Helgarpósturinn - 02.03.1995, Side 31
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995
MORGUNPÓSTURINN LÍFIÐ EFTIR VINNU
31
Langi Seii fyrir norðan og sunnan IHMHillilMTffl va dónast á Fógetanum
Langi Seli hefur lagt undir sig Sam- í þeirri hljóm-
komuhúsiö á Akureyri en hann er að sveit sem
koma upp leikmynd við Djöflaeyjuna gengið hefur í
sem Leikfélagið frumsýnir 24. mars. endurnýjun
Engar sýningar eru á dagskrá í Sam- lífdaga með
komuhúsinu fram að þeim tíma. Milli nýjum gítar-
þess sem Seli djöflast í sviðinu skýst og trommu-
hann suður á svið og syngur og leikur leikara...
með hljómsveitinni Langa Sela og
skuggunum. Það ku vera fítónskraftur
Bjarni Tryggva, trúbadorinn geð-
þekki frá Norðfirði, er að koma upp á
yfirborðið á ný eftir nokkurt hlé. Bjami
var talinn arftaki Bubba Morthens
fyrir um tæpum áratug en gerði svo
sem ekkert tilkall til krúnunnar enda
ekkert fararsnið á Bubba úr hásætinu
góða. Þó það hafi ekki komið fram
opinberlega þá hefur Bjami fengist við
að setja saman klámvísur allt frá upp-
hafi ferils síns. Og næstkomandi
þriðjudagskvöld verður hann með
„klámvísnakvöld" á veitingastaðnum
Fógetanum. Það klagar ekkert upp á
Bjarna en það er skemmtileg tilviljun
að Fógetinn skuli bjóða upp á klám
skömmu eftir lætin með lessurnar.
Báru þeir ekki fyrir sig að þeim heföi
verið vísað út vegna klámfenginna til-
^buröa^EðaJivemi^var^ettaaftun^
Hjartarsonar hjartar„kántdán
„Það hefur mjög mikið verið
hringt og reynt að fá mig til að spila
en ég neita öllum tilboðum. Ég vil
ekki taka svo djúpt í árinni að segja
að ég komi aldrei fram aftur en það
verður örugglega ekki á þessu ári,“
segir Hallbjörn Hjartarson, kúreki
norðursins.
Hann er upptekinn flesta daga við
hljóðnemann í Útvarpi Kátilríbæ og
hefur því ekki haft tíma til að sinna
fjölmörgum óskum aðdáenda sinna
um að spila opinberlega að undan-
förnu.
„Ég segi alltaf: Útvarp Kántríbær
er öðruvísi útvarp, frjálst útvarp, út-
varpið þitt og byrja á að spila Kántr-
íbæjarlagið um leið og ég kem inn á
morgnana. Næsta stef er kristilegt
stef og svo kentur kántríið.“
Hallbjörn er einnig með fasta
þætti á dagskránni og þar kennir
ýmissa grasa. „Á fimmtudagskvöld-
um er ég með þátt sem heitir Víðátt-
an og þar leik ég allavega tónlist,
svona gamla vinsæla tónlist sem ég
veit að fólk hefúr gaman af að hlusta
á. Á sunnudögunt á milli 9 og 4.0 er
kristilegur þáttur sem heitir Hann er
besti vinur minn og á sunnudags-
kvöldum er síðan þáttur sem heitir
Islenskir tónar. Þá spila ég Sigurð
Ólafsson, Þuríði Sig-
urðardóttur og alla
þessa gömlu vinsælu
söngvara sem voru í
gamla daga.
Ég er í fríi frá hljóð-
nemanum á mánudög-
um og þriðjudögum og
þá keyri ég bara hnött-
inn.“
Hvað meinar þú,
„keyri bara hnöttinn“?
„He, he, hann var
góður þessi maður, þyk-
ist ekki skilja neitt.“
Nei ég er ekki alveg
inni í Skagastrandar-
kántríslangrinu.
1. This Time
2. Kinq of Fule
Utvarp Kántri
Dwight Yjakan
Dwiqht Yjakan
3. Matchbox
Mavericks
„Sko, ég sendi út allan sól-
arhringinn og þegar ég er
ekki í loftinu þá sendi ég út
kántrítónlist beint frá Nas-
hville. Svo keyri ég líka út
þýska stöð sem spilar óldís-
músik frá Hollandi, Þýska-
landi og Bandaríkjunum.
Þessar stöðvar þjóna hlust-
endunum á nóttunni og
morgnana. Annars er ég að mestu
sjálfur við hljóðnemann en mér
finnst þetta allt of mikið því maður
er svo bundinn af þessu."
Á hvaða svœði næststöðin?
„Ég vil ekki segja þér það en við
sendum út á FM 96,7 sem næst á
Blönduósi og þar í kring og FM
100,7 á Skagaströnd, út á Skagann og
sjóinn. Ég á ekki peninga til að senda
út á höfúðborgarsvæðinu en Kefl-
víkingar og Reykvíkingar hringja
mikið í mig og senda kveðjur til ætt-
ingja og vina fyrir norðan. Þeir eru
allir mjög fúiir yfir því að stöðin
næst ekki fyrir sunnan. Margir biðja
vini sína og kunningja hér um að
taka upp úr útvarpinu hjá mér og
senda sér spólur. Ég þykist ekkert
vita af því, maður ræður ekki við
það.“
Hvernigferðu að því að fjármagna
Útvarp Kántríbæ?
„Það er bara eitt svar við því og
það er að ég veit það ekki - það er
Herrann minn sem hjálpar mér
áfram. Svo náttúrlega minnkar í
sparibauknum mínum, ég skal við-
urkenna það. Við höfum ekki verið
með sjálfan Kántríbæ opinn í vetur
en barinn er opinn um helgar þótt
það svari ekki kostnaði.“
Þú bara tapar á öllum vígstöðvum?
„Já ég geri það. Ég er svo klikkað-
ur náungi enda er bara einn svona
maður, sem er sama þótt hann tapi,
til á íslandi. Flestir byrja á að reikna
út gróðann en þessi hugsun er ekki
til hjá kúreka norðursins. Það er
bara að framkvæma það sem hann
langar til, þá er hann ánægður og
hann gerir yfirleitt það sem hann
getur með hjálp Herra síns.“
1. You aotta be mv Babv
Dollv Parton
5. Close up the Honkey Tonk
Radney Foster
5. You never know iust how qood vou qot it Tracev Bird
7. There Goes My Heart
Mavericks
3. What A Wav To Live
Marc Chestnut
3. Everv Little Thina
Carolvn Carter
10 If You're Heart Ain't Busy Toniqht
Tanva Tucker
Stallói í Þótt
hundrað þursar...
gerir sig breiðan.
Hrollkalt karnival
... _
„Þetta er sýningin sem kom Söm-
um á kortið,“ segir Viðar Eggerts-
son, leikhússtjóri Akureyringa, en á
laugardaginn verða Samar með fræga
leiksýningu í Skemmunni þar í bæ.
Hún heitir Þótt hundrað þursar...
(Omsá hundre stalloer...) og rekur
sögu Sama í stórum dráttum og
dregur dám af því að menning þeirra
hefur lengi átt undir högg að sækja.
Þessi sýning var frumflutt árið
1985, sló í gegn og hefur síðan gegnt
stóru hlutverki í því að kynna sam-
íska menningu víða um heim. Það
segir sig sjálft að sýningin hefúr þró-
ast á þessum tíma og sá hópur sem
stendur að henni er sá sami og fs-
lendingar þekkja úr kvikmyndinni
Leiðsögumaðurinn þar sem Helgi
Skúlason lék vonda kallinn. Dreng-
urinn sem lék aðalhlutverkið í henni
leikur í sýningunni. Að sögn Viðars
Eggertssonar er hann að vísu orðinn
eldri núnal? Hann segir einnig að
Þótt hundrað þursar... sé sérstaklega
miðuð við útlendinga þannig að
tungumálaerfiðleikar munu ekki há
áhorfendum. Það er mikill karnival-
bragur á sýningunni, mikilúðlegir
trumbuleikarar gegna stóru hlut-
verki, stórar grímur notaðar og svo
ffamvegis. Islendingar þekkja karni-
val að mestu af Reuter-myndum frá
Ríó þannig að það er kærkomið að fá
hrollkalt karnival hingað. Þótt
hundrað þursar... verður einungis
sýnd á Akureyri og aðeins í eitt skipti.
:
Ríkissjónvarpið Stöð 2
FlMMTUDAGU R
17.00 Fréttaskeyti
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Stundin okkar (e)
Gunnar og Felix eru snöggtum
skárri en Brjálaða Binna.
18.30 Lotta í Skarkalagötu
Astrid Lindgren er varla verri en
Svarti folinn.
19.00 Él
19.15 Dagsljós
Missið ekki af Sigga Valgeirs í hlut-
verki hirðfíflsins.
20.00 Fréttir
20.30 Veður
20.40 íslandsmótið í handknattleik
21.20 Ólánsdagur við Dimmaklett
(Bad Day at Black Rock) Einhentur
aðkomumaður spyr bæjarbúa I
Dimmakletti í þaula um leyndarmál
þeirra. Það sem meira er, hún var
tilnefnd til þrennra óskarsverð-
launa 1955. Aðalhlutverk: Spencer
Tracy, Robert Ryan, Anne Francis,
Walter Brennan, Lee Marvin og Er-
nest Borgnine.
23.00 Ellefufréttir
23.15 Eru Tyrkir húsum hæfir?
Þátturinn er kostaður af söfnunar-
átakinu Börnin heim.
Föstudagur
17.00 Fréttaskeyti
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Draumasteinninn
18.25 Úr ríki náttúrunnar
19.00 Fjör í fjölbraut
20.00 Fréttir
20.35 Veður
20.40 Gettu betur
21.35 Ráðgátur
Að vera eða vera ekki frábærir
þættir?
22.25 Hjartasár
Hollensk bíómynd um ástir og ör-
lög.
23.50 Woodstock 1994
Laugardagur
09.00 Morgunsjónvarp barnanna
10.55 Hlé
13.55 f sannleika sagt (e>
14.55 Enska knattspyrnan
Aston Villa og Blackburn.
16.50 íþróttaþátturinn
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Einu sinni var...
18.25 Ferðaleiðir
19.00 Strandverðir Babewatch.
20.00 Fréttir
20.30 Veður
20.35 Lottó
20.40 Simpson-fjölskyldan
21.10 Vegurvonar
Svissnesk/tyrknesk óskarsverð-
launamynd. Sjón er sögu ríkari.
22.50 Anna Lee - Eftirförin
Spæjaragoggarnir fyrir fullorðna.
SUNNUDAGUR
09.00 Morgunsjónvarp barnanna
Nú er Markó búinn að finna
mömmu og hittir nú góða vini.
10.20 Hlé
13.30 Unglingar og áfengi
Formaður áfengisvarnarnefndar
Akureyrar, Ómar Smári og Þórar-
inn Tyrfingsson skiptast á skoðun-
um?l?
14.25 Listaalmanakið
14.30 Komdu heim, Snoopy
15.50 Feitar konur
Kátu piltarnir í Hafnarfirði hittast
hjá foringjanum og horfa á Dawn
French.
16.45 Hollt og gott
Siggi Hall er meistarinn.
17.00 Ljósbrot
Endursýndur ritstjórnarpistill Sigga
Valgeirs.
Í7.40 Hugvekja
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Stundin okkar
18.30 SPK
Ingvar Már Jónsson hefur allt að
bera til að sjá um ritstjórnarpistla í
Dagsljósi.
19.00 Borgarlíf
19.25 Enga hálfvelgju
Alveg eins og á Morgunpóstinum.
20.00 Fréttir
20.30 Veður
20.40 Fegurð
Heiðar snyrtir.
21.15 Stöllur
22.10 Helgarsportið
Fullt af mörkum í vikulok.
22.35 Brjóstmein
Baráttan við brjóstakrabba.
Ómissandi skemmtun - aðeins á
Stöð 1.
Fimmtudagur
16.45 Nágrannar
17.10 Glæstar vonir
17.30 Með Afa (e)
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
Besta innlenda dagskrárgerð
Stöðvarinnar til þessa.
19.19 19.19
20.15 Sjónarmið
20.45 Dr. Quinn
21.40 Seinfeld
22.05 Bresku tónlistarverðlaunin
1995
Elton John fékk heiðursverðlaun
og Madonna tók lagið.
23.35 Stúlkan í rólunni
Hún er ekki eins erótísk og titillinn
ber með sér.
01,30Hnefaleikakappinn
Stranglega bönnuð börnum og
reyndar ekki ætluð neinum aldurs-
hópi.
Föstudagur
15.50 Popp og kók (e)
16.45 Nágrannar
17.10 Glæstar vonir
17.30 Myrkfælnu draugarnir
17.50 Ási einkaspæjari
18.15 NBA-tilþrif
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
Vel leikinn og spennandi þáttaröð.
19.19 19.19
20.20 Eiríkur
Góður að eigin sögn.
20.50 Imbakassinn
21.20 Lois og Clark
22.10 Annie Hail
Ein af bestu myndum meistarans.
23.45 Hálendingurinn II
Sean Connery og Christopher
Lambert létu plata sig í framhalds-
útgáfu.
01.25 f innsta hring
Bob Hoskins er ágætur sem Beria.
03.35 Ofursveitin
Þessi er alveg sér á báti. Titillinn
segir sína sögu og í einni og sömu
myndinni fáum við Jean-Claude
Van Damme og Dolph Lundgren.
Æ möst breik jú.
Laugardagur
09.00 Með Afa
10.15 Barnaefni
12.00 Sjónvarpsmarkaðurinn
Misstekkiafþessum!
12.25 Lífið er list (e)
12.45 Imbakassinn (e)
13.10 Framlag til framfara (e)
13.40 Ammassalik
Veðursgyggnlíma?!?
14.05 Addams-fjölskyldan
14.35 Úrvalsdeildin
15.00 Tímagarpar í ævintýraleit
Góð ástæða til að skipta yfir á
ensku, með hliðarvængjum.
16.35 Madonna - óritskoðuð
17.25 Uppáhaldsmyndir Anjelicu
Houston
17.50 Popp og kók
18.45 NBA-molar
19.19 19.19
20.00 Fyndnar fjölskyldumyndir
20.35 Bingó lottó
Er ekki alltaf besta efnið sett á
besta tíma?
21.40 Allt látið flakka
Dolly Parton er blönk og bjartsýn.
23.10 Farþegi 57
00.35 Ástarbraut
Erótískt korter.
01.00 Jubal
02.45 Náttfarar
Lokasýning í dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
09.00 Barnaefni
Margrét Örnólfsdóttir bryddar upp
á nýjungum fyrir börnin kl. 9.40 í
þættinum Himinn og jörð - og allt
þar á milli.
12.00 Á slaginu
13.00 fþróttir
16.30 Sjónvarpsmarkaðurinn
17.00 Húsið á sléttunni
Klassík á sunnudegi.
18.00 f sviðsljósinu
18.50 Mörk dagsins
19.19 19.19
20.00 Lagakrókar
20.50 Myrkar minningar
Kynferðisleg misnotkun er í tísku.
Ef hún gerðist í niðurníddum
sveitabæ sem kominn er úr alfarar-
leið gæti hún alveg eins verið ís-
lensk. Það vantar bara vangefnu
dótturina og aðeins langdregnari
söguþráð.
22.25 60 mínútur
23.15 Við Sam
Titillinn segir allt sem segja þarf.