Helgarpósturinn - 25.05.1995, Qupperneq 25

Helgarpósturinn - 25.05.1995, Qupperneq 25
'FIMMTUDyGUR'gSrMgrrgffS1 Eftir ársdvöi í Hollywood og harða bar- áttu stígur annar með öllu, Gulli Helga, í fyrsta sinn á svið í íslensku leikhúsi: í sumarhrollvekju Kaffileikhússins Ekki búinn að gefast uppá Hollywood „Að vísu er þetta minnsta hlut- verkið, en það er ekkert til sem heitir lítið hlutverk, bara litlir leikarar," sagði Gulli Helga, morgunútvarpsmaður á FM og leikari, um fyrsta hlutverk sitt í íslensku leikhúsi, en það er í leik- ritinu Herbergi Veroniku, sem Kaffileikhúsið frumsýnir undir yfirskriftinni Sumarhrollvekja Kaffileikhússins, á fimmtudag í leikstjórn Þórunnar Sigurðardótt- ur. Það sem vekur furðu margra er að Gulli sé kominn til íslands því flestir töldu hann vera að ná Michael J. Fox að vinsældum í Hollywood. Gulli leiðréttir þenn- an misskilning: „Það er eins og allir haldi að maður smelli bara fingri og meiki það þarna vestra án nokkurrar fyrirhafnar. Það er sko langur vegur frá. í leiklistarskólanum er manni strax kennt hvað þetta sé erfitt og svo þegar maður kemur út úr skólanum er þetta ekkert annað en „tough shit.“ Þetta er spurning um úthald og ekkert annað.“ Þrátt fyrir allt segist Gulli ekki búinn að gefast upp á dvölinni í Hollywood. Hann hafi enda haft nóg fyrir stafni. „Ég komst inn í atvinnuleikhús sem er 300 manna útileikhús og lék þar í tveimur stykkjum: Mac- beth og Draumi á Jónsmessu- nótt. Þar vann ég með mjög pro- fessional-liði og tók meðal ann- ars þátt í bardagasenum. Nú og svo komst ég inn í stéttarfélag kvikmyndaleikara S.A.G, en inn í það félag kemst maður ekki nema að hafa gert eitthvað og maður fær ekkert að gera nema að vera í félaginu. Þannig að dvölin var nú ekki til einskis." Er þá draumurinn um að vera kvikmyndastjarna ekki úti? „Ég hef satt að segja ekkert endilega áhuga á kvikmyndaleik. Þetta er svolítið misskilið hérna: Það er eins og það sé aðeins Gulli Helga leikari. „Úti er sagt að í 99 prósenta tilfella fái maður ekki vinnu í leik- húsi nema þekkja einhvern. í sjálfu sér er það ekkert skrítið í Ijósi þess að það er kannski vinna 300 manna undir því komin hvort ein- hver leikari er með príma donnustæla. Þeir taka bara ekki sénsinn á því." hægt að leika í kvikmyndum í Hollywood. Það er nóg annað um að vera og vilji maður kom- ast áfram verður maður bara að taka því sem gefst. Mér finnst reyndar alveg ofboðslega gaman að vinna á sviði, sérstaklega með því fólki sem ég hef verið að vinna. En einn leikstjórinn minn þarna úti var Ellen Geer sem lék meðal annars í Patriot Games.“ Afhverju komstu heim? „Það er aðallega til þess að koma bókhaldinu á hreint eftir langa skólagöngu. Og svo hefur maður bara eins árs atvinnuleyfi eftir að námi lýkur, en ég hef hugsað mér að fara aftur út að ári og halda áfram að þreifa fyrir mér.“ Nú komstu til íslands í október og ert að fá þitt fyrsta hlutverk í ís- lensku leikhúsi, er ekki baráttan jafn hörð hér og ytra? „Það er alveg sama sagan hér og úti; Þú verður að helst að byrja á því að koma þér upp ein- hverju stykki sjálfur eða þekkja einhvern. Úti er sagt að í 99 pró- senta tilfella fái maður ekki vinnu sem leikari nema þekkja einhvern. í sjálfu sér er það ekk- ert skrítið í ljósi þess að það er kannski vinna 300 manna undir því komin hvort einhver leikari er með prímadonnustæla. Þeir taka bara ekki sénsinn á því.“ Gulli segist hafa fengið hlut- verkið í Kaffileikhúsinu í gegnum Ragnhildi Rúriksdóttur en hún leikur ásamt föður sínum, Rúrik Haraldssyni, í þessu saman leik- riti. Ragnhildur og Gulli útskrif- uðust saman úr leiklistarskóla í Bandaríkjunum. „En ég fékk hlut- verkið þó ekki án þess að fara í prufu áður. Ég byrjaði reyndar að reyna fyrir mér á íslandi þeg- ar ég kom heim í haust og ætla ekkert að hætta því þó ég strengi ekki áletraðan borða yfir Lauga- veginn sem á stendur: Ég er á leiðinni inn í leikhús. Þetta er bara hlutur sem maður vinnur." Og nú ertu farinn að vinna með Þórunni Sigurðardóttur, það er oft sagt að það sé stuttur vegur frá henni inn f Þjóðleikhúsið... „Það er ekki beinni vegur frá henni inn í Þjóðleikhúsið en frá Sigurjóni Sighvatssyni til Steven Spielbergs." GK Kenningar í skammtafræði, innanhússarkitektúr og bældar tilfinningar eru aðalviðfangsefni nýs íslensks leikrits Leyndir draumar og köttur Schrödingers sem frumsýnt verður í Möguleikhúsinu á laugardaginn, en tælenskar nuddstofur, þungarokk, köttur, konur sem vilja ríða en fá það ekki og ýmislegt fleira kemur einnig við sögu. Á laugardaginn kemur verður nýtt íslenskt leikrit, Mitt bælda líf, öðru nafni Köttur Schrödin- gers, frumflutt í Möguleikhúsinu. Leikritið er aðallega eftir Hlín Agnarsdóttur en meðlimir leik- hópsins Leyndra drauma (sem er 15 manna hópur af rígfull- orðnu fólki sem hefur lengi alið með sér þann leynda draum að standa á sviði) eiga reyndar ým- islegt í því líka. „Verkið fjallar fyrst og fremst um bældar tilfinningar, kenning- ar í skammtafræði um eðli al- heimsins, sem aftur eru byggðar á kenningum Schrödingars nokk- urs, sem var þýskur eðlisfræð- ingur og átti merkilegan kött, og svo auðvitað um innanhússarki- tektúr," segir Hlín. Að sögn Hlínar er Mitt bælda líf bæði gamanleikrit og harm- leikur í senn og reyndar ekki al- veg laust við fáránleika og drama heldur. „Svo koma líka inn í þetta hlutir eins og þunga- rokk, tælenskar nuddstofur, aría úr Brúðkaupi Fígarós, Taoismi og konur sem vilja ríða en fá það ekki og ýmislegt fleira.“ Aðalpersóna verksins er hinn bældi Baldur, fyrirmynd hvers ku vera maður sem dó í Reykja- vík í fyrra, vann í vélsmiðjunni Héðni og bjó einn með 8000 bók- um og einum katli sem hann eld- aði allan sinn mat í. „Þetta leikrit er eiginlega byggt á skáldsögu, sem Ragnar, leigusali Baldurs, er að skrifa og byggir á persónu og sögu Baldurs. Ragnar fær hins vegar engan frið til að skrifa sög- una, sem hann kallar Kött Schrödingers, því konan hans er innanhússarkítekt og er alltaf að reyna að fá hann til að henda Baldri út af því hann passar ekki við innréttinguna," segir Hlín, svona til frekari útskýringar. Annar vinur Baldurs er svo bóndinn Magnús, kallaður Páfi, frá bænum Snotru í Rangárvalla- sýslu. Sá á hund sem heitir Píus. „Magnús er eiginlega besti vin- ur Baldurs og dregur hann út á lífið eitt kvöldið. Þá enda þeir á þungarokkstaðnum Ljónagryfj- unni þar sem kvenmaður reynir að forfæra vesalings Baldur." Þeir félagar fara líka til Tælands að undirlagi Magnúsar og hitta þar fyrir konur sem vilja koma með þeim til íslands af því þær eiga frænku sem vinnur í Núðlu- húsinu. Fínt. En hvar er harm- leikurinn? „Aðaláhugamál Baldurs í lífinu er kenning Schrödingers um ferðalag elektrónunnar um at- ómið og hann spyr alla sem hann hittir hvort þeir hafi heyrt af ketti Schrödingers, sem var miðpunkturinn í frægri tilraun hans. Harmleikur Baldurs liggur í því að það eru allir að reyná áð troða einhverju öðru uppá hann, einhverju sem hann hefur engan áhuga á, allt frá potta- setti uppí hjónaband. Hann fær ekki að vejja sína leið í lífinu í friði. Hinn bældi Baldur umkringdur af fólki sem vill breyta lífi hans - fá hann til að kaupa pottasett og íbúð og ganga í hjónaband og annað álíka. Hann hefur hins vegar aðallega áhuga á vísindakenningu og ketti eðlisfræð- ingsins Schrödinger og þarf því alls ekki pottasett, hvað þá konu eða íbúð. Hann er álitinn skrítinn af því hann heldur sig við sína leið. Og svo er hann auðvitað voðalega bældur, greyið.“ .,,,það er pefnilega það.p LAUGARDAGUR Haraldur Reynisson, á Feita dvergnum. Lipstick Lovers hita upp fyrir sumarið með Nlætur- dætrum á Gauki á Stöng. In Bloom hefur þrátt fyrir litla spilamennsku vakið mikla athygli fyrir laga- smíðar. Þeir verða á Tveimurvinum. Björgvin Halldórsson og Þó líði ár og öld enn fyrirfullu húsi með Bjarna Ara og fleirum á Hótel Is- landi. Jón Ingólfsson frá Akur- eyri sem fastast á Fóget- anum. Karma eina ferðina enn á Ömmu Lú. SUNNUDAGUR Spuni BB byrja helgina í lok hennará Gauki á Stöng. Einnig á mánu- dagskvöld. Hafrót á MS Kaffi Reykja- vík, stað fullorðna fólks- ins. Valdimar Flygenring sýnir á sér betri hliðina á Fógetanum. Simon Kuran er sóloisti Sólon fslandus á sunnu- dagskvöldið. SVEITABOLL Bílageymsla KÁ, Sel- fossi Tweety, ásamt Jet Black Joe og Bubbleflies hefja sveitaballarúntinn á Selfossi. Þótt Fjölbrauta- skóli Suðurnesja standi að baki uppákomunni, hvetur hann nærsveitungana af höfuðborgarsvæðinu til þess að hrista af sér próf- stressið í sveitasælunni. Rútuferðir frá bænum. Pavarottí, Akranesi GCD hefja sumartúr sinn á öflugasta sveitaballa- stað Vesturlands. Ef Bubbi og Rúnar hafa engu gleymt kunna þeir að halda uppi ólgeymanlegu sveitaballi. Njálsbúð, Vestur-land- eyjum GD kynna væntan- lega afurð sína á einhverj- um öflugasta sveitaballa- stað landsins. Sjallinn, Akueyri Sálin hans Jóns nhíns hefur sinn sveitaballarúnt á Akureyri um helgina. En sögum fer af fomum vinsældum hljómsveitarinnar fyrir norðan.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.