Helgarpósturinn - 27.07.1995, Side 27
M'W
27
Þegar best veröur á kosið fær maöur köllun og helgar sig einu starfi og krefst þess jafnvel
að fólk beri virðingu fyrir því. En einhverra hluta vegna hafa flestir tekið að sér vinnu
sem þeir hafa hvorki haft áhuga á né séð minnsta tilgang í að ástunda.
Sum störf eru þroskandi og skemmtileg. Önnur eru...
ÆLA UJVl
BORÐ I lUORRONA
Birta Jóhannesdóttir, leikmynda-
gerðarmaður: „Ég varð mjög glöð
í fyrrasumar þegar mér var boð-
in vinna um borð í „skemmti-
ferðaskipinu“ Norrönu. Þótt ótrú-
legt sé var Norröna skemmti-
ferðaskip í mínum huga. Ástæð-
an fyrir þeim misskilningi var að
ég sá alla launaða vinnu í hilling-
um, auk þess að hafa gaman af
því að ferðast. Ég var sumsé
bjartsýn og brosmild þegar ég
lagði af stað til Seyðisfjarðar,
þaðan sem ferjan átti að leggja
úr höfn, belgfull af sætum, sól-
brúnum Frökkum og Spanjólum
á mótorhjólum. Fyrsti áfanga-
staðurinn var Þórshöfn í Færeyj-
um, en á einni viku var þessi
rúntur farinn: Seyðisfjörður-
Þórshöfn-Bergen-Þórshöfn-Es-
bjerg-Þórshöfn- Seyðisfjörður.
Alls kom Norröna 27 sinnum tii
Þórshafnar meðan ég vann um
borð.
Fljótlega eftir að við lögðum úr
höfn kom í ljós að ýmislegt var
öðruvísi en ég hafði ætlað, and-
rúmsloftið meðal starfsfólksins
var rafmagnað og ég komst að
því að nýjar samskiptareglur
höfðu verð teknar í gildi vegna ít-
rekaðra siðferðisbrota Færey-
inganna sem unnu um borð; þeir
höfðu drukkið of stíft og átt of
náin samskipti við farþegana.
Þar af leiðandi var starfsfólki
Norrönu bannað að umgangast
farþegana, það var einungis tek-
ið fram hvað við máttum gera:
Þrífa, éta og sofa.
Skipið var allt teppalagt að
innan, farþegarnir um það bil
1100 um borð og í það minnsta
þriðji hver maður varð sjóveik-
ur, þannig að æluþrifnaðurinn
varð fyrirferðamesti þáttur nýja
starfs míns. Þeir sem ekki urðu
sjóveikir voru oftar en ekki
drukknir uppi á Vikingbar og
ældu gjarnan af þeim sökum.
Þegar ég var ekki að þrífa ælu
þreif ég klósettin en vegna velt-
ingsins, geri ég ráð fyrir, virtust
karlmennirnir pissa meira út fyr-
ir skálarnar en ofan í þær.
Loksins þegar þrifnaðinum
lauk tók við ofríki Færeyinganna
í messanum, þeir neituðu algjör-
lega að elda annað en skerpukjöt
eða „grind í brúnni". Eins jákvæð
og ómatvönd ég er, gat ég ekki
látið þennan mat ofan í mig og
var þar af leiðandi hálfsoltin og
lystarlaus allan tímann. Þannig
að það var ekki gott að þrífa og
ekki gott að éta heldur. Og það
var ekki gott að sofa, ég kveið
því of mikið að vakna.
Atvinnuástandið í Færeyjum
setti líka svartan blett á siðferð-
iskennd áhafnarinnar því allir
Færeyingarnir vissu að þetta var
eina vinnan sem stæði þeim til
boða; þetta ýtti undir ótrúleg-
asta sníkjuhátt, hræðslu og
klögumál um borð sem urðu ekki
til að bæta ástandið.
Loksins þegar skipið kom í
höfn, og ég sá fram á örlítið frí
frá öllu húmbúkkinu og ælunum,
þá biðu mín 100 sveittar kojur
sem tók mig jafnlangan tíma að
skipta á og skipið lá í höfn. Ég
steig því aldrei í land, talaði aldr-
ei við einn einasta Frakka eða
Spánverja á mótorhjóli, heldur
þreif ég þegjandi og hljóðalaust,
Þórður Orri Pétursson:
Smoke now, no smoke later,
heiladauð þar til ég uppgötvaði
hvað var að gerast í lífi mínu.“
BJÓR HELLT IUIÐUR
Jón E. Cl. Gudbrandsson, tónlistar-
maöur : „Ég hef unnið ýmis störf
um ævina og yfirleitt unað hag
mínum vel. Það eru auðvitað
nokkur störf sem fyrir einhverjar
sakir standa upp úr í minning-
unni, en ég minnist þeirrar tíðar
með mestum hryllingi er ég vann
hjá Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins, stuttu eftir að bjórinn
kom til landsins. Ég hafði þann
starfa að hella niður bjór sem
var kominn yfir ráðlagðan
neysludag. Þetta voru ógrynnin
öll af bjór, heilu brettin og gá-
mararnir. Og þetta hefði kannski
verið þolanlegt ef maður hefði
mátt nota sleggju eða lyftara til
að farga þessu en því var ekki að
fagna. Við þurftum þannig að
opna hverja einustu dós og
hverja einustu flösku fyrir sig,
með upptakara, og horfa á bjór-
inn renna ofan í niðurfall. Þetta
tók gríðarlega mikinn tíma,
nokkrar vikur sennilega og menn
voru jafnvel kallaðir í yfirvinnu
við þetta.
Eftir því sem frá líð-
ur verð ég þess
áskynja þvílíkt voða-
verk jjetta var, maður
horfir núna upp á fólk
niðri í bæ að sníkja
klink eða hundraðkall
til kaupa sér eina
skitna kippu af bjór.
Þarna komu óþægilega
í ljós þau vandkvæði
sem fylgja einokunar-
sölu á áfengi því með
því einu að lækka
verðið hefði verið
hægt að koma öllum
þessum bjór út á
markaðinn. Það er
augljóst að svona ógn-
aratburður ætti sér
ekki stað ef bjór og
léttvín væru seld í ný-
lenduvöruverslunum
og ég sé enga ástæðu
til að nýta sér ekki það
öfluga dreifikerfi sem
kaupmenn á íslandi
hafa komið sér upp.
Það er mesta óhæfa og
fásinna að hella niður
góðum bjór; þeir félag-
Jóhann Reynisson: Hryðjuverk
ólukkulegs pyslugerðar-
manns?
ar mínir sem gerðust svo djarfir
að bragða á bjórnum sem við
helltum niður hér um árið,
sögðu að hann hefði verið mjög
góður.“
„EF ÞÚ TÝIUIR
ÞESSUM HIUIFI
DREP EG ÞIG"
Jóhann Reynisson, efnafræöingur
„Ég get ímyndað mér að þetta
hafi verið þrír sólríkustu dagar
frá upphafi íslandsbyggðar. í það
minnsta voru þetta þrír verstu
dagar lífs míns. Mér bauðst þessi
vinna og tók henni fegins hendi
því ég sá fram á að geta safnað
einhverjum jæningum fyrir utan-
landsferð. Eg virði kjötiðnaðar-
menn, ég vil að það komi fram,
en starfið sem mér var falið í
þessari kjötvinnslu var hreinn
viðbjóður. Það hjálpaðist allt að;
ég var klæddur í hvítan slopp
með net á höfðinu og verkstjór-
inn fyrirleit mig þennan stutta
tíma sem við þekktumst. Hann
rétti mér flugbeittan kuta, braut
Jón E. Cl. Guðbrandsson:
Það er óhæfa og fásinna að hella niður góðum bjór.
Birta Jóhannesdóttir:
Ég kveið því of mikið að vakna.
allar gömlu skátareglurnar um
meðferð hnífa, og sagði:
„Ef þú týnir þessum hnífi, þá
drep ég þig!“
Ég gat ekki gert annað en að.
trúa manninum enda var hann
helmingi eldri, og áreiðanlega
gáfaðari, en ég. Ég passaði vel
upp á hnífinn, svo var mér stillt
upp við borð og risavöxnu kari,
fullu af slögum, var trillað tií
mín. Ef þú getur ímyndað þér
lambahrygg sem búið er að
skera allt kjöt af þá veistu hvern-
ig slögin litu út. Mitt starf fólst í
því að kroppa og skera af
fitutægjurnar sem urðu útundan
milli rifjanna. Fyrir hádegi skóf
ég af um það bil hundrað slögum
en samt söfnuðust ekki nema
nokkur grömm af tættri fitu fyrir
framan mig, það yrðu ekki marg-
ar pylsur gerðar úr því. Verk-
stjórinn vissi hvernig mér leið og
sendi mér óspart tóninn eða illt
augnaráð í hvert sinn er hann
átti leið um kuldalega
rangala kjallarans. Og
það var aldrei nein
pása, ég þorði ekki
einu sinni að spyrja
um hana, mér fannst
eins og það yrði pylsu-
skortur í landinu ef ég
slóraði. Stundum lang-
aði mig að hefna mín á
öllum sem þurftu ekki
að ganga í gegnum
þetta ógeð með því að
setja eitthvað í
tunnuna sem tægjurn-
ar söfnuðust fyrir í. Ég
fékk það þó ekki af
mér. Hins vegar fékk
ungur drengur plástur
upp í sig við pylsuát
nokkrum mánuðum
eftir að ég hætti, það
varð blaðamál. Ég
vona bara að það hafi
ekki verið hryðjuverk
einhvers ólukkulegs
pylsugerðarmanns.
Hvað mig varðar hætti
ég á þriðja degi, ég
bað um frí til að
skreppa til tannlæknis
og er enn í því fríi.“
DINAMITI . ..
STAFLAÐ A VORUBIL
Þóröur Orri Pétursson, Ijósameist-
ari: „Ég var staddur á eynni Krít
ásamt kunningja mínum, serb-
neskum uppgjafahermanni, en
við vorum Saman á flakki um
Miðjarðarhafið og ætluðurri frá
Krít til Egyptalands. Við vorum
frekar peningalitlir og það voru
nokkrir dagar þar til ferjan færi,
þannig að við spurðumst fyrir
um vinnu. Kerfið á Krít er þann-
ig að atvinnulaust fólk safnast
saman á ákveðnu torgi og bíður
þess að atvinnuveitendur mæti
á vörubílunum sínum og bjóði
þeim vinnu. Við mættum á torg-
ið í 30 stiga hita og vorum með
þeim fyrstu sem valdir voru úr
hópnum; það var gamall harð-
jaxl sem benti okkur á að hoppa
upp á vörubílspallinn sinn og
við vorum svolítið hreyknir af
því að hann skyldi velja okkur
án umhugsunar. Stuttu seinna
bað hann reyndar sextugan Al-
bana að koma líka.
Eins og gefur að skilja vissum
við ekkert hvert förinni var heit-
ið, við vissum líka að það var
tilgangslaust að spyrja því
hvorki Albaninn né bóndinn töl-
uðu stakt orð í neinu tungumáli
sem við Serbinn kunnum. Við
hossuðumst bara þöglir uppi á
pallinum eitthvað út fyrir bæ-
inn, stöðvuðumst í þurri og
hrjóstrugri sveit og þegar við
hoppuðum af pallinum kallaði
harðjaxlinn: „Smoke now, no
smoke later!“ Við hlýddum og
reyktum nægju okkar. Síðan var
hafist handa. Verkefnið var að
bera 25 kílóa box upp á vöru-
bílspallinn, keyra þau í ein-
hvern kofa nokkrum kílómetr-
um í burtu og afferma bílinn
þar. Og svo koll af kolli. Áður en
við byrjuðum kallaði harðjaxl-
inn höstuglega til okkar: „Dyn-
amite, do not drop.“
Víðs vegar um allt svæðið
voru gígar sem gáfu til kynna
kraftinn sem myndast þegar eitt
25 kílóa box af dínamíti spring-
ur. Þetta var skítadjobb get ég
sagt þér.“ ■
bíó
BÍÓBORGIN
Á meðan þú svafst While
You Were Sleeping *★
Sandra Bullock - piparjónka
sem nær sér ekki í mann.
Varla.
Die Hard ** Til að þetta
verði ekki of leiðinlegt er
Bruce Willis fenginn aðstoð-
armaður sem er aumari og
kjánalegri en hann.
BÍÓHÖLLIN
Fremstur riddara First
Knight * Camelot er eins og
Euro Disney. Þar er mikið
trommað og blásið í lúðra.
Kynlífsklúbbur í Paradís
Exit to Eden 9 Konan hans
David Bowie er flott, restin er
hrat.
I bráðri hættu Outbreak
**★ Spennandi en ekki fyr-
ir sótthrædda.
HÁSKÓLABÍÓ
Perez fjölskyldan The Per-
ez Family ** Kúbverjará
vonarvöli Flórida. Marisa To-
mei leikur glaða og góða
. hóru og e[ holdleg.
Brúðkaup Muriel Muriel's
Wedding *** Eins og
Abba héfur Muriel loks sigur í
stríðiriu við iiðið sem állt þyk-
ist vita betur.
Exotica **★ Póstmóder-
nísk glæpasaga með undir-
öldu.
Rob Roy * Liam Neeson er
sexí í skotapilsi.
LAUGARÁSBÍÓ
Langur föstudagur Friday
0 Mynd um Ijótt og leiðinlegt
fólk í svertingjahverfi, best
fallin til að magna upp kyn-
þáttafordóma.
Don Juan De Marco
*** Brando, feitur eins og
loftbelgur, dregur myndina
upp í skýin. Johnny Depp
fylgir með.
Heimskur, heimskari
Dumb, Dumber ★ Ef maður
hlær, þá hefur maður bara
þannig smekk.
REGNBOGINN
The Madness of King Ge-
orge *** Nigel Flaw-
thorne skemmtir sér konung-
lega við að leika kóng sem
gengur af göflunum.
Feigðarkossinn Kiss of De-
ath ** Eins konar Bronson
mynd um mann sem þolir
flest nema þegar einhver
abbast upp á fjölskyldu hans.
Eitt sinn stríösmenn Once
Were Warriors ** Ófögur
saga með sápubragði.
SAGABÍÓ
Die Hard **
Á meðan þú svafst While
You Were Sleeping **
STJÖRNUBÍÓ
Fremstur riddara First
Knight *
Æöri menntun Higher Le-
arning ★* Námið I Kólumb-
usarháskólanum snýst um
kynferði og kynþætti.
I grunnri gröf Shallow Gra-
ve ★★★ Mynd sem er gerð
af smásmugulegum kvala-
losta.
Litlar konur Little Women
★* Fyrir þá sem mega ekk-
ert Ijótt sjá.
Ódauðleg ást Immortal
Beloved ** Brokkgengur
Beethoven.