Helgarpósturinn - 26.10.1995, Side 10
HMMTUOAGUR 26. OKTÓBER1995
10
Útgefandi: Miðill hf.
Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson
Ritstjóri: Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulltrúar: Guðrún Kristjánsdóttir
Stefán Hrafn Hagalín
Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson
Setning og umbrot: Helgarpósturinn
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf.
Farsinn um
leikhússtjórann
Ráðning leikhússtjóra til Leikfélags Reykjavíkur er
orðin að farsa. í starfið var ráðinn tiltölulega ungur
maður sem hefur að beztu manna yfirsýn staðið sig vel
sem leikhússtjóri norðan heiða.
Einn umsækjenda um starfið, kona komin yfir miðjan
aldur, sættir sig ekki við þetta og hyggst kæra ráðning-
una til jafnréttisráðs, á þeim forsendum að hún hafi
meiri menntun og reynslu en karlinn sem ráðinn var.
Það er nánast sjálfgefið að þessi kona hafi meiri
reynslu en karlinn, þótt ekki væri nema vegna aldurs-
munar. Hvaða merkingu hefur það í praxís? Á að setja
einhvers konar aldursmörk á starf leikhússtjóra, að
þangað megi einungis ráða þá sem starfað hafa í leik-
húsi í tiltekinn árafjölda? Er reynslan trygging fyrir gæð-
um?
í annan stað: Hvaða menntun annarri fremur gerir
fólk hæft í starf leikhússtjóra? Leikaramenntun? Leik-
húsfræði? Bókmenntafræði? Svarið er vitanlega: Ekkert
af ofangreindu.
Vinnuveitendur, hvort heldur er í einkafyrirtækjum
eða hjá hinu opinbera, verða að fá frelsi til að ráða þá til
vinnu sem þeir vilja og treysta bezt fyrir starfinu. Sér-
staklega á þetta við um störf í vitundariðnaðinum sem
leikhúsið er hiuti af. Þar á ekki að spyrja um kyn, ekki
um starfsaldur og ekki um formlega menntun. Þar á að
spyrja: Hverjum er bezt treystandi til að Ieysa þetta
verkefni vel af hendi?
Þeir sem ekki lenda efst á þeim lista eiga að sjá sóma
sinn í að sætta sig við þá niðurstöðu, en leita ekki lið-
sinnis löggjafar sem stundum þjónar tilgangi sínum, en
er æ oftar ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.
Stœrstu
kapítalistarnir
Tímabærar hugmyndir viðskiptaráðherra um aukna
samkeppni um lífeyri landsmanna hafa enn einu sinni
minnt á hvers konar risaeðla lífeyriskerfið er — og í
hvers höndum það er.
Það er of sjaldan minnt á hvernig hagsmunir leiðtoga
launþega rekast á þegar þeir stjórna jafnframt stærstu
lífeyrissjóðunum. í öðru orðinu segjast þeir gæta hags-
muna launþega, heimta að vextir lækki og hóta aðgerð-
um ella. í hinu orðinu eru þeir fulltrúar stærstu fjár-
magnseigenda landsins og ber skylda til, sem gæzlu-
mönnum fjármuna lífeyrissjóðanna, að ávaxta þá sem
mest, sem sagt að hafa vextina sem hæsta.
Hvernig tekst mönnum að samrýma þetta tvennt? Það
tekst auðvitað ekki, en ítrekað komast þeir upp með að
svara úr og í þegar á þessa árekstra er minnzt.
Staðreyndin er sú að þeir, sem eru kjörnir fulltrúar til
að reka kjarabaráttu alþýðunnar, sitja samtímis á sjóð-
um sem miklu ráða um kjör fólksins í landinu. Stærstu
kapítalistarnir á íslandi eru nefnilega Magnús L. Sveins-
son, Benedikt Davíðsson og kollegar þeirra.
Helgarpósturinn
Vesturgötu 2
101 Reykjavík
Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243,
fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777,
auglýsingadeild: 5524888, símboði: 84-63332,
símbréf: 552-2241, dreifing: 5524999.
Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með
greiðslukorti, en kr. 900 annars.
Framsóknarkvennabankinn
að er kannske ljótt að segja
það, en ég skellti upp úr
þegar ég las ályktanir sem
samþykktar voru á Landsþingi
Landssambands framsóknar-
kvenna. Já, það var haldið um
síðustu helgi, ef þið skylduð hafa
Punktar
Karl Th.
Birgisson
misst af því. Ályktanirnar voru,
eins og á svo mörgum öðrum vel
skipulögðum og mannmörgum
ráðstefnum, vel meintar, en um
leið þægilega lausar við nokkur
tengsl við raunveruleikann.
Dæmi: Þingið hvatti þingflokk
framsóknarmanna til að hafa for-
ystu um að sunnudagar verði
virkir fjölskyldudagar í þjóðfélag-
inu. Ekki veit ég hvað „óvirkur
fjölskyldudagur" myndi vera og
ekki fylgdu útskýringar á því
hvernig Guðni, Siv og félagar
áttu að fara að því að gera sunnu-
dagana „virka fjölskyldudaga",
en væntanlega með einhvers
konar löggjöf (það gera nefnilega
þingmenn, setja lög) sem tak-
marki hvað fólk má gera á sunnu-
dögum annað en vera með fjöl-
skyldunni. Hvernig er hægt að
neyða fjölskyldur til að eyða
sunnudögunum saman? Ég veit
það ekki. Kannske með því að
banna fólki að vinna um helgar til
að eiga í sig og á, loka verzlunum
og öðrum þjónustufyrirtækjum,
o.s.frv. Kannske með því að
banna virðulegum frúm að halda
þing sín um helgar, þegar þær
gætu verið að sinna fjölskyld-
unni, til að samþykkja svona
ályktanir.
Annað dæmi: Þingið beindi því
til Flnns Ingólfssonar að koma á
fót „sérstökum kvennabanka“.
Ekki fylgdu skýringar frekar en í
fyrra dæminu, en væntanlega er
átt við ríkisbanka sem sinni kon-
um og þörfum þeirra sérstaklega
og betur en aðrir bankar í land-
inu gera. Ekki veit ég hverjar þær
þarfir eru nákvæmlega, en ég
saknaði þess að framsóknarkon-
ur skyldu ekki skora á Finn að
selja einhvern af þessum bölv-
uðu kallabönkum í ríkiseign sem
„Afhuerju erkröfu um bættan hlut kvenna innan
„félagskerfis bœnda“ beint til Guðmundar
Bjarnasonar? Er ekki Ari Teitsson formaður
Bœndasamtakanna?“
vilja ekkert með konur hafa. Það
væri örugglega stórt skref í jafn-
réttisbaráttunni.
En ekki er allt búið enn. Enn
ályktuðu framsóknarkonur og
skoruðu nú á Guðmund Bjarna-
son landbúnaðarráðherra að
bæta hlut kvenna innan félags-
kerfis bænda. Enn og aftur vant-
ar mig útskýringar á því hvað er
átt við, en „að bæta hlut kvenna
innan félagskerfis bænda“ hljóm-
ar eins og snyrtilegt orðalag yfir
að heimta meiri peninga af skatt-
fé til bændakvenna en nú er eða
a.m.k. til jafns við karlana. Það er
sjálfsögð krafa, úr því verið er að
moka stórfé í þetta kerfi á annað
borð, en eitt þykir mér þó óljóst:
af hverju er þessu beint til Guð-
mundar Bjarnasonar? Er ekki Ari
Teitsson formaður Bændasam-
takanna og þar með yfirmaður
„félagskerfis bænda“? Nema nátt-
úrlega framsóknarkonurnar hafi
eins og misst út úr sér þessa við-
urkenningu á því sem andstæð-
ingar landbúnaðarvelferðarkerf-
isins hafa lengi haldið fram: að
öllu batteríinu, félagasamtökun-
um jafnt sem framleiðslunni, sé
haldið uppi af skattgreiðendum.
Meira en sjálfsagt að konur fái
sinn skammt af þeim smáaurum.
Að minnsta kosti þangað til Finn-
ur stofnar Kvennabankann.
Palladómur
Er einhver að hlusta?
Finnur Ingólfsson hafði varla
setið nema tvo daga á ráð-
herrastóli þegar hann opn-
aði munninn og vildi lækka
vexti. Svo lokaði hann munnin-
um aftur, en vextirnir létu ein-
sog þeir hefðu ekki heyrt í hon-
um. Þá reyndi Sverrir Her-
mannsson bankastjóri að kenna
Finni eina sjálfsagða reglu: að
það skipti engu máli hve oft flón
einsog hann opnuðu munninn
eða hvað þau segðu, það tæki
enginn mark á þeim. Eftir það
þagði Finnur lengi vel. En betur
hefði Sverrir mátt kenna.
í síðustu viku opnaði Finnur
munninn aftur og sagðist ætla
að stækka álverið í Straumsvík.
Um sama leyti fregnaðist að ál-
verð hefði lækkað útí löndum og
Finnur fékk skömm í hattinn fyr-
ir lausmælgi frá eigendum þess
sama álvers. í nokkra daga hélt
Finnur að máski hefði einhver
tekið mark á honum og hann
væri orðinn alvöruráðherra, en
svo uppdagaðist að enginn vissi
hvort álverið yrði stækkað og
aukinheldur að álverðið hefði
byrjað að lækka á meðan Finnur
var ennþá með lokaðan munn-
inn og steinhélt sér saman. Bet-
ur hefði Sverrir mátt kenna.
Enn og aftur opnar Finnur þó
munninn, í þetta sinn á Akur-
eyri, og tilkynnir nú kátum
sparisjóðsstjórum að hann vilji
afnema einokun lífeyrissjóða á
lífeyri. Stjórarnir klöppuðu vel
og lengi og aftur hélt Finnur að
nú hefði einhver hlustað og
hann væri orðinn alvöruráð-
herra með alvöruvöld. En varla
var Finnur þagnaður og stjór-
arnir hættir að klappa þegar
fregnin hafði borist suðrí Neðra-
Breiðholt. Þar sat brúnaþungur
utanríkisráðherra sem lagði
piltinn á kné sér og áminnti um
að áfram skyldu lífeyrissjóðir
eiga kapítalið í landinu, það
væri kapítal-ismi einsog Stein-
grímur hefði kennt. Betur hefði
Sverrir mátt kenna.
Áfram mun Finnur opna
munninn í veikri von um að ein-
hver heyri. Áfram mun hann
tala niður vextina, áfram mun
hann stækka álverið með tungu-
lipurð einni og áfram mun hann
tala kapítalið frá þeim sem eiga
til þeirra sem vilja. Og áfram
mun hann loka munninum og
áfram mun lífið halda sinn fasta
vanagang.
Enn mætti Sverrir kenna.
Svelnn
„ Utanríkisráðherra
lagði piltinn á kné
sér og áminnti um
að áfram skyldu líf-
eyrissjóðir eiga
kapítalið í landinu,
það vœri kapít-
alismi einsog Stein-
grímur hefði
kennt. “
Á uppleið
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Alit snýst í höndunum á Árna
Sigfússyni sem heimtar skýring-
ar á j)ví af hverju Solla kaupir
snyrtivörur fyrir einhvern skit-
inn 21 þúsund kall. Kommon.
Gott hjá borgarstjóranum að
vilja vera fín og fiott og viður-
kenna f leiðinni að hún sé kona.
Way to go.
Heimir Steinsson
Langþráð uppsveifla. Nú dynur
yfir hann skæðadrífa lesenda-
bréfa einhverra forpokaðra ís-
lendinga sem kvarta undan
klámi í RUV. Hann stendur þetta
af sér eins og sannur foringi. Nú
á það einmitt við að veita engin
svör. Svo ætti að hafa nett klám-
fengna kalla í hávegum — (ekki
endilega að Heimir sé einn
slíkur).
Jón Baldvin Hannibalsson
Það er stöðugur uppgangur hjá
Jóni. Nú er Úffe vinur hans Elle-
mann líklegur kandídat sem að-
al hjá NATO. Það ætti því að
vera iýðum Ijóst að séu menn
krataforingjar með yfirskegg þá
eru þeim allir vegir færir í
Evrópu.
Á niðurleið
Ingibjörg Pálmadóttir
Þessi fyrrverandi hjúkka sem
varð óvænt heilbrigðisráðherra
er ekki líklegur kostur til að
setja sérfræðingum stólinn fyrir
dyrnar. Henni finnst vænlegra
að belna spjótum sfnum að
reykingamönnum og nú vill hún
herða lög um tóbaksvarnir. Hún
er forsjárhyggjan holdi klædd.
Ólafur Jóhann Ólafsson
Fyrir skömmu birtust flennifyr-
irsagnir þess eínis að hann
hefði verið hækkaður í tign hjá
Sony. Fagnaðarlátunum hafði
ekki enn linnt þegar heyrðist að
Japaninn hefði vikið honum úr
starfi. Það er varhugavert að
treysta þeim. Munið Peari
Harbour.
Þórhildur Þorleifsdóttir
Klagar í Jafnréttisráð af því að
Borgarleikhúsið vildi hana ekki.
Og í leiðinni fær hún vinkonu
sína, hana Maríu Kristjánsdótt-
ur, til að skrifa í Moggann um
það hvað hún sé fær og flink en
Viddi Eggerts, þessi góði dreng-
ur, sé algjör labbakútur í leik-
húsi. Dudududu.