Helgarpósturinn - 27.07.1995, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 27.07.1995, Qupperneq 11
ÍFIMMTUD7yGURw27rD0l:rir9ff5 M Magnús Magnússon, Maggi „ríki", hefur verið einn um- svifamesti pappírsviðskipta- jöfur landsins síðustu ár. Örn Karlsson hefur löngum verið í slagtogi með Magga ríka og Jóni beikon í tengsl- um við vafasöm fasteigna- kaup, bílaviðskipti og víxla- og skuldabréfaútgáfur. bandarísku fangelsi til þess að kynnast þeim af eigin raun og klykkti svo út með því að segja að hann hafi orðið að fara frá Mich- igan því „hringurinn hafi verið farinn að þrengjast" um hann í undirheimunum þar sem hann starfaði fyrir lögregluna. Nokkru síðar kom í ljós að Grímur var ekki sá sérfræðingur sem hann gaf sig út fyrir að vera en ekki fékkst önnur skýring á háttalagi hans en að hann hafði lengi langað að verða fíkniefna- lögreglumaður. En þess má geta að Grímur hafði boðið ávana- og fíkniefnadeildinni krafta sína en verið hafnað. AUÐVELT AD KAUPA TTTLA Annar íslendingur sem hefur flaggað plöggum frá USA upp á vafasama titla og sérfræðiþekk- ingu er Friðrik Páll Ásgeirsson, bet- ur þekktur sem dáleiðarinn. Mun- urinn á blekkingum Gríms og Friðriks Páls er hins vegar sá að háttalag þess fyrrnefnda er til- tölulega saklaust og broslegt á móti því að fjöldi manns hefur beðið skaða af viðskiptum við þann síðarnefnda. í póstinum í vor var fjallað ýtarlega um feril Frið- riks Páls og meðal annars greint frá því að fjöldi fólks sem hefði leitað meðferðar við ýmsum kvill- um hjá honum hefði kvartað við Landlæknisembættið eftir þá reynslu. Þetta fólk taldi sig hafa orðið fyrir skaða í meðferðinni og nokkrir þurftu jafnvel að leita til sálfræðings sér til hjálpar. Friðrik flaggar titlum á borð við „Certifi- ed hypnotherapist“ og segist út- skrifaður frá bandarískum skóla sem „registerd professional hyp- notherapist". Aðspurður um þessa titla dró Matthías Halldórs- son, aðstoðarlæknir, í efa gildi þeirra og sagði að hægt væri að kaupa prófskírteini í Bandaríkj- unum án þess að nokkur mennt- un lægi að baki. Sálfræðingafélag íslands lét málið einnig til sín taka og sendi frá sér ályktun þar sem meðal annars kom fram að lengi hefðu verið uppi miklar efa- Jón Ellert Tryggvason, Jón „beikon", á skrautlegan feril að baki. Þórhallur Gunnlaugsson hjá Vatnsberanum sveik 38 milljónir út úr ríkissjóði en hafði áður verið gabbaður af bandarískum svika- hrappi. semdir um faglegar forsendur Friðriks Páls. Það er mjög athygl- isverð staðreynd að þetta var alls ekki í fyrsta skipti sem umræða skapaðist um hæpna starfshætti Friðriks Páls því fjölmiðlar höfðu fjallað rækilega um mál hans nokkrum árum áður og þá vör- uðu læknar og sálfræðingar einn- ig eindregið við starfsemi hans. En eins og í Nýbergsmálinu virt- ist fólk þrátt fyrir allt vera jafn illa á verði fyrir blekkingum hans og áður. Annars virðast íslendingar vera sérstaklega veikir fyrir út- lendum svikahröppum. Það er ekki langt frá því að blaðið sagði frá breska ævintýramanninum Ri- chard Rees Edwards sem fór milli íslenskra fyrirtækja, þar á meðal Icemac og OZ, seldi þeim sér- fræðiþekkingu á markaðsmálum og viðskiptasamabönd dýru verði en bjó í raun og veru yfir hvorugu. í viðtölum við forráða- menn þessara fyrirtækja kom fram að Edwards skildi ekki ann- að eftir sig en fjallháa símreikn- inga og sáði auk þess fræjum sundurlyndis meðal starfsfólks. Sem dæmi má nefna að hann fór á kostnað Icemac til Kína en fyrir- tækið borgaði honum nokkrar milljónir í laun og útlagðan kostn- að á níu mánaða tímabili og Iagði honum einnig til ókeypis íbúð og bíl. Þá er ekki hægt annað en að minnast á blekkingar Donalds Fe- eney þegar hann kom til landsins í þeim tilgangi að nema dætur Ernu Eyjólfsdóttur á brott. Feeney og hans lið breiddi yfir raunveru- legan tilgang sinn með þeirri sögu að hópurinn væri hér á landi til þess að undirbúa tökur á kvikmynd með Sylvester Stallone. Fljótt flýgur fiskisagan og taldi Tíminn sig hafa slegið öðrum fjöl- miðlum við þegar hann birti frétt um væntanlegar kvikmyndatökur hér á landi og mynskreytti frétt- ina með mynd af Stallone, sem fékk auðvitað umsvifalaust titil- inn íslandsvinur. MAGGI RÍKI OG JOIU BEIKOIU Meðal þeirra sem koma við sögu í áðurnefndu Nýbergsmáli eru kappar á borð við Magnús Magnússon og Örn Karlsson en báðir eiga skrautlegan feril að baki. Magnús er best þekktur í pappírsviðskiptaheiminum sem Maggi „ríki“ þótt ríkidæminu sé ekki beinlíns fyrir að fara. Fyrir tveimur árum komst Magnús í fréttirnar fyrir hugvitsamleg svik í húsnæðibréfakerfinu. Þau voru með þeim hætti að hann keypti Grímur Th. Vilhelmsson. Gaf sig út fyrir að vera cand. mag., sérmenntaður á sviði fíkniefnamála og með prófgráðu í lyfjafræði og taugasálfræði. nánast ónýtan hjall á Skaga- strönd á uppboði fyrir 4,6 millj- ónir króna. Það verð fannst heimamönnum út úr korti enda húsið í hörmulegu ástandi. Þeir áttuðu sig hins vegar ekki á því að út á þetta verð fékk Magnús tæplega þriggja milljóna króna lán í húsbréfum. Eftir að hann fékk þá peninga í hendurnar fór litlum sögum af greiðslum fyrir húsnæðið sem fór aftur á upp- boð. Þá hafði brunabótamat þess verið endurmetið og lækkað úr 6 milljónum í 1,5. Þetta er bara eitt afrek á löngum ávirðingalista Magnúsar sem á fjölbreytt papp- írsviðskipti að baki. Meðal við- skiptafélaga Magnúsar í gegnum tíðina eru Jón Ellert Tryggvason, oftast kallaður Jón beikon vegna vaxtarlags síns, og Guðmundur Franklín Jónsson, sem nú er virðu- verðbréfasali á Wall Street. Jón beikon hefur, líkt og Magn- ús, verið umsvifamikill á gráa svæði viðskiptalífsins og komið við sögu í stórum fjársvikamálum þar sem blandast saman fast- eignakaup, bílaviðskipti og víxla- og skuldabréfaútgáfur. Örn Karls- son hefur yfirleitt ekki verið langt undan og oft átt þátt í þessum viðskiptum. Oft var þeirri aðferð beitt að ná í gömul hlutafélög sem ekki höfðu verið í rekstri og fá þannig, sem kallað var, „- hreina" kennitölu. Því næst var bunað út skuldabréfum með ábyrgðum þeirra. Og þar sem fé- lagið var „hreint" á vanskilaskrá var það talið góður pappír. LÉT RÓIUA SKRIFA UPP A FYJFtlR TVÆR BREIUAIIVIIUSFLOSKUR Það vantar ekki að menn séu hugmyndaríkir þegar kemur að því að finna „hreina" kennitölu til þess að nota við útgáfu skulda- bréfa. Fyrir þremur árum datt Magnús Garðarsson niður á ein- falda og ódýra leið þegar hann fékk útigangsmanninn Jón Árna- son, eða Jón á röltinu eins og hann var líka kallaður, til þess að skrifa upp á 20 sjálfskuldarbréf að upphæð 500.000 krónur hvert, eða 10 milljónir alls. Jón þáði tvær brennivínsflöskur fyrir vikið og sjálfskuldarábyrgðarmennirn- ir tveir fengu sjálfsagt eitthvað álíka en þeir voru í svipaðri stöðu og Jón. Kennitölur allra þessara manna voru „hreinar" enda eng- inn þeirra haft bankaviðskipti eða önnur fjármálaumsvif í lang- an tíma. Fyrir vikið fundust þess- ir kappar ekki á vanskilaskrám og bréfin fóru af stað á braskmark- aðinum. FALSADIJUAFIU FOÐUR SIRIS 20 SIIUIUUM Ekki eru allir eins hugmynda- ríkir og þeir svindlarar sem hér hafa verið nefndir þegar kemur að því að finna nöfn á skuldabréf og víxla því oft grípa menn ein- faldlega til þess ráðs að falsa nöfn ættingja og vina og svíkja þannig fé út úr lánastofnunum. Dæmi er um að menn hafi svik- ið tugi milljóna króna með þess- um hætti. Fyrir nokkrum árum falsaði til að mynda einn leigubíl- stjóri hér í bæ undirskriftir föður síns, bróður, fyrrverandi eigin- konu og fyrrverandi tengdamóð- ur á um það bil 30 víxla og skuldabréf sem hann seldi Lang- holtsútibúi og Suðurlandsbraut- arútibúi Landsbankans. Fólkið varð einskis vart fyrr en víxlarnir og skuldabréfin voru komin í van- skil og þá sáu ættingjar mannsins sér einskis annars úrkosti en að kæra hann til RLR. Maðurinn fals- aði nafn föður síns tuttugu sinn- um á tveggja ára tímabili og nafn bróður síns sextán sinnum, nafn eiginkonunnar falsaði hann ellefu sinnum og nafn tengdamóður sinnar tvisvar. Þegar upp var staðið var krafa Landsbankans á hendur leigubílstjóranum milli 20 og 25 milljónir. Dæmi sem þessi eru fjölmörg en yfirleitt er um að ræða menn sem hafa verið að reyna að bjarga sér úr greiðsluerfiðleikum og byrjað á því að falsa undir- skriftir á eitt, tvö skuldabréf eða víxla en svikin hafa síðan undið upp á sig eftir því sem erfiðleik- arnir verða meiri. vill ótrúlega þá hefur íslensk matargerðar- list numið land í stórborginni New York. Þetta landnám er reyndar ekki stórt í sniðum en er merkilegt engu að síður. Þannig er mál með vexti að íslensk kona, sem búsett er á Long Island í New York-fylki, hefur haf- ið framleiðslu á flat- kökum að íslenskum sið. Edda Boyle heit- ir þessi framtaksama kona en framleiðsla hennar hefur fallið í góðan jarðveg og hefur hún meðal annars gert dreifing- arsamning við stóra verslunarkeðju í fylk- inu... AFGREIDDI SJALFAIU SIG, UM 38 MILUOIUIR Eitt ævintýralegasta fjársvika- mál sem hefur komið upp síðustu ár er mál Þórhalls Gunnlaugssonar í Vatnsberanum en saga þess fyrir- tækis einkenndist af svikum og prettum. Þórhallur var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Vatnsberans og ráðgerði milljóna lítra vatnsútflutning til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Vatns- berinn hafði gert vatnssölusamn- ing við bandaríska fyrirtækið Un- ited Gulf Trading Ltd. fyrir 350 milljónir króna á mánuði, eða 4,2 milljarða á ári og virtist framtíð fyrirtækisins björt. Þessar áætl- anir hrundu hins vegar eins og spilaborg þegar á daginn kom að rekstur bandaríska fyrirtækisins rúmaðist í skrifborðskúffu eig- anda þess, Donald Rocco, og í ljós kom að sá náungi hafði verið dæmdur í fjögurra ára skilorðs- bundið fangelsi fyrir trygginga- svik og hafði að auki dóm á bak- inu fyrir kókaínsölu. Eftir að þetta lá fyrir var Vatnsberinn aðeins til á pappírunum án reksturs. Það kom aftur á móti ekki í veg fyrir að Þórhallur nýtti sér fyrirtækið til þess að svíkja 38 milljónir út úr ríkissjóði. Það voru ekki flókin brögð sem Þórhallur beitti til þess að ná þeirri upphæð til sín. Hann hafði einfaldlega þann hátt á að selja Vatnsberanum að nafn- inu til vinnu sem var unnin í nafni annars fyrirtækis í hans eigu. Vatnsberinn greiddi aldrei neitt fyrir þessa vinnu en Þórhallur út- bjó samt sem áður alltaf virðis- aukaskattskýrslur vegna reikn- inganna og sendi Tollstjóra sam- viskusamlega. Á skýrslunum var mismunurinn á útskattinum og innskattinum þannig að Þórhall- ur átti alltaf inni hjá ríkissjóði. Með þessum hætti sótti hann að jafnaði 340.000 krónur á viku til Tollstjóra, í 112 vikur, áður en upp um hann komst. -jk

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.