Helgarpósturinn - 25.05.1995, Side 4

Helgarpósturinn - 25.05.1995, Side 4
Hfc. - 'iwamm:- .:mOsl. HMMTu D aGTj R25“M att995| rHhv.tjB AÐHAFAÞAÐÁ TILFININGUNNI AÐ MAÐURSÉ í ÚTLÖNDUM Hvað heyrir maður ekki daglega: - Ég fór út að borða um helgina. Það var svo huggu- legt, svo fín stemmn- ing, maður hafði á tilfinningunni að maður væri í útlönd- um. - Ég fór á ball í gær. Það var salsa- hljómsveit. Það var svo gaman! Svo mik- ið fjör! Maður hafði það á tilfinningunni að maður væri í út- löndum. - Sástu leiksýning- una? Það var svo vel leikið, leikmyndin svo flott! Á heims- mælikvarða. Maður hélt að svona lagað væri ekki hægt á ís- landi. - Ó, hvað veðrið er gott í dag! Maður hefur það á tilfinn- ingunni að maður sé í útlöndum. - Fékkstu þetta í út- löndum? -Nei, ég keypti þetta í Kola- portinu.- Nú... (and- vörp og vonbrigði) GÉRARO LEMARQUIS Island er skrifað af hring- borði fólks sem á rætur að rekja til útlanda en býr hér á landi. Landsvirkjun greiðir 13 milljónir í afnot af starfsmannabílum A fjórðu milljón fyrír ársskýrslu og ársfund. imBónir fu oa ársfund. hV í ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 1994 kemur fram að 1500 milljóna króna halli varð á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári en var 3.250 milljónir árið á und- an. Sundurliðun á rekstrarkostn- aði var ekki að dreifa í skýrsl- unni og var þannig skráð 435 milljónir í sameiginlegan kostn- að, í sundurliðun á þessum sam- eiginlega kostnaði sem PÓSTUR- INN fékk hjá Þorsteini Hilmarssyni upplýsingafulltrúa kemur fram að langstærsti liðurinn er launa- kostnaður eða nærri 260 milljón- ir. Risna er 5,5 milljónir, ferða- kostnaður innanlands er 1,8 milljónir og ferðakostnaður er- lendis 19,5 milljónir. Vegna af- nota af bifreiðum starfsfólks er varið nærri 13 milljónum króna og 3,5 milljónum að auki í rekst- ur bíla, akstur og bílaleigu. Þá er á fjórðu milljón varið til nám- skeiða og ráðstefnur og 20,6 milljónir í sérfræðiaðstoð. Fjórar milljónir fara í mötuneytið og rúmlega hálf milljón í læknis- skoðun á starfsmönnum. Þá er 13 milljónum varið í ritföng, pappír og prentun og 14 milljón- ir í síma, burðargjöld og auglýs- ingar. Fleiri rekstrarliðir eru til- teknir en 10 milljónir færðar undir annan kostnað. Það skal tekið fram að hér er aðeins um sundurliðun á liðnum „Sameiginlegur kostnaður" sem er minna en tíundi hluti heildar- rekstrarkostnaðar sem nemur 5.308.400.933 krónum. Af því fer mest í afskriftir en einnig undir liðina rekstur aflstöðva, stofn- lína og spennistöðva, kerfis- deildar og viðhaldsdeildar auk almennra rannsókna. Ofan á allt þetta bætist síðan við þrír millj- arðar í fjármagnskostnað þannig að rekstrargjöld verða 8,4 millj- arðar. -pj Halldór Jónatansson. Landsvirkjun greiddi rúmlega 3,5 milljónir króna fyrir ársskýrslu og ársfund sinn. Tryggingastofnun ríkisins Álfarvaknatil lífsins Hafnarfjörður verður iðandi álfabær Fyrirhugaðir Álfadagar veit- ingahússins A. Hansen í Hafnar- firði eru óðum að taka á sig áþreifanlega mynd í formi furðu- legra vera og litríkra álfa, sem munu skemmta gestum með söng og tralli á komandi sumri. Hugmyndin er runnin undan rifjum sjáandans Erlu Stefánsdótt- ur, sem hefur í samvinnu við myndlistar- og brúðugerðarkon- una Katrínu Þorvaldsdóttur, hann- að og fylgst grannt með allri gerð og hönnun álfanna í Hafnarfirði, en Erla segir að álfar búi í hverj- um stokk og steini þarna í firðin- um. „Það sem vakir fyrir okkur er að vekja álfana í Hafnarfirði til lífsins og færa þá til þeirra sem ekki sjá til annarra vídda í dag- legu lífi, líkt og Erla sjálf gerir,“ sagði Guðbergur, matreiðslumað- ur á A. Hansen. „Þarna mun bera fyrir augu fólks alls kyns huldu- fólk í ýmsum búningum, og höf- um við nú þegar ráðið leikara til starfa sem munu gegna þessum hlutverkum og fara með sögu einstakra álfa fyrir gesti og gang- andi. Erla, sem sér hina raun- verulegu álfa og hefur lifað með þeim í mörg ár núna, mun sjá um leiðsöguhlutverk í sýnisferðum um Hafnarfjörð með gesti okkar, ferð sem endar við veitingahús- ið, en þar munu álfarnir sitja fyr- ir utan og taka á móti gestunum sem ganga inn til snæðings af sjávarréttahlaðborði þar sem álfar segja sögur og syngja. Á Jónsmessu, 24. júní, verður svo efnt til sannkallaðrar álfahátíðar og þá verður sprellað alla nótt- ina, ýmsar vættir og kynjaverur koma í heimsókn, en ekki getum við gefið allt upp sem þar mun fara fram.“ Katrín Þorvaldsdóttir brúðu- gerðarkona sagði í samtali við PÓSTINN að fyrirmenn Hafnar- fjarðarbæjar hefðu sýnt einstaka velvild í garð verkefnisins og verið þeim stöllum innan handar allan tímann, en fyrir stuttu hannaði Erla, ásamt Katrínu, kort yfir álfabyggðina og geta gestir og gangandi nú rakið heimkynni álfa í Hafnarfirði eftir kortinu. Telur Katrín að Mókollur væri gjaldgengur í álfafjölskylduna? „Hann Mókollur er nú alveg óvitlaus, skal ég segja þér, og greinilegt að skapari hans hafði huldufólk í huga við hönnun hans. Þetta undirstrikar hversu sterk þjóðtrúin er í okkur, að álf- ur skyídi vera valinn verndari keppninnar.“B Eins og PÓSTURINN greindi frá á mánudag ríkir stríðsástand innan veggja Tryggingarstofn- unar ríkisins. Miklar væringar hafa verið á milli Karl Steinars Guönasonar og nokkurra for- stjóra stofnunarinnar um allt frá því að Karl hóf þar störf. Virðist nú sem öánægja starfsmanna sé að brjótast út af fulium krafti en einhverjir ' þeirra hafa kvartað við umboðsmann Alþingis. Sam- kvæmt traustum heimildum PÓSTSINS innan Tryggingastofn- unarinnar mun Karl hafa brugð- ist hart við grein blaðsins og þeim upplýsingum sem þar koma fram. Guðjón Albertsson, fyrrverandi deildarstjóri lána- og innheimtu- deildar Tryggingarstofnunar, sagði hann í greininni óhæfan stjórnanda og núverandi starfs- menn, sem ekki vildu láta nafns síns getið vegna þess ótrygga ástandi sem þar ríkir, sögðu að „pústrar væru með mönnum", einhverjir háttsettir menn hyggðust jafnvel láta af störfum og vildu þessir heimildarmenn blaðsins meina að jjetta áhrif væri langvarandi áhrifum krata innan stofnunarinnar að kenna. í gær boðaði Karl Steinar svo yfirmenn stofnunarinnar á sinn fund í dag til þess að ræða „fjöl- miðlamál" eins og það var orðað í fundarboðinu. Þykir mönnum einsýnt að grein blaðsins sé kveikjan að fundarboðinu og að efni hennar verði til umtals á fundinum. ■ Karl Steinar Guðnason brást hart við grein póstsins um það stríðsástand sem ríkir innan Tryggingarstofnunar ríkisins og hefur boðað yfirmenn stofnunarinnar á sinn fund klukkan þrjú í dag.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.