Helgarpósturinn - 27.07.1995, Síða 12
12
Idag kemur út
fyrsta tölublaðið af
splunkunýju ís-
lensku bílablaði, Mót-
or, sem ku vera troð-
fullt af ótrúlegasta
fróðleik um allt sem
snýr að sjálfrennireið-
um og reiðmönnum
þeirra. Ritstjórar
þessa nýja blaðs eru
þeir Þórhallur B. Jós-
epsson og Ari Arn-
ÓRSSON, en það er Fjöl-
miðlafélag Landssam-
bands íslenskra akst-
ursíþróttamanna sem
stendur á bakvið út-
gáfuna. Þeir Þórhallur
og Ari eru báðir vel
sjóaðir í bílabransan-
um, því auk þess að
sinna samgöngumál-
um landsmanna hvor
á sinn hátt, (Þórhallur
sem aðstoðarmaður
samgönguráðherra og
Ari sem strætisvagna-
stjóri), hafa þeir báðir
látið mikið að sér
kveða á hinum ýmsu
sviðum cikstursíþrótta
um margra ára skeið. í
þessu fyrsta tölublaði,
sem ku vera hundrað
síður að lengd og inni-
halda ekki færri en
220 ljósmyndir, er
komið víða við og eru
efnisatriðin víst 90
talsins. Athyglisverð-
ast þessara 90 atriða
hlýtur að teljast grein-
in um hið „íslenska"
Formula 1 lið, sem hét
Ursus of Iceland þar
til í fyrra, en þá var
nafnið stytt í Ursus. Á
bakvið þetta dular-
fulla lið í frægustu
akstursíþróttakeppni
heims stendur enn
dularfyllri íslendingur,
sem ku vera afkasta-
mikill vodka- og vatns-
framleiðandi úti í
heimi.
Gunnar Smári Egilsson á tíu ára starfsafmæli sem blaðamaður í dag. Það þykir fæstum mikið
en honum varð nóg um og ákvað að leggja pennann á hilluna. Honum finnst þetta nóg í bili
- sérstaklega í Ijósi þess að hann ætlaði sér aldrei að verða blaðamaður heldur vinur hans.
Og á síðustu dögum sínum sem blaðamaður rifjar hann upp þá fyrstu til að styrkja sig í trúnni.
Það rifjaðist upp fyrir mér um
helgina að það eru nú rétt tíu ár
síðan ég byrjaði í blaða-
mennsku. Ég áttaði mig á þessu í
þann mund að ég komst að því
að líkast til væri kominn tími til
að ég legði pennann á hilluna.
Tíu ár er langur tími í blaða-
mennsku fyrir ungan mann sem
ætlaði aldrei að verða blaða-
maður lieldur sótti um á NT sál-
uga fyrir orðastað vinar síns
sem var búinn að reikna það út
að það væri líklegra að hann
fengi sjálfur vinnu ef tveir sæktu
um samtímis.
etta var sumarið 1985. Ég
var jafnvel vegalausari þá en
ég átti vana til. Mig minnir
að ég hafi verið að bera kinda-
skrokka fyrir Sláturfélag Suður-
lands niður á Skúlagötu í góðum
félagsskap álíka vegalausra
manna. Þarna var prestsnemi og
uppgjafa félagsfræðingur, mað-
ur sem hafði lent í þeim ósköp-
um að læra leiktjaldamálun og
tveir harðsoðnir síðutogarajaxl-
ar sem skuttogararnir höfðu
hafnað. Þessir tveir síðasttöldu
voru hjartað í félagsskapnum
enda lifað ævintýr sem eitthvað
annað bragð var af en sálarvíli
okkar ungu borgardrengjanna.
Annar jaxlanna hafði lifað svo
stórbrotnu lífi og tekið svo
margan slaginn að hann var í
raun hættur að geta unnið. Það
var sama hvort við vorum í kaffi
eða inni í frosti, hann varð að
setjast til að geta betur ausið af
reynslubrunnum sínum fyrir
okkur drengina. Og allar höfðu
þær sögur yfir sér annarlegan
blæ eins og þær kæmu úr ann-
arri veröld. Og sjálfur var jaxlinn
líka öðruvísi en það fólk sem nú
er framleitt og gengur um göt-
urnar. Ég man til dæmis að þeg-
ar við fengum sandköku með
kaffinu þá tók hann út úr sér efri
góminn, brytjaði með honum
sandkökuna í hæfilega munnbita
og týndi þá síðan makindalega
upp í sig á meðan við hinir þurft-
um að hafa fyrir því að bíta einn
bita í einu af kökunum okkar.
Þetta gerði hann til að kakan
vefðist ekki of mikið fyrir sögun-
um hans.
En hvað um það. Þarna var ég
í frostmannahjáleigunni hjá
Sláturfélaginu þegar vinur
minn kom til mín og sagðist vilja
verða blaðamaður. Mér fannst
það ágætt hjá honum. Sjálfur
hafði ég aldrei viljað verða neitt
og látið mér nægja að reyna að
hafa gaman af því sem rak á fjör-
ur mínar hverju sinni.
Þegar ég velti því fyrir mér nú
þá held ég að ég hafi ekki tekið
neina ákvörðun sem máli skipti
þegar þarna var komið í lífi
mínu. Éinhverju sinni lá ég til
dæmis á grasbala fyrir ofan efsta
Breiðholt þegar æskuvinur minn
spurði mig hvort ég væri ekki til
í að fara í heimavistarskóla. Ég
sagði jújú og fór. Öðru sinni kom
annar vinur minn til mín og
spurði hvort ég væri ekki tii að
slást í ferð með honum til Afríku.
Ég sagði jújú og fór. Og hefði
sjálfsagt endað í Afríku ef ég
hefði ekki hitt stelpu á leiðinni
sem spurði hvort ég vildi ekki
koma með sér til Lissabon. Ég
sagði jújú og fór. Og af svipuð-
um ástæðum hef ég farið á ver-
tíð vestur á firði, unnið sem
kokkur á veitingahúsi, eitt sumri
auralaus og vesæll í Lundi í Sví-
þjóð, selt bækur í hverju
krummaskuði á íslandi og orðið
strandaglópur á Seyðisfirði
vegna þess að kunningi minn
sem vildi fá mig með sér til Fær-
eyja datt í það í Reykjavík og var
Iátinn sofa úr sér í Hverfissteini
með farseðlana okkar upp á vas-
ann.
En þetta var sem sagt maður-
inn sem vinur minn leitaði til
þarna í frostinu á Skúlagötu.
Og það hefði sjálfsagt ekki kom-
ið að sök ef hann hefði ekki verið
búinn að reikna það út að það
væri miklu auðveldara fyrir
hann að fá vinnu sem blaðamað-
ur ef ég sækti um með honum.
Hann vildi nefnilega ekki verða
neinn venjulegur blaðamaður
heldur vildi hann sjá um helgar-
útgáfu á einhverju dagblaðanna.
Og þar sem það væri tveggja
manna verk en ekki eins, þá
fannst honum gráupplagt að ég
sækti líka um. Og ég sagði jújú
og fór með honum út í sjoppu að
kaupa helgarblöðin til að finna
út hvert þeirra væri lélegast.
Ar þessum árum var heljarinn-
ar samkeppni á helgarmark-
aðinum. Þjóðviljinn gaf út
sérstakt helgarblað og auðvitað
ÐV líka. Og á þessum árum var