Helgarpósturinn - 25.05.1995, Qupperneq 15
FI MMTuDAGu R’257M'A
IfejFirirB
ins hefur sá orðróm-
ur verið á kreiki að
SVEINBJÖRN BALDVINS-
SON dagskrárstjóri
hafi viljað leggja
þáttinn niður og
nota kostnaðinn við
gerð þáttanna til
annars en drjúgur
hluti fjárveitingar til
innlendrar dagskrár-
gerðar fer í Dagsljós.
Þessu hefur verið
mætt með mikilli
andúð af Pétri Guð-
finnsyni, fram-
kvæmdastjóra Sjón-
varpsins, og því hafi
Sveinbjörn dregið í
land með þessa
ákvörðun sína. Þess í
stað hafi hann tekið
þá ákvörðun að
hætta með Hemma
Gunn til að losa ein-
hverja peninga til
annarrar dagskrár-
gerðar, sem var í lág-
marki undanfarinn
vetur. Sveinbjörn
viðurkennir að
breytingar séu fyrir
dyrum við gerð
Dagsljóss en neitar
að hann hafi ætlað
að leggja niður þátt-
inn og fórnað
Hemma þegar hann
mætti andstöðu við
þá ákvörðun sína.
Einnig bjuggust
margir við að ein af
grundvallarbreyting-
unum á Dagsljósi
yrði að láta SlGURÐ
Valgeirsson, rit-
stjóra þáttarins, fara
en Sveinbjörn segir
að hann verði áfram
með Dagsljós í
haust...
hafa neitt skap í það sem hann
var að gera, heldur lét hann það
hlaupa með sig í gönur og gerði
gloríur. Þá benti maður við hlið-
ina á mér á (ég tek það fram að
ég horfði á leikinn á pöbb, enda
strákur), að Patti væri bara 22
ára. Þá sagði maðurinn hinum
megin við mig að hann væri jafn
gamall og Kóreumaðurinn sem
vár að skora tíunda markið sitt
gegn okkur.
Þá áttaði ég mig á að það væri
ekki hægt að bera þetta saman. í
Kóreu verða menn ábyggilega
fullorðnir sextán ára, eins og
tíðkaðist hér á árum áður. ísland
í dag er orðið svipað og öll vest-
urlönd og þar er fólk börn og
unglingar fram eftir öllum aldri.
Það er að koma upp kynslóð for-
eldra sem losnar ekki við börnin
sín að heiman. Og ef þau loksins
fara þá líður yfirleitt ekki á löngu
áður en börnin eru búin að hafa
af þeim húsin með því að láta þá
skrifa upp á pappíra sem þau
kunnu ekki að borga af.
Þegar ég var úti í Svíþjóð fyrir
fimmtán árum þá hló ég mikið af
að sjá börn að leik með hjálma.
Mér fannst þetta yfirgengiíeg of-
verndun og vorkenndi börnun-
um, foreldrunum og landinu. Nú
yrði ég ekki hissa þótt ég sæi við-
skiptanema á fyrsta ári ganga yf-
ir Hringbrautina með hjálm og
nesti frá mömmu í tösku á bak-
inu.
Og það er ekki nóg með að for-
eldrar framlengi æskuna hjá
börnunum með því að ofvernda
þau, heldur lifum við í svo
gegndarlausri æskudýrkun að
þegar unglingarnir loksins reyna
að fóta sig sjálfir gera þeir allt
sem í þeirra valdi stendur til að
viðhalda æskunni.
Og það er líkast til þess vegna
sem við Michael höfum ekkert
nema gamlar myndir til að gefa
okkur hugmynd um hvernig eitt-
hvað sem er tuttugu og fimm get-
ur verið kona. Og það er þess
vegna sem við klæðum og hegð-
um okkur eins og strákar þótt
við séum farnir að grána.
Það þarf náttúrlega ekki að
deila um hvort hugsanlegt sé að
þessi æskuþrá hafi gert okkur
Michael hamingjusamari. Því til
vitnis er volið í okkur báðum. ■
■■ ■okkrar breyt-
Íll ingar eru fyr-
■ U irhugaðar á
umgjörð og innihaldi
Dagsljóss næsta vet-
ur. Innan Sjónvarps-
velja hálf-miðaldra- strákahlut-
verkið.
Þessar leikkonustelpur sem Mi-
chael minn var að kvarta yfir hafa
verið miklar hetjur í öðrum grein-
um sem hafa fjallað um eitthvað
sem blaðamenn hafa kallað
„girlie“. Þessir blaðamenn þóttust
hafa uppgötvað að upp væri risin
ný kynslóð kvenna sem gæfi skít í
hefðbundna kvennabaráttu, held-
ur heimtaði bara að fá að vera
stelpur eins lengi og þær vildu. Al-
veg eins og strákarnir. Og lífs-
mottó stelpnanna eru svipuð og
draumaheimur strákanna, að
skemmta sér mikið, dufla, drabba
og daðra. (Hardcore-stelpur orða
þetta náttúrlega miklu dónalegra
en ég treysti mér til, en það er
önnur saga.)
Madonna er náttúrlega mikil
gyðja í þessum greinum og jafnvel
líka Courtney Love. Og við hliðina á
þessum kjarnorkubombum er
vanalega stillt upp einhverjum
stelpum frá Hollywood; Drew
Barrymore, Juliette Lewis og meira
að segja henni Winonu litlu Ry-
der.
Og þá ætti fjandinn hann Mi-
chael að vera búinn að hitta
ömmu sína, sem einfaldlega vill
ekki vera kona heldur stelpa. Mi-
chael karlinn hélt að þetta mál
kæmi sér og pabba hans eitthvað
við, að þetta snerist eitthvað um
kvenímyndir þeirra tveggja. Málið
var hins vegar að ungu konurnar
höfnuðu Ritu Hayworth eins og
hún birtist á hvíta tjaldinu en
kusu frekar að verða eins og hún í
einkalífinu — strákur.
Ingrid Bergman var 26
ára og fáguð í Casa-
blanca á meðan Julia
Roberts virtist fákunn-
andi í The Pelican Brief.
STRAKARIUIR VERÐA
AÐ KOIUUM
En áður en ég vorkenni honum
Michael meira út af þessari hlið
málsins ætla ég að vorkenna hon-
um út af annarri hlið þess. Ég er
nefnilega alltaf að heyra af fleirum
og fleirum íslenskum körlum sem
fóru á norrænu karlaráðstefnuna
um daginn.
Það getur nefnilega verið að ég
hafi logið á hann Michael base-
ball-húfunni áðcm. Ef til vill er
hann enginn strákur og er fyrir
löngu búinn að koma sinni húfu
ofan í kjallara. Ef til vill les hann
uppi í rúmi á kvöldin langar
skýrslur um það hversu erfitt það
er að vera karlmaður. Um að karl-
ar drepi hvern annan, að þeir séu
alltaf að verða sér að fjörtjóni í
slysum, að þeir séu stressaðri, að
þeir lifi styttra
en konur og
séu því veikari
fyrir. Veikara
kynið.
22 áravarWinona
Ryder ósköp sæt í
Reality Bites - einu ári
eldri Ava Gardner
orðin hættulega
glæsileg í The Killers.
Á sama tíma og ungu konurnar
hans Michaels hafa hafnað öllum
kenningum kvennabaráttunnar
um hin mjúku, kvenlegu gildi og
kosið að gerast hálfgerðir strákar,
getur vel verið að Michael trúi
þeim og reyni jafnvel að taka mið
af þessum gildum. Eins og ungu
mennirnir sem fóru á kvennaráð-
stefnuna, þá situr hann á strák
sínum, fyllist ábyrgð í stað kæru-
leysis, veltir fyrir sér hvernig
börnunum vegnar í skólanum en
reynir að gleyma strákunum okk-
ar í landsliðinu og KR.
Þetta myndi náttúrlega gera
stöðu Micaels miklum mun verri
en lesa mátti af grein hans. í raun
má segja að hann sé orðinn að
hinni ábyrgu,
19 ára reyndi Drew
Barrymore að leika í
Bad Girls - á sama aldri
var Elizabet Taylor
Rebecca í ívari hlújárn.
ungu konu
sem hann
! saknar svo
i mjög og stelp-
urnar stokkn-
ar í strákahlut-
i verkið sem
hann skildi eft-
ir. Og ef til vill
er hann sjálfur
líka ástæðan
fyrir því að
ungu konurnar
urðu að strák-
um. Alveg eins
og pabbi hans
gat ekki elskað
ungu konuna
nema vegna
þess að hann
var strákur inn
í sér þá geta
ungar konur
ekki elskað
konur eins og
Michael nema
vegna þess að
þær eru strák-
ar.
Þannig sann-
ast það á Michael, sem allir vita,
að við erum sjálf upphafið og end-
irinn af öllum vanda okkar — alla
vega þeim sem á heima í sálinni
og pungnum.
19 ára var Lauren Bacall
sprungin út sem kona í To
Haveand Havenot-
Juliette Lewis var á sama
aldri að springa af barna-
skap í Natural Born Killers
STELPUR
ERU VITLAUSAR
En þessar vangaveltur mínar
um hann Michael bættu mína líð-
an svo sem ekki neitt. Ég var enn-
þá dálítið stúrinn yfir að hafa
misst ungu konuna sem Michael
benti mér á að ég hefði hugsan-
lega geta eignast. Mér er alveg
sama þótt Courtney Love finnist
Rita Hayworth vera hálfgerð
Iuðra í Gildu. Mér fannst og finnst
enn að hún sé helvíti töff. Og ég
er alveg sammála Michael um að
maður trúi því frekar að hún sé
vís með að gera það í alvörunni
sem hún gerði í myndinni heldur
en að maður kaupi það að stelpu-
hnátan hún Sandra Bullock hafi í
alvöru verið að keyra strætó í
Speed. Og það er auðvitað eitt-
hvað hlægilegt við að þær tvær
skuli vera jafngamlar í þessum
hlutverkum. Ég hefði trúað því að
Rita hefði getað drepið menn
bæði andlega, líkamlega, sálar-
lega, félagslega og kynferðislega
sem Gilda en ég myndi ekki einu
sinni treysta Söndru til að aka ve-
spu. Þær stelpulegustu af stelp-
unum okkar eru nefnilega svo
stelpulegar að þær eru fremur
reynslulausar en töff, kjánalegar
en veraldarvanar. Og hver kaupir
að Julia Roberts geti verið svo
snöll í Pelican Brief að hún leysti
ein og sér flækju sem var svo flók-
in að þeir sem stóðu á bak við
hana skildu hvorki upp né niður í
heila dæminu?
En kannski er þetta misskiln-
ingur í okkur Michael. Kannski
geta svona stelpukjánar ýmislegt.
Gallinn er bara sá að við tveir er-
um frekar óvanir svona stelpum
komnum á miðjan aldur og
gleymum því að á bak við stelp-
una býr fullmótuð kona. Að við
þekkjum ekki svoleiðis gripi
nema þeir séu pakkaðir inn í
silki og skreyttir með demönt-
um helst.
En þó að þetta sé freistandi
skýring þá hallast ég frekar að
annarri.
ÆSKUÞRA
Þegar ég var að horfa á
handboltaliðið okkar heitið
um daginn var ég að bísnast
eitthvað yfir Patreki Jóhannes-
syni. Mér fannst hann ekki