Helgarpósturinn - 27.07.1995, Side 6

Helgarpósturinn - 27.07.1995, Side 6
6 'FIMMT0PyGURw277T)0Crrg<y 'u,<w‘ö»n5!5j "“^NolS'S^Í "■■■•“OO !'uÍÍSS«A usœ&sss . "“"SíSi 'ukkaiuo jpR; &AÍM5í *SK«áí5u; '"'ibilnum! Enn hitnar undir Bergsteini Gizurarsyni brunamálastjóra felldasta ítt mnnar ÁLAGNINGAR- SEÐLARNIR KOMA Einn atburður þessarar viku skyggir gjörsamlega á alla aðra hvað ógeð- felldleika snertir. Það sem um er að ræða er auðvit- að fréttir af því að nú í vikunni munu álagningar- seðlar vegna skatta fyrir árið 1994 verða póstlagð- ir. Samkvæmt uplýsingum ríkisskattstjóra fá 217.000 gjaldendur senda álagn- ingarseðla svo þessi frétt snertir stóran hluta þjóð- arinnar. Vissulega munu þeir gleðjast yfir sendingunni sem eru svo heppnir að eiga einhverja inneign hjá skattinum, vegna til dæm- is vaxta- eða barnabóta, en þeireru miklu fleiri sem vildu vera lausirvið að fá þennan ófögnuð inn um lúguna hjá sér. Auð- vitað er það árviss atburð- ur að menn fá yfirlit yfir skuldastöðu sína við ríkis- sjóð en einhvern veginn kemur það alltaf jafn flatt upp á menn hvað þeir skulda mikið. Síðustu dagar júlímánaðar eru reyndar versti timi ársins hjá þeim sem kvíða út- sendingu álagningarseðla en hjá því fólki er biðin frá því að tilkynnt er um hvaða dag seðlarnir verða sendir út og þar til seðill- inn kemur, óbærileg. Og ef í Ijós kemur að staðan er slæm þarf að redda aurum fyrir skattaskuld- inni, annað hvort með því að slá víxil eða skulda- bréf. Oft verður þetta til þess að þeir, sem svona er ástatt um, lenda í hinum versta vítahring og þurfa ár eftir ár að standa í ein- hverjum reddingum fyrir skattinum. Þeim til hugg- unar er að minnsta kosti hægt að benda á að ríkis- stjórnir landsins hafa í gegnum tíðina séð um að deila út peningum ríkis- sjóðs af sérstakri ráðdeilni og skynsemi. Félagsmálanefnd staðfestir álit ríkis- endurs Félagsmálanefnd hefur lokið álitsgerð sinni vegna skýrslu rík- isendurskoðanda um Bruna- málastofnun þar sem ríkisendur- skoðandi fór mjög hörðum orð- um um rekstur stofnunarinnar og Bergstein Gizurarson bruna- málastjóra. Þegar PÓSTURINN tal- aði við Kristínu Ástgeirsdóttur, formann nefndarinnar, vildi hún ekkert segja um hvað hefði kom- ið fram í álitinu en sagði að því hefði verið komið til Ólafs G. Ein- arssonar, forseta Alþingis, sem verið hefur í sumarfríi að undan- förnu. Mun félagsmálanefnd taka ákvörðun í samráði við Ólaf hvort álitið verði gert opinbert en samkvæmt heimildum PÓSTS- INS tekur nefndin á afdráttar- lausan hátt undir með ríkisend- urskoðanda í gagnrýni hans á brunamálastjórn. Þá munu ýms- ar fleiri ábendingar um einkenni- legar stjórnunar- og rekstrarað- gerðir innan Brunamálastofnun- ar hafa komið inn á borð nefnd- arinnar við gerð álits hennar. VOTTORÐ FRÁ PÁLI Eins og kunnugt er var skýrsla ríkisendurskoðanda gerð að ósk Rannveigar Guðmundsdóttur, fyrr- um félagsmálaráðherra, eftir að stjórn stofnunarinnar hafði ít- rekað kvartað til félagsmálaráðu- neytisins yfir valdníðslu og óráð- síu brunamálastjóra. Páll Péturs- son var hins vegar sestur í stól félagsmálaráðherra þegar ríkis- endurskoðandi skilaði inn skýrslunni og lét hann sér nægja að segja að þar væri einungis að finna „nokkrar ábendingar" um það sem betur mætti fara hjá brunamálastjórn, og aðeins sé „fundið að fáeinum atriðum" við rekstur stofnunarinnar í skýrsl- unni. Sagði einn fyrrverandi stjórnarmanna Brunamálastofn- unar að ummæli Páls væru ábyrgðarlaus og að þau jafn- giltu heilbrigðisvottorði fyr- ir Bergstein Gizurarson og embættisfærslur hans. Ávirðingarlisti Ríkisendur- skoðunar var í 27 liðum og bendir hann til þess að ekki sé steinn yfir steini í rekstri stofnunarinnar sem hefur meira en 80 milljónir í sértekjur á ári. GAMALT SPILL- IIUGARB/ELI FRAMSOKIUAR- MAIUIUA Brunamálastofnun er fornfrægt vígi fram- sóknarmanna og for- veri Bergsteins var Þórir Hilmarsson. Sagði hann starfi sínu lausu í ársbyrjun 1986 í kjöl- far þess að Helgar- pósturinn komst að því að hann hafi mis- notað utanlandsferð- ir á vegum stofnun- arinnar til að næla sér í innflutningsumboð fyrir fyrirtækið Skanís hf. sem skráð var í eign fjölskyldu hans. Skanís er til húsa að Laugavegi 59, eins og Brunamálastofnun, en fyrirtækið fékk meðal annars umboð fyrir Halon slökkvi- og viðvörunarkerfi á meðan Þórir var brunamálastjóri. Hafði hann skömmu áður þegið boðsferð fyrir hönd embættis síns til Dan- merkur á námskeið um Halon- slökkviefni. Haft var á orði um Þóri að á meðan hann var bruna- málastjóri hafi ekki verið nokkur leið að ná í hann, nema á skrif- stofu Skanís eða í Tækniskólan- um þar sem hann stundaði kennslu í vinnutíma sínum hjá Brunamálastofnun. Frétt Helgarpóstsins frá 6. febrúar 1986 um misnotkun Þóris Hilmarssonar, fyrrver- andi brunamálastjóra, á embætti sínu. Hann sagði starfi sínu lausu á meðan á vinnslu fréttarinnar stóð. STOFniUIUIIU EIUIU STJORIULAUS Bergsteinn tók við embætti sínu 1. apríl 1986 en hann er per- sónulegur vinur Steingríms Her- mannssonar Seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra. Áður hafði Bergsveinn starfað hjá Vita- og Hafnamálastofnun en samkvæmt heimildarmönnum Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri situr sem fastast þrátt fyrir kröfu þingmanna um að hann víki. Félagsmála- nefnd mun staðfesta og taka undir þær ávirðingar sem komu fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar á rekstur stofnun- arinnar. póstsins var það mál manna að honum hafi verið sparkað upp á við af þáverandi félagsmálaráð- herra, Alexander Stefánssyni, sem skipaði hann í embætti bruna- málastjóra. Vegna samstarfserf- iðleika við Bergstein sögðu allir stjórnarmenn Brunamálastofn- unar af sér í vor en hann situr enn sem fastast í embætti sínu. Ný stjórn hefur ekki verið skipuð fyrir Brunamálastofnun. ■ Debet Kredit „Kostir Steingríms eru þeir að hann er mjög heiðarlegur, kemur hreint fram og hann myndi ekki ganga á bak orða sinna, sem er fremur sjaldgæft hjá stjórnmálamönnum í dag,“ segir Bima Þórðardóttir, en hún starfaði með Stein- grími í Sambandi herstöðvaandstæðinga. „Mér fannst mjög gott að vinna með Steingrími, hann var léttur í lund og þægilegur í samvinnu. Hann var yfirleitt kátur og stutt í grínið hjá honum,“ segir Bjami Felixson, sem starfaði með Stein- grimi á íþróttadeild Sjónvarpsins. „Hann Stein- grímur minn hefur alltaf verið góður og dugleg- ur, þessi elska. Það er alveg óhætt að treysta honum, hann er líka sérstaklega hjálpsamur sonur og duglegur að taka til. Hann sýndi snemma mikla foringjahæfileika þegar hann var að stjórna bræðrum sínurn," segir móðir Stein- gríms, Sigríður Jóhannesdóttir, húsmóðir á Gunnarsstöðum í Svalbarðahreppi. „Hann er lygilega skemmtilegur og sinnir starfi sínu vel sem þingmaður,*1 segir Róbert Marshall, for- maður Verðandi. „Steingrímur er enginn ævintýra- maður í pólitík. Hann væri skemmti- legri ef hann hefði smá anarkistaneista í sér,“ segir Birna Þórðardóttir. „Hann var of hallur undir blakið. Að vísu átti hann að sjá um blakfréttimar en það er sama. Ég var alltaf að vona að hann kæmist lengra í blakinu en hann klikk- aði, hann átti að fara í landsliðið en ekki pólitíkina,“ segir Bjarni Felixson. „Hann Steingrímur er stífur á sínu og stundum utan við sig. Hann var sér- staklega utan við sig þegar hann var yngri,“ segir móðir Steingríms, Sigríður Jóhannesdóttir. „Steingrímur er ósveigjanlegur, algjör frekja og talar of mikið,“ segir Róbert Marshall. Steingrímur J. Sigfússon, formannskandidat í Alþýðubandalagi Steingrímur J. Sigfússon slæst nú af alefli við Margréti Frímannsdóttur um formannssæti Alþýðubandalagsins.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.