Helgarpósturinn - 25.05.1995, Page 6
'FIMMTUD,A'GURW2'5‘
ffi
felldasta
frétt
vikunnar
LÖGGILD
SLAG3-
MALI
EYJUM
Ógeöfelldasta frétt vik-
unnar er að vanda í Tím-
anum. Þar er greint frá
því að líkamsárásir eru
helmingi fleiri í Vest-
mannaeyjum í ár heldur
en síðustu ár og er þó árið
enn ekki hálfnað.
Tryggvi Kr. Ólafsson
lögga segist ekki hafa
nein úrræði önnur en að
banna neyslu vímuefna.
Sálfræðingur bæjarins,
Jón Pétursson, er hins
vegar með skýringar á
reiðum höndum og segir
hörmungarnar í Súðavík
brjótast út sem slagsmál í
Vestmannaeyjum! Hann
segir að áföllin í Súðavík,
áföll á loðnuvertíð, verk-
föll, kosningar og eilíft
kvabb um fiskirí ásamt at-
vinnutryggingu sjómanna
valdi kvíða og spennu
sem brjótist út á þennan
hátt. Manninum er fúlasta
alvara og segist hafa bent
á það strax í vetur þegar
hörmungarnar í Súðavík
gengu yfir að þær myndu
leiða til ofbeldis í Vest-
mannaeyjum með vorinu.
Hann klykkir svo út með
því að segja að karlmenn
fái útrás eftir löggiltum
leiðum, eins og til dæmis
slagsmálum, eins og hann
segir orðrétt. Konur hins
vegar ræða málin við vin-
konurnar.B
Ólafur Þ. Þórðarson hefur kallað eftir stöðu sinni sem skólameistari í Reykholti. Deilur hafa risið í kringum málið og nemendur skólans meðal annars mótmælt þvi að Ólafur
taki við af núverandi skólameistara, Oddi Albertssyni.
íslenskir lyfjaframleiðendur
hafa um árabil reynt lyf á heil-
brigðum einstaklingum gegn
greiðslu. Fyrirtækin framleiða
fyrst og fremst svokölluð eftirlík-
ingalyf, en að sögn Fjalars Krist-
jánssonar, lyfjafræðings hjá
Delta, eru umræddar lyfjatil-
raunir lokastigið í þróun viðkom-
andi lyfja og ganga í flestum til-
vikum út á að rannsaka frásog
lyfsins út í blóðrásina samanbor-
ið við frásog upprunalega lyfs-
ins.
Fjalar segir að þessar rann-
sóknir séu gerðar að kröfu heil-
brigðisyfirvalda og séu skilyrði
þess að lyf fáist skráð.
Greiðslur til þeirra sem taka
þátt í rannsóknunum fara, að
sögn Guðbjargar Eddu Eggerts-
dóttur, markaðsstjóra Delta, eftir
eðli og umfangi rannsóknanna
og eru því mjög mismunandi. En
samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins er þóknunin til „tilraunadýr-
anna“ ekki lægri en 5-7 þúsund
krónur fyrir minniháttar rann-
sóknir en hleypur á tug þúsund-
um þegar um umfangsmeiri
rannsóknir er að ræða.
LYFJAFYRIRTÆKIN
TRYCCÐ BAK OG
FYRIR
Strangar reglur eru um lyfja-
rannsóknir á fólki. Lyfjaframleið-
endur þurfa að fá leyfi hjá heil-
brigðisyfirvöldum áður en rann-
sókn hefst og skila lýsingu á
framkvæmd og tilgangi rann-
sóknar. Allir þeir sem taka þátt í
rannsóknunum gangast undir
læknisskoðun og skrifa undir yf-
irlýsingu þess efnis að þeir taki
þátt í viðkomandi rannsókn
óþvingaðir og sjálfviljugir. Áður
er þátttakendum kynnt viðkom-
andi lyf, hvernig tilraunin fer
fram og hugsanlegar aukaverk-
anir. Þá kveða reglurnar um að
þátttakendur geti hætt þátttöku
hvenær sem er, án skýringa.
Aðspurð segir Guðbjörg Edda
að Delta sé að sjálfsögðu tryggt
fyrir hugsanlegum skakkaföllum
en segir jafnframt að aldrei hcifi
„Ólafur er mjög sterkur persónuleiki, ákveð-
inn og klárar yfirleitt það sem hann tekur sér
fyrir hendur,“ segir Guðbjörg Heiðarsdóttir, eig-
inkona Ólafs. „Ég gef Ólafi mína bestu einkunn
og efast ekki um hæfileika hans sem skóla-
meistari. Hann er reglusamur og góð fyrir-
mynd ungra manna í flestum tilvikum. Ólafur
talar kjarnmikið og fallegt íslenskt mál, er vel
gefinn og góður drengur,“ segir Baldur Jónsson,
vinur Ólafs og fyrrum starfsfélagi. „Óiafur er að
mörgu leyti glöggur maður og dettur ýmislegt
gott í hug. Hann hefur verið samstarfsmaður
minn í langan tíma og mér hefur í flestum til-
felium fallið vel við hann og þá sérstaklega í
þeim málum sem snúa að kjarnanum," segir
Matthías Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og
pólitískur andstæðingur Ólafs. „Ég met Ólaf mik-
ils. Hann er mjög gáfaður að mörgu leyti,
skemmtilegur ræðumaður og andríkur í and-
svörum. Ólafur er vel lesinn og vel að sér í tii
dæmis ljóðum og fornsögum. Hann er jákvæð-
ur og vill láta gott af sér leiða," segir Steingrím-
ur Hermannsson, fyrrum samstarfsmaður Ólafs.
Ólafur Þ. Þórðarson,
tilvonandi skólameistari í Reykholti
„Hann vinnur alltof mikið og mætti gefa sér
meiri tíma fyrir sig og sína," segir Guðbjörg
Heiðarsdóttir, eiginkona Ólafs. „Ólafur mætti
vera betur skipulagður. Hann er stundum ekki
nógu raunsær á almenn mál. Annars get ég ekki
tínt upp marga galla á Ólafi. Eini Akkilesarhællinn
við að taka við starfi skólameistara er að hann er
svo heilsuveill," segir Baldur Jónsson, vinur Ól-
afs og fyrrum starfsfélagi. „Því er ekki að leyna
að Ólafur er mjög sérvitur og kemur oft með hug-
myndir sem fáum dytti í hug. Frumlegar hug-
myndir sem má hafa gaman af en hafa kannski
ekki fallið í kramið í hans verbúðum. Ólafur er
líka skapmikill og sjálfstæður í hugsun," segir
Matthías Bjarnason, fyrrverandi alþingismað-
ur og póitískur andstæðingur Óiafs. „Olafur er
stundum svolítið fljótráður og skoðar ekki allar
hliðar málsins nógu vel. Hann á það til að bíta í
sig hluti og víkur þá ógjarnan frá fyrri skoðunum
sínum. Mér hefur sjaldan liðið verr í híl en með
Ólafi á ferðalögum um Vestfirðina," segir Stein-
grímur Hermannsson, fyrrum samstarfsmaður
Ólafs.
þurft að grípa til þessara trygg-
inga.
Einn heimildarmanna PÓSTS-
INS tók þátt í að reyna bólgueyð-
andi lyf sem setja átti á markað.
Eitt lyfið var frá íslenskum fram-
leiðanda og þrjú frá erlendum
lyfjafyrirtækjum til samanburð-
ar. Tilraunin fór þannig fram að
hvert lyf var tekið eina helgi og í
kjölfarið voru teknar blóðprufur
úr „tilraunadýrumum" til þess
að rannsaka frásog lyfjanna út í
blóðið. Fyrir vikið fékk hver þátt-
takandi um það bil 33 þúsund
krónur.
LÆKIUAIUEMAR
RÆNULAUSIR EFTIR
TILRAUN MEÐ GEÐLYF
Mjög algengt er að nemar úr
heilbrigðisgreinum, læknis- og
lyfjafræði, taki þátt í lyfjarann-
sóknum, bæði til þess að auka á
fróðleik sinn og ekki síður til
þess að drýgja tekjurnar.
Blaðið hefur heimildir fyrir því
að fyrir nokkrum árum tók hóp-
ur læknanema þátt í tilraun með
geðlyf hjá einum íslensku lyfja-
framieiðendanna. Frásog lyfsins
reyndist afbragðsgóð, svo góð
reyndar að drjúgur hluti hópsins
eyddi tilraunahelginni hálf rænu-
laus heima hjá sér. Engin eftir-
mál urðu eftir þessa tilraun. Fjal-
ar segir að atvik sem þessi heyri
til undantekninga en segir þau
fyllilega eðlileg þegar um er að
ræða lyf sem geta haft róandi
eða svæfandi hliðarverkanir. ■
Þrír íslenskir lyfjaframleiðendur greiða sjálfboðaliðum fyrir að taka þátt í lyfjarannsókn-
um: Delta hf. í Hafnarfirði, Omega Farma í Kópavogi og Lyfjaverslun íslands.
Debet
Kredit