Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 12
RMMTUDAGUR 26. OKTÓBER1995 Hvemig stendur á því að svo margir þrjóskast við að reykja þótt allir viti hversu hættulegt það er? Karl Th. Birgisson fékk sér smók, velti fyrir sér leyndarmálum tóbaksins og komst að þessari niðurstöðu: E§ reyki —þess vegna er ég til — eða: postulleg sjálfumgleði og nautnin nautnarinnar vegna Fyrst ein einföld yfirlýsing: Ég reyki, reyki mikið og hef gert lengi. Fyrir því eru tvær ástæður: ég er háður nikótíni og mér finnst gott að reykja. Þetta er, vel að merkja, ekki ein og sama ástæðan. Nautnin er nefnilega bæði líkamleg og huglæg. Önnur yfirlýsing: mér mis- býður herferðin gegn tóbaks- reykingum, sem rís nú hæst í Bandaríkjunum og teygir anga sína hingað til lands. Nú má þó ekki misskilja: ég er afar hlynntur eðlilegum áróðri gegn tóbaki og sérstaklega að honum sé beint að börnum og unglingum. Fólk má ekki velkj- ast í vafa um að tóbak er hættulegt efni og vanabind- andi, sem getur dregið það til dauða. Það er góður áróður og sjálfsagður. Það eru hins vegar afleiðing- ar áróðursins sem ég er ósátt- ur við, útreiðin sem reykinga- menn fá i forbifarten og frekleg- ar skorður sem þeim eru sett- ar við neyzlu sinni, skorður sem líkja má í fyllstu alvöru við takmörk á tjáningarfrelsi. Með einfeldningslegum upp- hrópunum um tóbaksnotkun eru þeir, sem gegn henni berj- ast, á góðri leið með að gera þá sem reykja, af fúsum og frjálsum vilja og á eigin ábyrgð, að holdsveikisjúkling- um nútímans. Það gera þeir með postullegri sjálfumgleði þeirra, sem treysta fólki ekki til þess að taka ákvarðanir um eigið líf af því þeir telja sig vita betur, og forheimskun þeirra sem skilja ekki önnur sjónar- mið, einmitt af því þeir vita ekki betur. Fá ný sannindi Baráttan gegn tóbakinu gengur í bylgjum, en hefur harðnað á síðustu árum. Ástæðan er líklega sú, að sí- fellt berast nýjar og gleggri upplýsingar um skaðsemi tób- aks. Röksemdafærslan er eitt- hvað á þessa leið: Um það er ekki deilt lengur, hversu hættulegt tóbakið er. Það breiðist æ hraðar út, einkum í Þriðja heiminum, fyrir tilstilli tóbaksframleiðenda sem svíf- ast einskis til að selja eitrið og beina lymskufullum áróðri sér- staklega gegn börnum og ung- lingum. Hundruð þúsunda deyja af völdum þess á hverju ári. Þess vegna verður að grípa til harðra aðgerða. Það eru hins vegar engin ný sannindi að tóbak sé hættu- legt. Strax á sextándu öld gerðu menn sér grein fyrir hversu vanabindandi það var og fyrir ríflega tvö hundruð ár- um voru skrifaðar heilu bæk- urnar um slæm áhrif þess á starfsemi hjartans. Jakob I. Englandskonungur skrifaði árið 1604 í frægri ritgerð gegn tóbaki: „[Tóbaksneyzlaj sting- ur í augun, skaðar heilann og er lungunum hættuleg...“ Meira að segja nýja tízkufyr- irbærið í herferðinni gegn tób- akinu, óbeinar reykingar, var þekkt meðal indíána í Mið-Am- eríku sem komust í vímu með því að blása reyk hverjir fram- an í aðra. Það er raunar aðeins lungnakrabbamein sem hefur bætzt í hóp hættulegustu og algengustu fylgikvilla tóbaks- ins með niðurstöðum nýjustu rannsókna. Hins vegar eru upplýsingar um almenna skað- semi orðnar nákvæmari og óumdeildari hin síðari ár og það ýtir undir áróðurinn gegn tóbakinu. Eru virkilega svona margir svona vitlausir? í framhaldi af þessu er rétt að spyrja: í ljósi þess sem al- mennt er vitað um skaðsemi tóbaks, af hverju halda millj- arðar fólks áfram að reykja, fullorðið, viti borið fólk sem veit nákvæmlega hvað það er að gera og veit að það getur kvalizt og látizt af völdum reykinga langt fyrir aldur fram? Hvers vegna hefur eitt- hvað jafnskelfilegt og tóbak orðið jafnútbreitt og raun ber vitni? Er allt þetta fólk svona heimskt eða veitir tóbak því ef til vill nautn sem það kýs að vera ekki án? Nikótínfíknin ein er ekki nægileg skýring. Margir hætta að reykja og enn fleiri byrja aldrei. Sjálft fíkniefnið nikótín er nefnilega ekki svo merkilegt að það dragi neytendur að sér. Hver byrjaði að reykja vegna þess að nikótín virtist veita eft- irsóknarverða vímu? Hver fann ekki fyrir óbragði, vanlíð- an, höfuðverkjum og ógleði fyrstu skiptin sem hann notaði tóbak? Eit- uráhrifin eru öll- um ljós í fyrsta sinn sem tóbak er prófað. Lík- lega er nikótín að þessu leyti lélegasta fíkniefni sem um get- ur — önnur fíkniefni færa þó neytandanum einhvers konar vellíðan (ekta eða ímyndaða) í fyrstu skiptin sem þeirra er neytt. Nikótín nær heldur ekki þeim heljartökum á fólki að það verði viljalausir aumingj- ar, „þrælar eitursins“. Ég veit að áróður andstæðinga tóbaks snýst að hluta til einmitt um það, en fullyrði að í langflest- um tilvikum er þetta einfald- lega rangt. „Gróðafíkn tóbaksframleið- enda“ er jafneinfeldningsleg skýring, bæði á útbreiðslu og neyzlu. Útbreiðsla tóbaks hef- ur alltaf verið hröð þar sem það nemur land á annað borð. Nokkur dæmi: Það voru engir vindlar framleiddir í Banda- ríkjunum um aldamótin 1800. Sextíu árum síðar nam fram- leiðslan fjórum milljörðum vindla. Um síðustu aldamót reyktu Kínverjar 1,25 milljarða sígaretta. Árið 1988 voru þær orðnar 1.500 milljarðar. Portú- galar seldu 160 þúsund pund af tóbaki til Afríku árið 1700. Tuttugu árum síðar voru þau orðin tvær milljónir. Tölurnar eru þessu líkar á öllum mark- aðssvæðum síðustu aldirnar. (Þessi dæmi og sum annarra sem hér eru nefnd má finna í bók Richards Klein, Cigarettes Are Sublime, og nýlegum dómi Thomas Laqueur um hana.) Allt gerðist þetta án nokk- urra bellibragða tóbaksfram- leiðenda og lymskulegra aug- lýsingaherferða. Líklegustu skýringarnar eru að eftir því sem samgöngur batna, milli- ríkjaverzlun eykst og varan verður ódýrari, því meiri verð- ur neyzlan á henni. Þar með er ekki sagt að markaðssókn tób- aksfyrirtækja skipti ekki máli, en hún virðist langt í frá ráð- andi um þá ákvörðun fólks að byrja að nota tóbak svo millj- ónum og milljónatugum skipt- ir. Ég þekki ekki nákvæmar neyzlutölur frá íslandi saman- borið við önnur lönd, en þyk- ist vita af eigin reynslu að ís- lendingar reykja mun meira en t.d. Bandaríkjamenn, þótt þar sé tóbak bæði ódýrara og aug- lýst í gríð og erg. Hvers vegna? Af því að tóbak — og þá einkum og sér í lagi sígarettur — er miklu flóknara fyrirbæri en venjulegur neyzluvarning- ur. Nautnin sem það veitir og hugann... “ hlutverkið sem það þjónar er flóknara en andstæðingar þess vilja viðurkenna, en hollara væri að þeir gerðu sér grein fyrir áður en baráttan gegn því fer út í enn meiri öfgar. Merking tóbaksins Tóbak hefur í gegnum ald- irnar haft margs konar að- dráttarafl. Spánverjar lærðu af indíánum að með neyzlu þess urðu hungur og þorsti bæri- legri og það virtist auðvelda ýmsa vinnu. í Evrópu varð tób- ak uppáhaldslyf tveggja mjög ólíkra hópa: annars vegar strit- andi almúgans, sem sótti til þess fróun, og hins vegar fræðimanna sem uppgötvuðu að nikótín skerpti hugsun og jók einbeitingu. „Það feykir burt þokunni sem umlykur hugann," var skrifað á Eng- landi sautjándu aldar. Með sígarettum varð tób- aksneyzla almenn og tóbak varð líklega eina gjöfin sem virti hvorki stéttaskiptingu né landamæri. Hvort heldur her- menn gáfu hver öðrum reyk eða böðullinn hinum dauða- dæmda síðustu sígarettuna var merkingin hin sama: tób- akið var allra og linaði þjáning- ar allra jafnt. Heimspekingar hafa búið til heilu kenningarn- ar um reykingar („líf án reyk- inga er ekki þess virði að lifa því,“ sagði Sartre og tók þar í svipaðan streng og Moliére þremur öldum áður) og rithöf- undar hafa lofað ,það sem himnasendingu. „Ég myndi gera allt fyrir tóbak nema deyja,“ skrifaði enski fræði- maðurinn Charles Lamb í upp- hafi nítjándu aldar — um leið og hann hætti að reykja. Tóbak hefur líka verið merki um frelsi og sjálfstæði (er það ekki ein meginástæðan fyrir því að unglingar byrja að reykja? að vera „töff“ og gera uppreisn gegn mömmu, pabba og skólanum?) og hefur þannig tengzt konum á sérstakan hátt. Næst því að ganga í síðbuxum var fátt rækara merki hér áður um uppreisn kvenna gegn karlaveldinu en einmitt reyk- ingar. Það þótti ekki kvenlegt að reykja og enn í dag þykja þær konur ekki par fínar sem reykja á götum úti. Ónnur tengsl við konur, sumsé við konuna sem kyn- veru, eru oft nefnd sem dæmi um vélabrögð tóbaksframleið- enda; að þeir gefi í skyn í aug- lýsingum að konur sem reyki fái við það aukið aðdráttarafl í augum karla. Þetta er mis- s k i 1 n i n g u r . Löngu áður en auglýsinga- fræðingar fóru að skipta sér af heiminum lýsti Baudelaire því hvernig hrynj- andin í reykingum endurspegí- aði hrynjandina í rómantísk- um ljóðum og þar með hrynj- andina í ástinni. Fyrir því hafa verið leidd sannfærandi rök að hugrenningar um kynferðis- legt aðdráttarafl konunnar sem reykir séu upprunnar á Spáni, sem var eina landið í Evrópu í upphafi síðustu aldar þar sem konur reyktu almennt sígarettur. (Þessi hugmynd kemur líklega fyrst fyrir í sögu Merimées um Carmen, sem Bizet byggði óperu sína á.) En þessi tengsl gilda svo sem ekki aðeins um konur. Hliðstæða kynþokkafullu reyk- ingakonunnar er Marlboro- maðurinn frægi, en hann á sér líka fyrirmyndir í fyrri tíma al- þýðumenningu. Eitt dæmi: get- ur einhver ímyndað sér hvern- ig Humphrey Bogart hefði ver- ið sígarettulaus í hlutverki sínu í Casablancal Hann hefði verið í bezta falli óeftirminni- legur og í versta falli beinlínis hallærislegur. Nautn nautnarinnar vegna Einhvern tíma lýsti Guðni Guðmundsson, þáverandi rektor, þeirri skoðun sinni að samanlagðir lestir manna væru föst stærð; ef hann hætti að reykja yrði hann líklega þjófóttur og þá væri skárra að halda áfram að reykja. Þetta þýðir, með öðrum orðum, að fólk sækir í lesti, ekki einhverja tiltekna lesti, heldur lesti þeirra sjálfra vegna. Eitthvað svipað held ég gildi um reykingar og raunar kynlíf líka. Þráin eða löngunin er ekki endilega eftir sígarettunni sem slíkri, ekki fremur en kynhvöt er til einnar tiltekinnar konu. Alveg eins og við sækjumst eft- ir ástríðunni ástríðunnar vegna — og fáum aldrei nóg til langframa — sækjumst við eft- ir nautninni nautnarinnar vegna. Við gefum þeirri nautn merkingu meðal annars — en ekki eingöngu — með því að reykja. Að því leyti eru reykingar persónulegt tjáningarform — einungis ein aðferð til að fá nautn svalað. Og seint myndu flestir sættast á að framselja tjáningarfrelsi sitt í hendur þeirra sem vilja stýra nautnum okkar (að því sjálfgefnu að aðr- ir skaðist ekki þegar við svöl- um þeim). Niðurstaðan hlýtur að vera sú að tóbakið — sígarettan — er svo snar þáttur af menningu okkar og persónulegri upplifun þess sem notar það, að hams- laus herferð gegn því, á borð við þá sem nú er hafin í Banda- ríkjunum og endurómar hér- lendis, — hvursu góðum lækn- isfræðilegum rökum sem hún er studd — er árás á tjáningar- frelsi og persónu þeirra sem fyrir henni verða. Og auk þess hrein móðgun af hálfu þeirra sem treysta fólki ekki fyrir eig- in lífi og neita að skilja að sitt- hvað fleira og flóknara kunni að liggja að baki reykingafíkn- inni en vaninn sem nikótínið bindur neytendur sína í. „Er allt þetta fólk svona heimskt eða veitir tóhak því eftil vill nautn sem það kýs að vera ekki dn?“ Tóbakið feykir burt þokunni sem umlykur Líklega ernikótín lélegasta fíkniefnisem um getur... “

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.