Helgarpósturinn - 27.07.1995, Side 13
|FIMMTUD7VTGURw27raOCnr9Tg'5'
svo mikil reisn yfir Alþýðublað-
inu að það kom út á laugardög-
um eins og önnur blöð og svo
var líka til NT. NT var fyrirbrigði
sem þeir sem unnu við það eiga
til að kalla NT- ævintýrið þegar
fe mærðin hellist yfir þá en aðrir
* líta á sem hvert annað rugl. í
raun var það ekkert verra rugl
. en aðrar tilraunir sem hafa verið
gerðar til að breyta gamla Tím-
•i anum í markaðsvöru á mölinni.
Borgarbúar hafa alltaf fúlsað við
slíku eins og verið væri að bjóða
þeim súkkulaði með beikon-
bragði. Það var því ekki að
undra að okkur vinunum fannst
helgarblað NT lélegast og ákváð-
um að sækja um að fá að ritstýra
því.
Þetta var í ágúst 1985. Magn-
ús Ólafsson, sem hafði ver-
ið kallaður heim frá Þýska-
landi til að stýra NT, var þá horf-
inn á braut fyrir þremur mánuð-
um vegna ósátta við eigendur
blaðsins, sjálfan Framsóknar-
flokkinn. Með Magnúsi hafði
horfið lungan úr ritstjórninni en
^ Helgi Pétursson verið ráðinn til
að reyna að stýra þessu blaði frá
fyrirsjáanlegu þroti.
Ég held að Helgi hafi verið bú-
inn að átta sig á því þegar við
) heimsóttum hann að það verk-
efni sem honum var falið var
óleyscmlegt. Hann var auðsjáan-
lega með hugann við bókhaldið
eða eitthvað slíkt þegar hann
tók á móti okkur og sýndi okkur
temmilegt fálæti. Ég áttaði mig á
að leikurinn væri tapaður og
greip til þess ráðs að bjóðast til
að skrifa helstu hugmyndir okk-
ar niður á blað og færa honum
litla greinargerð daginn eftir.
Helgi samþykkti það, ef til vill
fyrst og fremst til að losna við
okkur svo hann gæti haldið
áfram neyðarfundum með fram-
kvæmdastjóranum.
Hvað um það. Við félagarnir
fórum heim og hömruðum ailt
| það niður á blað sem hvarflaði
að okkur að gæti hugsanlega átt
erindi í svona helgarblað. Dag-
| inn eftir færðum við Helga síðan
mikinn doðrant með afskaplega
litlu viti. En Helgi tók hins vegar
viljann fyrir verkið — ef hann
hefur þá lesið skýrsluna — sló
til og réð þessa dugnaðarforka.
| En til að gera langa sögu
stutta þá fann vinur minn sig
engan veginn í blaðamannsstarf-
inu og hvarf fljótlega á braut. Ég
sat hins vegar einn eftir með
helgarblaðið hans og skrifaði og
skrifaði og skrifaði. Mig minnir
að þetta hafi verið einar 24 síður
á viku og það liðu einir tveir
mánuðir áður en ég fékk hjálp til
að skila þeim af mér. Eg hef
hvergi séð þessi blöð síðan þá
og myndi sjálfsagt líta undan ef
það henti mig. Mig minnir að
þetta hafi verið ákaflega vond
) blöð og ekki síður óholl þeim
sem lásu en þeim sem skrifaði.
Ég sá svo illa út úr því sem ég
) var að gera að ég freistaðist
meira að segja til þess eina vik-
1 una að dikta upp viðtal við frá-
skilinn og miðaldra mann sem
bjó upp á Hverfisgötu. Svona
gera menn náttúrlega ekki nema
I ungir og veikgeðja en ég afsak-
aði mig með því að virðuleg ráð-
herrafrú hafði hrifist svo af við-
talinu að hún sendi mér þær
kveðjur inn á ritstjórn að hún
hefði aldrei lesið raunsannara
viðtal. Ég var bölvaður krakki og
tók þessu frekar sem skjalli en
skilaboðum um hvers kyns ver-
öld grey ráðherrafrúrnar lifa í.
En hvað um það. Vinur minn
1 hafði sem sagt skilið mig eftir í
súpunni og ég er fyrst núna að
stíga upp úr henni.
) nnars er þetta búin að vera
/ | ágæt vist. Það er bara þegar
/ Vmaður er að fara að maður
• man eftir atvikum eins og gerð-
ist þegar við vorum á Eintaki
upp á Vatnsstíg. Þá fékk einn
blaðamaðurinn það hlutverk að
hringja í Eirík skipherra Krist-
ófersson og spyrja hann hvort
• hann myndi ekki eftir einhverj-
um breskum landhelgisbrjót
sem hefði farið sérlega í taugarn-
- ar á íslendingum. Eiríkur var þá
\
orðinn eitt hundrað ára og alls
ekki með góða heyrn. Við hin
heyrðum að sjálfsögðu ekki
nema helming samtalsins. Það
fór svona fram:
„Ha, er ég glaður? Nei, ég er
blaðamaður."
Blaðamaðurinn hálfhrópaði
þetta í símann í von um að Eirík-
ur heyrði. Og svo endurtók hann
þetta fimm sinnum en gafst loks
upp, horfði á símtólið, hristi
hausinn og lagði á.
Við hlógum mikið að þessu.
Okkur fannst sem misheyrnin í
Eiríki hefði einhvern sannleiks-
kjarna. Það getur enginn orðið
glaður blaðamaður.
Og sannleikskjarninn í þessu
er sá að þetta er bölvað
skítajobb, eins og sagt er.
Biaðamaðurinn er sjaldan í
ánægjulegum samskiptum við
fólk. Hann reynir að fá fólk til að
ræða það sem það á bágt með
að ræða. Oft hittir hann fólk fyrir
þegar það er í mestu sorg lífs
síns eða mestu skömm. Jafnvel
þegar hann er að reyna að falast
eftir einföldustu upplýsingum á
fólk það til að streitast á móti og
hengja sig í einhverjar fáránleg-
ar reglur til að haída aftur af
upplýsingunum. Og meira að
segja þegar hann tekur viðtöl
sem virðast sakleysisleg byrjar
hann á því að vinna trúnað við-
mælandans en þegar hann er
sestur við tölvuna er einhver
andlitslaus lesandi orðinn hans
einka-trúnaðarvinur.
Ég hef því oft sagt að blaða-
mennska sé frekar persónugalli
en fag. Ég hef séð fólk gefast upp
á fáeinum dögum eftir að hafa
aldrei mátt eiga almennileg sam-
skipti við fólk. Og ég hef líka tek-
ið eftir því að þegar fólk hverfur
úr stéttinni og snýr þangað aftur
er það lengi að fóta sig aftur. Það
er orðið vant því að eiga venju-
leg samskipti við annað fólk.
Aþessum tíu árum hef ég
þvælst nokkuð víða. Ég
byrjaði á NT sem varð síð-
an að Tímanum, fór síðan á Helg-
arpóstinn og þaðan á DV. Síðan
gerðist ég ritstjóri á Pressunni,
þar næst Heimsmynd, þá Eintaki
og loks á Póstinum. Það, sem
fékk bestu blaðamennina á þess-
um blöðum til að þola það að
vera sífellt að abbast upp á fólk
með óvelkomin erindi, var sú trú
að almenningur ætti rétt á upp-
lýsingum um þjóðfélagið sem
hann lifir í. Og á þessum tíma og
frá þessum blöðum hefur ótrú-
lega margt af því sem þaga átti
yfir verið dregið fram í dagsljós-
ið. Og þannig verður það áfram.
Ég ætla hins vegar að láta það
yngri og kappsamari mönnum
að skrifa þessar fréttir í framtíð-
inni. Ég verð hins vegar lesenda-
megin við þær héðan í frá. Ég er
runninn saman við lesöndina.
. Ekki skil ég hvers vegna
hann Andrés Magnússon er
að teikna mig eins og einhvern
bónapart með þessari grein. Ég
er hvorki á leið að Waterloo né
St. Helenu. Honum fannst mynd-
in hins vegar svo góð að hann
hefur teiknað sjálfan sig í bak-
grunni sem lítinn og feitan sak-
leysingja. Ef einhver vill skilja
þennan einkabrandara okkar
verður sá að snúa sér til Andrés-
ar. Ég læt það hins vegar eftir
mér að láta myndina flagga með
hugheilum tíu ára starfs-
afmælisóskum til sjálfs míns.
Brenna á Fjósakletti - klikkar aldrei
Flugeldasýning - sú stærsta frá upphafi
Brekkusöngur - þú, Árni Johnsen og allir hinir
FLUGLEIÐIR
<*>
HERJÓLFUR
FLUGFÉLAG
VESTMANNAEYJA
ÍSLANDSFLUG
Samkvæmt
óstaðfest-
um heim-
ildum PÓSTSINS hefur
rekstrarhagnaður
Flugleiða á fyrstu sex
mánuðum ársins tvö-
faldast miðað við
það sem hann var í
fyrra. Þá nam hagn-
aðurinn af rekstri
stálfuglanna um það
bil þrjú hundruð
milljónum króna
fram til loka júní-
mánuðar, en í ár lítur
út fyrir að hagnaður-
inn sé orðinn allt að
600 milljónum á
sama tíma. Flugleiða-
menn hafa lítið verið
að hampa þessum
tölum enn sem kom-
ið er, og verða þær
vart endanlega stað-
festar fyrr en um
miðjan september,
en þá senda þeir
sína árlegu fréttatil-
kynningu um afkom-
una á fyrri hluta árs-
ins. Flugvirkjar hafa
kannski haft ein-
hvern pata af þess-
um tölum þrátt fyrir
að þær séu langt í frá
opinberar enn, altént
virðast þeir vissir
um að Flugleiðir hafi
efni á að borga þeim
mun meira en þeir
buðu þeim í kjara-
samningum á dögun-
um. Það tilboð var
snarlega fellt af flug-
virkjum og eru þeir í
miklum vígahug
þessa dagana og
vilja miklu meira...