Helgarpósturinn - 25.05.1995, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 25.05.1995, Qupperneq 12
Igær skrifaði varn- arjaxlinn Finnur JÓHANNESSON Und- ir samning við hand- knattleikslið Selfoss. Samkvæmt heimild- um blaðsins fékk Finnur splunkunýjan jeppa af gerðinni Toyota RAV4, að verðmæti um það bil tveggja milljóna króna, við undir- skrift samningsins. Eitthvað virðist því handknattleiksdeild Selfoss vera að rétta úr kútnum en allt leit út fyrir að hún yrði tekin til gjaldþrota- skipta á síðasta ári. Þess má geta að bíll- inn mun vera hugs- aður Finni til hægð- arauka í vetur þegar hann þarf að brjótast austur fyrir fjall á æf- ingar... ÓDÝRASTI HAPPDRÆTTISMIÐINN A LANDINU Taktu þátt í léttum leik! Ef heppnin er með þér vinnur þú Benidorm-ferð fyrir tvo með Heimsferðum í sumar. Það eína sem þú þarft að gera er að svara laufléttri spurningu og senda svarið til Mánudagspóstsins að Vesturgötu 2. Rétt svör fara í pott sem dregið verður úr í byrjun júní. Nafn vinningshafans verður birt í Mánudagspóstinum 12. júní. Næsta mánudag, 29. maí, birtist önnur spurning í Helgarpóstinum og með því að svara henni einnig eykur þú vinningslíkur þínar um helming. Spurningin í dag er: Hvort er sunnar, Benidorm eða Barcelona? Vikuferð til Benidorm Sólin skín í um 300 daga á ári á Benidorm-ströndinni. Hún er ein fegursta strönd Spánar og þar er einstök veðursæld. Hér má finna merkilegan menningararf síðustu alda, heillandi bæi með arabískum áhrifum sem nú eru undirlagðir listamönnum. Verðlagið á Benidorm er með því lægsta af öllum áfangastöðum á Spáni. Þar er því hægt að njóta lífsins á fjölmörgum veitingastöðum - frönskum, ítölskum, spánskum og að sjálfsögðu er mikið úrval af amerískum skyndibitastöðum á Benidorm. Næturlífið er kröftugt. Það er enginn staður á Spáni sem hefur jafn marga skemmtistaði á jafn litlum bletti - diskótek af öllum stærðum og gerðum, fjöldi bara og veitingahúsa með lifandi tónlist. j Nafnið þitt:_____________ i Heimilisfang:____________ J Póstnúmer:_______________ I Setjið í umslag og skrifið utan á: Símanúmer:______ Ferðahappdrætti Mánudagspósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Framsalsbeiðni á Tryggva Bjarna áfram í skoðun Interpol segir Ikyggva Bjama erai í hakli 100 dagar frá framsalsbeiðninni Fyrir milligöngu Interpol feng- ust þau svör á mánudaginn frá Portúgal að framsalsbeiðni ís- lenskra stjórnvalda á Tryggva Bjarna Kristinsson væri þar enn til meðferðar. Dómsmálaráðuneyt- ið sendi fyrirspurn í gegnum Int- erpol þar sem ekkert hafði frést af málinu frá því að það var sent þann 14. febrúar síðastliðinn. í svarbréfinu kemur fram að beiðnin hafi borist til Portúgal og sé enn til meðferðar. Nú eru liðnir 100 dagar síðan beiðnin um framsal var send héðan en upphaflega gáfu stjórn- völd í Portúgal sér 50 til 80 daga til þess að fara yfir og svara fram- salsbeiðninni. Nú loks, með eftir- gangsmunum, fást þau svör að málið sé í skoðun en í bréfinu kemur ekki fram hvenær málinu muni ljúka. Menn voru farnir að óttast að Tryggvi Bjarni væri genginn þeim úr greipum því síðast þegar fréttist var aðeins vitað að hann ætti að vera í gæsluvarðhaldi út febrúarmánuð. Reyndar höfðu portúgölsk yfirvöld sagt að hon- um yrði haldið þar til niðurstaða fengist í framsalsbeiðnina. í bréfi Interpol kemur hins vegar fram að hann sé enn í haldi og verði það til 1. júlí hið minnsta og jafn- vel til 15. september ef mál hans frestast yfir sumarfrí en Tryggvi Bjarni bíður dóms í Portúgal. Þetta er í annað sinn sem íslensk stjórnvöld krefjast framsals að Norðurlöndunum frátöldum. Framsalsbeiðnin er tilkomin vegna hasssmygls í haust þegar tveir Bretar og þrír íslendingar voru hnepptir í gæsluvarðhald. Talið var fullvíst að Tryggvi Bjarni hefði útvegað þessum hóp fíkniefni frá Spáni um árabil. Tryggvi Bjarni hefur 15 sinnum verið dæmdur til fangavistar samtals í 7 ár, hann hefur 21 dómssátt á bakinu auk þess sem hann hefur í þrígang verið svipt- ur ökuleyfisréttindum ævilangt. Tryggvi Bjarni hefur 18 sinnum gengist undir dómssátt fyrir fíkniefnabrot og tivsvar var hann dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, 60 daga fangelsi í hvort skipti. Tíu sinnum hefur hann verið dæmdur fyrir auðgunarbrot ým- iss konar, skjalafals, þjófnað og fíkniefnabrot, samtals í 69 mán- aða fangelsi. Þá hefur hann sex sinnum hlotið dóm fyrir ölvuna- rakstur og tvisvar fyrir réttinda- lausan akstur. Auk þess var hann dæmdur í fyrrasumar á Spáni fyr- ir ofbeldi gegn fyrrum eiginkonu sinni og bíður nú dóms í Portúgal fyrir fíkniefnamisferli. -pj Bergþóra Guðmundsdóttir refsifangi. Fangar í kvenna- fangelsinu í Kópavogi fá væntanlega eitthvað að gera fljótlega. Fá. að troða tvist í poka „Ég hef ekki þurft að hafa mikil afskipti af fangelsismálayfirvöld- um eftir að greinin birtist og því ekki orðið vör við nein eftirmál vegna hennar," segir Bergþóra Guðmundsdóttir, 34 árá refsifangi í hinu svokallaða kvennafangelsi í Kópavogi. í viðtali í PÓSTINUM þann 4. maí síðastliðinn gagn- rýndi Bergþóra fangelsisyfirvöld harðlega og sagði fanga geymda „eins og hveitipoka", því einungis tvö stöðugildi væru í boði innan veggja fangelsjsíns í Köpavogi og meirihluti fanganna sætu því að- gerðalausir. Bergþóra hefur verið föst í neti áfengis- og fíkniefna- neyslu um árabil og fjármagnaði hún neyslu sína með ýmsum smáglæpum. Gagnrýndi hún einnig fangelsisyfirvöld fyrir að engin hjálp væri í boði innan fangelsismúranna fyrir fanga sem vilja vinna bug á fíkniefnavanda sínum. „Ég er að fara að sækja um reynslulausn á helming og þá kemur væntanlega í ljós hvort gagnrýni mín hafi einhver eftir- mál,“ sagði Bergþóra á fimmtu- dag. „Ef greinin hefur einhver áhrif á reynslulausnina þá læt ég heyra í mér og einnig finnst mér rétt að það komi fram í fjölmiðl- um ef tekið verður vel í hugmynd- ir okkar um að fá að afplána hluta dóma okkar í langtímameðferð í Krísuvík. Við erum tvær hérna sem erum að ræða við hjúkrunar- fræðinginn, lækninn og prestana um möguleika á að taka út hluta afplánunarinnar þar.“ Að sögn Bergþóru er útlit fyrir að fljótlega rætist að einhverju leyti úr aðgerðaleysi fanganna í Kópavogi. „Það er í bígerð að hefja vinnu hérna fyrir Shell við að setja tvist í poka og eitthvað svona. Það gef- ur okkur allavega tækifæri til að gera eitthvað." -lae. t

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.