálfkántríbandið Útlaga (hvað annað?) gátu tyllt sér í innri salinn og rætt málin í básunum. Ég held að ég geri Feita dverginn kannski ekki að mínum aðalstað, en heimsóknin var eiturskemmtileg. Þangað ætla ég aftur. ■ Frumstæðar teikningar sem fundist hafa á hellisveggjum víða um heim eftir fyrstu Veggjakrot er ekki bara veggja- krot. Innvígðir veggjakrotarar lesa auðveldle sem líta eins og um al merkjum Þessi graffari hefur skilið sitt „tag“ eða merki eftir á vegg við Laugaveg 7, örugglega við litla hrifningu eigenda hússins. Með hjálp innvígðra má lesa úr því skammstöfunina AGZ. Það er m.a. að finna á þremur stöðum á litlu svæði við Laugaveg. West Side Story Þjóðleikhúsið, föstu- og laugardagskvöld. Frumsýning! Ein- hver þekktasti söngleikur allra tíma. Gauragangur Þjóðleikhúsið, fimmtu- dagskvöld. Rúmlega árs gömul sýn- ing og gengur og gengur og... Fávitinn *** Þjóðleikhúsið, laugar- dagskvöld. Uppselt. Snædrottningin ***★ Þjóðleikhúsið, sunnudag kl. 14. Uppselt: Byggt á ævintýri H.C. Andersen. Upplögð leikhúsreynsla fyrir yngstu kynslóð- ina þó að þau allra yngstu gætu orð- ið svolítið hrædd við púðurskotin. Taktu lagið, Lóa! **** Þjóðleikhús- ið, föstu-, laugar- og sunnudagskvöld. Uppselt, uppselt, uppselt út mánuð- inn, takk fyrir. Leikrit sem vekur til umhugsunar. Oleanna Þjóðleikhúsið, föstudagskvöld Leikrit eftir David Mamet um áreitni, valdbeitingu og sexisma í nýju Ijósi. Fáar sýningar eftir þannig að þetta flokkast væntanlega undir fallstykki. Dóttirinn, bóndinn og siaghörpuleik- arinn, Listaklúbburinn í Leikhúskjallar- anum, sunnudagskvöld. Einþáttungur eftir Ingibjörgu Hjartardóttur Hug- leiksdrottningu sem greinilega er að færa sig upp á skaftið. Kabarett **★* Borgarleikhúsið, föstudagskvöld. Enn einn stórsigur leikarans Ingvars E. Sigurðssonar og leikstjórans Guðjóns Pedersen. Dökku fiðrildin Borgarleikhúsið, laug- ar- og sunnudagskvöld. Frumsýning. Spennandi verkefni þar sem finnskur kvenmaður heldur um leikstjórnar- taumana. Sirkusinn guðdómlegi Borgarleikhús- ið, fimmtudagskvöld. Sýning á vegum norrænu menningarhátíðarinnar. Framtíðardraugar ** Borgarleikhúsið fim., lau., og sunnudagskvöld. Nýtt leikrit eftir Þór Tulinius. Uppselt langt út mánuðinn. Allt prýðilega leikið og leikstjórinn kann vel til verka. En verkið mætti stytta. Þótt hundrað þursar... Skemman Ak- ureyri, laugardagskvöld Beávvas Shámi Teáther, Þjóðleikhús Sama mætt til leiks í höfuðstað Norður- lands. Aðeins þessi eina sýning. Kirsuberjagarðurinn **** Héðins- húsið, sunnudag kl. 15. Skilaboð til Dimmu Hlaðvarpinn, fimmtudagskvöld. Þórey Sigþórsdóttir leikkona fer á kostum. Alheimsferðir Erna Hlaðvarpinn, *** föstudagskvöld. Leikstjórn Hlínar er óaðfinnanleg. Sápa tvö Hlaðvarpinn. laugardags- kvöld. Ekki svo galið að taka sjón- varpsform og henda því á leiksvið. Leggur og skel Hlaðvarpinn, laugar- og sunnudag kl. 15. Barnabrúðu- söngvaspil sem byggir á Jónasi. Tangó Lindarbær, fimmtu-, föstu og sunnudagskvöld Nemendaleikhúsið: frábært leikrit, fyrirtaksskemmtun, næstsíðasta sýningarhelgi og bara... ekki missa af þessu. Þetta „tag“ er að finna fyrir utan dyr Ró- senbergkjall- arans. Eins og mörg önnur tög lítur þetta út eins og ar- abíska í aug- um almúgans en innvígðir graffarar sjá strax að ráfuðu um þennan hnött teljast meðal merkustu fornminja sögunnar. Veggjakrot nútímans er hins vegar litið óhýru auga og flokkast almennt sem hver annar sóðaskapur og skemmdarverkastarfsemi. Þessu eru þó ekki allir sam- mála og benda á að flókin menning er að baki þessari misskildu list dagsins í dag. „Það er margra ára hefð á bak við þetta eins og við þekkjum það í dag. Ég meina, graffitið er búið að vera til á marga áratugi og það er reynd- ar komið svo að sumir graffara vilja ekki lengur kalla þetta graffiti held- ur „spraycan-art“ eða „aerosol- art“ til að aðgreina þetta,“ segir Steini sem er ókrýndur konungur íslenskra graffara. Ein hlið veggjakrotsins eru sér- kennileg merki sem graffararnir skilja eftir sig; bæði til að merkja sér myndir og eins eingöngu til að sýna að þeir hafi verið á staðnum. í aug- um almúgans gætu þessi merki ver- ið gerð úr arabískum táknum en innvígðir graffarar lesa auðveldlega úr þeim. Á fagmáli kallast merkin „tag“ og að sögn Steina eru mjög skýrar reglur í veggjakrotskúltúrn- um í kringum þau. Annar skæruliða-graffari á þetta „tag“ en ef vei er gáð má sjá að þarna stendur AKSYZ. mannverurnar sem Systurnar Helga Braga (leikkona) og Ingveldur Yr (söngkona) Jónsdætur um myndina af sjálfum sér. Þessi dökka er ábyggilega einhver „designer11 - hún er svo hryllilega smart eitthvað. Hún er greinilega lauslát og er að benda hinni á eitthvað rosalega skemmtilegt. Kannski eitthvað í sambandi við karlmenn, en það er samt ekki hægt að slá því alveg föstu. Hún gæti verið að tala um eitthvað allt annað, en það er ólíklegt - svona af svipnum á þeim báðum að ráða. Hún er örugglega ítölsk og virkar nokkuð töff týpa. Og hún er svolítil tík líka - en samt alveg rosalega skemmtileg. Svolítið kaotísk svona. Hún er líka eldri, veit svolítið meira um lífið en hin. Sú er aftur austur-evrópsk, þessi Ijósari. Tékknesk, ung- versk eða rúmensk líklega. Hún er ekki alveg eins kekk og hin, en miklu yfirvegaðri. Jarðtengd án þess að vera jarð- bundin. Hún er ábyggilega eitthvað tengd heilun, það er svo mikið Ijós yfir henni. Hefur einhverja sefandi orku. Það er erf- itt að staðsetja hana nákvæmlega í lífinu, en hún er ekki „straight“. Hún semur eitthvað, er skapandi. Og ekki bara á einu, heldur á mörgum sviðum. Gott ef hún er ekki norn. Já, þær eru líklega báðar nornir. Því það er óneitanlega eitthvað líkt með þeim. Sú dökka er alls ekki ítölsk eftir allt saman; þær eru báðar frá Rúmeníu, rúmenskar nornir. Frá ströndum Svartahafsins - hún streymir frá þeim báóum, þessi Svarta- hafsorka. Þær eru altént tengdar á einhvern hátt. Jafnvel skyldar. Eru ekki allar nornir skyldar?

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.