Helgarpósturinn - 27.07.1995, Page 22

Helgarpósturinn - 27.07.1995, Page 22
FIMMTUDAGUR 17.15 Einn-X-Tveir (e) 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Ævintýri Tinna 19.00 Ferðaleiðir 19.30 Hafgúan 20.00 Fréttir & veður 20.35 Nýjasta tækni og vísindi 21.05 Veiðihornið 21.15 Siðasta skotið Síðasta sort. 23.00 Ellefufréttir FÖSTUDAGUR 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Draumasteinninn 19.00 Væntingar og vonbrigði 20.00 Fréttir & veður 20.40 Sækjast sér um likir 21.15 Lögregluhundurinn Rex Koramissar Moser er næstum jafn mikill auli og drengurinn með úlfhundinn. Afspyrnu ómerkilegir þættir. 22.05 Skemmtikrafturinn Ófyndin mynd um gamlan grin- ara sem finnst einsog hann sé eitthvað að slappast í gríninu, sem er auðvitað ekkert grín. 00.00 Bob Dylan Unplugged LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.55 Hlé 16.30 Mótorsport (e) 17.00 Iþróttir 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Flauel 19.00 StarTrek 20.00 Fréttir & veður 20.35 Lottó 20.40 Hasar á heimavelli Grace tekur við af Hómer & Co. og ekki nema gott eitt um það að segja, enda Springfield-geng- ið orðið nokkuð þreytt. 21.15 Barnfóstran verður bráðkvödd Æ,æ. 23.00 Horfinn í Síberiu Þessi segir frá breskum fornleifa- fræðingi sem fór til Rússfá og var svo óheppinn að hafa ekki geng- ið í sama skóla og kollegi hans Indiana Jones. SUMIUUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna Er tunglið úr osti? Og fær Doddi körfuboltaskóna sem hann lang- ar I? 10.35 Hlé 17.45 Atvinnuleysi (e) 18.00 Listaalmanakið 18.10 Hugvekja 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Haraldur og borgin ósýnilega 19.00 Úr rlki náttúrunnar 19.30 Roseanne 20.00 Fréttir og veður 20.35 Áfangastaðir 21.05 Finley læknir 22.00 Helgarsportið 22.20 Girndin á sér óljóst takmark Snillingurinn Bunuel í Lólítu- vangaveltum. Matsölustaöirnir sem sæl- keraranir segja ykkur frá eiga þaö eitt sameiginlegt aö vera hvor um sig einn sinnartegundar hér á landi. Marhaba viö Rauðar- „Þú getur hringt frá Nýló í kofana, “ segja þýsku myndlistarmennirnir sem ætla að opna íslendingum aðgang að nýstárlegri myndlist sinni um helgina. Á laugardaginn opna þýsku myndlistarmennirnir Frank Reit- enspiess og Markus Strieder sýn- ingu í Nýlistasafninu ásamt samlöndum sínum, Frederike Feldman og Gunillu Bandolin frá Svíþjóð. Félagarnir Reitenspiess og Strieder ætla að sýna okkur samvinnuverk sitt sem ber heit- ið „sól inni, sól úti“ og byggir annars vegar á símum sem eru staðsettir í Nýlistasafninu og hins vegar í kofum staðsettum undir þremur vegabrúm í Reykjavík. Hugmyndina að baki verkinu segir Reitenspiess vera hreiður, sem lifandi verur gera sér, hvort heldur dúfur eða menn. Brýr hafa löngum þótt ákjósanlegur skjólstaður fólks sem hefur ekki í hús að venda og því þótti Þjóð- verjunum það heppileg og eðli- leg staðsetning fyrir kofana. Þáttur Strieder í samvinnu- verkinu tengist aftur símunum sem hann hefur komið upp í Ný listasafninu, en lyfti maður tól inu heyrir maður hvað er a( gerast í kofunum. Þeir sem hyggjast koma sér kofa ættu að fara að eftirfarand brúm: Sæbraut/Miklabraut, Bú staðavegur/Kringlumýrarbrau eða Bústaðavegur/Miklabrau litla brúin skammt frá BSÍ) er hinir eru velkomnir í Nýlista safnið, Vatnsstíg 3b. ■ upp á mat frá Miðjarðarhafslöndum, svo sem Grikklandi, Kýpur, Egypta- landi og Israel. Eiganda staðarins finnst einkennilegt hvað íslendingar gera lítinn mun á skyndibitastöðum og almennilegum matsölustöðum. Á Marhaba vill hann leggja áherslu á að gestir sínir slaki á og njóti matar- ins I notalegri Miðjarðarhafsstemmningu. Maturinn er ekki sterkur, til að mynda er ekki notað chili, mikið er um grænmetissmárétti sem fólk deilir með sér á undan aðalréttunum. Aðalréttirnir, ýmist kjöt, fiskur eða græn- meti, eru marineraðir á margvíslegan máta. Meðaleinkunn: ★★★1/2 árstíg er eini líbanski mat- sölustaöurinn á Islandi en þar býðst gestum, auk líbanskra rétta, maturfrá Miðjarðar- AUSTUR IndÍAFJELAGIÐ. Helsta markmið Austur Indíafjelagsins er að geta boðið alvöru indverska rétti frá sem flestum héruðum Indlands; eigendur staðarins kalla markmiðið Indverska matarævintýrið. Þau hjónir leggja sömuleiðis áherslu á að umhverfi staðarins sé eins indverskt og mögulegt er og eftir því sem sælkerarnir segja hefur þetta allt saman tek- ist með sóma. Meðaleinkunn: ★★★1/2 Upp með galla- buxurnar! Ef þú átt ekki dökkbláar gallabuxur þá vinsamlegast vertu þér úti um einar eða hættu að hugsa um sigra í tískuheimin- um. Einvaldar tiskuheimsins halda því nefnilega fram að nú sé dökkt denim málið. Það væri tóm dirfska að hundsa fyrirskipanir þeirra þótt það sé auðvitað þitt mál hvort þú blúsar í gegnum dag- inn með allt niðrum þig. Ari Singh „Það er mikill sjarmi yfir staðnum, hann er mjög huggulegur og starfsfólkið er ákaflega vingjarnlegt. Öll þjón- usta er mjög persónuleg enda fylgist eigandinn vel með hvernig gestum sínum líður. Líbanskur matur er mjög bragð- mikill, um leið og hann er hollur, og það skiptir miklu máli að kokkurinn skuli vera arabískur. Þegar maður borðar þarna er greinilegt að sá sem eldar þekkir fullkomlega þessa tegund matar, á sumum matsölustöðum eru Bretar að elda kínversk- an mat; það verður aldrei ekta. Það er líka rétt að nefna að Marhaba er eini staðurinn á íslandi sem býður upp á arab- íska brennivínið Arak. Það er líka svolítið öðruvísi að koma þangað því þarna dansar magadansmær.“ ★★★★ Guðrún Gylfadóttir „Ég hef ekki hundsvit á líbönskum mat, mér bara finnst hann góður. Ég borða mig alltaf sadda af for- réttunum; á undan aðalréttinum fær maður nefnilegi ótal smárétti sem eru svo góðir að maður hættir ekki fyrr en allt er búið og maður er að springa. Ef ég væri ríkari myndi ég borða þarna miklu oftar, ég eyddi alltof miklu síðast. Helsti galli staðarins er ef til vill hve dýr hann er; það er slæmt því þetta er erótískur og spennandi staður." ★★★ Sigurður Kjartansson „Mér leið vel eftir þessa upplifun. Ég át og drakk þarna með góðum vinum mínum og var afsíappaður og saddur og umfram allt sæll þegar ég fór þaðan. Það hljóta að vera meðmæli. Það tæki mig of langan tíma að reyna að rifja upp allt sem ég borðaði. Það var allt gott, ég man það. Hins vegar hefði magadansmærin betur látið það ógert að taka blæjuna frá andlitinu í dansinum. Með blæjuna uppi var stúlkan nefnilega framandi heit og uppfull af austrænum leyndarmálum. Svo þegar hún tók hana frá andlitinu sá ég ekki betur en þarna væri komin fyrrverandi bekkjarsystir mín úr Víðistaðaskóla, hvorki framandi né heit.“ ★★★★ Eitthvað qott að borða hafslöndunum. Hinn staður- inn heitir Austur Indíafjelagið, indverskur matsölustaöur viö Hverfisgötu sem opnaöi í okt- óber síðastliðnum. Staöirnir tveir eru ólíkir en gestirnir viröast sáttir. IngibjÖRG ÓLAFSDÓTTIR „Ég er mjög hrifin af staðnum, ég he komið þangað þrisvar eftir að nýju eigendurnir tóku við ot það er alls ekki nógu oft. Réttirnir af matseðlinum hjá þein eru bragðmiklir og góðir, sérstaklega Tikkamasala sem ei uppáhaldsrétturinn minn. Það eru ýmis smáatriði sem gerc staðinn að því sem hann er, til dæmis eru brauðin sem fylgjc með alltaf nýbökuð og kaffið er ofsalega gott á eftir.“ ★★★■* Hjörtur Howser „Þetta er eini staðurinn á íslandi sem get ur sagt með góðri samvisku að hann sé indverskur. Af greiðslustúlkan er vissulega indversk og maturinn er algjör lega indverskur. Kryddið og kaffið koma meira að segja fré búgarði foreldra eiganda staðarins. í hádeginu er boðið upp á hlaðborð og eins og með önnur hlaðborð er það ekki þac besta sem þú færð á staðnum en sérréttirnir eru ofsalegc góðir. Á matseðlinum er til dæmis einn kjúklingaréttur sen heitir „Kjúklingur 69“ og á hann rætur sínar að rekja ti Truck-inn staðar við þjóðveg 69 í Indlandi. Mér finnst mjöí gaman að koma inn á staði þar sem maður getur fræðst un réttina. Það er hægt í Austur Indíafjelaginu og setur staðinr skör hærra en aðra „international“ staði í borginni. Það er al veg sama hvað ég hef fengið mér, svín, lamb eða kjúkling það er allt gott hjá Austur Indíafjelaginu og ég blæs á ac staðurinn sé dýrari en aðrir staðir, það fer allt eftir því hvaí þú velur þér.“ ★★★■* Ragnar Sigurðsson „Ég er mjög ánægður með að indversk- ur matsölustaður skuli almennt vera valkostur á íslandi; éc er áhugamaður um indverskan mat og hef reyndar verið á Indlandi. Eg tel mig þar af leiðandi þekkja þetta svolítið. Stað- urinn er mjög frambærilegur og fínn, þeir indversku staðii sem hafa verið hér á landi hafa verið misjafnir en mér finnsl þessi sá besti. Auðvitað er vandasamt, og í raun ógerningur að viðhalda ekta indverskri matarmenningu á Islandi en þeim tekst þetta vel hjá Austur Indíafjelaginu. Svona til sam- anburðar er ég alveg hættur að borða á öðrum austurlensk- um stöðum í Reykjavík því næstum alls staðar hefur matur- inn verið útþynntur af vestrænum áhrifum." ★★★

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.