Helgarpósturinn - 27.07.1995, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 27.07.1995, Qupperneq 4
FIMMT0D7fG'URw27rTmTnr9T95l 4 rHhVitn OFEIMIÐ FÓLKÁ ÚTIHÁ- TÍÐUM Mér finnast jólin og verslunarmannahelgin skemmtilegasti tíminn á Islandi. Það er skemmti- legasti tíminn vegna þess aðallireru ífríi, þaðer góð stemmning og allir í góðu skapi. Það er líka eins og fólk losni við feimnina á þessum tíma þannig að fólk talar frekar saman. Því má sennilega þakka brennivíninu, góða matnum og grillmatnum sem fólk lætur ofan í sig á þessum tíma. Hamid Moradi Island er skrifað af hópi fólks sem á rætur sínar að rekja erlendis en er búsett á fslandi. Gjaldþrot Guðmundar Óla Guðmundssonar er stærsta gjaldþrot lögmanns á íslandi. Kröfum fyrir 156 milljónir króna var lýst í bú hans en engar eignir fundust. Ferill Guðmundar er ófagur á að líta og hefur hann ítrekað verið kærður til siðanefndar Lögmannafélagsins. Guðmundur Óli Guðmunds- son. 156 milijóna króna gjaldþrot hans er stærsta gjaldþrot lögmanns á ís- landi. Hlutafélag sem hann rak er einnig í gjaldþrota- meðferð um þessar mundir. Skiptameðferð á búi Guð- mundar Óla Guðmundssonar lög- manns lauk í síðastliðnum mán- uði eftir að hafa staðið yfir í tvö ár. Lýstar kröfur í búið hljóða uppá 156 milljónir en engar eignir fundust upp í þær. Stærsti einstaki kröfuhafinn var íslandsbanki sem lýsti 49 milljóna króna kröfum í búið. Guðmundur Óli rak einnig Lög- menn Grensásvegi hf., en skiptameðferð stendur yfir í því félagi um þessar mundir. Talið er að gjaldþrot hlutafélagsins verði ekki minna í sniðum en persónulegt gjaldþrot Guð- mundar. Inn í það dæmi þarf hins vegar að taka að töluvert af kröfum er lýst í bæði bú. SKILAÐI EKKI IIUIU- HEIMTUKROFUM Guðmundur á litríkan lög- mannsferil að baki þau ár sem hann hefur starfað sjáifstætt. Fyrstu tíu árin eftir að hann iauk námi, 1977-1987, starfaði hann hjá Póstgíróstofu Pósts og síma og fer litlum sögum af honum þar. Árið 1987 setti hann á fót eigin stofu í félagi við þekktan lögmann hér í bæ. Þeir slitu samstarfinu árið 1989 og eftir það starfaði Guðmundur einn. Það var svo 1991 sem kærur á hendur Guðmundi tóku að ber- ast Rannsóknarlögreglu ríkisins og siðanefnd Lögmannafélags íslands. Meðal þess sem Guð- mundur var ásakaður um var að reikna sér í þóknun tíu sinnum hærri fjárhæð en hann hafði tek- ið að sér að innheimta, þrátt fyr- ir að honum tækist ekki að inn- heimta kröfuna. Einnig var hann ákærður fyrir að koma ekki _til skila kröfum sem honum hafði tekist að innheimta. Var um verulegar fjárhæðir að ræða í þeim tilfellum. Einungis hluti af kröfum vegna þessara inn- heimtumála var lýst í perónu- legt bú Guðmundar en ríkissak- sóknari fer með þessi mál þar sem um fjárdrátt getur verið að ræða. Guðmundur var á þessum tíma kominn í verulega slæm mál og þurfti meðal annars lög- reglu til að færa hann á fund sýslumanns þar sem hann hafði ekki sinnt kvaðningum þar að lútandi. FJÁRMACNAÐI ÞORSKHAUSUMARVEL SEM ATTI AÐ MALA GULL Guðmundur Óli hefur einnig komið nálægt ýmsu öðru en lög- mannsstörfum á ferli sínum. Samkvæmt heimildum blaðsins var hann meðal annars í sam- bandi við uppfinningamann suður með sjó sem hafði lengi gengið með hugmynd að smíði sérstakrar þorskhausunarvélar. Guðmundur mun hafa látið nokkuð fé af hendi rakna til smíðar þessarar vélar sem átti að mala gull og gera þá mold- ríka sem komu nálægt fram- leiðslu hennar. Ekkert varð hins vegar af framleiðslu vélarinnar. Þá mun Guðmundur eitthvað hafa verið viðriðinn útflutnings- fyrirtæki sem flutti út ferskan fisk með flugvélum og fór á höf- uðið á skömmum tíma. Þetta eru þó langt í frá einu afrek Guðmundar á viðskiptasviðinu. Hann lét til dæmis nokkuð til sín taka við rekstur tísku- verslunar sem fyrrver- andi eiginkona hans opn- aði í húsnæði við Hverfis- götu. Þar gengu viðskipt- in ekki sem skyldi, leigu- skuldir hrúguðust upp og búðin lokaði. Þegar Guð- mundur greiddi síðan uppsafnaða leiguskuldina með 5 milljóna króna skuldabréfi, reyndist það ónýtur pappír. Er það skuldabréf ein af kröfun- um sem lýst var í bú hans. Kollegi Guðmundar seg- ir að þrátt fyrir að allt hafi verið í ólestri í fjármálum Guðmundar hafi alltaf verið mikill völlur á honum. Af kröfunum í bú hans má hins vegar dæma að hann hafi fyrir löngu verið búinn að gera sér grein fyrir að skútan yrði ekki rétt af, hann því látið reka á reiðanum og haldið áfram að safna upp skuldum. 28 KRÖFUHAFAR Kröfurnar í bú Guðmundar eru 54 talsins, gerðar af 28 aðil- um. Eins og fyrr segir mun ís- landsbanki tapa mest á gjald- þroti hans, eða 49 milljónum, en tap Landsbankans er líka hressilegt, eða ríflega 21,7 millj- ónir króna. Aðrir stórir kröfu- hafar eru til dæmis Endurskoð- un hf. með 9 milljónir króna, Búnaðarbankinn með 7,8 millj- ónir króna, Byko hf. með 5,4 milljónir króna, Tekjusjóðurinn með 5,1 milljón króna, Gifs- pússning hf. með 2,9 milljónir króna og Kreditkort hf. með 1,7 milljóna króna kröfu. Auk þess má sjá Tollstjóra, Hitaveituna, Tryggingastofnun ríkisins, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Innheimtustofnun sveitarféiag- anna og fleiri opinbera aðila á iista yfir kröfuhafa auk nokkurra einstaklinga. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort einhverjir af þessum kröfuhöfum muni gera kröfu til þess að ábyrgðasjóður Lög- mannafélagsins bæti þeim þann skaða sem viðskipti við Guð- mund hafa valdið. ■ 1

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.