Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 5
FIMIVmJDAGUR 26. OKTOBER1995 Fjölmargir hafa haft sam- band við HPvegna frétt- ar sem birtist fyrir viku um að verkum nemenda MHÍ hefði verið hent í kjölfar bruna sem varð í gamla Sláturfélags- húsinu. Meðal annars hefur ritstjórninni verið tjáð að það sé ekkert nýtt að slíkt eigi sér stað þar á bæ. Fyrrverandi nemandi við Myndlista- og handíðaskólann tjáði blaðinu að á ofanverðum sjöunda ára- tugnum hefði sú stefna verið mörkuð í skólanum að halda eftir úrvali verka nemenda, nokkuð sem þótti sjálfsagt þá. Síðan gerðist það í skóla- stjórnartíð Hildar Hákonar- dóttur að ákveðið var að henda þessum verkum og bor- ið við plássleysi. Ekki mun hafa verið haft fyrir því að láta umrædda nemendur vita, heldur var verkunum troðið í ruslatunnur skólans. Þaðan fóru víst einhver verkanna á flæking og haft er fyrir satt að þau hafi jafnvel orðið mark- aðsvara... Innan Ríkisútvarpsins er mikil ólga og óánægja með niðurskurð og önnur vinnubrögð séra Heimis Steinssonar. Annars staðar í blaðinu segir frá fádæma dræmri mætingu í veislu sem útvarpsstjóri hélt starfsfóiki sínu, en kvöldið áður var nokkur fjöldi fjölmiðlamanna saman kominn í útgáfuveislu hjá Súsönnu Svavarsdóttur á Astró. Meðal þeirra var hátt- settur útvarpsmaður, sem sagði stundarhátt þegar séra Heimi bar á góma: „Ég er orð- inn svo þreyttur á þessu að ég gæti myrt prestinn.“ Heldur ófagrar kveðjurnar þar... Einn fornfrægasti skemmtistaður lands- byggðarinnar er H-100 á Akureyri, sem raunar lagði upp laupana fyrir allnokkrum árum eftir tímabil hálfámát- legra tilrauna til nafnbreytinga (Bleiki fíllinn, Sebra og svo framvegis...). H-ið var upp á sitt allra besta í kringum diskótímabilið og var þá stolt Akureyringa af yngri kynslóð- inni. Höfuðborgarfólkið lagði jafnvel á sig sérstaka ferð norður til að upplifa fjörið. Nú virðast allar vonir um að H-100 verði gert upp — og starfrækt á nýjan leik sem musteri dans- menntar á landsbyggðinni — fyrir bí. Nýverið hófust nefni- lega miklar framkvæmdir í húsnæðinu í Hafnarstræti 100 og er áætlað að þar verði tólf tveggja herbergja íbúðir í nán- ustu framtíð. Það eru tveir Reykvíkingar, Björn og Óskar Einarssynir, sem standa fyrir herlegheitunum, en þeir keyptu húsið fyrir slikk í lok síðasta árs. Húsnæðið hefur staðið autt undanfarin ár og var mjög illa farið samkvæmt fréttum Akureyrarblaðsins Dags, en samt sem áður er stefnt að því að íbúðirnar verði tilbúnar upp úr áramót- um... A nd /\ Eh J IlSOI ndrés Magnússon, Einar Öm Benedikts- an og Þór Eldon gera það ekki endasleppt í net- bransanum um þessar mundir og ganga nú meðal nethausa undir viðurnefninu „hin heil- aga netþrenning“. Ekki einasta hafa þeir félagar staðið í stór- ræðum með Hagkaupsveldinu við smíði á Netkaupum þeirra heldur hafa þeir sömuleiðis startað heimasíðu-smíða-fyrir- tækinu Kjarnorku og gera út á ört vaxandi fyrirtækjamarkað netsins. Fleiri verkefni munu í bígerð og inn á milli hafa þeir fundið sér tíma til að hanna netbarinn Síberíu upp á nýtt og opnuðu hann síðastliðinn miðvikudag eftir umfangsmikl- ar endurbætur... Nú fara í hönd ánægju- legir tímar hjá Friðriki Erlingssyni skrifara og viðbúið að hann fari lítið úr sparifötunum á næstunni. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu, í viðtali við Gísla Snæ Erlingsson, verður kvik- myndin Benjamín dúfa frumsýnd 2. nóvember. Þar er Friðrik einmitt handritshöfundur, en myndin byggist á sam- nefndri verðlaunabók hans. Nú fyrr í vikunni var hann að skila af sér handriti til prentunar og kemur skáldsaga hans Liljan út hjá Vöku-Helga- felli um miðjan nóv- embermánuð. Sam- kvæmt heimildum HP er : um ástarsögu að ræða og kemur hún meðal annars inn á blekkinga- leiki ástarinnar. Og rú- I sínan í pylsuendanum er sú að gellurnar í Borgar- dætrum eru að vinna plötu og af þrettán lög- um sem á henni eru er Friðrik skrifaður fyrir níu þeirra sem textahöfund- ur... Undanfarin rúm tvö ár hefur Eimskip árlega flutt inn til landsins yfir tvö þúsund tonn af olíu í aukatönk- um sem skip þeirra Lax- foss býr yfir. Þegar heim kemur er olíunni dælt yf- ir í strandferðaskip fyrir- tækisins, Múlafoss og Reykjafoss, og dugar hún til um það bil 90 prósenta af árlegri olíu- notkun þeirra. Alla aðra olíu á skip sín kaupir Eimskip á erlendri grundu. Þrátt fyrir að borga af þessum olíuinn- flutningi alla tilskilda tolla og gjöld hefur Eimskip reiknað sér nokkurn hagnað af fyrir- tækinu því að öðrum kosti væru þessir aukatankar Lax- foss ónýttir og þar með dauð eign. Ljóst þykir að með þess- um sniðuga Eimskipskróki á móti bragðvondu olíuverðinu hér uppi á klakanum verði ol- íufélögin íslensku af gríðarleg- um viðskiptum... Nú eru tuttugu ár síðan kvikmyndin Rocky Horr- or var gerð en eins og kunnugt er standa yfir sýning- ar á söngleiknum í Loftkastal- anum. Þeir Lofts-menn Ingvar Þórðarson, Hallur Helgason og Baltasar Kormákur eru nú að skipuleggja sérstaka afmæl- issýningu, en þá skipta leikar- arnir um hlutverk. Til dæmis víxla þeir Helgi Bjömsson og Magnús Ólafsson og verður fróðlegt að sjá Magnús í hlut- verki pervertsins Franks N’Furter. Einnig gæti verið at- hyglisvert að sjá grínistann vörpulega Davíð Þór í hlut- verki vöðvabúntsins Rockys. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að höfundur verksins, Richard O’Brien, hefur boðað komu sína til landsins og mun fótum troða íslenska jörð áður en árið 1995 rennur skeið sitt á enda... Borgarnes fer að verða mestur bruggbær á ís- landi og það raunar með löglegu móti. í hinu margfræga og lengstum galtóma mjólkur- búi þeirra Borgnesinga ætlar fyrirtækið Arctic Trading að koma upp umsvifamikilli fram- leiðslu á íslensku brennivíni, Eldís- vodka, Dillonsgini, Tindavodka og Kláravíni. Fyrir þremur árum keypti Eldhaka, fyrirtæki Halldórs Kristjáns- sonar, þessa framleiðslu af Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins, en nú hefur hann semsé selt hana Arctic Trading, sem er að stórum hluta í eigu Kaupfélags Borgfirðinga. Fyrir er í Borgarnesi framleiðsla á Icy-vodka og mun því láta nærri að öll framleiðsla sterkra vína á íslandi sé í kaupstaðnum... 4 sambandsstjórnarfundi /\ sem Samband ungra J Xjafnaðarmanna heldur í næstu viku mun Jón Þór Sturluson, formaður SUJ, segja af sér embætti vegna persónulegra aðstæðna. Vitað er um einn hugsanlegan fram- bjóðanda í formannsstöðuna, en það er Gestur G. Gestsson stjórnmálafræðingur sem und- anfarið ár hefur gegnt embætti 1. varaforseta SUJ. Gestur mun ekki fráhverfur hugmynd- inni. Hann kemur úr Hafnar- fjarðararmi Alþýðuflokksins og hefur hingað til verið talinn til stuðningsmanna Guðmund- ar Árna Stefánssonar. Hafn- firskir jafnaðarmenn hugsa sér gott til glóðarinnar, því þrátt fyrir tiltölulega sterka stöðu þeirra í flokknum hefur for- maður SUJ ekki komið úr þeirra röðum undanfarinn ára- tug. Ungir jafnaðarmenn hafa þannig kvartað óspart yfir rýr- um hlut sínum innan yfir- stjórnar SUJ en ekki haft erindi sem erfiði. Líklegt þykir að Reykjavíkurveldið innan SUJ muni gera hvað það getur til að koma í veg fyrir valdatöku hafnfirsku jafnaðarmannanna og hefur nafn Ingvars Sverris- sonar, varaborgarfulltrúa Reykjavíkurlistans og varafor- manns ÍTR, verið nefnt í því sambandi... Undanfarin ár hefur neysla svonefndra „stuðsveppa" farið mjög vaxandi, en þeir spretta eink- um á túnum hér í Reykjavík á haustin. Sveppir þessir valda léttum ofskynjunum, einatt hefur þeim líka verið blandað í landa og úr orðið drykkurinn „sveppalandi", og getur fólk orðið heiftarlega veikt af neyslunni. Þeir sem til þekkja hafa líka talið sig merkja að þegar sveppatíminn stendur sem hæst sé mikill titringur í bænum og vænta megi ofbeld- isverka þegar margir eru undir áhrifum þeirra. Nú ber hins vegar svo við að nær algjör uppskerubrestur virðist hafa orðið á sveppunum í haust, neytendur hafa án árangurs leitað að sveppum í görðum borgarinnar en sama og ekkert fundið. Foreldrar, lögregla og heilbrigðisyfirvöld þurfa sem- sé ekki að hafa áhyggjur af sveppunum þetta árið... DAINICALL © radiomidun Grandagaröi 9 • 101 Reykjavík Sími 511 1010

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.