Helgarpósturinn - 25.05.1995, Page 2

Helgarpósturinn - 25.05.1995, Page 2
2 mmMorynm j \ Posturmn Útgefandi: Miðill hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Kristinn Albertsson Markaðsstjóri: Guðmundur Örn Jóhannsson Auglýsingastjóri: Örn Isleifsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. DYR FUNDUR Það er ein lítil frétt í PÓSTINUM í dag sem vert er að vekja athygli á. I henni kemur fram að það kostaði Landsvirkjun 3,5 milljónir að halda aðalfund og gefa út ársskýrslu á síð- asta ári. Því ári lokaði fyrir- tækið með tapi eins og öll ár síðan hafist var handa við Blöndu sem enn hefur ekki skilað inn neinum tekjum. Sú framtíð aftraði forsvarsmönnum Lands- virkjunar ekki frá því að fagna vel þegar hreyflar orkuversins voru ræstir. Þeir buðu 100 manns til veislu norður yfir heiðar og veittu vel. Þetta eru menn sem kunna að gleðjast þótt tilefnin séu ef til vill ekki merkileg. Önnur frétt sem vert er að vekja athygli á er frétt af ófremdarástandi á Litla- Hrauni. Það ástand á að mestu upptök sín í ofbeld- ishneigð eins fangans en hlýtur þó að skrifast á reikning fangelsismálayfir- valda. Og þessi frétt er ekki sú eina sem bent hef- ur til þess að þar mætti margt beturfara. Slíkar fréttir hafa borist reglulega allt frá því Fangelsismála- stofnun var sett á laggirn- ar. Og þær gefa fullt tilefni til að það verði skoðað með hvaða hætti sú stofn- un er starfrækt.___ Posturmn Vesturgötu 2, Reykjavík sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666 símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888 símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 HelgarPósturinn kostar 199 kr. MánudagsPósturinn kostar 99 kr. Áskrift er 999 kr. á mánuði ef greitt er með greiðslukorti en 1.100 kr. annars. ilppleið/nidurleið A UPPLEIÐ Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis. Tók sér tíma til að velta fyrir sér hvort Vil- hjálmur Egilsson væri van- hæfurtil þeséí'að fjalla t brennivín, leggur til að taka atkvæðis- réttinn af ráð- herrum og ætlar auðsjáanlega að láta til sín taka í nýja djobbinu. Oddur Albertsson, skólastjóri í Reykholti. Áð- ur en Olafur Þ. Þórðarson kom til vissi eng- inn að þessi skóli væri til, hvað þá þessi Oddur. Nú er hann á forsíðum blaða og skyndilega orðinn eins konar skólamála- frömuður. um Hannes Hólmsteinn Gissurar- son dósent. Alltaf þegar Magga Thatcher rífur kjaft úti i Bretlandi man maður allt í einu eftir Hannesi, sem hefur verið nánast gleymd- ur svo lengi. Jón Sigurðsson, bankastjóri Nor- ræna fjárfestingabankans. Ef það rís ál- ver á Keilisnesi þá mun þjóðin hugsa með hlýhug til Finnlands. A NIÐURLEIÐ Guðjón A. kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Hann og forysta sambandsins hafa stofnað til verkfalls sem enginn sjómaður virðist kæra sig um. Óskar Stefánsson, formaður Sleipn- is. Hann hefur sömuleiðis stofnað til verk- falls sem bílstjórar virðast ekkert alltof hressir með. Alla vega segir hann sjálfur að margir þeirra nafi látið skrá sig sem at- vinnurekendur til að geta unnið í verk- fallinu. Jónas Kristjánsson, rit- stjóri DV. Ellert B. Schram hættur og enginn ráðinn fyr- ir hann. Það lítur út eins og þeir hafi verið að deila sam an eins manns starfi í öll þessi Hjörleifur Guttorms- son þingmaður. Allt tal um ál ver er vont fyrir Hjörleif. Já, fyrst fer hann í steininn fyrir að keyra fullur og svo er honum stungið í einangrun fyrir að panta pizzu. Jonni Sigmars haföi þaö gott í Hverfisteini en er nú Vistaður eins og uifarðhaMs- íSíðumúla í PÓSTINUM fyrir rúmlega hálf- um mánuði sagði Jonni Sigmars, leikstjóri kvikmyndarinnar Einn- ar stórrar fjölskyldu, frá sældar- lífi innan veggja Hverfisteins, þar sem hann sat af sér dóm vegna ölvunaraksturs. Eftir að viðtalið birtist heyrði enginn aðstand- enda Jonna í honum í viku og þegar farið var að grennslast fyrir um hann kom í ljós að hann hafði verið fluttur í Síðumúlafangelsið og sviptur öllum fríðindum. Þegar viðtalið birtist sátu fjórir fangar auk Jonna í Hverfisteini til þess að afplána dóma vegna um- ferðarsekta. Og samkvæmt frá- sögn Jonna væsti ekki um þá. Fengu þeir tvisvar þríréttaðar máltíðir á dag, stundum jíizzur sem pantaðar voru fyrir þá og drápu tímann með því að horfa á vídeó og sjónvarp allt fram til klukkan hálftvö eftir miðnætti. Ekkert útivistarsvæði er fyrir fangana við Hverfistein svo þeim var hleypt út daglega eftirlits- laust í tvo tíma. í einu slíku úti- vistarleyfi tók Jonni upp á því að lengja leyfi sitt í sóíarhring til þess að vera viðstaddur úrslita- kvöld stuttmyndadaga Kvik- myndafélags íslands og fagna með sigurvegurum kvöldsins á eftir. í áðurnefndu viðtali sagðist Jonni ekkert hafa verið skamm- aður þegar hann sneri aftur í fangelsið en bjóst þó við þvi að þurfa að sitja eitthvað lengur á bak við lás og slá en þá 15 daga, sem dómurinn hljóðaði uppá, fyrir tiltækið. Nú er hins vegar komið á daginn að fangelsismála- yfirvöld brugðust mun harðar við „stroki“ Jonna en hann gerði ráð fyrir. Refsing hans var lengd um hálfan mánuð og situr hann nú í Síðumúlafangelsi þar sem hann verður að lúta nánast sömu reglum og hver annar gæsluvarð- haldsfangi. Það þýðir að hann má aðeins fá eina heimsókn í viku og ekki hringja fleiri en tvö símtöl á viku, hann fær hvorki að horfa á sjónvarp né vídeó og fær ein- göngu að viðra sig í steinsteypt- um garði Síðumúlans. Varla þarf að taka það fram að Jonni fær ekki að panta pizzu á nýja staðn- um eins og hann fékk í Hverfi- steini. Getum má leiða að því að þessi hörðu viðbrögð fangelsis- málayfirvalda megi rekja að ein- hverju leyti til lýsinga Jonna á lúxuslífinu í Hverfisteini, því hann var ekki fluttur í Síðumúl- ann strótx eftir „strokið" heldur í kjölfar birtingar viðtalsins í PÓST- INUM. ■ Jóhann Sigmarsson fær ekki að panta pizzu og horfa á víd- eó í Síðumúlanum eins og hann fékk að gera í Hverfisteini. Svo mælir Svarthöfdi Sigurgleöi þeirra sem IÞannig leikum við okkur að því kvæði einu ensku segir á þá að vera mikil þjóð, frægir ein- leið að þegar bjóði þjóðarsómi þá eigi Bretland eina sál. Galdra- spilverk samtíðar hafa tekið upp mikilstil sama hátt, þegar eitt- hvað sem einhverjum þykir mik- ilsvert þarf keyrslu í gegnum biblíu samtímans — fjölmiðlana. Einkum gerist þetta á tvennum vettvangi, innan poppheimsins og innan íþróttanna. Poppheim- urinn er í rauninni alltaf í þessu rosalegu stuði með sínar Siggur og Dórur og Stebba og Stjána. Sé gefin út plata í Englandi er henni óðara spáð sölu í tíu efstu. Síðan er skrifað um það sem staðreynd í nokkra daga, en þegar platan kemur lendir hún einhvers stað- ar aftur í smáa letrinu. Það breytir engu: Okkar skvísa er heimsstjarna sem gerir rosalega merkilegt að vera íslendingur. Það var líka rosalega merkilegt að vera í handboltanum um tíma, en af því að við urðum ekki heimsmeistarar í þetta sinn eru allar líkur til að karfan hafi vinn- inginn. Að sjálfsögðu endum við sem heimsmeistarar í körfu. Ekki nokkur spurning. staklingar, yfirburðamenn í öllu sem við tökum okkur fyrir hend- ur og sigurvegarar á merkilegum og óvæntum stundum. Þessi breyting varð á okkur eftir því sem við kynntumst öðrum þjóð- um meir. Þegar við sáum að stór- ar og virtar þjóðir gátu tapað leikjum gat ekki talist óþjóðlegt þótt micro-þjóðin norður í haf- inu tapaði líka. Við kusum okkur stað nærri miðju og sættum okk- ur við að verða sem oftast í 16. sæti. Aðeins eitt skorti á að þetta væri ásættanlegt. Sigurgleði þeirra sem töpuðu. Við höfum einstakt lag á því, þegar stað- reyndir koma í ljós, að þagna í miðju sigurópi sem var hafið ein- hvrs staðar úti í miðjum Héraðs- vötnum tíu mínútna ferð á hest- um til orrustustaðar. Sigrinum ræður gifta í hugum okkar en ekki mannfjöldi þjóðar, ríkidæmi né annað það sem getur gert þjóðir steigurlátar á keppni- svelli. Hvað sem hver segir, þá vor- um við nýlega að sigra stórt í tapa handboltanum. Einhverjir erfið- leikar voru með keppnisliðið, sem náði ekki tilskilinni marka- tölu. En í staðinn vorum það við sem héldum mótið. Menn skildu nú aldeilis ekki gleyma því. Og eftir orðum erlendra manna að dæma höfum við náð heimsmeti í því að efna til heimssamkeppni í handbolta fyrir tómum húsum. Svona sigrar eru þægilegir af því þeir koma svo á óvart, en það er nú aldeilis meira en að bjóða að- komugesti í bæinn að halda heimsmót. íslenska ferðaþjón- ustan bjóst við mikilli auglýs- ingaherferð og ætlaði að nota íþróttafréttaritara til að skrifa um landið. Fréttaritararnir þáðu í glas en voru komnir hingað til að skrifa um handbolta og varð- aði ekkert um þetta útsker. Þetta uppgötvaðist ekki fyrr en ferða- þjónustan hafði fengið nokkra tugi milljóna til landkynningar. Gullfoss og Geysir, Þingvellir og jökulsjússar frá Höfn í Hornafirði höfðu ekkert að segja á móti stórstjörnum í handboltanum. Þeirra vegna var heimsmótið haldið en ekki vegna einhvers goshvers eða þúsundáraíss út í sjússinn. Ferðamálastjórnin varð því að éta lambalærin sín sjálf að þessu sinni, en hún hefur þurft að éta þau mörg um dag- ana. að sýndi sig þegar við feng- um Bermuda-skálina hvað við getum verið hógværir á sigur- stundum. Viðhöfnin, þegar við urðum heimsmeistarar í bridge, var þægileg og mjög við hæfi og sigurvegararnir komust með óyf- irkeyrt mannorð frá þeim balla- de. En yfirleitt takast okkur mót- tökuhátíðir þannig að enginn veit hvort nokkur var með réttu ráði að lokum. Það gerir hin bibl- íulega forsetning fjölmiðlanna, þar sem fréttin af fréttinni er að- almálið. Ljósvakamiðill er í eðli sínu ekki annað en: Hér er ég, eða: Hér erum við. Þetta þýðir að aðalatriði verða aukaatriði, en aukaatriði og hrein vitleysa verða að meginmáli. Þetta kerfi þjónar mjög vel bæði poppi og íþróttum. Báðar þessar greinar hafa ekkert að segja umheimin- um. Þær eru mestan part sprikl og handapat. Fjölmiðill sem talar við þetta fólk lendir í ógöngum leyfi hann því ekki að flissast um sviðið. Ætli spyrill að fara að tala í alvöru er honum sagt að þegja. Ekki þarf annað en að horfa á hljómlistarmyndbönd til að sjá nauðsyn hinnar nýju frétta- mennsku. Hún er að mestu gerð fyrir úlfalda. Hinir hugmyndaríku og þeir sem ætluðu að græða fóru enn einu sinni hálfgerða sneypuför á heimsmeistaramótinu. Hér á landi hefur aldrei skort stóra drauma. það er eins og heimur- inn hafi verið smíðaður með sér- stöku handfangi og í þetta hand- fang taka íslendingar þegar þeir fá draumaköstin miklu. Ekki líð- ur á löngu aður en búið verður að fitja upp á nýrri atlögu að heimsfrægð. Þá hefst að nýju all- ur samur fyrri atgangur. Dýr og flókinn undirbúningur. Stórfelld sala á Þingvöllum, Gullfossi og Geysi. Túrisminn gerður lítt við- ráðanlegur og talin hætta á að jöklar landsins verði seldir til út- landa til að hafa sem ís út í viskí. Ferðamálaráð heldur áfram að éta lambalærin sjálft. SVARTHÖFÐI

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.